Morgunblaðið - 02.09.1994, Page 2

Morgunblaðið - 02.09.1994, Page 2
2 C FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF GLASAFRJÓVGUN Eftir 10 ára bið er nú loksins komið líf í húsið „VIÐ ERUM búin að þrá að eignast barn lengi, bíða og vona þannig að þó að stelpurnar útheimti mikla vinnu og vökunætur þá skiptir það engu máli. Við höfum verið tilbúin svo lengi,“ segja þau Hallveig Sigurðardóttir og Magnús Magnússon þegar ég heimsæki þau nokkrum vikum eftir að tvíburadætur þeirra litu dagsins ljós. Þær eru glasabörn. Sautjánda desember fá þau að vita að börnin eru tvö. Þau eru í sjö- unda himni, vonuðu alltaf undir niðri að það yrði þannig. MARBLETTIR koma og fara, Hallveig er orð- in þreytt en sér fyrir endann á meðferðinni. ÞAÐ ER mikið að gera hjá Hallveigu og Magnúsi þessa dagana. En þau eru búin að bíða svo lengi og eru tilbúin að takast á við vökunætur og bleyjuskipti Á ekkl aA vera feimnismál Þegar Hallveig og Magnús tóku þá ákvörðun að fara í glasaftjóvg- unarmeðferð leyfðu þau mér að fylgjast með til að lesendur gætu fengið innsýn í hvernig meðferðin gengur fyrir sig. Þau segja líka mikilvægt að glasafijóvgun verði ekki feimnismál og hafa frá upp- hafí verið opinská um sína með- ferð. Hallveig hélt dagbók meðan á meðferðinni stóð sem ég hef stuðst við að nokkru leyti. Ástæðan fyrir því að þau fóru í glasameðferð var vegna endur- tekinna utanlegsfóstra og Hallveig hafði misst annan eggjaleiðarann í þeim hremmingum. Meðferðin hefst Morgunblaðið/Sverrir HÉR ERU þær nýfæddar. Morgunblaðið/Þorkeli RAKEL Sif og Þórhalla Mjöll. Nítjánda október síðastliðinn rann stundin upp. Þau voru búin að undirbúa sig og alveg tilbúin. Þeirra biðu ýmsar prufur og Magn- ús var látinn læra að sprauta Hall- veigu, fyrst í upphandlegg og síðan í mjöðm því hann á daglega að sprauta Hallveigu meðan á með- ferð stendur. Fyrstu vikurnar eru gefnar sprautur í upphandlegg sem eiga að slökkva á hormónakerfi kon- unnar. Þá fær hún svipuð einkenni og kona á breytingaskeiði. Ein- kennin eru mismunandi eftir kon- um en kunna t.d. að vera svitakóf, skapgerðarbreytingar eða and- þrengsli. Marblettir koma og fara á hand- leggjum Hallveigar og þau prófa nýja staði til að sprauta. Hallveig segir að Magnús standi sig eins og hetja. Hallveig fer að finna fyr- ir skapgerðarbreytingum, er upp- stÖkk oftar en ella. Á tólfta degi er Hallveig orðin þreytt á sprautunum enda orðin mjög aum og marin á upphand- leggnum. Hún segir í dagbókinni: Ég verð fegin þegar þessu lýkur. Samt er ég ekki að segja að ég sé ekki tilbúin að leggja þetta á mig aftur.“ A sextánda degi fer hún í blóðprufu og leghálssónar og sprauturnar halda áfram. Vinstri eggjastokkurinn er tilbúinn en blöðrumyndun á hinum. Ný sprautumeðferð Nú tekur við ný sprautumeðferð með efni sem á að örva eggjastokk- ana. oftar vísað til Tíbet ÁHUGI á Tíbet, sem hefur farið vaxandi síðustu ár, er meðal annars farinn að skila sér í fatatísku. Hönn- uðir og þeir sem versla með fatnað vísa gjarnan til þessa háfjallaríkis á einn hátt eða annan. Stundum eru tengslin reyndar óljós. Það er til dæmis langsótt að sjá tengsl milli sjálfstæðisbaráttu Tíbeta og trefils sem kostar yfir 30 þúsund krónur. Sömuleiðis er erfitt að sjá tengsl milli sama trefils og Dalai Lama, trúarlegs og pólitísks leiðtoga, sem nýtur talsverðra vinsælda meðal vestrænna þjóða. Dalai Lama flæmd- ist frá heimalandi sínu á 6. áratugn- um og hefur síðan vakið athygli umheimsins á mannréttindabrotum Kínveija í Tíbet. Á meðfylgjandi mynd eru treflar sem eru tengdir Tíbet á áberandi munkar og heldri menn notað klæði og kufla úr þessari efnablöndu sem enn þann dag í dag er handofin. Nú nota tíbetskir munk- ar einaldari efni í klæði sín og pas- hmina-efna- blandan stendur okkur Vestur- landabúum til boða í 36 litum. ■ BT hátt í markaðssetningu. Þeir voru nýlega kynntir í bandarísku tísku- blaði. Því er slegið upp að ull í treflunum sé af tíbetskum geit- um sem lifa í 3.000 metra hæð. Lýsingin er vægast sagt há- fleyg. „Af geitum sem aldar eru upp í tíbetsku fjalllendi, kemur ull sem notuð er í sjöl og trefla sem eru léttari en loftið og mýkri en barnsrass," segir í kynningunni Reiða þarf fram yfir 30 þúsund krón- ur fyrir trefíl og rúmar 50 þúsund kr. fyrir sjal. Teppi frá sama fram- leiðanda kosta nær 100 þúsund krónur, en við tíbetsku geitaullina er blandað silki. Úr verður efnabland- an pashmina, sem sagt er að hafi venð uppgötvuð á 16. öld. I kynningargrein bandaríska blaðsins segir að fyrr á öldum hafi í tísku er æ Þessar sprautur eru gefnar í vöðva í mjöðm. Blöndun efnanna gekk illa fyrsta daginn hjá Magnúsi en allt gekk vel annan daginn. Á 21. degi meðferðarinnar er skammturinn aukinn um helming og Hallveig er farin að þreytast og höfuðverk- ur að ergja hana. Það er kominn 25. dagur og eftir að Magnús hafði sprautað andanna á Ólafsfirði ÞAU KÚRA þama á hólma úti í tjöminni á Ólafsfirði, hús andanna. Það er ekki verið að tala um skáld- verk hinnar Suður-Amerísku Isabellu Allende heldur í orðsins fyllstu merk- ingu hús andanna sem búsetu hafa á Ólafsfirði. „Það er nokkuð um fugla hjá okk- ur og á vetuma þegar allt er á kafi í snjó er ekki hægt að hafa fugla á tjöminni. Þessvegna erum við með sérstakt hús hjá okkur, Hús andanna og þar hafa fuglarnir á Ólafsfírði búsetu á vetuma", segir Karl Harald- ur Gunnlaugsson sem er meðlimur í Andavinafélaginu á Ólafsfirði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.