Morgunblaðið - 02.09.1994, Side 6
6 C FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FERÐALÖG
BÚNINGAR flugfreyja Alitalia frá stofnun félagsins.
Fluglreyjubúningur í I jönitíu ái
í AFMÆLISBLAÐI ítalska tískublaðsins Oggi sem hefur komið út í hálfa
öld er rakin saga flugbúninga Alitalia flugfélagsins. Birtar voru margar
myndir af flugfreyjubúningum sem hafa verið notaðir frá stofnun félagsins
í kringum 1950.
Flest flugfélög endumýja flugbún-
inga á 5-10 ára fresti en af frásögn-
inni má sjá að Alitalia hefur stundum
skipt eftir aðeins ársnotkun. Vitan-
lega hafa vemlegar breytingar orðið
og þær má sjá á myndinni.
Yst til vinstri er fatnaður sem
Fontana-systur hönnuðu og var not-
aður frá 1950-1964. Þá kemur ljós-
blárri búningur eftir Delia Biagitti
sem var í notkun 1964-68. Þar næst
svipaður blár litur og í þeim fyrstu
en allt öðruvísi í sniði. Hann var
gerður af Tita Rossi og bent á að
það er fyrsti búningur þar sem sést
í hnén. Þessi var aðeins notaður í
ár og næst tók við grænn og enn
ívið styttri eftir Mila Schön. Þessum
búningi klæddust flugfreyjur einnig
aðeins í ár. Þá tók við bleikrauður
klæðnaður frá 1972-74 og næstu tvö
ár þar á eftir var notaður gulur
klæðnaður og pils nú styttri en
nokkru sinni. Sá var hannaður af
Fabiani.
Var nú röðin komin að rauðum
eftir Marzotto frá 1975-80 og síðan
var búningur í bláu og grænrönd-
óttu eftir Balestra milli 1986-91.
Loks tók við Armani með ólífugræn-
an búning sem er notaður enn. ■
NÚ LÆRA þau ensku í stað rússnesku.
Mintii kennsla
í rússnesku
í Vfetnan
VÍETNÖMSK stjórnvöld hafa
ákveðið að draga stórlega úr og
jafnvel hætta alveg að láta kenna
rússnesku í skólum. Tekin verður
upp kennsla í ensku í stað rúss-
neskunnar. Rússneska hefur verið
fyrsta erlenda tungumálið sem víet-
namskir skólanemendur hafa lært I
tíu ár.
í fyrstu verður það látið í hendur
skólastjóra á viðkomandi stöðum
hvort þeir taka upp ensku strax og
hætta rússneskunámi fyrir fullt og
allt. Sá hængur er á þessari ráðagerð
að mikill skortur er á menntuðum
enskukennurum. Mikil aðsókn er í
hvers konar enskunámskeið og kvöld-
skóla og kennarar hafa reynt að búa
sig undir að hefja kennslu í ensku í
haust ella óttast sumir að missa starf
sitt. ■
Verslað á
fiamandi slóúum
í mörgum löndum þriðja heimsins
er algengt að mishátt verð sé sett
upp fyrir sömu vöruna eftir því
hver viðskiptavinurinn er hverju
sinni. Lægra verð gildir fyrir heima-
menn en fyrir ferðamenn. Alls ekki
allir átta sig á þessu þegar verslað
er á framandi slóðum, en fyrir
heimamönnum er þetta ósköp eðli-
legt lögmál. Og þetta er réttlætt
með því að ferðamenn hafi mun
meira fé handbært en fátækir
heimamenn og hafi því efni á „lúx-
us“.
Ferðamenn geta vissulega farið
einir í bæinn og keypt vöruna á því
verði sem upp er sett, en ef lítið er
eftir í pyngjunni, má grípa til ann-
arra ráða, verslunareigendum til
sárrar gremju; t.d. fá heimamann
með sér í búðir og á markaði og sér
hann um samningaumleitanir þegar
kemur að því að reiða fram greiðslu.
Við það eitt lækkar verð vörunnar
í flestum tilvikum.
Prútt
Þá er prútt einnig jafn sjálfsagður
hlutur í mörgum löndum og hafa
Vesturlandabúar oft hina mestu
skemmtun af því að reyna sig í þess-
ari „list“, ekki síst við íslendingar,
sem eigum því að venjast að borga
upp í topp það verð, sem upp er
sett, án þess að vera með neitt
múður við afgreiðsluborðið.
„Madam, madam. Langar þig ekki
til að sjá verksmiðjuna okkar,“ sögðu
þrír litlir berfættir Malavar, á að
giska 10-11 ára, sem hópuðust í
kringum mig þegar ég var komin
út fyrir afgirtan hótelgarðinn og
fram hjá öryggisklæddum vörðunum
sem áttu að gæta þess að hótelgest-
ir yrðu ekki fyrir ónæði innfæddra.
Það kjaftaði á þeim hver tuska á
ensku, sem þeir virtust kunna góð
skil á. Þeir vildu vita hvaðan ég
kæmi og hvernig ísland væri. Við
ræddum um landsins gagn og nauð-
synjar á leiðinni inn í litla strákofa-
þorpið, en á leiðinni fjölgaði sífellt
í fjöruneytinu. Fleiri en litlu „sak-
lausu“ Malavarnir vildu auðsjáan-
lega selja sína framleiðslu.
43% afsláttur
Þeir höfðu setið í vegkantinum
steinsnar frá hótelinu og beðið eftir
líklegum viðskiptavinum. Og þeir
kunnu að grípa tækifærin þegar þau
gáfust. „Við skulum sýna þér allt
það sem þú vilt sjá - bara nefndu
það,“ sögðu þeir um leið og þeir
bentu mér á skólann sinn og síðan
á moskuna, sem var veglegasta
bygging þorpsins, gerð úr stein-
steypu. Þetta voru stoltir ungir
menn. Því næst leiddu þeir mig inn
í „verksmiðjuna", sem var stolt
þorpsbúa, en varla meira en strá-
þak, tijábolir og heimagerður hand-
rennlbekkur, sem stóð á moidar-
gólfí. Að lokum fékk ég að sjá full-
gerða listmuni, sem ég átti bágt
með að átta mig á að kæmu úr
þessu frumstæða umhverfi. Þetta
voru sannir listamenn, sem skáru
út hina ótrúlegustu hluti: grímur,
stóla, borð, báta, skrín, hnífapör,
mannamyndir og fleira og fleira.
Þegar að endapunkti var komið
og ég klyfjuð hinum ýmsu munum,
sem ég hafði ágirnst á leiðinni, bentu
Garðar, hið forna
biskupssetur
IGALIKU er grænlenska nafnið á þeirri byggð er norrænir menn köll-
uðu Garða og þar var biskupssetrið að fornu. Þetta heiti þýðir ,hið
yfírgefna eldstæði" og ber fjörðurinn sem það stendur við sama nafn.
Garðar tilheyra sveitarfélaginu Narssaq og eru 45 km norður frá Qaq-
ortoq, 35 km norðaustur af Narsaq og um 20 km suður af Narsarsu-
aq. Ibúamir 80 lifa af sauðfjárrækt og ferðamannaþjónustu.
Svæðið í kringum Garða er
9 eitthvert gróðursælasta land
3í Eystribyggð, næst á eftir
Brattahlíð. Þar bjó Einar, sem
talinn er hafa verið vinur Ei-
Sríks rauða Þorvaldssonar. Ei-
ríkur gaf hann honum jörðina.
tn Segja Grænlendingar að Ein-
ar þessi hljóti að hafa verið
mikið valmenni, þar sem Ei-
ríkur gaf honum svo góða jörð.
Fjörðurinn fyrir framan Garða heit-
ir svo Einarsfjörður á tungu nor-
rænna manna.
Þegar farið er til Garða er auð-
veldast að sigla inn Eiríksfjörð og
taka land við Itilleq, sem er
gróðursæl jörð á grænlenskan
mælikvarða og stórbú norðanvert
á nesi gegnt Görðum. Hér er líka
gróðurmold þykk og stór tún.
Ferðamenn eiga nú um tvennt að
velja, að ganga yfir til Garða, en
þangað eru um 6 km, eða fá bænd-
urna í Itilleq til að flytja sig í bíl.
Er yfír lágan fjallveg að fara, sem
ber nafnið Kóngsvegur. Meðalhiti
í júlímánuði er um 10 stig á þess-
um stað, en þegar farið er upp í
fjöllin lækkar meðalhitinn fljótt. Á
góðviðrisdögum getur lofthiti farið
upp í 18-22 gráður.
Saga Garða
Á landnámsöld kölluðu menn
Igaliku-fjörðinn Einarsfjörð. Talið
er að Einar hafi annað hvort verið
vellauðugur og mikilsmetinn mað-
ur eða mjög mikill og náinn vinur
Eiríks, því að þessi byggð er næst-
besta jörð í Eystribyggð. Árið
1124 var klerkurinn Arnaldur
vígður í Lundi sem Grænlands-
biskup og hann valdi biskupstól
sínum stað í Görðum og þangað
kom hann 1126. Frá árinu 1300
sátu Grænlandsbiskupar ekki á
Grænlandí, en fulltrúar þeirra,
offecialis, sátu í Görðum. Dóm-
kirkjan í Görðum frá þessum tíma
var 27 m löng krosskirkja og 15,8
m þar sem hún var breiðust. Hún
var helguð heilögum Nikulási.
Poul Norlund, sem rannsakað hef-
ur fornleifar á þessum stað fann
1926 gröf í norðanverðri kirkj-
unni. í henni var beinagrind, gull-
hringur og bagall, útskorinn úr
rostungstönn. Á manninn í gröf-
inni vantaði annan fótinn og er
talið að þurft hafí að taka hann
af vegna kolbrands. Nerlund taldi,
að þar væru komnar leifar Jóns
smyrils Árnasonar biskups, sem
dó 1209. Garðar voru höfuðstaður
og þingstaður norrænna manna
fram á 15. öld, þegar þeir hurfu.
Talið er að í Görðum hafi Græn-
lendingar gengið á hönd Noregs-
konungi 1261. Eftir brotthvarf
norrænna manna notuðu eskimó-
amir staðinn til útgerðar og þang-
að ráku þeir hreindýr til slátrunar
en í lok 18. aldar hurfu svo hrein-
dýrin af þessum slóðum.
Sá maður, sem talinn er hafa
stofnað það samfélag, sem nú er
að Görðum hét Anders Olsen, og
er hann einnig talinn stofnandi
Julianeháb eða Qaqortoq. Hann
átti eskimóakonu, Tupernu að
nafni. Hann reisti sér hús og not-
aði gijót úr rústum Dómkirkjunn-
ar í Görðum. Hann dó 1786 og tók
sonur hans Johannes Andersen við
búinu og að honum gengnum son-
ur hans Poul Egede Andersen.
Eftir hans dag tók fjölskyldan upp
ættarnafnið Egede. Árið 1857 er
íbúatalan í Görðum aðeins 19, en
aldamótaárið 1900 eru íbúar orðn-
ir 62. I öll þau hús, sem byggð
voru á þeim tíma var notaður
steinn úr rústum dómkirkjunnar.
Nú eru rústirnar alfriðaðar. íbú-
arnir í Görðum eru um 80 og telja
sig flestir geta rakið ættir sínar