Morgunblaðið - 21.07.1994, Page 48
48 FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
KNATTSPYRNA
Helgi, Mrazek og Sigursteinn
efstir í einkunnagjöfinni
HEILumferðferfram M.deild
karla t knattspyrnu í kvöld og
með henni hefst siðari umferð-
in. í kvöld ber hæst leikur efstu
liðanna, ÍA og FH, íKaplakrika.
Nú þegar mótið er hálfnað hafa
þrír leikmenn fengið samtais
10 M, eða rúmlega eitt M að
meðaltali íleik, samkvæmt ein-
kunnagjöf Morgunblaðsins.
Það eru þeir Helgi Sigurðsson,
Fram, Tékkinn Petr Mrazek úr
FH og Sigursteinn Gíslason, ÍA.
Íþróttafréttamenn Morgunblaðs-
ins gefa leikmönnum 1. deildar
karla einkunn eftir hvern leik. Eitt
M fá þeir sem leikð hafa vel, tvö M
fá þeir sem leikið hafa mjög vel,
og 3 M fá þeir sem hafa átt frábær-
an leik. í fyrri umfeðrinni fékk að-
eins einn leikmaður deildarinnar
hæstu einkunn, eða 3 M. Það var
Skagamaðurinn ungi, Sturlaugur
Haraldsson, í leik gegn Breiðabliki
í 6. umferð.
ÚRSLIT
Hjólreiðar
Frakklandskeppnin
17. leggur:
149 km frá Bourg d’Oisans til Val Thorens:
klst.
1. Nelson Rodriguez (K6.) ZG M..5:13.62
2. P. Ugrumov (Le.j G.Bal..3 sek. á eftir
3. Marco Pantani (It.) Carrera....1:08
4. Richard Virenque (Fr.) Festina.2:37
5. Miguel Indurain (Sp.) Banesto...2.37
6. Alex Zuelle (Sv.) ONCE..........2.37
7. Luc Leblanc (Fr.) Festina......2:40
8. Roberto Conti (ít.) Lampre.....2:44
9. Heman Buenahora (Kó.) Kelme....2:45
10. Udo Bolts (Þý.) Telkom........2:52
Heildarstaðan: klst.
1. Miguel Indurain (Sp.) Banesto....86:42.45
2. Richard Virenque (Fr.) Festina.7:21
3. Marco Pantani (ít.) Carrera....8:11
4. Luc Leblanc (Fr.) Festina......8:38
5. Roberto Conti (ít.) Lampre....10:04
6. Piotr Ugrumov (Le.) G.Bal.....11:34
7. Alberto Elli (ít.) GB MG......14:12
8. Alex Zuelle (Sv.) ONCE........16:44
9. Udo Bolts (Þý.) Telkom........18:55
10. V. Poulnikov (Úk.) Carrera...19:15
Helgi Mrazek Sigursteinn
KR-ingar hafa hlotið flest M hjá
íþróttafréttamönnum blaðsins, 62
alls. Skagamenn koma næstir með
56 og Framarar í þriðja sæti með
í 51 stig. Hér á eftir fer listi yfir
þá leikmenn sem flest M hafa hlot-
ið til þessa:
Heimir Guðjónsson, KR
Ríkharður Daðason; Fram
Þórður Þórðarson, IA
Helgi Sigurðsson, Fram
Petr Mrazek, FH
Sigursteinn Gíslason, ÍA
Eiður Smári Guðjohnsen, Val
Friðrik Friðriksson, ÍBV
Guðmundur Benediktsson, Þór
Gunnar Oddsson, IBK
Stefán Arnarson, FH
Zoran Miljcovic, ÍA
Arnar Grétarsson, Breiðabliki
Birkir Kristinsson, Fram
Lárus Orri Sigurðsson, Þór
Lúðvík Jónasson, Stjömunni
Nökkvi Sveinsson, ÍBV
Ólafur Adolfsson, ÍA
Ólafur Kristjánsson, FH
Ólafur Pétursson, Þór
Ragnar Gíslason, Stjörnunni
Rastislav Lasorik, Breiðabliki
Steinar Guðgeirsson, Fram
Þormóður Egilsson, KR
KR efst í „ jPt-deildinni"
Staðan í deildinni samkvæmt ein-
kunnagjöfinni er þannig þegar mót-
ið er hálfnað;
KR..............................62
ÍA............................ 56
Fram.......................... 51
FH..............................49
ÍBK.............................45
Þór.............................45
ÍBV.............................43
Stjarnan........................40
Breiðablik......................38
Valur...........................33
Erfiðast hjá IBK
eflvíkingar drógust gegn ísra-
elska liðinu Maccabi Tel Aviv
í forkeppni Evrópumóts bikarhafa
og virðist sem þeir eigi erfiðari
leiki fyrir höndum en Skagamenn
og FH-ingar í Evrópukeppni fé-
lagsliða, þar sem ÍA mætir Bangor
City frá Wales og FH Linfield í
Norður-írlandi.
Maccabi vann Hapoel 2:0 í úr-
slitum ísraelsku bikarkeppninnar í
vor og er í öðru sæti í deildinni.
Fjórir landsliðsmenn leika með lið-
inu og þar á meðal Itzhak Zohar,
sem var næst markahæstur í deild-
inni á liðnu tímabili með 22 mörk.
í liðinu eru tveir erlendir leikmenn,
báðir frá Rússlandi, og er annar
þeirra markvörðurinn Aleksandr
Ubarov, sem var með Sovétmönn-
um á HM á Ítalíu fyrir fjórum
árum.
FH-ingar eiga heimaleikinn á
undan eins og Keflvíkingar og voru
ánægðir með dráttinn. „Við eigum
alla vega möguleika," sagði Hörð-
ur Hilmarsson, þjálfari.
Skagamenn byija í Wales 9.
ágúst, og var Hörður Helgason,
þjálfari IA, kátur með það. „Þeir
eru ekkert byijaðir að spila og því
er betra að byija úti,“ sagði hann,
en bætti við að hann vissi ekkert
um liðið nema að það hefði leikið
í forkeppni í fyrra og Gylfí Orrason
hefði dæmt annan leikinn.
Fj. leikja u j T Mörk Stig
ÍA 9 6 2 1 16: 4 20
FH 9 5 2 2 8: 5 17
ÍBK 9 3 5 1 14: 8 14
KR 9 3 3 3 13: 7 12
FRAM 9 2 5 2 15: 15 11
ÞÓR 9 2 4 3 15: 12 10
VALUR 9 2 3 4 8: 16 9
ÍBV 9 1 5 3 6: 10 8
STJARNAN 9 1 5 3 8: 13 8
BREIÐABL. 9 2 2 5 9: 22 8
Markahæstir
7 - Bjami Sveinbjömsson, Þór
6 - Mihajlo Bibercic, ÍA, Óli Þór Magnús-
son, ÍBK, Ríkharður Daðason, Fram
5 - Helgi Sigurðsson, Fram
4 - Leifur Geir Hafsteinsson, Stjömunni,
Tómas Ingi Tómasson, KR
3 - Bjarki Pétursson, IA, Guðmundur
Benediktsson, Þór, James Bett, KR, Jón
Erling Ragnarsson, FH
HAFNFIRÐINGAR!
KomiS, sjáiS og hvetjið FH til sigurs
í stórleiknum í Krikanum í kvöld.
Félagar í stuðningsmannaklúbbnum ætla
að hittast kl. 18.45 í Krikanum.
Hörbur HSImarsson, þjálfari FH-inga
mætir og fer yfir stöðu mála.
léttar veitingar verða á staðnum
OPNA G.K.G.
opna g.icg, Mmmvm&w haldið
ÞANN 24. |Útí N.K.Á
VÍFILSSTAÐAVLLU í GARÐABÆ.
KEPPNISFYRmKOMULAG 18 HOLUR
MI0OOÁN FORG.
/EGLEG
/ERÐLAUN
BOÐI
/rir holu í höggi á 2/11
raut NIZZAN MICRAfrá
'JGVARI HELGASYNÚ
mgmm
Ingvar
Helgason hf.
Sævarhöföa 2
sími 91-674000
S4S
ÍSLAN DSBAN Kl
srðl
'11 og
erðlaun fyrir
ing í golfskálanum
fsíma: 657373 fyrir
kl. 15.00 föstudaginn
23. júlí n.k.
Sigurður
meðÍA
Toppliðin mætast
í Kaplakrika í kvöld
SIGURÐUR Jónsson hefur
ekki leikið með Skagamönn-
um að undanförnu vegna
meiðsla, en í gær benti ailt
til þess að hann yrði með
gegn FH að Kaplakrika í
kvöld. Þá hefst seinni helm-
ingur 1. deildar karla og fara
allir fimm leikirnir fram á
sama tíma.
Skagamenn eru efstir í deild-
inni með þriggja stiga for-
skot á FH-inga, en liðin féllu
úr bikarkeppninni í 16 liða úr-
slitum. „Við eigum þetta eftir
og framhaldið er undir okkur
komið,“ sagði Hörður Helgason,
þjálfari ÍA, við Morgunblaðið í
gær. Hann sagði að spil liðsins
breyttist mikið, ef Sigurður yrði
með, „en aðalatriðið er að mæta
og sigra," sagði hann.
Liðin gerðu markalaust jafn-
tefli á Akranesi í 1. umferð, en
Hörður Hilmarsson, þjálfari FH,
sagði að liðið færi í hvern leik
með því hugarfari að sigra.
Stákarnir hefðu spilað ágætlega
í tveimur síðustu deildarleikjum,
sótt meira en oft áður en aðeins
fengið eitt stig, sem væri ekki
nógu gott. Þá hefði FH fallið
úr bikamum og því væri mikið
í húfi. „Við vinnum út frá styrk-
leika okkar og fömm í leikinn
til að sigra eftir okkar leiðum."
Allsstaðar barátta
Staðan í deildinni getur verið
fljót að breytast og er barátta
á öllum vígstöðvum. Keflvíking-
ar em í þriðja sæti og taka á
móti Valsmönnum, sem eru við
botninn. KR-ingar í fjórða sæti
fá botnlið Breiðabliks í heim-
sókn, en munurinn á liðunum
er aðeins fjögur stig. Þijú stig
skilja að Fram í fimmta sæti og
Stjörnuna í fallsæti, en liðin
mætast í Garðabænum.
Golf
helgarinnar
Golfklúbburinn Flúðir
Á laugardaginn 23. júlí verður opið mót,
Opna Búnaðarbankamótið, haldið hjá
gjolfklúbbnum Flúðir. Á sunnudaginn
verður opið öldungamót, 50-54 ára og
55 ára og eldri.
Golfklúbburinn Keilir
Opið mót á laugardaginn, Merrild, 18
holur með og án forgjafar.
Golfklúbbur Akureyrar
Iiinherjakeppni verður á laugardaginn,
leiknar verða átján holur.
Golfklúbburinn Hamar
Opið mót á laugardaginn á Arnarholt-
svelli, Samskip, 18 holur. Á sunnudaginn
verður einnig opið mót, Pepsi, leiknar
verða 18 hoiur.
Golfklúbburinn Oddur
Opið mót, Diamondhead opið, verður á
laugardaginn. Leiknar verða 18 holur
með og án forgjafar.
Golfklúbbur
Kópavogs/Garðabæjar
Opna GKG verður á Vffilstaðavelli á
sunnudaginn. Leiknar 18 holur með og
án forgjafar.
Golfklúbbur Hellu
Hjóna og parakeppni verður á sunnudag-
inn. 18 holur.
Golfklúbburinn Kjölur
Opið unglingamót, Hrói höttur, verður á
laugardaginn. Leiknar 18 holur með og
án forgjafar.
Golfklúbbur Húsavíkur
Golfklúbbur Húsavíkur heldur opið ungl-
ingamót, Pepsi mót, á laugardaginn 23.
júli. Keppt verður í flokkum drengja og
stúlkna 15-18 ára og 14 ára og yngri.
Mótið kemur í staðinn fyrir unglinga-
flokkinn sem vera átti á Opna Húsavíkur-
mótinu 6.-7. ágúst.