Morgunblaðið - 21.07.1994, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 1994 43
I
i
I
BRIDS
U m s j ó n G u ö in . I’ á 11
Arnarson
UTAN GEGN Á hættu,
opnar austur á tveimur
veikum tíglum. Suður
strögglar á tveimur spöðum
og eftir pass næsta manns
á norður að segja með þessi
spil:
Norður
♦ -
V Á532
♦ ÁG84
♦ G6532
Hvað á norður að segja?
Þetta vandamál blasti við
Matthíasi Þorvaldssyni og
Færeyingnum Per Kalls-
berg í fyrstu umferð Norð-
urlandamótsins í Vaasa.
Kallsberg passaði, en Matt-
hías sagði tvö grönd:
Vestur
♦ Á96432
VK6
♦ K7
♦ D108
Norður
♦ -
V Á532
♦ ÁG84
♦ G6532Austur
♦ 75
♦ G108
♦ 0109652
♦ Á9
Suður
♦ KDG108
¥ D974
♦ 3
♦ K74
Vestur Norður Austur Suður
Joensen Matthías Mohr Jakob
- 2 tíglar 2 spaðar
Pass 2 grönd Pass 3 hjörtu
Pass 4 fýörtu Allir pass
Þetta er býsna þungt
geim, en þó vel reynandi.
Vestur þóttist vita að norð-
ur og austur ættu í mesta
lagi tvo spaða sín á milli
og lagði af stað með spaða-
ás í þeim tilgangi að byggja
upp trompslagi hjá makker.
Jakobi þótti það ekki slæm
byijun. Hann trompaði og
spilaði strax smáu hjarta á
níuna. Þegar hún kostaði
kónginn var eftirleikurinn
auðveldur. En eftir spaða-
ásinn út vinnst spilið þótt
Jakob hitti ekki í trompið.
Geimið á hættunni gaf
NS 620, en hinu megin
fengu Jón Baldursson og
Sævar Þorbjörnsson einnig
töluna í vörn gegn tveimur
spöðum. ísland vann því 13
IMPa á spilinu og leikinn
23-7.
Pennavinir
FRÁ Ghana skrifar 24 ára
stúlka með áhuga á ferða-
lögum, íþróttum og menn-
ingarmálum:
Ericcah Kuraning,
Box 317,
Oguaa,
Central Region,
Gliana.
TVÍTUG finnsk stúlka með
margvísleg áhugamál:
Outi-Leena Virtanen,
Taipaleentie 44,
42300 Jamsankoski,
Finland.
NORSK 21 árs stúlka með
áhuga á tónlist, dansi, söng,
bókmenntum, kvikmyndum
og tungumálum:
Frnydis Nyheim,
Nákkvesvei 5,
Leil. 11004,
0670 Oslo,
Norway.
FRÁ Ghana skrifar 28 ára
stúlka með áhuga á póst-
kortum:
Goody Esi Buckle,
P.O. Box 903,
Cape Coast,
Ghana.
TÉKKNESKUR 26 ára
stúdent sem skrifar á
þýsku, frönsku eða rúss-
nesku og hefur áhuga á
skíðum, sundi, tónlist, bók-
menntum o.fl.:
Vaclav Vrba,
Javorova 3108/525,
434 01 MOST,
Czech Republic.
ÍDAG
Arnað heilla
Ljósmyndastofa Reykjavíkur
BRÚÐKAUP. Gefín voru
saman þann 21. maí sl. í
Bústaðakirkju af sr. Pálma
Matthíassyni Fjóla Marin-
ósdóttir og Magnús Már
Vilhjálmsson. Heimili
þeirra er í Dalalandi 14,
Reykjavík.
Ljósmyndastofa Reykjavikur
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman þann 25. júní sl. í
Háteigskirkju af sr. Braga
Skúlasyni Helma Jóhanns-
dóttir og Jón R. Guð-
mundsson. Heimili þeirra
er í Dalseli 17, Reykjavík.
P A ÁRA afmæli. í dag,
0\/ 21. júlí, er sextugur
Þórir Guðmundsson,
Brekkubæ 33, Reykjavík.
Eiginkona hans er Hlíf
Samúelsdóttir. Hjónin eru
stödd í Túnis.
Ljósmyndastofa Reykjavíkur
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman í þann 11. júní í
Bústaðakirkju af sr. Pálma
Matthíasyni Salome Egg-
ertsdóttir og Trausti Sig-
urjónsson.
Með morgunkaffinu
Sonur sæll. Mig langaði að
ræða aðeins við þig um sög-
ima fyrir svefninn...
LEIÐRÉTT
23% samdráttur í
þorsksölu
í FRÉTT UM sölu á fersk-
um físki á erlendum og inn-
iendum fiskmörkuðum voru
rangar upplýsingar um sölu
á þorski á fiskmörkuðunum
hér heima fyrstu sex mán-
uði síðasta árs. í leiðréttri
samantekt frá Aflamiðlun
kemur fram að salan á þess-
um tíma var 30.759 tonn
tonn en ekki 25.179 eins
og var í fyrri samantekt
hennar. Sala á þorski á inn-
lendu fiskmörkuðunum hef-
ur því ekki minnkað um 6%
heldur 23%.
Titill misritaðist
í MORGUNBLAÐINU síð-
astliðinn iaugardag er skýrt
frá skipan rágjafnanefndar
um villt dýr. Þar segir að
Haukur Brynjólfsson dýra-
læknir eigi sæti í nefndinni.
Hið rétta er að Haukur er
rafvirki og tæknimaður hjá
Raunvísindastofnun Há-
skólans. Hann er fulltrúi
Skotveiðifélags íslands í
nefndinni. Beðist er velvirð-
ingar á þessu ranghermi.
Röng mynd
ÞAU MISTÖK urðu við
birtingu greinar Sigríðar
Ásgeirsdóttur „Ný dýra-
verndunarlög," í blaðinu í
gær, að röng mynd birtist.
Hér birtist rétt mynd af
höfundi, sem beðinn er vei-
virðingar, svo og aðrir hlut-
aðeigendur.
Olíufélagið hf
ESSO
TILBOÐSDAGAR
Amerísk sófasett og stakir
sófar á tilboðsverði meðan
birgðir endast
STJÖRNUSPÁ
Hrútur
(21. mars- 19. apríl)
Smávegis ágreiningur
getur komið upp innan
fjölskyldunnar árdegis.
Þú hlýtur viðurkenningu
fyrir vel unnin störf.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Vandamál vinar veldur þér
áhyggjum í dag, en ástvinur
bætir þar úr og þið farið út
saman að skemmta ykkur í
kvöld.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Það getur verið erfitt að ná
samningum varðandi fjármál
í dag. Þér gengur vel í vinn-
unni og þú nýtur kvöldsins
með fjölskyldunni.
Rrabbi
(21.júní - 22. júlí) Hg
Breytingar á ferðaáætlun
valda þér vonbrigðum. Nú er
ekki rétti tíminn til að koma
hugmyndum þínum á fram-
færi í vinnunni.
Ljón
(23. júlf — 22. ágúst)
Sjálfsagi og góð framkoma
gagnast þér vel í vinnunni,
en vinur getur gert þér gramt
í geði. Vertu ekki með óþarfa
áhyggjur.
Meyja
(23. ágúst - 22. september) M
Varastu óþarfa gagnrýni ár-
degis. Skapið batnar þegar á
daginn líður og kvöldið hefur
upp á margskonar afreyingu
að bjóða.
Vog
(23. sept. - 22. október)
Þú getur orðið fyrir töfum
og truflunum í vinnunni.
Sumir undirbúa umbætur á
heimilinu, og ástvinir eiga
kvöldið útaf fyrir sig.
Sporódreki
(23. okt. - 21. nóvember)
Þú ert að undirbúa spennandi
helgarferð. Sumir kynnast
verðandi ástvini f mannfagn-
aði. Börn þarfnast umhyggju
í kvöld.
Bogmaóur
(22. nóv. - 21. desember)
Mættu öðrum á miðri leið í
samningum um fjármál. Þér
bjóðast tækifæri til að auka
tekjurnar. Þú leysir vandamál
heima í kvöld.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þér berast góðar fréttir langt
að í dag. Gættu spamaðar f
peningamálum og vertu ekki
með óþarfa áhyggjur í kvöld.
Vatnsberi
(20. janúar - 18. febrúar) t&l
Ef þú færð tfma útaf fyrir
þig tekst þér að Ijúka vanda-
sömu verki í dag og ástvinir
geta farið út að skemmta sér
í kvöld.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars) ’tSí
Varastu óhóflega hlédrægni
og reyndu að njóta þeirra
mörgu tækifæra til skemmt-
unar sem dagurinn hefur upp
á að bjóða.
Stjörnusþána á aó lesa sem
dœgradvöl. Sþár af þessu tagi
byggjast ekki á traustum grunni
visindalegra staóreynda.
Innilegar þakkir fœri ég öllum þeim mörgu,
sem glöddu mig meÖ heimsóknum, blómum,
gjöfum og skeytum á 80 ára afmœli mínu.
Guð blessi ykkur öll.
Sigurgeir Ingvarsson,
Eyrarvegi 9, Selfossi.
veitirþér
3% afslátt
á smávörum á
bensínstöðvum ESSO
SAFNKORT ESS0
Enginn kostnaður, aðeins ávinningur!
tsso)
Oliufélagiðhf
Sófasett m/ áklæði 3ja sæta og tveir stólar,
frá kr. 89.000 stgr.
Stakir Embassy stólar
frá aðeins kr. 25.000 stgr.
Stakir 3ja og 2ja sæta sófar.
VALHÚSGÖGN hf.
Ármúla 8, símar 812275 og 685375
KRABBI
Afmælisbarn dagsins: Þú
nýtur mikilla vinsælda en
gerir kröfur til þeirra sem
þú umgengst.