Morgunblaðið - 05.08.1994, Page 7

Morgunblaðið - 05.08.1994, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 1994 B 7 FERÐALÖG ákváðum við að fara í dagsferð upp í fjöllin og mætti bílstjórinn á til- settum tíma um morguninn. Þrátt fyrir að mér hafi verið tjáð það fyrirfram að þeir, sem meira mættu sín, ættu ekki að gefa sig allt of mikið að þeim, sem minna mættu sín, náði ég ágætu sambandi við þennan ágæta ökuþór þó við töluð- um varla annað en hálfgert fingra- mál saman þar sem hann kunni ekki ensku. „Óhreinar" konur Morgunblaðið/Jóhanna Ingvarsdóttir ÞEIR sitja í hálfgerðum jógasteliingum á gólfinu þegar þeir matast. CHAPATI-brauð er algengt í Indlandi líkt og kart- öflur hjá okkur og það t.d. borðað með heitum grænmetisréttum. Eftir vel iukkaða dagsferð og samræður okkar í milli ákvað bíl- stjórinn að bjóða til kvöldverðar daginn eftir, en tók það skýrt fram að ríkidæminu væri ekki fyrir að fara. Aðeins væri um að ræða hefð- bundið indverskt heimili og við yrð- um að gera okkur að góðu það sem framreitt yrði. Við kvöddumst alsæl og ég hlakkaði til næsta dags. Snemma morguns næsta dag mætti bílstjórinn til okkar sem nið- urbrotinn maður. Við spurðum hvað amaði að. Hann ákvað að bera vandræði sín upp við eigin- manninn frekar en mig. Og í kjöl- farið fékk ég að vita hvað um var að vera. Því miður gæti hann ekki staðið við matarboðið þar sem að eiginkonan væri nú byrjuð á sínum mánaðarlegu blæðingum. Þar af leiðandi mátti hún ekki snerta á matseld, en Indvetjar sumir hverjir trúa því að kona sé „óhrein" á meðan á túrtímabilinu stendur. ■ Jóhanna Ingvarsdóttir ÚR KÚAMYKJUNNi býr fátæka fólkið til hring- laga „kökur“ og sólþurrkar til að nota sem eldivið. “pólitíska plotti" tengdamóðurinn- ar, ákvað fjölskyldan að taka mér með kostum og kynjum enda eru, eins og það var orðað svo skemmti- lega, „svartir sauðir í sérhverri fjöl- skyldu." Og þar við sat. Þrátt fyrir hitann var mér ráðlagt að fækka ekki fötum því að það yrði fremur illa séð af viðstöddum. „En þegar við förum að ferðast til annarra staða, þar sem ég þekki ekki hræðu, máttu vera berbrjósta mín vegna. Gerðu það bara fyrir mig að hylja á þér fótleggina hér,“ hvíslaði eiginmaðurinn að mér svo lítið bæri á þegar hann sá hvernig mér leið. Guðsgafflarnir Hádegismaturinn er nú loksins tilbúinn. „Gólffélagar“ mínir sitja í hálfgerðum jógastellingum fyrir framan diskana sína á steinsteyptu gólfinu. Húsmóðirinn gengur á milli og skenkir hvern réttinn á fætur öðrum. Hnífapörum er ekki til að dreifa enda borða Indvetjar með guðsgöfflunum einum. Ég reyni ,jógastellinguna“ eins og hin- ir - án árangurs og bölva í hálfum hljóðum leikfimi-kennslunni á ís- landi. Mér er sagt að það hafi ver- ið tekið tillit til mín hvað varðar sterk krydd enda bragðast matur- inn ákaflega vel, en þegar á líður átið, upphefst mikið hvískur meðal innfæddra á marathi sem ég skil varla orð í. Því lýkur með því að mér er kurteislega bent á að það tíðkist ekki að moka upp í sig með báðum höndum. „Ættingjar mínir eru að velta því fyrir sér hvort Is- lendingum séu ekki kenndir mannasiðir. Við notum hægri hönd- ina í matinn og þá vinstri í óæðri endann," sagði eiginmaðurinn um- burðalyndi um leið og fjölskyldan henti gaman af og ég varð í fram- an eins og fullþroskaður tómatur. Ég skildi þetta aftur á móti allt ofurvel þegar ég þurfti á salernið skömmu síðar og komst að raun um að klósett á vestræna vísu eru fátíð á indverskum heimilum. Hola í gólfi, vatn og vinstri höndin duga við þá bráðnauðsynlegu aðgerð. Eftir það gekk ég með klósettpapp- ír í töskunni það sem eftir var Ind- landsfarar. Einkabílstjóri og þjónustufólk Við fengum til eigin afnota 3ja herbergja íbúð í eigu systur og mágs, sem var nokkuð háttskrifað- ur embættismaður ríkisins. Ekki nóg með það. Okkur var líka fijálst að nýta bíl og einkabílstjóra emb- ættismannsins ef við þyrftum svo og þjónustufólk, sem bjó um rúmin og hélt í horfinu, kom með blóm á hveijum degi og þær nauðþurftir, sem við óskuðum eftir hveiju sinni. „Ekki dónalegt,“ hugsaði ég. í fyrstu var mér það algjör ráð- gáta hvað ég, meðal-íslendingur- inn, ætti að gera með þjónustu- fólk, en þegar á leið var þetta bara ósköp þægileg tilfinning. Ég lét fara vel um mig á meðan aðrir unnu verkin á launum, sem ég þori ekki að nefna. Þvílíkur heimur. Þetta fólk bjó við slík kjör að ég blygðaðist mín. Það bjó í kofum innan um sína líka og þeir, sem komust í vinnu hjá „ríka“ fólkinu, voru sérstaklega ánægðir með sitt hlutskipti. Þjónustulundin ein og sér bar vitni um það. Einu sinni sem oftar Feröafélagann í ferðalagið . NÝLEGA kom út bæklingurinn „Ferðafélaginn" sem er gefinn út í fyrsta sinn. Það er Iþrótta- samband lögreglumanna sem gefur út bæklinginn í samstarfi . við Umferðarráð. Meðal efnis í honum auk holl- ráða og nytsamra upplýsinga um ýmislegt sem að umferðinni lýtur eru greinar af öllu tagi. Viðtöl eru við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur um fyrsta bílinn sem hún eignað- ist, greinar um hestaleigur, gönguferðir í nágrenni Reykjavík- ur og Akureyrar, um feijur á Is- landi og um þjónustu við þá sem ganga á fjöll og margt fleira. ■ Hvað er heitt áþeim ? 9 Meðalhitastig ágústmánaðar, °C Addis Ababa 28 Amman 33 Aþena 33 Bagdad 44 Belem 32 Benghazi 29 Bilbao 25 Blantyre 23 Bogota 20 Caracas 26 Damaskus 36 Dar es Salam 29 Darwin 31 Harare 21 Hong Kong 31 Islmabaad 37 Kairó 36 Kampala 25 Kuala Lumpur 32 Lusaka 23 Malta 30 Manilla 31 Maputo 27 Naíróbí 21 Riyad 42 Santo Domingo 15 Shanghai 32 Tel Avív 30 Bandaríkin 1,3 Kanada 1,3 Japan 1,5 Hong Kong 1,5 Ástralía 1,5 Bretland 1,9 Ítalía 1,9 Singapore 2,0 Tævan 2,4 Rússiand 6,2 Suður-Afríka 6,9 Mexíkó 7,6 Saudi-Arabía 8,5 Malaysía 8,8 Brasilía 10,0 íran 19,9 Eqvptaland 23,8 Tæland 26,3 Kína 65,4 Sri Lanka 88,1 Indónesía 107,7 Víetnam 386,0 Búrma 416,0 Laos 510,0 Kambódía 1,212,0 Hlaut verðlaun fyrir Islandsgrein Society of American Travel Writers Foundatlon LOWELL THOMAS AWARD B®*t MagazlrM ArHole * Foraion Travef I8LAND3 MAQAZINE BEPTEMBER/OCTOBER 19d3 ISSUE ‘ICELANO' 1993 Silver ___________Tonu IPerrottet__________ TÍU blaðsíðna grein eftir Tony Perrottet um ísland í einu skemmtilegasta ferðablaði heims, „Islands" hlaut silfurverðlaun er Samtök blaðamanna sem skrifa um ferðamál úthlutuðu Lowell Thomas verðlaununum fyrir árið 1993. Þessi verðlaun eru eftirsótt meðal skrifenda um ferðamál, þó þau séu ekki peningaverðlaun. Tony Perottet skrifaði bókina „Iceland - Inside Guide“ að áeggj- an Einars Gústavssonar framkvæmda- stjóra skrifstofu Ferðamála- ráðs í New York. Sú bók kom út í fyrra. Verðlaunagreinin birtist í októ- berhefti ritsins og er skreytt mörg- um frábærum myndum eftir Nic- holas DeVore III. í greininni, sem er mjög skemmtileg aflestrar, er drepið á sögu og þróun svo að þetta tengist vel nútímanum. „Borgin ber íslandi nútímans vitni,“ segir höfundur. „Fyrir að- eins 50 árum var landið ömurlegur og afskekktur útvörður; í dag er það dæmigert norrænt velferðar- ríki og íbúarnir njóta bestu lífs- kjara sem þekkjast í heiminum.“ Hann lýsir daglegu lífi, meðal annars skemmtanalífinu og helgardrykkju gesta á skemmti- stöðum, sem honum finnst vera með ólíkindum mikil og með ólík- indum dýr. Hann lýsir ferðamögu- leikum, veðurfari og góðum mat og kemur ótrúlega víða við. Hann reyn- ir að finna púls sög- unnar; fór m.a. til Bergþórshvols til að sjá minjar þess sem lýst er í Njálu. Hann greip í tómt; þar er ekkert nema nútíma hús líkt og þau sem standa í útjaðri Long Island. Vingjarnleg miðaldra kona fór með honum um hlaðið, en þar var ekkert gamalt - búið að moka yfir leifar brunarústa bæjarhúsanna frá 11. öld, sem fornleifafræðingar fundu. Hann segir: „Það er næstum ekkert að finna á Islandi sem er eldra en 50 ára - en sögurnar standa fyrir sínu. Þær gefa lands- laginu líf langt umfram það sem augað nemur. Hér á þess- um höfða sigraði Grettir gamlan draug - en varð myrkfælinn eftir það alla ævi. Við þessa steinhrúgu þröng- vaði hetja Laxdælu eigin- manni sínum til að myrða fyrr- verandi elskhuga sinn; hér í þessari vík sátu írskir þrælar fyrir einum af fyrstu land- námsmönnunum og drápu hann, en þeir höfðu áður hlýtt öllum skipunum hans og dreg- ið plóg hans eins og dráttar- dýr.“ í frásögn Perottets gætir aðdáunar á landi og sögu. En hann sér allt sem fyrir augu ber líka með raunsæjum aug- um nútímamannsins og að les- inni frásögn hans hugsar mað- ur: Getum við ekki víða auð- veldað ferðafólki að kynnast þjóð og sögu með því að setja upp eftir- líkingar af því sem fróðir menn vita að var til á víkingaöld; brunn- um Bergþórshvoli, heimili Leifs Eiríkssonar, boga Gunnars á Hlíð- arenda o.s.frv. að ógleymdum Glaumbæ í Skagafirði, þar sern nú er minnismerki fyrsta hvíta barnsins sem fæddist í Vestur- heimi, Snorra Þorfinnssonar, sem þar tók við búi foreldra sinna Þorf- inni karlsefni og Guðríði Þorbjarn- ardóttur, og er grafinn þar eins og þau. ■ Atli Steinarsson, Flórida

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.