Morgunblaðið - 05.08.1994, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 1994 B 5
þingkvennanna við flokka sína varð
samkennd kvenna yfirsterkari.
Fjöldi kvenna á þingi hefur aukist
á síðustu áratugum. Flestar konur
(38,5%). í þingstörfum hefur þótt
sjálfsagt að þær helguðu sig sérstak-
lega félags-, menningar- og mennta-
málum.
Þegar kona varð ráðherra í fyrsta
sinn 1926, varð hún félagsmálaráð-
herra. Miina Sillanpáá var fyrst iðn-
verkakona og skrifstofustúlka, en
vann sig upp í gegnum samtök verka-
kvenna til þess að verða ráðherra,
og hefur oft verið bent á hana sem
dæmi um það, hvernig virk kona
hefur getað komist til áhrifa og valda
í þjóðfélaginu.
Þegar ríkisstjórn var mynduð eftir
kosningarnar 1991, skipuðu hana 17
ráðherrar, þar af sjö konur. Kennslu-
málaráðherrann, menningarmálaráð-
herrann, félagsmálaráðherrann, um-
hverfismálaráðherrann, húsnæðis-
málaráðherrann, dómsmálaráðherr-
ann og varnarmálaráðherrann eru
konur. Su staðreynd að varnarmála-
ráðherra Finnlands er kona táknar
nu senn,
þó ekki að konur gegni herþjónustu.
Elisabet Rehn vamarmálaráðherra
bauð sig fram til forseta 1994 og fékk
nær helming atkvæða. Þótt hún næði
ekki kjöri, verður árangur hennar
engu að síður til þess að
styrkja stöðu fínnskra
kvenna á
opinber-
um vettvangi.
Saga félagsmálalög-
gjafar í Finnlandi endur-
speglar átök og deilur um
stöðu kvenna. Annars vegar
! hefur verið leitast við að
’ styrkja stöðu mæðra, en hins
' vegar að veita konum tækifæri
! til starfa utan heimilis. Auk
þess hefur verið reynt að sam-
ræma þessi tvö sjónarmið.
Samkvæmt gildandi lögum á
launþegi rétt á níu mánaða fæðing-
arorlofi. Meðan á fæðingarorlofinu
stendur eru að hluta til greidd laun
og að hluta tii dagpeningar. í stað
mæðraoriofs getur að hluta til komið
svokallað feðraorlof. Lögum sam-
kvæmt á hvert barn undir skólaaldri
rétt á dagvistun. Móðir barns undir
þriggja ára aldri getur verið heima
til að sinna barni sínu og þá hlýtur
fjölskyldan heimilisstyrk.
Enda þótt félagsmálalöggjöf hafi
gert konum kleift að samræma móð-
urhlutverk og atvinnu, táknar það
ekki að kynjamismunun hafi horfið
úr atvinnulífi og þjóðfélaginu. Til að
hindra slíka mismunun voru sam-
þykkt jafnréttislög árið 1987. Jafn-
réttisumboðsmaður, sem launaður er
af ríkinu, hefur það hlutverk að sjá
til þess að þessi lög séu virt. En jafn-
rétti er ekki einungis spurning um
lög. Einnig í Finnlandi má sjá við-
horf hjá konunum sjálfum og hjá
karlmönnum, sem tefja framgang
jafnréttis. Ef slík viðhorf eiga að
hverfa, er þörf fyrir betri skilning
og aukna samvinnu kvenna og karla.
Matja Manninen.
Njörður P. Njarðvík þýddi.
DAGLEGT LÍF
F ólk þarf
að finna sig í því
sem ekki skaðar það
„ÞÓ SVO að við vitum af hættun-
um, sem leynast allt í kringum okk-
ur, breytum við ekki endilega til
betri vegar. Ef svo væri myndu all-
ir ökumenn og farþegar bifreiða aka
um með bílbeltin kyrfilega spennt,
elskendur myndu nota smokka í
skyndikynnum og eiturlyfjasjúkl-
ingar myndu ekki voga sér að skipt-
ast á sprautunálum svo dæmi séu
tekin. Með öðrum orðum breytir
þekking ein og sér ekki lífsstíl fólks.
Annað og meira verður að koma
til - ekki síst hugarfarsbreyting. “
_ Þetta segir Dr. Harvey
Milkman, sem staddur var hér
2E fyrir skömmu á vegum heil-
í brigðisráðuneytis og land-
Uh læknisembættis, sem tekið
JJJ hafa höndum saman um verk-
efni með yfírskriftinni
„Heilsuefling". Það tekur til
mmm samræmingar forvarnastarfs
5JJ og eru helstu markmiðin að
vekja menn til ábyrgðar og
umhugsunar um heilbrigða lífs-
hætti, bæta þekkingu á áhættuþátt-
um langvinnra sjúkdóma og slysa,
auka vilja og möguleika almennings
til að lifa heilsusamlegu lífi og sam-
hæfa starfskrafta og viðfangsefni
eins og kostur er.
Forvarnir
í nóvember sl. ákvað heilbrigðis-
og tryggingamálaráðherra að koma
á samstarfsverkefni ráðuneytisins
og landlæknisembættisins og til
þess að samhæfa og efla forvarnir
í því skyni að bæta lífshætti og
heilsu íslendinga. Með forvörnum
er átt við summu þeirra gjörða, sem
tryggja heilsusamlegt, öruggt og
athafnasamt líf. Meginviðfangsefn-
in eru þau að efla tóbaks- og aðrar
vímuefnavarnir, bæta mataræði,
auka markvissa hreyfingu, draga
úr atvinnutengdum sjúkdómum,
vinna að slysavörnum og bæta lífs-
gæði. Verkefnisstjórnin vinnur í
samstarfi við þá aðila, sem vinna
að rannsóknum, fræðslu og for-
vörnum. Sem dæmi má nefna
Manneldisráð, Tannverndarráð,
Tóbaksvarnanefnd, Vinnueftirlit
ríkisins, Slysavarnafélag íslands,
Krabbameinsfélagið, Hjartavernd,
íþróttasamband íslands, Ung-
mennafélag íslands, Alþýðusam-
band íslands og Menningar- og
fræðsiusamband alþýðu. Þá hafa
verið valin Ijögur reynslusveitar-
félög í þessum tilgangi sem eru
Hafnarfjörður, Húsavík, Hvera-
gerði og Höfn í Hornafirði og ferð-
aðist Dr. Milkman til allra þessara
staða þar sem hann hélt erindi og
ræddi helstu leiðir til heilsueflingar.
Lífsfylling
Dr. Harvey Milkman varði dokt-
orsritgerð sína við Michigan State
University árið 1974. Árin 1969 til
1972 stundaði hann rannsóknir á
eiturlyfjaneyslu við Bellevue-
sjúkrahúsið í New York og byggja
nú mörg áhersluatriði í stefnumót-
un bandarískra jrfirvalda á þessum
og síðari tíma rannsóknum hans.
Hann er nú prófessor í sálarfræði
við Denver-háskóla auk þess sem
hann starfar með ungum fíklum,
sem eru að reyna að ná tökum á
tilverunni með eigin hæfileikum og
sjálfsrýni. Dr. Milkman hefur einnig
stundað rannsóknir í þriðja heimin-
um, haldið fyrirlestra víða um lönd
og unnið ráðgjafastörf. Hann er
hugmyndasmiðurinn að meðferðar-
heimilinu að Tindum og sá m.a. um
þjálfun starfsmanna þar og eftirlit
með heimilinu fyrstu 3 árin. Milk-
^ ## Morgunblaðið/Þorkell
SJÁLFSUPPGÖTVUN er nauðsynleg til bættrar lifshamingju,
segir Dr. Harvey Milkman en hann er prófessor í sálarfræði við
háskólanum í Denver í Bandaríkjunum.
DR. HARVEY Milkman og Sigrún Gunnarsdóttir, verkefnis-
sljóri Heilsueflingar, en það er samstarfsverkefni heilbrigðis-
ráðuneytisins og landlæknisembættisins.
man hefur ritað fjölda bóka einn og
í félagi við aðra og sú nýjasta heit-
ir „Pathways to Pleasure: The
Consciousness and Chemistry of
Optimal Living“ sem þýða mætti
sem: „Skref í átt að lífshamingju:
Meðvitund og efnafræði hinna
ákjósanlegu lífshátta“.
Ótal lelðír
Sigrún Gunnarsdóttir, hjúkrun-
arfræðingur og verkefnisstjóri
Heilsueflingar, segir að hlutverk
Dr. Milkmans hafi verið að fræða
það fólk, sem gerst hafi tengiliðir
í bæjunum ljórum, og reyna að fá
það til að vinna að forvörnum enda
eigi þessi bæjarfélög að vera eins-
konar fyrirmyndir annarra. „í hnot-
skurn má segja að þetta snúist um
það að fá fólk til að finna sig í ein-
hveiju öðru en því sem skaðar það
- að fá kikk út úr lífinu án vímu-
efna og þar þarf ekki síst að koma
til örvun einstaklingsbundinna
hæfileika. Leiðirnar eru svo ótal
margar. Óhollt fæði, hreyfíngar-
leysi, reykingar, drykkja og vímu-
efni eru allt þekktir skaðvaldar og
því þurfa menn að líta í eigin barm,
oft með utanaðkomandi hjálp, til
að finna réttu aðferðina i átt að
heilsusamlegu líferni.“
Dr. Milkman varð tíðræðtt um
samskiptahæfni og sjálfsuppgötvun
og hann segir að hver einstaklingur
búi yfir sjö sviðum hæfileika, en
því miður séu aðeins tvö þeirra örv-
uð og mæld í skólakerfinu, það er
lestur og reikningur. „Það er látið
liggja milli hluta hvort einstakling-
arnir geti talað við annað fólk og
gert sig skiljanlega, en sá þáttur
er lykilatriði varðandi það hvort
krakkarnir eigi eftir að spjara sig
í framtíðinni eða ekki.“
Listform
Milkman segir að það sé ekki nóg
að fæða, klæða og veita börnunum
sínum aðhlynningu. Þau þurfi jafn-
framt að finna sig í eigin áhugamál-
um svo þau leiðist ekki út í vit-
leysu. Oft sé þá talað um íþróttaiðk-
un ungmenna en það eru til mun
fleiri valkostir en íþróttir enda þær
ekki áhugamál allra. í starfi sínu
með ungum vímuefnanéytendum í
Bandaríkjunum, sem misst hafa tök
á tilverunni, notar hann margvísleg
listform til að beina athyglinni frá
vímuefnunum og örva þess í stað
þá þætti, sem ungmennin, jafnvel
óafvitandi, kunna að búa yfir. Sem
dæmi má nefna dans, leiklist, sam-
skiptahæfni, málun, leikritasmíð og
leirgerð. Listamenn eru fengnir til
að kenna krökkunum og áður en
langt um líður geta þau verið full-
fær um að sinna aðstoðarkennslu.
„Þekking vímuefnaneytenda á
skaðsemi vímuefna er ekki nægjan-
leg ein og sér. Þeir þurfa að finna
sína eigin lífsfyllingu, sem kemur
í stað þessara efna, og fjallar nýj-
asta bókin mín m.a. um það hvern-
ig við getum uppgötvað sjálf okkur
- lært að meta gildi lífsins upp á
nýtt. Viljum við öryggi, fegurð, frið
eða fullkomnun? Þegar við höfum
áttað okkur á því hvað það er sem
við viljum fá út úr lífinu, þurfum
við að átta okkur á því hvað það
er sem gerir okkur ánægð og ham-
ingjusöm.“
Hugarró
Dr. Milkman segir að fyrsta
skrefið í átt til betra lífs sé hugar-
ró. í öðru lagi þurfi einstaklingurinn
að setja sér markmið. Hann kann
að þurfa að slíta sambandi við
óæskilega „vini“ og „kunningja“,
stundum foreldra, til þess að ná
tökum á eigin tilveru. í þriðja og
síðasta lagi þarf einstaklingurinn
að fínna sig í starfi, sem veitir hon-
um lífsfyllingu. „Þeir unglingar,
sem ég vinn með, eru á aldrinum
15-18 ára. Þeir hafa flosnað upp
úr skóla vegna ofneyslu áfengis eða
fíkniefna og eiga margir hveijir við
ijölskylduvandamál að etja, eru á
götunni eða umkringdir svokölluð-
um „neikvæðum" vinum. Þegar við
svo beinum athygli þeirra inn á
nýjar og áhugaverðar brautir, að
þeirra mati, breytist lífsmynstrið
oftar en ekki til hins betra. Listform
er aðeins ein aðferð af mörgum sem
má fara til að ná til barna og ungl-
inga, en dugar þó varla ein því fólk
getur auðvitað stundað listir og
verið í vímu um leið. En ef hægt
er að sameina til dæmis listir verk-
efni á borð við heilsueflingu getur
þetta virkað mjög jákvætt fyrir
samfélagið í heild - ekki síst fyrir
einstaklingana, sem í því búa,“ seg-
ir Dr. Harvey Milkman að lokum.
■
Jóhanna Ingvarsdóttir
Er golf kannski leikur
enn sem lærist á tólf klukkustundum?
ÚT er kominn hjá Forlaginu bókin
Að læra golf er Ieikur einn eftir
Peter Ballingall í þýðingu Geirs
Svanssonar. Bókin er 95 blaðsíður
í A-5 broti og prýdd fjölda skýringa-
mynda.
Ballingall miðar bókina við
■)£ að menn geti lært golfíþróttina
’O á 12 klukkustunda helgar-
QQ námskeiði. Dálítið miklar ýkj-
ur, en þó dálítið sannleikskorn.
Enginn lærir golf á 12 klukku-
25 stundum, það gera menn
smátt og smátt í hvert sinn sem
settið er tekið fram, og í rauninni
í hvert sinn sem hugsað er um golf.
Hins vegar er óvitlaust fyrir þá sem
eru að byija í golfi að skella sér í
að lesa bókina með settið við hliðina
á sér og skella sér síðan út á æf-
ingasvæði og vera þar í 12 klukku-
stundir eins og lýst er í bókinni.
Eftir þann tfma ættu menn að hafa
fengið innsýn í hvað golf snýst um.
Síðan er bara að þróa það og æfa
því æfingin skapar svo sannarlega
meistarann í golfi.
Bókin er mjög gagnleg og nýtist
byijendum vel. Það eina sem virk-
aði dálítið fráhrindandi er hversu
mikið af upplýsingum eru í henni.
En auðvitað er það kostur en ekki
löstur í bók sem þessari. Fyrir þá
sem hafa áhuga á að kynnast íþrótt-
inni er bókin tilvalin. En passið
ykkur á því að gleypa ekki heiminn
um eina helgi. Það tekur miklu
lengri tíma að læra golf. ■
Skúli Unnar Sveinsson
PBTLR BALLTNGAU.
AÐ LÆRA
LEIKUR EINN