Morgunblaðið - 22.07.1994, Side 5

Morgunblaðið - 22.07.1994, Side 5
4 C FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1994 DAGLEGT LIF MORGUNBLAÐIÐ Heilsuefling verði hluti daglegs lífs á heimili og í vinnu ÆSKILEGT er að íþróttir verði hluti daglegrar starfsemi á vinnustöðum. Skortir okkur aga sem uppalendur? BARNIÐ vill fá að sælgæti. Það rekur útúr sér tunguna, stappar niður fótunum og gargar með miklum látum þegar maldað er í móinn. For- eldrið hefur kannski samviskubit yfír löngum vinnudegi, er þreytt og kaupir sér frið með því að segja: „Allt í lagi, ég skal kaupa súkkulaði núna en ekki á morgun, mundu það!“ Kannast einhver við þessi viðbrögð? Sálfræðingarnir Þórkatla Aðalsteins- dóttir og Margrét Hail- dórsdóttir hafa varpað fram þeirri spurningu í fyrirlestrum sínum hvort aga skorti í upp- eldi íslenskra barna. „Allir foreldrar reyna að standa sig eins vel og þeir geta sem upp- alendur," segir Mar- grét. Hún er þeirrar skoðunar að íslenskir foreldrar búi við erfiðari aðstæður en uppalendur í nágrannalöndum okk- ar. „íslenskt samfélag hefur tekið mjög örum breytingum og þær hafa verið miklu sneggri en hjá mörgum öðrum þjóðum. Áður fyrr tók stórfjölskyldan ríkari þátt í uppeldinu (ættingjar, ömmur, afar og fleiri), en nú mæðir það á foreldr- unum og stofnunum.“ Þórkatla og Margrét tala báðar um að íslenskir foreldrar séu ekki slæmir uppalend- ur en benda á að það sé flóknara nú en áður. 80% kvenna eru útivinnandi „Viðmið foreldra frá eigin barn- æsku giida ekki lengur og foreldrar Margrét Halldórsdóttir og Þórkatla Aðal- steinsdóttir sálfræðingar þurfa að tileinka sér ný giidi og við- horf,“ segir Þórkatla. „Þegar þeir voru að alast upp var móðirin oftast heimavinnandi. Uppalendur hafa því ekki fyrirmynd að sínu hlutverki. Á síðustu 20 árum hefur atvinnu- þátttaka kvenna aukist úr 20% í 80% og konur eru t.a.m. að beijast við að ná árangri í vinnu, leysa uppeldi vel af hendi, reyna að halda heimil- inu í sama horfi og mamma og amma gerðu, hlú að hjónabandi sínu og gleyma ekki sjálfri sér. Það sjá líklega flestir að þetta gengur ekki upp og það er viss Dúlluhattur „TILGANGURINN er að vekja fólk til sjálfsvitundar," segir Sigrún Gunnarsdóttir um Heilsueflingu, sem er nýtt samstarfsverkefni heil- brigðisráðuneytisins og Landlækn- isembættisins um forvarnir og bætta lífshætti. Sigrún er fram- kvæmdastjóri Heilsueflingar og er hjúkrunarfræðingur að mennt. Markmið verkefnisins er að vekja almenning til ábyrgðar og umhugs- unar um heilbrigða lífshætti og bæta þekkingu á áhættuþáttum langvinnra sjúkdóma og slysa. Reynt er að vekja áhuga almenn- ings á að lifa heilsusamlegu lífí og samhæfa starfskrafta og viðfangs- efni eins og kostur er. „Heilsuefling hefst hjá þér“ „Heilsuefling hefst hjá þér“ er yfírskrift verkefnisins. „Með þessari yfirskrift viljum við höfða til ein- staklingsins, að hann finni sjálfur hvöt til þess að lifa heilsusamlegu lífi,“ segir Sigrún. Heilsuefling er í samstarfi við svokallaða heilsubæi, en þeir eru Hafnarfjörður, Hveragerði, Höfn í Hornafirði og Húsavík. „Þetta er reynsluverkefni, fyrst ætlum við að sjá hvernig árangurinn verður af þessu samstarfi og ef til vill færa út kvíarnar með tímanum," segir Sigrún. „Við héldum fundi með öllum fulltrúum heilsugæslu, sveitarstjórna og félaga í hvetju sveitarfélagi til að undirbúa jarð- veginn. Þeir lögðu ýmislegt til sem þeim fannst að ætti að leggja áherslu á í verkefninu. Misjafnar uppástungur voru á hverjum stað, t.d. var lagt til að leggja ætti áherslu á hollt mataræði á Höfn í Hornafirði.“ Fá hvern og einn til þess að njóta sín „Ýmsar leiðir verða reyndar og höfðað til allra aldurshópa. Þetta verður gert með samstarfi við skóla, vinnustaði og ýmis félög. Komið hefur í ljós að þau börn sem læra að njóta eigin hæfileika leita síður í áfengi og önnur vímuefni síðar á ævinni. Mikilvægur þáttur í heilsu- eflingu er að börn læri að njóta eigin hæfileika, þ.e.a.s finni sér leið- ir til að lifa heilbrigðu og skemmti- legu lífi. Heilbrigt líf og vellíðan er nátengt og með því að temja sér heilbrigða lífshætti eykst vellíðan og starfsorka. En það verður hver og einn að finna eigin leið sem honum hentar svo hann njóti sín.“ Takmarkið er að vekja fólk til sjálfsvitundar, en flestir þurfa ein- hvern stuðning til að byija með. Ráðgjöf og fræðsla verður veitt og boðnar mælingar á líkamlegum Áhersla er lögd ó að heilbrigt líf og hreyfing verði hluti daglegs lífs ó vinnustöðum, í skólum, í félögum og ó heimilum. þáttum, til dæmis á blóðþrýstingi og þoli. Slíkar mælingar virðast hafa hvetjandi áhrif á fólk og hjálpa fólki til að byija. Mælingar gefa vísbendingu um í hvaða ástandi lík- aminn er og geta sýnt manni fram á hugsanlegar breytingar sem meiri líkamsrækt getur haft í för með sér. Hér kemur uppskrift að húfu á litlu heimasætuna. Notað er 100% bó- mullargarn, í þessu tilfelli Mandarin. Stærðir: 12 mán. - 18 mán. - 2 ára. Ath. stærðir eru áætlaðar. Mandarin petit 100% bómull: Bleikt nr.’351: 100-100-100 g Hvítt nr. 301: 50-50-50 g Addi-prjónar: 50 sm hringptjónn nr. 2.5 40 sm hringpijónn nr. 3 Sokkapijónar nr. 3 Kaðlapijónn. Heklunál nr. 2.5 Sandnes-þvottamerki Fitjið upp með tvöföldu, bleiku garni á hringpijón nr. 2.5, 130- 130-140 lykkjur. Pijónið garða- pijón fram og til baka. Eftir 2 garða eru pijónaðar 8 sléttar - 2 sléttar saman allan pijóninn = 117-117- 126 lykkjur. Pijónið 3 pijóna garða- pijón. Pijónið þá 7 sléttar - 2 slétt- ar saman allan prjóninn = 104- 104-112 lykkjur. Pijónið áfram þar til komnir eru 7 garðar. Skiptið yfir á hringpijón nr. 3 og pijónið með garninu einföldu. Ptjónið einn pijón sléttan og aukið í 28-28-32 lykkjum = 132-132- 144 lykkjur. Tengið í hring. Pijónið munstur eftir teikning- unni. Þegar mælast 12-12.5-13 sm (mælið barðið með) eru ptjónað- ar 2 sléttar saman 2. sinnum í hveij- um kaðli = 6 lykkjur í kaðlinum. ATHUGIÐ: Þegar köðlunum er snúið næst eru 3 lykkjur settar á kaðlaprjón fyrir framan, pijónið 3 lykkjur sléttar, prjónið þá lykkjurn- ar af kaðlapijóninum sléttar. Þegar mælast 15-15-16 sm eru aftur pijónaðar 2 sléttar saman 2 sinnum í hveijum kaðli = 4 lykkjur í kaðlinum. ATHUGIÐ: Snúið köðlunum 2. sinnum í viðbót en pijónið nú að- Hellsuefling verði hlutl af daglegri starfsemi Áhersla er lögð á að heilbrigt líf og hreyfing verði hluti daglegs lífs á vinnustöðum, í skólum, í félögum og á heimilum. Reynt verður að ná til fjölskyldna, m.a. með heilbrigðis- fræðslu, svo að fjölskyldur temji sér jákvætt lífsviðhorf, borði hollan mat, stemmi stigu við slysagildrum o.s.frv. Stéttarfélög og vinnustaðir geta unnið saman að heilsueflingu, eins og að bjóða upp á hollan mat í mötuneytum, að vinnustaður sé reyklaus, hléæfingar séu gerðar og stuðningur sé við félagslegt starf starfsmanna, eins og íþróttir og útivist. Svipað starf verði unnið í skólum og að heilsuefling verði hluti af daglegri starfsemi innan skólanna. Áhersla á forvarnir Megináhersla verður lögð á forvamir. Oft tengjast ótímabær dauðsföll vegna sjúkdóma og siysa áhættuhegðan sem felst í m.a. í reykingum, röngu mataræði, hreyf- ingarleysi, óhóflegri neyslu áfengis og streitu. „í nýrri könnun meðal ungs fólks sýnir að oft er það sama fólkið sem hegðar sér á áhættusaman hátt, t.d. hugsar það minnst um hollt matar- æði, reykir, notar ekki bílbelti, notar ekki smokka við skyndikynni, sem vissulega er áhætta, neytir áfengis og eiturlyfja, o.s.frv. Auka þarf fræðslu og reyna að breyta viðhorfi fólks til lífs síns og heilbrigðis." Áhugi mikill úti á landi „Hvetja þarf fólk til dáða í al- menningsíþróttum. Lýðveldishlaup- ið var haldið á vegum Heilsuefling- ar, íþrótta fyrir alla og Ungmenna- félags íslands með stuðningi Is- lenskra sjávarafurða. Það var til þess að hvetja til hollrar hreyfingar og útiveru. Þátttaka var góð, en athyglisvert er að áhugi á hlaupinu er almennt meiri úti á landi en í Reykjavík," segir Sigrún Gunnars- dóttir. „Einföld líkamsrækt eins og ganga er mjög farsæl og það sem flestir geta gert og ætti að vera hluti af daglegum athöfnum. Með einfaldri líkamsrækt eins og göngu getur fólk bætt heilsu sína og vellíð- an, og þá er markmiði Heilsuefling- ar náð.“ ■ Þórdís Hadda Yngvadóttir MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1994 C 5 DAGLEGT LIF Égáeítirað sauma • ■ strauja 0a/ca fara í bíó | baka muna ofmcelisdaga !v mennta mig 0\>$ ffljg 1 borga reikninga saurtia nil'P' gatdin"' lesa meira kr \ Príta elda € O v hreyfa mig úti sulta elda eitthvað nýtt / gtetvu»3 vera jákvæð strauja heimsœkja gamla fólkiö leikhús Aj?' Ny farameð ^ veravirkarn is£!Z, y ******* Síðustu 20 árin hefur atvinnuþátttaka kvenna aukist úr 20% í 80%. Konur eru að beijast við að ná árangri í vinnu, leysa uppeldi vel af hendi, reyna að halda heimilinu í sama horfi og mamma og amma gerðu, hlú að hjónabandi sínu og reyna að sinna sér sjálfum. hætta á að uppeldi verði sinnt í hjá- verkum. Það sem er hinsvegar mikil- vægt að koma auga á er að börn sem alast upp við þessar aðstæður þurfa aga.“ Þaö er ekki hægt að semja um alla hlutf Agi er stjórntæki til að stýra hegðun barna og leiðbeina hvaða hegðun er æskileg. Þórkatla segir að agi eigi ekkert sameiginlegt með vonsku, líkamlegri refsingu eða hót- unum. Agi er að leiðbeina og veita barni grundvallaröryggi. Margrét og Þórkatla eru sammála um að foreldrar verði að beita aga, því með honum sé barninu ljóst hver stýrir og ber ábyrgð. Þær halda því fram að ef samið er um alla skapaða hluti við börn þá viti þau ekki hver ber ábyrgðina og fyllast óöryggi. „Það eru ákveðn- ar grundvallarreglur sem er ekki hægt að semja um, eins og svefn- tírna," segir Margrét. „Það er ekki hægt að leggja það á herðar barns að taka ábyrgð á eigin svefntíma. Við sem foreldrar vitum hversu mik- ilvægur svefninn er og hversu ómögulegt barnið verður daginn eft- ir, fái það ekki nógu mikið af hon- um. Þessvegna eru það foreldrarnir sem ákveða háttatímann. Hinsvegar má leyfa barninu að ráða innan rammans með því að leyfa því að ákveða hvaða náttföt það fari í eða hvaða bók sé lesin fyrir það. Við stýrum börnum til að kenna þeim að stýra sér sjálf. Foreldri spyr heldur ekki fjögurra ára barn hvort það vilji koma inn klukkan átta að kvöldi heldur segjum við við það að nú sé kominn hátta- tími og það eigi að koma inn.“ Foreldrar þurfa að ræða um uppeldið — Þurfa foreldrar að vera sam- mála um uppeldi bamanna? „Það er æskilegt að foreldrar séu samstiga í uppeldinu", segir Þór- katla. „Foreldrar tala saman um hús- næði, bílakaup og annað sem snertir rekstur heimilis, en þeir ræða lítið um viðhorf sín til uppeldis. Foreldrar koma með siði og venjur að heiman og lialda að afgangurinn komi af sjálfu sér. Það er hinsvegar misskiln- ingur og það er nauðsynlegt að tala um uppeldi barnanna, og fyrir for- eldra að vera sammála um þann grundvallarramma sem þeir vilja setja börnunum sínum." Á að berja börn til hlýðni? „Það á ekki að beita börn líkam- legum refsingum og ekki heldur að kúga þau andlega. Slíkt á ekkert sameiginlegt með aga,“ segir Mar- grét. „Ef barnið er alið upp við vald þá hlýðir það af ótta en ekki vegna þess að það hafi öðlast sjálfsaga. Um leið og barnið er komið fyrir horn hættir það að hlýða, sé það alið upp með barsmíðum eða hótun- um.“ Það er alveg hægt að rökræða við fimm til sex ára börn og höfða til skilnings þeirra. Agi með virðingu veitir barninu öryggi og Þórkatla minnir á að það þurfi að beita aga með virðingu fyrir barninu. „Við þurfum að mæta börnunum eins og þau eru, beygja okkur niður í þeirra hæð þegar við tölum við þau og gera ekki lítið úr þeim, verði þeim á mistök. Foreldri sem hamrar á því aftur og aftur að barnið eigi ekki að sulla niður á gólf þegar það er að borða og segir það með því að gera lítið úr barninu er ekki að bregðast rétt við. „Geturðu aldrei lært að sitja yfir diskinum þínum,“ eða „subba ertu“, gefur röng skila- boð og segir barninu að það sjálft sé ómögulegt. Þegar viss skilaboð ná ekki eyrum barnsins þurfa for- eldrar að spyija sig hvort þeir séu að gera of miklar kröfur eða hveiju það breyti til dæmis þó barnið missi niður á gólf þegar það er að borða.“ Láta innri sannfæringu ráða Þórkatla og Margrét tala oft um að foreldrar eigi að treysta eigin bijóstviti. „Hinir ýmsu fræðingar og uppeldisbækur eiga ekki alfarið að ráða ferðinni í uppeldinu. Foreldrar eru oft of óöruggir og þora ekki að fylgja eigin samvisku. Þegar þeim finnst barnið vera að ganga yfir sig eiga þeir að bregðast við því á rétt- an hátt en ekki láta samviskubitið ráða ferðinni og gefa eftir.“ Bíddu, elskan „Við viljum fá foreldra til að staldra við og skoða möguleikana eins og þeir eru og búa síðan til forgangsröð yfir það hvað er mikil- vægast,“ segja þær. „Þó að ýmsu sé áorkað í átt að jafnrétti kynjanna þá eimir enn eftir af gömlu viðhorfunum. Mörgum konum frnnst þær þurfa að gera alla hluti jafn vel og mamma sem var heimavinnandi, þó þær sinni fullri vinnu utan heimilis lika. En þarna komum við einmitt að spurn- ingunni; hvað er mikilvægast? Við erum ekki að tala um að for- eldrar þurfi alltaf að vera með skemmtidagskrá fyrir bömin sín, miklu heldur vera til taks þann tíma sem þeir eru heima og láta ekki skúr- ingar eða annað álíka hafa forgang og viðkvæðið vera „bíddu, elskan.“ ■ Guðbjörg R. Guðmundsdóttir U-.lMl-M Miklu skiptir að þægilegt sé að horfa í gegnum myndavélina sem keypt er ÞAÐ KREFST ár- verkni og skjótra viðbragða að taka stemmningsmyndir af fólki. Best er að grípa tækifærið þegar fólk er upp- tekið og tekur ekki eftir myndavélinni. Á þetta er bent í nýútkominni bók, Að læra ljósmynd- un er leikur einn eftir Michael Lang- ford, sem Forlagið gaf nýlega út í ís- lenskri þýðingu. Bókin kostar nú 1.750 krónur og er „bók mánaðarins" en í ágúst hækkar verð hennar í tæp- lega, 2.500 krónur. í bókinni eru kennd nokkur grundvallaratriði í ljósmyndun og meðal annars greint frá eiginleik- um mismunandi myndavéla. „Ef þú kaupir myndavél skaltu velja vél sem þér finnst þægilegt að horfa i, sér í lagi ef þú notar gler- augu. Ekki láta hjá líða að kynna þér staðsetningu takka og annarra stjórntækja — allt þarf að vera auðveldlega tiltækt. Svo verðurðu að gera upp við þig hvort þú vilt nota alsjálfvirka vél eða hafa hana handstillta.“ Þegar verið er að taka manna- myndir innandyra, er oft of mikið af húsgögnum til að myndin komi vel út. í bókinni er fólki ráðlagt að fiarlægja allan óþarfa áður en mynd er tekin, til að minnka þvöguna og byggja myndefnið betur upp. Bókin er skrifuð eins og helg- arnámskeið og er fíöldi ljósmynda sem útskýra textann. I inngangi segir meðal annars að markmið bókarinnar sé að hjálpa fólki af stað til að nota myndavél á skap- andi hátt. Höfundurinn segist telja meginkosti ljósmyndunar þá að hún geri sjónskynjun ríkari. „Maður DÝPTIN sem gleiðhornslinsur gefa, kemur hér fram í nánast fullri skerpu í öllum mynd- fletinum. Fólkið sem er á hreyfingu verður svolítið óskýrt vegna lítils hraða lokara og þannig nást hringiðu-áhrif. verður vakandi fyrir birtu, dýpt, fjarlægð, litum og sam- spili þessara þátta. Skap- andi hendur geta framleitt ljósmyndir sem eru kraftmikl- ar, eggjandi, áleitnar eða stórbrotnar. ■■■bhbbi Ljósmyndun er þó fyrst og fremst skemmtileg. Hún dregur þig út í heiminn og sér þér fyrir sýnileg- um minningum sem með árunum verða stöðugt meira virði,“ segir hann. ■ BT Eff þú kaupir myndavél skaltu velja vél sem þér finnst þægi- legt aö horfa í, sér í lagi ef þú notar gleraugu k eins 3 hringi á milli (í stað 5 áð- ur). Pijónið þá saman 2 lykkjur 2. sinnum í hveijum kaðli. Pijónið einn hring slétt yfir slétt og brugðið yfir brugðið. Pijónið þá 2 sléttar saman í öllum sléttu reitunum. Prjónið einn hring í 1 sl., 1 br. Pijónið 2 sléttar saman allan hringinn. Slítið frá. Dragið bandið í gegnum allar lykkj- urnar og herðið vel að. Eyra Fitjið upp með bleiku á hring- pijón nr 2.5, 3 lykkjur. Pijónið garðapijon fram og til baka og aukið jafnframt í einni lykkju innan við kantlykkju í annarri hliðinni á öðrum hveijum prjóni. Þegar 12 lykkjur eru á pijóninum eru fitjaðar upp 60 lykkjur í viðbót í sömu hlið og aukið var í (band). Pijónið 2 pijóna yfir allar lykkjurnar. Fellið lykkjurnar 60 af. Pijónið áfram og takið úr eina lykkju innan við kant- lykkju á öðrum hveijum prjóni í sömu hlið og aukið var í áður þar til 3 lykkjur eru eftir. Fellið af. Prjónið annað eyra eins. Frágangur Saumið barðið sainan. Saumið eyrun við hattinn undir barðinu, á mótum hatts og barðs. Hafíð um 7 sm á milli þeirra að aftan. Festið Sandnes-þvottamerki inn í hattinn. Kantur: Heklið í kringum hattinn með hvítu og heklunál nr. 2.5 eina umferð af fastapinnum og síðan takka. Takkar: Heklið * 2 11. - 1 fp. í fyrri loftlykkjuna - 1 kl. í næstu lykkju *. Herðið vel að keðjulykkj- unni. Endurtakið frá * - * allan hringinn. Blóm Heklið 5 11. á heklunál nr. 2.5. Myndið hring með kl. 1. umf.: 1 11., heklið 12 fp. í hring- inn, endið á 1 kl. í 1. fp. 2. umf.: 2 11. (= 1. hst.), 1 hst. í næstu lykkju, * 2 11., 1 hst. í næstu 2 1. *. Endurtakið frá * - * allan hringinn. Endið á 2 11. + 1 kl. í 1. hst. = 6 hópar. 3. umf.: Heklið 2 kl. fram að 1. loftlykkjuboga, * 1 11., 1 fp., 1 hst., 1 fp, í 1. bogann, 1 kl. í næsta boga *. Endurtakið frá * - * í hveij- um boga og endið á kl. í 1. 11. 4. umf.: * 4. 11., stingið nálinni fyrir aftan í lykkjuna á milli 1. og 2. hóps í fyrri umf. og heklið 1 kl. *. Endurtakið frá * - * allan hring- inn = 6 loftlykkjubogar. 5. umf.: 1 kl., 1 11., 1 fp., 1 hst., 1 fp. í 1. bogann *. Endurtakið frá * - * í hvern boga og endið á kl. í 1. 11. 6. umf.: Eins og 4. umf., en með 5 11. í hveijum boga (í staðinn fyrir 4). 7. umf.: Eins og 5. umf. nema með 3 st. í hvern boga (í staðinn fyrir 2). Lauf: Heklið 11 11. Byijið 2. 11. frá nálinni og heklið 1 fp., 1 hst., 5 st. og 1 hst. í loftlykkjurnar, 3 fp. í síðustu 11. Snúið við og heklið 1 hst., 5 st., 1 hst., 1 fp. og 1 kl. í loftlykkjurnar frá hinni hliðinni. Heklið 2 blöð. Festið blöðin und- ir blómið. Saumið blómið framan á mitt barðið á hattinum og festið barðið upp um leið. = Slétt á réttu, brugðið á röngu = Brugðið á réttu, slétt á röngu = Setjið 4 lykkjur á kaðlaprjón fyrir framan. Pijónið 4 lykkjur slétt- ar, pijónið þá lykkjurnar af kaðla- pijóninum sléttar. ■ • Heimilistækjadeild Falkans • Sængur og koddar Umboðsmenn um land allt Pekking Reynsla Pjónusta FALKINN Góða nótt og soföu rótt SUÐURLANDSBRAUT 8 • S: 91-814670 ÞARABAKKA - MJÓDD • S: 91-670100 Heimilistækiadeild Fálkans • Heimilistaekiadeild Fálkans <

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.