Morgunblaðið - 05.08.1994, Side 2
2 B FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 1994
DAGLEGT LIF
MORGUNBLAÐIÐ
Hvað gerðu þær
við andlit og líkama?
Þessar sex bandarísku konur sem við flest höfum séð á skjánum breyttu
skyndilega um svip. Hvað var það sem þær gerðu?
1980 Cher 1993
Hún fór í brjóstastækkun og lét laga nef og tennur.
1986 Barbara Walters 1993
„Ég gerði ekkert. Hef bara fitnsð,“ segir Barbara.
1988 Joan Rivers 1994
Hún lét laga nef, augu, maga og fór í andlitslyftingu. „Hver einasta
kona sem komin er yfir 25 ára aldur og sést reglulega á sjónvarpsskján-
um hefur farið til lýtalæknis.“
1988 IvanaTrump 1992
Segist ekkert hafa gert en mælir með lýtalækninum Steven Hoefflin sem
vinir sínir hafi leitað mikið til.
í vináttu karlmanna
dugar oft þögnin og návistin
„VIÐURKENNING innan hópsins
skiptir miklu máli fyrir karla,“ er
eitt af því fyrsta sem séra Bragi
Skúlason sjúkrahúsprestur segir
þegar við ræðum saman um veröld
karlmanna. Bragi kveðst tala út frá
körlum, en tekur fram að þegar karl-
ar tali um sín tilfinningamál spyiji
konur strax „hvað um okkur, erum
við ekki eins?“ Hann telur að karlar
séu yfírleitt meiri hópsálir en konur.
í könnun meðal barnaskólanemenda
kom í ljós að vinahópur drengja var
stærri en vinahópar stúlkna. Drengir
eru yfirleitt í 3-5 manna klíkum en
stúlkum nægir að eiga náið trúnaðar-
samband við eina til tvær vinkonur.
Aðeins karlmaður getur
skilið karlmann
Bragi segir algengt að karla skorti
trúnaðarsamband við aðra karlmenn.
„Alltof oft einkennast vinasambönd
karla af feluleik, þeir vilja ekki viður-
kenna fyrir hveijum öðrum að þeir
eigi í einhveijum erfiðleikum, einkum
ef þeim finnst það vera „ókarlmann-
legt“, eins og tilfinningasemi og erf-
iðleikar í kynlífi. Því verða samtöl
karlmanna oft yfirborðskennd og ýta
undir ákveðna rembu, t.d. í kynlífst-
ali.“ Bragi leggur áherslu á að að-
eins karlmaður geti skilið reynslu-
heim annars karlmanns: að eiga það
sameiginlegt að vera karlmaður með
félagslegum og uppeldislegum hlut-
verkum eins og faðir, eiginmaður,
sonur og afí. Þess vegna er nauðsyn-
legt að menn eigi trúnaðarvini til
þess að létta af hjarta sínu.
Gelgjuskeiðið erfitt
Gelgjuskeiðið er drengjum erfitt
tímabil. Hormónarnir eru mjög virk-
ir, röddin-og líkamsbygging breytist
og líkamsímynd er óljós, segir Bragi.
Mikilvægt er unglingsdrengjum að
geta talað við þá sem ganga líka í
gegnum slíkt skeið og faðirinn er
þýðingarmikill sem kynfyrirmynd.
Vinir eiga að vera þannig að þeim
sé treystandi fyrir öllu.
Karlar þyrftu að temja sér meiri
sjálfsskoðun segir Bragi. Á þroska-
brautinni þurfa þeir að spyija: hvert
vil ég stefna í lífi mínu? Og hveijir
eiga að vera förunautar mínir? Karl-
ar spyija oftast seinni spurningarinn-
ar fyrst eða gefa sér ekki tíma til
þess að spyija og þaðan af síður
átta sig á þörfum sínum.
Vanrækja þeir sig?
Bragi segir að karlmönnum sé
gjarnt að bíða eftir hinni einu réttu
draumadís. „Þegar þeir telja sig hafa
fundið liana, er hætta á að þeir van-
ræki sjálfan sig og leggja ofurá-
herslu á hana. Því fylgja oft óraun-
hæfar væntingar og þegar konan
stendur ekki undir þeim verður hann
fyrir vonbrigðum. Slíkt býður hætt-
unni heim. Maðurinn getur orðið
mjög vansæll, hann hefur kannski
ekki lagt mikið upp úr vináttusam-
böndunum í langan tíma og veit ekki
hvert hann á að snúa sér í vonbrigð-
um sínum og hjónabandserfiðleik-
um.“
Viðbrögð á heimilinu geta ógnað
vináttu karla og vináttusamböndin
sitja á hakanum. Stundum er eigin-
konan afbrýðisöm út í vinina, og
spyr hvers vegna eiginmaðurinn vilji
frekar vera með vininum en sér, svo
að eiginmaðurinn fyllist sektar-
kennd.
Vinátta aðeins möguleg milll
jafningja
Að njóta samvista við vini er nær-
andi og blátt áfram nauðsynleg,
hvort sem í sameiginlegum áhuga-
málum, í leik eða án orða. Gagn-
kvæmt traust skiptir mestu í vina-
sambandi. Þögnin er jafn áhrifamikil
í samskiptum vina. Góðir vinir sem
fara í fjallgöngu þurfa ekki að segja
mikið. Þegar karlmenn eru saman
við áhugamál og vinnu dugar þeim
oft þögnin og návistin. Sönn vinátta
getur aðeins orðið á milli tveggja
jafningja, þ.e. að siðferðilegur grund-
völlur sé svipaður. Mikilvægustu árin
til þess að, eignast vini eru árin fyrir
þrítugt. Eftir þrítugt verður minni
tími fyrir vinina, mótun og þroski
er komin í fastari skorður og þá
þarf að sinna fjölskyldunni. Búseta
hefur einnig áhrif á vinasambönd.
Hreyfanleiki fólks gerir það að verk-
um að tengslin rofna við flutninga.
Vinasambönd þarf að rækta og halda
við segir Bragi.
Karlmennskan breytileg
Karlmennskuhugtakið hefur
breyst í gegnum tíðina. Upp úr iðn-
byltingunni fjarlægðust karlmenn
heimilin. Áður voru þeir hluti heim-
ilislífsins og tóku þátt í uppeldi barn-
anna. Allt heimilisfólk hjálpaðist að,
en það breyttist í iðnbyltingunni.
Karlmennskan öðlaðist nýja merk-
ingu; karlar birtust í afþreyingar-
samfélagi, t.d. á krám og á íþrótta-
leikjum þar sem áhersla er að mæla
sig við hópinn.
Þroska karla er haldið niðri af
samfélaginu að dómi Braga. „Orð-
takið „Strákar eru og verða strák-
ar,“ afsakar karla eins og það sé
sjálfsagt að þeir megi alltaf vera
hálfgerðir prakkarar. Vinasambönd
draga dám af því: drengjaleg,
óþroskuð og yfirborðskennd. Eg vil
breyta þessu orðataki og segja
„strákar verða menn“. Það er ekki
karlmannlegt að taka ekki ábyrgð á
gerðum sínum. Of oft renna menn
af hólmi eða gera einhveija vitleysu
í skjóli þessa orðtaks. Samfélagið á
að gera kröfu á að menn séu ábyrg-
ir og fullorðnir þegar fullorðinsaldri
er náð. Konur þeirra geta ekki firrt
sig ábyrgð því stundum eiga þær
þátt í að viðhalda þessari afstöðu."
...— ... I—.1 ■
Konurnar í Randalín
1980 Angela Lansbury 1990
Lét laga háls, kinnar, augu og fór í andlitslyftingu.
1991 Roseanne Arnold 1994
Roseanne fór og lét breyta augnsvip, nefinu og kinnunum. Að því búnu
fór hún í andlitslyftingu og bijóstaminnkun.
búa til ráðstefnu- og gestabækur
auk sængurfatnaðar, náttfata og rúmteppa
GLERHÝSI sem stendur við Selás á Egilsstöðum vekur forvitni vegfar-
enda fyrir óvenjulegt útlit, en utan á því stendur Úr smiðju Randalínar.
Þegar grennslast er fyrir um hvað er innan dyra má sjá ýmsan handunn-
inn varning eins og rúmföt, rúmábreiður og náttföt. Einnig alls kyns
handmálaðar pappírsvörur eins og ferðaminningabækur, bréfsefni, ráð-
stefnubækur, minnisbækur, tækifærisgestabækur og öskjur.
Verslunin er í eigu Randalínar
handverkshúss, sem sextíu hluthafar
— fyrirtæki og einstaklingar — stofn-
uðu síðastliðið haust. Nafnið er sótt
til Sturlungaaldar; til Randalínar
Filipusdóttur, mikillar handverks-
konu sem ýmsir telja að hafí skorið
út í hurð Valþjófstaðakirkju í Fljótsd-
al. „Vinnustaður okkar er ofar í
bænum og það afskekktur að okkur
þótti tími til kominn að vekja at-
hygli á framleiðslunni í alfaraleið,"
sagði Anna Ingólfsdóttir stjórnarfor-
maður fyrirtæksins þegar Morgun-
blaðið leit þangað inn daginn sem
verslunin opnaði.
Eftir að hafa skoðað verslunina lá
leiðin upp í smiðju. „Við erum fjórar
sem vinnum hér í fullu starfi,“ sagði
Lára Vilbergsdóttir hönnuður húss-
ins þegar við höfðum komið okkur
fyrir í örlítilli skrifstofu þeirra
kvenna, sem jafnframt gegnir hlut-
verki sýningarbáss. „í vinnslusalnum
hafa tvær konur vinnuaðstöðu, Lára
Elísdóttir klæðskeri og Jenný Stein-
þórsdóttir saumakona.“
Lára saumar föt eftir máli og tek-
ur að sér verkefni fyrir fyrirtæki.
Hún hefur m.a. saumað einkennis-
búninga og getur keypt sér vinnu
úr smiðjunni ef hún annar ekki verk-
efninu.
Jenný hefur einnig tekið að sér
verkefni fyrir fyrirtæki og einstakl-
inga. Hún gerði meðal annars nýlega
upp níutíu ára gamlan skautbúning,
en Jenný og Lára saumuðu báðar
nokkra þjóðbúninga í vor.
Bandaríkjamenn sýna áhuga
Bandaríkjamenn sem komið hafa
í smiðju Randalínar hafa sýnt vör-
unni mikinn áhuga og segir Anna
að vakning sé þar í landi fyrir hand-
unnum vörum. Eru konurnar því að
kynna sér markaðinn þar.
— Hafið þið tök á að framleiða
vörurnar í því magni sem til þyrfti?
„Ef við tökum ferðaminningabók-
ina sem dæmi,“ svarar Lára, „þá
getum við framleitt 500 bækur á
nokkrum dögum. Með því erum við
reyndar komnar út í fjöldafram-
leiðslu, sem við erum ekki hrifnar
af. Sé það hins vegar leiðin til að
halda fyrirtækinu gangandi gerum
við það. Það er ljóst að við verðum
að vera með magnsölu af einhveiju
tagi til þess að geta leyft okkur að
halda uppi versluninni hér á íslandi
eins og við viljum hafa hana.“
Draumurinn er íslensk
heimillslína
— Hvað er það sem þið viljið