Morgunblaðið - 02.09.1994, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 02.09.1994, Qupperneq 1
- Ljósmynd/Ingólfur Guðmundsson IJM 14.000 grunnskólanemendur hefja nám innan tíðar og nú eru fimm skólar á höfuðborgarsvæðinu einsetnir með samfelldan skóladag. Einsetinn skóli og samfelldur skóladagur hjá fimm reykvískum grunnskólum VOGASKÓLI, Breiðagerðisskóli, Lauganesskóli,Vogaskóli og Öldu- selsskóli bætast nú við einsetna skóla með samfelldan skóladag. Fossvogs- skóli hefur verið starfræktur þannig síðustu ár. „Helsta breyting felst í að allir nemendur mæta að morgni og eru að meðaltali 5‘/2 kennslustund á dag, en áður voru þær tæplega 5 á dag að meðaltali. „Stefnt er að því að allir grunnskólar verði einsetnir innan fjögurra til fimm ára,“ segir Áslaug Brynjólfsdóttir fræðslustjóri. Einn af liverjum fimm grunnskóla- nemum þarf sérkennslu að mati skólastjórnenda í Reykjavíkurum- dæmi. Um er að ræða 2.400 börn og hefur fjöldi þeirra verið svipaður síðustu þijú ár. Að sögn Arthurs Morthens hjá Fræðsluskrifstofu Reykjavíkurumdæmis er um 60% þarfar fyrir sérkennslu mætt. en sú breyting verður nú á að sérkennsla verður í boði í Rimaskóla í Grafar- vogi á þessu skólaári. Lestrarörðugleikar eru algengast- ir hjá yngri aldurshópum, en stærð- fræðiörðugleikar hjá hinum eldri. Sérkennsla er einnig ætluð þeim sem eiga í félagslegum örðugleikum, eru seinþroska, eða hafa lakan mál- þroska eða hreyfifærni. Arthur segir að í 6 ára bekki komi nú um 120 börn sem fengið hafa sérkennslu í leikskólum. Drög að nýjum grunnskólalögum, sem nú liggja fyrir, gera ekki ráð fyrir sérkennslu. „Hugtakið verður ósýnilegt og við höfum áhyggjur af því. Ef ekki er gert ráð fyrir sér- kennslu er hætt við að henni verði ekki sinnt sem skyldi." Á síðasta skólaári var atvinnulaust fólk ráðið til að aðstoða sérkennara og einnig börn í frímínútum. „Sú til- raun tókst vel og ég geri ráð fyrir að nú verði sams konar atvinnubóta- vinna í boði fyrir yfir 100 manns á höfuðborgarsvæðinu." ÍSLANDSVIKA hefst í Árósum 26. sept- ember og stendur til 2. september. Það er ekki síst fyrir forgöngu Torbens Rasmundss- en forstöðumanns Norræna hússins í Reykja- vík sem er efnt til þessarar kynningar. Nokkrir danskir blaðamenn hafa verið hér- lendis síðustu daga og munu skrifa um ís- landsvikuna þegar heim kemur og væntan- lega fylgjast með ýmsu sem þar er á boðstól- um. Thorkild Simonsen borgarstjóri mun setja vikuna með viðhöfn. Forsætisráðherrum og menntamálaráðherrum íslands og Danmerk- ur er boðið á vikuna. Fjöldamargir dagskrárliðir verða Islandi til kynningar. Nefna má sögusýningu, mynd- listarsýningar og eru sýnd verk listamanna frá ýmsum tímum. Hver sýning hefur ákveð- ið heildarstef. Einnig verða kynningar og sýningar á íslenskri húsagerðarlist. Allmarg- ar íslenskar kvikmyndir verða sýndar, svo og tónlistarmyndbönd, stuttmyndir ofl. Hvers kyns tónlistai-viðburðir eru á vikunni, geta má tónleika Erlings Blöndals Bengts- sonar ásamt Ninu Kavataradze á opnunar- daginn og einnig kórsöngur og rokkhljóm- sveitarleikur. Einnig verður bókmenntum sinnt með upplestrum skálda. íslandsvinafélögin halda árlega fótbolta- keppni IS-KLAKA og farin er hópreið á ís- lenskum hestum. Margir fyrirlestrar verða í tengslum við atriði. í veitingabúð Tónlistar- hússins verða íslenskir réttir alla vikuna auk annarra matarkynninga. ■ Isand ,íV\ Vv i/K > •. V Tvð þúsund saeti seld til Baltimore RÚMLEGA tvö þúsund far- miðar hafa verið seldir til Baltimore eða fjögur þúsund báðar leiðir, síðan síðdegis á mánudag á þeim kjörum sem Flugleiðir buðu þá eða 42.400 fyrir tvo og á Saga-farrými geta tveir ferðast fyrir um 124.000 kr. Margrét Hauksdóttir hjá upplýsingadeild Flugleiða sagði Ferðablaði að síðustu sætin mundu að líkindum selj- ast upp fyrir helgina og að þessar undirtektir væru meiri og betri en búist hefði verið við. Hún sagði að ýmsir héldu síðan áfram í framhaldsflug innan Bandaríkjanna en einnig væru margir sem hefðu ekki getað staðist freistinguna þeg- ar þetta tilboð kom fram og ákveðið að bregða sér bæjar- leið. ■ BENEDIKT Kristinsson og Jakobína Guðmundsdóttir hjá SL. Erlendir ferða- menn í jan.-ágúst 1994 eftir þjóðerni 1. Þýskaland 28.874 21% 2. Bandaríkin 18.413 13% 3. Danmörk 15.036 11% 4. Svíþjóð 14.451 "10% 5. Bretland ' 13.662 10% 6. Noregur 11.787 8% 7. Frakkland 7.585 5% 8. Holland 5.267 4% 9. Sviss 4.364 3% 10. Finnland 2.939 -2% önnur lönd 18.400 m/ Hjólaferð á íslandi vekur athygli vestan hafs FJÖLDI fyrirspurna hefur borist til Samvinnuferða-Landsýnar upp á síð- kastið frá fjallahjólaklúbbum og ein- staklingum í Bandaríkjunum eftir myndarlega umfjöllun bandaríska stórblaðsins New York Times um hjóla- og gönguferð um ísland. Ferð þessi er ein af mörgum sem innan- landsdeild SL hefur skipulagt og markaðssett erlendis. Umfjöllunin þekur um þtjár síður í 38 síðna Ferðablaði New York Tim- es sem út kom þann 26. júní sl. og er greinin prýdd fjölda mynda. Grein- ina, sem ber yfirskriftina „Cycling in the Land of Glaciers11 eða „Hjólað í landi jökla“, skrifar blaðamaðurinn John A. Kinch og ljósmyndarinn er Neal A. Palumbo, en þeir tveir sóttu fsland heim í fyrrasumar gagngert til þess að upplifa þessa „náttúru- períu í norðri“. För þeirra var skipu- lögð í samvinnu við Ferðamálaráð íslands í New York. Blaðamaðurinn lýsir ferðinni í smáatriðum og fer afar lofsatnlegum orðum um land og þjóð. Umrædd ferð tekur tólf daga og ellefu nætur. Farið er frá Reykjavík og norður Kjöl og síðan Sprengisandsleið til baka. Gist er í tjöldutn og með í för er leiðsögumaður, rúta og bílstjóri, matartjald og kokkur. Að sögn Jak- obínu Guðmundsdóttur hjá innan- landsdeild SL er gert ráð fyrir því að hjólaðir séu 35-50 knt á dag til að halda áætlun. „Menn þurfa síður en svo að vera keppnismenn í íþrótt- um til þess að taka þátt í slíkum ferðum þó æskilegt sé að ferðalang- arnir séu almennt í góðu líkamlegu ásigkomulagi. Sem dæmi má nefna tekur gönguferð yfir Fimmvörðuháls 8 klst. og það krefst óneitanlega ákveðinnar hreysti. Aftur á móti er aldur mjög afstæður. Við höfum ver- ið með fólk i þessum ferðum sem er allt frá 17 ára aldri og upp í tæplega sextugt án nokkurra vandkvæða." Jakobína segir að reynt hafi verið að gera slíkar ferðir eins aðgengileg- ar og kostur hefur verið. „Ferðamað- urinn þarf ekki annað en að koma sjálfum sér til landsins og kannski svefnpokanum sínum sem líka má fá leigðan á íslandi. Við sjáum um allt annað." Innanlandsdeildin vinnur nú að gerð ferðabæklings fyrir 1995 og verða þar ýmsar áhugaverðar ferðir í boði, þar á meðal snjósleða- ferð þvert yfir Vatnajökul. ■

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.