Morgunblaðið - 21.07.1994, Page 36
36 FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Sjónarhorn
Ofn með hellum
Ktiffikihmur
KA5380
1.71
ES3551
Ftísl um lantl allt
EINAR
FARESTVEIT
& CO hf.
Raftækin
rennaút
nréttsÁwmm*'
Kr.
3.790,-
Brauöristat
SEVERIN
Landið sótt heim
Ahugaverðir staðir - en þjónustuna má bæta
Ferðamaður fer sem
blindur um landið þeg-
ar nauðsynlegar upp-
lýsingar skortir á
Borgartúni 28, sími 622900
áhugaverðum stöðum.
Þeir staðir sem sjá um
ALTARISTAFLA Baltas-
ars í Flatej’jarkirkju
MIKILFENGLEGT landslag við Djúpalón
'í,;-
FLATEY - gamli bærinn
þjónustu verða að
standa undir nafni,
gæðin verða að vera í
samræmi við það verð
sem krafist er fyrir
þjónustuna. Margrét
Þorvaldsdóttir sótti
landið heim.
ÞEGAR farið er um eigið land er
ekki aðeins verið að skoða nátt-
úrufegurðina heldur er jafnframt
verið að leita róta eigin menning-
ar. Lítill ferðahópur, sem á undan-
förnum árum hefur farið í sumar-
ferðir um landið, fór í sumar um
Snæfellsnes og vesturhluta Barða-
strandarsýslu. í ferðinni gerðist sú
spurning áleitin hvort ekki hefði
mátt undirbúa átakið - Sækið
landið heim - örlítið betur.
Snæfellsnes er afar fallegt land-
svæði, þar eru grösugar sveitir,
sérstaklega snyrtileg býli og tign-
arleg fjöll. Snæfeilsjökull, konung-
ur fjalla á þessu landsvæði, hefur
mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn
og var ferð á jökulinn fyrsti áfangi
ferðarinnar. Jökuilinn á það til að
sveipa sig í hulu skýja og gefa
ferðamönnum ekki færi á sér og
var svo að þessu sinni, því var
ákveðið að bíða þar- til birti yfír
honum og skoða betur fornfræga
staði á nesinu.
Upplýsingar vantar á
sögufræga staði
Arnarstapi býr yfír mjög sér-
kennilegri náttúrufegurð. Þegar
ekið er að staðnum blasir við mik-
ilfengleg stytta af Bárði Snæfells-
ás, eins og til að vekja athygli á
dulúð staðarins. Að öðru leyti er
fátt sem vekur athygli ferðamanna
á sögu þessa fornfræga staðar og
furðusmíð náttúruaflanna eins og
gjánum þremur, sérstæðum kletta-
dranga og hellum sem
vert er að skoða. Ferð-
in til Amarstapa hefði
fengið aðra merkingu
ef lýsing hefði legið
frammi um að Stapi
hafi orðið verstöð
snemma á öidum, að um miðja
sextándu öld hafí Stapinn orðið
aðsetur umboðsmanns konungs-
jarða, að þar hafi risið þurrabúða-
pláss með 147 íbúum um aldamót-
in 1700 og hafi þurrabúðamenn
lifað á sjósókn fyrir umboðsmann-
inn. Upplýsingar er m.a. að finna
í bókinni ísland er land þitt. - En
slík bók er ekki alltaf við hendina
þegar farið er um landið.
Reyndar vantar upplýsingar við
flesta áhugaverða staði hér á landi.
Ferðamenn, bæði innlendir og er-
lendir sem sækja landið heim vilja
gjaman fá aðgengilegar upplýs-
ingar um staðina - á staðnum.
Einfaldri iýsingu á sögu staðanna
með uppdrætti væri auðvelt að
koma fyrir á spjaldi svipuðu vega-
kortunum sem vegagerðin hefur
sett upp við vegi landsins og eru
til fyrirmyndar. Slíkar upplýsingar,
þurfa að vera á tveim tungumál-
um, íslensku og ensku, þær myndu
gefa ferðum fólks um landið aðra
og dýpri merkingu og yrðu án efa
hvati til aukinna ferðalaga. Staðir
verða sjaldnast áhugaverðir fyrr
en þeir hafa verið kynntir.
Erf itt getur verið að finna
áhugaverða staði
Við fundum mikið fyrir skorti á
leiðbeiningum og upplýsingum við
Dritvík sem liggur utarlega á Snæ-
fellsnesi. Að vísu er skilti sem vís-
ar veginn að Dritvík, en þegar
komið er að enda vegarins, sem
er nálægt Djúpalóni, eru engar
upplýsingar til staðar um hvort
fara.eigi til hægri eða vinstri til
að finna lónið. A Djúpalónssandi
er vegvísir sem á stendur Dritvík
og bendir út með ströndinni, en
engar upplýsingar eru um hve löng
leiðin sé. Ókunnugir leggja því upp
í óvissu, leiðin er dijúg og að hluta
fremur ógreiðfær. Þarna mætti
koma fyrir greiðfærari
stíg yfir hraunið. Drit-
vík er sögulega mjög
áhugaverð að heim-
sækja, hún var um ald-
ir fengsælasta verstöð
landsins og reru þaðan
300-400 manns á 60-70 bátum,
segir í bókinni Island er land þitt.
Við Dritvík hefðu einnig þurft að
vera til staðar skilti með upplýsing-
um um líf vermanna og gerð þurra-
búða og verbúða á þessum ein-
angraða stað.
A Hellissandi er mjög áhugvert
safn og þar hefur þurrabúð verið
endurbyggð og er miög fróðlegt
fyrir nútímafólk að sjá hvernig
jarðalaust fólk við sjávarsíðuna bjó
við þröngan kost.
Þorpin á Snæfellsnesi
einstaklega falleg og
snyrtileg
Þorpin á norðanverðu Snæfells-
nesi eru einstaklega snyrtileg.
Stykkishólmur er án efa með fal-
legustu bæjum hér á landi. Þar
gætir samræmis í byggingum,
gamli bærinn hefur fengið að halda
sér. í Hólminum hefur greinilega
ekki tíðkast að skella nýtískulegum
húskumböldum sem helst líkjast
pakkhúsum, niður í gömul og gró-
in hverfí eins og gert er hér á
höfuðborgarsvæðinu. Það vekur
athygli hve húsum í Stykkishólmi
er vel við haldið og þau máluð í
smekklegum mildum litum. Ferða-
maður sem fer þar um, fær sterk-
lega á tilfinninguna að þar sé bær
með sál sem eigi sér áhugverða
sögu, og mætti sú saga vera gest-
um aðgengileg. í Stykkishólmi er
prýðilegt hótel sem býður m.a. upp
á ágætis mat. Á bakaleið heimsótt-
um við nýiegt kaffihús á staðnum
og pöntuðum vöfflur með ijóma.
Vöfflurnar komu með gerviijóma
úr sprautubrúsa sem hjaðnaði um
leið og hann kom á borðið. Mig
langar að benda á, ef ekki stenst
það sem boðið er upp á og borið
er fram, þá eru slíkir staðir ekki
heimsóttir aftur.
Á leið yfir á Barðastönd var
komið við í Flatey, þar
eru einnig minjar um
gamlan tíma í eins
konar sögubæ vestast
á eyjunni. Hús eru þar
að vísu í einkaeign, en
í gamla bænum er lítill
notalegur veitingastaður sem gott
er að heimsækja, svo er þar lítil
bókhlaða og kirkja með mjög
áhugaverðum verkum eftir Baltas-
ar.
Fyrsta flokks hótel þarf að
standa undir nafni
Dagsdvöl í Flatey býður upp á
gistingu í Flókalundi, sem er í
Vatnsfirði, afar friðsælum og fai-
legum stað. í ferðabæklingi segir
að þar sé fyrsta flokks hótel og
var gistingin verðiögð í samræmi
við það. Eftir næturgistingu þar
var greinilegt að margt var ofsagt
í bæklingnum. Viðmót starfsfólks
var mjög vingjarnlegt, en til að
hótel geti talist fyrsta flokk verða
rúmföt að vera slétt og lakið þarf
að ná yfir rúmdýnuna alla, það
gerði það ekki í rúmi greinarhöf-
undar. Sturtuklefi þarf einnig að
vera laus við myglu. Hreinlæti er
mikilvægt. Matur var á hóflegu
verði og ágætur á bragðið, af-
greiðslan var fremur hröð en nokk-
uð misræmi á því magni sem látið
var á diska, sumt þótti knappt og
annað ríflegt eins og pastaréttur
sem reyndar lét vita af sér lengi
eftir neyslu. Klæðnaður fram-
reiðslufólks var óvenjuiegur. Að
vera í gallabuxum við að bera mat,
fyrir gesti sem eru að gera sér
dagamun, getur varla talist viðun-
andi. Það er rétt eins og maður
hafí ekki yfirgefið eldhúsbekkinn
heima hjá sér.
Við morgunverð vakti athygli
að kaffið var borið fram í kaffi-
brúsum sem greinilega höfðu ekki
verið þrifnir a.m.k. að utan lang-
tímum saman. Þessi atriði sem
falla undir þrifnað þykja e.t.v.
aukaatriði, annars hefði verið tekið
á þeim, en þau skipta máli fyrir
gesti. Ef þessir staðir, sem reknir
eru sem hótel fyrir ferðamenn, eiga
að standa undir nafni verður að
setja þeim ákveðna gæðastaðla og
fylgja þeim síðan eftir. Morg-
unverðir á þessum Edduhótelum
eru dýrir, það hlýtur að vera hægt
að gera þá lystugri.
Minjasafnið að Hnjóti í
Örlygshöfn frábært
Fjallvegir á Vestljörðum eru
spennusaga útaf fyrir sig. Þeir
hafa mikið batnað frá því sem
áður var. Á Ieið að Látrabjargi var
komið við í Örlygshöfn og minja-
safnið að Hnjóti skoðað. Þetta safn
er án efa eitt áhugaverðasta minja-
safn landsins. Safnið hefur ekki
aðeins að geyma flugminjar heldur
má lesa þar úr munum atvinnu-
sögu fólks á Vestfjörðum og við
Breiðafjörð. Þarna voru margir
hlutir sem við höfðum hvergi séð
áður og þar var hvergi ofhlaðið.
Það sem gerði safnið svo eftirtekt-
arvert voru skýringar, myndir og
teikningar sem sýna hvernig hlut-
irnir voru notaðir og við hvaða
aðstæður. Slíkar upplýsingar gefa
gestum innsýn í þjóðlíf fyrri tíma
og eru góð viðmiðun þegar metin
eru þau gæði sem við búum við nú.
Næsti áfangi, Látrabjarg, var
sveipað súldarmistri,
fuglinn var forvitinn
en engum sem þangað
kemur dylst hin hrika-
lega strandlengja sem
engum þyrmir þegar
náttúröflin fara þar um
hamförum.
Suðurfirðir Vestfjarða eru ekki
í alfaraleið. Komið var við á Pat-
reksfirði. Þar hittum við erlenda
ferðamenn sem voru að leita að
sjúkrahúsi. Engin skilti voru þar
sem bentu á hvar lækni væri að
finna eða hvar hægt væri að Ieita
læknisaðstoðar. Slík skilti vantar
víðast á landsbyggðinni. Það getur
verið lífsnauðsynlegt fyrir bæði
innlenda og erlenda ferðamenn að
geta náð til læknis hvort sem er
að nóttu eða degi, fái þeir slæmar
ígerðir eða verði fyrir meiðslum.
Tálknafjörður virðist vera mjög
lifandi og snyrtilegur bær svo og
Bíldudalur. Lifandi virkur áhugi á
snyrtimennsku og allri umhirðu
virðist alls staðar vera í beinu sam-
bandi við blóma atvinnulífsins, á
það við í borgum og bæjum bæði
hér á landi sem erlendis.
Það er nauðsyn hverri þjóð að
ná að kynnast vel sínu eigin landi.
Við snerum heim fróðari um land-
ið og líf fólksins bæði fyrr og nú.
Snæfellsnes
er afar fallegt
landsvæði
Dritvík var um
aldir fengsæl
verstöð
Kr.
3.790,-
Öll verð m/5% stgr afsl.
Gerð
HK2044
18.900,-
Gerð:
WA2170 A. A