Morgunblaðið - 05.08.1994, Page 6
6 B FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FERÐALÖG
FRÁ ST. Helens vellinum. Frábær völlur og aðstaða til að vera með fjölskylduna því stutt er á
ströndina og lítil raðhús eru til leigu á golfvellinum.
Einstakt andrúmsloft og góðir vellir
ÍSLENDINGAR fara mikið til
útlanda til að leika golf, enda
er golfvertíðin stutt hér og því
vilja margir lengja tímabilið.
Golfferðir til útlanda eru aðal-
lega á haustin eða vorin. Margir
leita þó langt yfir skammt því
mjög góðir velíir eru t.d. á ír-
landi og hægt, er að leika golf
allt árið.
mmm Á írlandi eru um 240 golf-
O vellir þar sem gestir og gang-
Z andi eru ávallt boðnir vel-
komnir. írar eru einstaklega
vinalegir og gestrisnir og þeg-
JBC ar kylfingur kemur á nýjan
golfvöll þar í landi líður hon-
um ems °S heima hjá sér.
Allir vilja allt fyrir hann gera
og eiginlega er eina vanda-
málið að komast út á völl að
Jí spila, írarnir eru mjög gefnir
fyrir að ræða málin. Þetta
andrúmsloft er ólíkt því sem menn
hafa kynnst' víðast hvar annars
staðar þar sem menn hafa stundum
á tilfmningunni að þeir séu fyrir
þegar komið er á nýjan völl.
Ferðamálaráð írlands hefur unn-
ið ötullega að þvi undanfarin ár
að fá erlenda kylfmga til að koma
og leika golf í írlandi, og með góð-
um árangri. Liður í átaki þeirra er
„Landsbyggðargolf á írlandi“ þar
sem ferðamaður getur bókað að
leika á 30 völlum víða um landið
og er flatargjaldi þá mjög stillt í
hóf. Samvinnuferðir-Landsýn er
með umboð fyrir slíkar ferðir hér.
Golf er á uppleið í írlandi eins
og víða annars staðar. Nýir veliir
spretta upp eins og gorkúlur og
þar í landi eru ákjósanlegar að-
stæður þannig að tveggja ára
gamlir vellir eru mjög góðir. Það
virðist einnig vani að opna alls
ekki velli fyrr en allar aðstæður
eru eins og best verður á kostið.
Gott dæmi um slíkt er St. Margar-
et’s völlurinn sem er við flugvöllinn
í Dublin. Nýr völlur þar sem hvert
smáatriði er eins og best getur
verið. Fínn staður til að bíða eftir
flugi, mun betri en flughöfnin sjálf.
Heimamenn segja að flatirnar
séu betri á veturna en á sumrin
og undanfarin ár hefur verið leikið
á sumarflötum allt árið. Reyndar
þurftu margir vellir að skipta yfir
á vetrarflatir í þijá daga í fyrra
vetur vegna rigningar, en það er
undantekningin svo að íslendingar
sem fara til Irlands ættu endilega
að taka kylfurnar með sér. Það er
vel þess virði.
Vallargjöld eru frá 1.500 kr. og
allt upp í 7.000 kr. á dýrustu völlun-
um en fyrir þá sem eru í „Lands-
byggðargolfi" er vallargjaldið
1.000 kr. Stutt er milli valla og
auðveldasta og besta leiðin fyrir
kylfinga er að gista í bændagist-
ingu (bed and breakfast) sem er
mjög þægileg og fólkið einstaklega
vingjarnlegt. Fyrir eina nótt og
morgunverð þurfa menn að greiða
um 1.500 krónur. Séu menn í
„LandsbyggðargoIfi“ er hægt að
hafa bíl sem keyrir menn á golfvöll-
inn og fer síðan með farangurinn
á þann stað sem gist er á hveiju
sinni. Bíllinn nær síðan í kylfingana
að leik loknum og kemur þeim til
síns heima.
Á hveiju ári hafa golfklúbbar á
írlandi svokallaða opna viku. Þá
geta allir komið og tekið þátt í
keppni og greitt um 100-500 krón-
ur. Þá er mönnum blandað vel sam-
an og hafa írar mjög gaman að
því að fara á milli valla og keppa,
enda er það tilgangurinn. Að fá
kylfinga til að prófa sem flesta
velli án mikils tilkostnaðar.
Of langt mál yrði að telja upp
alla góðu vellina á írlandi en' hér
á eftir fer listi með nokkrum völlum
á veðursælasta hluta Irlands, suð-
austur horninu. Delgany, Charles-
land, St. Helens, Waterford Castle,
Rosslare, European, Faithlegg og
þaðan er stutt á Mount Juliet þar
sem opna skoska meistaramótið
hefur verið haldið síðustu tvö árin.
I næsta nágrenni Dyflinnar eru
m.a. St. Margaret’s sem áður er
nefndur, Portmamoek og Royal
Dublin. Auk þeirra valla sem hér
eru nefndir eru góðir vellir um allt
land en ég get mælt með öllum
þessum völlum og heimamenn
segja að hvort sem menn vilji leika
strandvelli eða skógarvelli, langa
velli eða stutta velli, erfiða velli eða
létta velli þá sé af nógu að taka á
írlandi. ■
Skúli Unnar Sveinsson
Á INDVERSKUM heimilum eru guðamyndir í hávegum hafðar.
Kann hún ekki
mainasiði?
VIÐ sitjum í hring á hörðu gólf-
inu, ég og einir 40 Indveijar,
karlar, konur og böm af sama
ættartrénu. Það á að fara að
bera fram hádegisverð. Þetta er
minn fyrsti dagur í þessu fram-
andi og margbrotna Indlandi.
Snemma morguns hafði ég lent
á flugvellinum í Bombay eftir
lang^ og strangt ferðalag frá Is-
landi ásamt indverskum eigin-
manni og eftir það tók við 4ra
klukkustunda akstur til Poona,
þar sem íbúar em yfir 2 milljón-
ir, en Poona tilheyrir Maharas-
htra-fylki rétt eins og Bombay.
Úti er 40 stiga hiti. Inni er
loftið sömuleiðis blandað hita
«3 og angan ýmissa kryddjurta,
Cp sem notaðar eru við indverska
jJJ matargerð. Mig langar helst á
koddann, en það er tómt mál
að tala um. „Okkur langar að
Jjjj kynnast þér og nú á ég von á
o allri fjölskyldunni í mat. Þú
mmm að minnsta kosti borðar með
okkur. Þú hefur nægan tíma
til að hvílast," segir húsmóðir-
in á bjagaðri ensku.
Vera frá Vesturhelml
Fjölskyldumeðlimir, sem boðaðir
höfðu verið í mat í tilefni af komu
okkar, fara að streyma inn einn
af öðrum enda leikur þeim forvitni
á að beija augum þessa „veru“ frá
Vesturheimi þó svo að skiptar skoð-
anir séu innan fjölskyldunnar á því
hvemig taka eigi á þessum ráða-
hag; að einn meðlimur fjölskyld-
unnar hafi allt í einu hlaupið út
undan sér og ekki nóg með það
gerst svo djarfur að ganga í það
heilaga með útlenskri konu. Þetta
hafði aldrei gerst áður, hvorki fyrr
né síðar í þessari fjölskyldu, sem
er, samkvæmt stéttaskiptingu í
Indlandi, af æðstu stétt og því afar.
ánægð með sinn þjóðfélagslega
„status“. Fjölskyldan gæti átt yfir
höfði sér „illt“ umtal samstéttunga
og hafði af því sýnilegar áhyggjur.
Tengdamóðirin hafði að vísu gert
það, sem í hennar valdi stóð þegar
fréttist af ráðahagnum. Reynt að
tala um fyrir syninum og fundið
þtjár ungar og efnilegar stúlkur
af Brahmin-stétt, allar vel mennt-
aðar og af góðu fólki sem væru
reiðubúnar í hjónaband hvenær
sem hann óskaði. Innan þessarar
fjölskyldu giftust menn konum af
sama „kaliber“.
Þegar hvorki rak né gekk í þessu
Upplýsingapjónusta á Klaustri
Kirkjubæjarklaustri - Á
KIRKJUBÆJARKLAUSTRI hef-
ur verið rekin upplýsingaþjónusta
fyrir ferðafólk í meira en áratug
og er hún því ein fyrsta sinnar
tegundar á landinu. Starfsmaður
hennar í sumar heitir Ólafur Fann-
ar Vigfússon og samkvæmt upp-
lýsingum hans er starfssemin sí-
fellt að aukast en hann hefur starf-
að við að veita upplýsingar í 3 ár.
Ólafur segir að um það bil helm-
ingur gesta séu íslendingar sem
virðast í auknum mæli nýta sér
þjónustu skrifstofunnar. Aðspurð-
ur um helstu erindi ferðamanna
segir hann útlendinga spyija mest
um hálendisferðir og sérstaka
þekkta staði sem þeir hafa lesið
um í bókum, auk venjulegra fyrir-
spurna um gistingu og sérleyfis-
ferðir. íslendingar leita sér upplýs-
inga um gönguleiðir eða göngu-
ferðir og svo er mikið spurt um
veiðileyfi i nágrenninu. En auðvit-
að er það afar fjölbreytt sem spurt
er um, allt frá að fá að vita veð-
urspá og upp í að láta skipuleggja
fyrir sig hringferð um landið.
ÓLAFUR á skrifstofunnl
Smámyntasöfnun Cathay öt áriö
FYRIR þremur árum bryddaði
Hong Kong flugfélagið Cathay
Pacific upp á þeirri nýbreytni
að fara að safna smámynt hvað-
anæva að úr heiminum. Nú hafa
safnast á þremur árum samtals
35 milljónir kr. Peningarnir
renna í sérstakan sjóð sem flug-
félagið setti á stofn til styrktar
börnum sem byggju við erflðar
aðstæður.
Flugliðar dreifa bæklinguin á
öllum flugleiðum og síðan er
mönnum í sjálfsvald sett hvort
þeir sinna þessu eða ekki. Tals-
maður Cathay segir að margir
fastir viðskiptavinir hafi nú orðið
greinilega farið í krukkur og
kafað ofan í vasa og náð í smá-
mynt sem hefur safnast fyrir en
aldrei gefist tækifæri að nýta og
séu fegnir því að losna við þessa
mynt. Tekið er fram í fréttinni
að engri mynt sé hafnað og að
Cathay hafi tekist að koma nær
öllum smáaurunum i verð með
samningum við ótal seðlabanka
vítt og breitt um heiminn. ■
Hýii bíningar teknir í notk-
un hjá Bfitish Airways
FYRIR árslok munu allir
flugliðar British Airways verða
komnir í nýja einkennisbúninga
en þeir fyrstu hafa þegar verið
teknir í notkun. Þeir eru hann-
aðir af Paul Costello og eru
nokkrar gerðir af þeim, léttir
munstraðir kjólar til að nota á
sumrin og hlýrri flugleiðum og
svo harla hefðbundin jakkaföt
eða dragt. Hattamir þykja
nokkuð nýstárlegir miðað við
flugliðahatta svona yfirleitt.
Frá þessu segir í máli og mynd-
um í High Life, flugblaði British
Airways og þar er sagt að það sé
ekki nóg að einkennisbúningur sé
fallegur á súpermódeli sem er að
sýna tískufatnað. Einkennisbún-
ingurinn verði að standast erfiðan
hvunndag hvort sem konur og
karlar standa, sitja, ganga, teygja
sig, ýta, toga, lyfta eða rogast.
Miðað er við að einkennisbúning-
amir nýju verði í notkun næstu
tíu ár en það er venjulegur líftími
einkennisbúninga BA. ■