Morgunblaðið - 21.07.1994, Síða 40

Morgunblaðið - 21.07.1994, Síða 40
40 FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Ljóska Ferdinand BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavik • Sími 691100 • Símbréf 691329 „ÁREIÐANLEGA fer ESB fram á afnot af fiskistofnum við strendur Islands.“ Nokknr orð um ESB-aðild Frá Aðalsteini Sigurðssyni: . ÞAÐ ER alveg ótrúlegt hvaða full- yrðingum er slegið fram í umræð- unni um möguleika Islendinga á því að ganga í ESB. Sú síðasta, sem ég hefi séð, var í Morgunblað- inu nýlega (16.7.) og var þess efn- is, að besta leiðin til að halda full- veldi okkar væri að ganga í ESB. Höfundur pistilsins gengur senni- lega út frá því, að lesendur trúi þessari vitleysu, ef fullyrðingin er nógu ákveðin. Hvernig getur þjóð verið sjálfstæð þegar aðrar þjóðir ákveða að miklu leyti lög og regl- ur fyrir hana að starfa eftir? Ekki hefði ég trúað því árið 1944 þegar við Islendingar ákváð- um að stofna lýðveidi eftir alda- langa baráttu fyrir sjálfstæði, að ég ætti eftir að lifa það, að marg- ir landar mínir vildu fórna fengnu sjálfstæði, eins og komið hefir á daginn. Þetta myndu efalaust margir aðrir geta tekið undir, sem greiddu lýðveldisstofnuninni at- kvæði það ár. Hissa Ég hefi ekki þau gögn í hönd- um, sem til þyrfti til þess að gera þessu máii nógu góð skil, en eitt atriði vil ég þó ræða lítillega, en það eru líkurnar á því, að við héld- Stretsbuxur kr. 2.900 Mikið úrval af allskonar buxum Opið á laugardögum kl. 11 -16 um fullum yfirráðum yfir fiskveiði- lögsögu okkar, ef við gengjum í ESB. Ýmsir tala um, að Norðmenn hafi gert góðan samning um sína fiskveiðilögsögu. Ég er hissa á þeim skilningi. Þeir munu að vísu hafa náð sæmilegum samningi til nokkurra ára, en lengra get ég ekki séð að sú veisla nái, og tel því að Norðmenn séu komnir þar út á hættulega braut. Vafalítið munu sjómenn í Norður-Noregi eiga eftir að trega þennan samn- ing, ef Norðmenn ganga í ESB. Ásókn Þegar talað er um að við munum geta fengið betri samning en Norðmenn vegna þess að sjávarút- vegur er okkur mikilvægari en þeim, þá held ég, að það sé gert til að gylla málið. Ég trúi því ekki að menn séu eins vissir um þetta og þeir vilja vera láta, enda hefir ESB þegar fengið fótfestu í land- helgi okkar þrátt fyrir það, að ennþá hefir ekki verið um aðildar- samninga að ræða. Ásóknin í fisk- veiðiheimildir er því sjáanlega mjög mikil og áreiðanlega fer ESB fram á afnot af fiskistofnum við strendur íslands, ef til aðild- arsamninga kemur sem vonandi verður ekki. Raunabót Þó við höfum í mörgum tilfellum ekki umgengist fiskistofna okkar sem skyldi, þá er fiskveiðistefna ESB langtum verri en okkar. Það er raunabót að forsætisráð- herra og fleiri frammámenn okkar fullyrða, að íslendingar gangi ekki í ESB nema þeir haldi fullum yfir- ráðum yfir fiskistofnunum í land- helgi okkar. Vonandi verður við þetta staðið, en hveiju er hægt að treysta með núverandi utan- ríkisráðherra í forustu við samn- inga við aðrar þjóðir? AÐALSTEINN SIGURÐSSON, Vallarbraut 8, Seltjarnarnesi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.