Morgunblaðið - 11.09.1994, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 11.09.1994, Qupperneq 6
6 B SUNNUDAGSJR 11. SEPTEMBER T994- MORGUNBLAÐIÐ MANNLÍFSSTRAUMAR Molbúar með byssu Fréttafyrirsögnin „Ellefu ára morðingi skotinn í hnakkann" nú í vikunni vakti óneitanlega hroll. Þetta gerðist í henni Ameríku, þar sem fólk hefur fyllst óhug vegna byssueignar og byssudekurs jafnvel bama. í Orlando var mér sagt að dæmi væru um að gerð væri byssuleit á unglingum við skóladymar, eftir atvik þeg- ar gripið var til byssunnar innan skóla. Enda augljóst að slys geta orðið ef á bját- ar þar sem byssur eru hafðar um __ hönd. Enn meiri óhug sló að manni við alinnlenda. frásögn nýlega. Kunningi kom á Dalvík og rak augun í borða þar sem var verið að fagna heim- komu hetju. Vissi í fyrstu ekki hvaða hetja þetta var. Brátt kom í ljós að þetta var byssumaður- inn sem hafði gripið til byssunn- ar norður í höfum og fírað er hann var orðinn þreyttur á yfír- gangi andskota sinna. Þótt yfir- lýsing fylgdi að hann hefði ekki verið með alvömskot í byssunni, bara púðurskot, stendur það eft- ir að byssa var í óþolinmæði munduð gegn mönnum. Nú er alkunna að alltaf hafa orðið slys þar sem fólk er með byssur, þótt ekki sé það ætlunin. Það eru einmitt rökin fyrir því að forseti Bandaríkjanna og fjölda- margir landar hans eru að beij- ast við að hemja byssúeign al- mennings og aðgang að byssum. Þetta era hættuleg verkfæri, sem flestir gera sér fulla gréin fyrir eða gerðu a.m.k. áður en gerviskotin tóku að dynja í sjón- varpsmyndum inni í stofu og enginn þeirra dó - í alvöra. Aldrei gleymdi faðir minn hve illa stillingar- maðurinn fað- mmmmmmmmm—m ir hans brást við norður í Skagafirði, þegar einhver tók kinda- byssu, óhlaðna, og beindi henni í galskap að félaga sínum. En byssur vora auðvitað til á bæn- um til að aflífa dýr eða ganga til ijúpna. Afi hafði nefnilega upplifað það að frændi þeirra í heimsókn greip byssu undan ijáfrinu í dyragöngunum, miðaði henni og skot hljóp úr. Hafði ekki verið tekið úr byssunni eins og krafist var áður en haldið væri heim af veiðum. Slapp hann með að taka einn fíngur af fé- laga sínum. Þessu gleymdi eng- inn og var brýnt fyrir unga fólk- inu að meðhöndla ekki byssur af gáleysi og beina þeim aldrei að manneskju. Það sem sló gestinn á Dalvík og ég held ég megi fullyrða marga sem á fögnuðinn horfðu í sjónvarpi, var að hópur venju- legra Islendinga skyldi fagna svo ákaft og færa byssumannin- um nýja byssu að gjöf og til afnota, líklega í verðlaunaskyni fyrir að grípa greiðlega til byss- unnar. Og það sem þótti'óhugn- anlegast var að þarna var fullt af börnum og unglingum. Hvaða skilaboð var verið að senda þeim? Að í réttlátri reiði væri ekki aðeins allt í lagi að beina byssu að manneskju, tómri eða með einhveijum hvellgjafa, held- ur væri það beinlínis lofsvert, geri mann að hetju. Sjálf er ég tiltölulega nýkom- in frá þeim stað, Bosníu, þar sem fólk er að læra að ganga með byssu til að veija sig og skjóta ef þörf þykir. Var þar sem skot- ið er á blaðamann sem „irriter- ar". En ég hefí alltaf gælt við það að sú staðreynd að hér er enginn her og fólk óvant að skjóta á menn, gerði okkur jafn fávís um skotbardaga og Molbú- ana í sögunni: „Hrekkjalómur hafði skotið því að Molbúunum, að fjand- menn væra í nánd og mundu taka byggðina þeirra herskildi. Þeir þóttust sjá, að ekki mundi annað tjá en að búast til varnar eftir bestu föngum. Niðurstaðan varð sú, að nokkrir þeirra fóra til Árósa og keyptu þar gamla ryðgaða byssu sem hafði legið óratíma uppi undir bita, sem þeir kölluðu skyttu; borguðu með gleði fyrir hana ránsverð. Nú vildu þeir sem fyrst reyna hvort hægt væri að skjóta með byssunni; þetta byssupróf fór fram niður við sjóinn; einn þeirra hélt á byssunni og hleypti af, en hinir röðuðu sér fyrir aftan hann og ríghéldu hver í annan. Sá fremsti miðaði yfír fjörðinn, og hleypti af; en af því að byss- an var gömul og gauðryðguð af brúkunarleysi þá sló hún þann sem fremstur var þegar skotið reið af, svo að hann hrökk aftur á bak á þann sem næstur var, og hann aftur á hinn þriðja, svo að þeir koll- Gárur eftir Elínu Pálmadóttur steyptust bg kútveltust allir í einu. En nú urðu þeir enn skelkaðri, því að í þeim sömu svifum rann tunglið upp í fyll- ingu og bar beint yfír byggðina þeirra; tunglið var rautt eins og logandi bál, og sáu þeir því ekki að þetta var tunglið þeirra gamla og góða, og flaug í hug að kvikn- að væri í bæjunum þeirra. Þeir gátu ekki skilið hvernig eldurinn hefði komið upp svona skyndi- lega, og héldu að skyttan hefði kveikt eldinn. Þeir köstuðu þá þessu dýrkeypta varnarvopni sínu í sjóinn í bræði sinni, hlupu út í bátinn og reru sem skjótast heimleiðis. En þegar tunglið kom hærra á loft, sáu þeir- að þeir höfðu haft skyttuna' sína dýr- keyptu fyrir rangri sök og ósk- uðu þess að hún væri aftur kom- in. Þeim varð ekki að ósk sinni. Byssan sat þar sem hún var nið- urkomin á sjávarbotninum." Væri gjafabyssan það líka Það er víst borin von að við séum eins fákunnandi um byssur og Molbúarnir. Lögreglan tók nýlega einn af „góðkunningjum" sínum með hlaðinn riffíl og heimagerða eldvörpu í bílnum sínum og skömmu áður með tvær haglabyssur. Og hér sem annars staðar eru dópistar vísir til alls til að útvega skammtinn sinn. Viljum við hafa tiltækar byssur? Samt er börnum kennt að það sé hetjudáð að veifa byssu ef manni fínnst maður órétti beittur. MATKRAKAN í ^KBÍS/Hverjir kjósa ad borba í myrkri? Blindandi borðhald „ÉG BIÐ ykkur vinsamlegast um að taka niður úrin ef vísarnir era sjálflýsandi ogekki reykja. For- rétturinn er á diskinum fyrir fram- an ykkur og aðalrétturinn verður borinn á borð á slaginu eitt. Munn- þurrkurnar eru hægra megin við diskinn og glös og hnífapör á sínum stað.“ Þessar útlistanir kynnu að láta undarlega í eyram matar- gesta, en þegar um er að ræða máltíð sem fram á að fara í niða- myrkri eru þær í hæsta máta við- eigandi. Einn möguleiki af mörgum sem Par- ísarbúum stendur til boða sér til dægrastyttingar, ein leið til að flýja kæfandi hitann um stund og út-*’ víkka reynsluheim og skynfæri örlítið í leiðinni er að borða þríréttaða máltíð á 120 franka í vídeóteki borgarinnar í niðamyrkri, kvikmyndasal sem yfir sumartímann hefur verið breytt í sannkallaðan myrkraverkasal: Á bak við læstar dyr og byrgða glugga geturðu sótt ráðstefnur, námskeið og veitingastað. Sjónar- sviptinn reynirðu eftir mætti að bæta þér upp með því að skerpa önnur skilningarvit; heyrn, bragð-, lyktar- og snertiskyn. Ekki mun ég halda því fram að máltíð sú sem hér um ræðir verði svo mjög til að skerpa skilning hins sjáandi á hlutskipti blindra, til þess þyrfti að standa öðruvísi að málum, en hitt er víst að það að sitja til borðs í kolniðamyrkri með bláókunnugu fólki er kirfilega áminning um í hversu ríkum mæli félagshegðun okkar er í raun komin undir því að þreifa fyrir sér með augunum, taka til máls með augunum, svara með augunum. Úr vídeóteki í veitingastað í ljós kemur að þessi mála- myndaveitingastaður tekur tólf gesti í sæti við tvö kringlótt borð, en það kemur sem sagt ekki í ljós: matargestirnir tilvonandi eru upp- lýstir um það við innganginn. Þess- ir nýjungagjörnu gestir mæta allir paraðir til leiks, að því er virðist, sem þýðir að hér er ekki um „dæ- migerða" Parísarbúa að ræða, því mjög ríflegur meirihluti þeirra er einhleypingar. ar. En tvíhleyping- arnir virða tilvonandi mötunauta forvitnislega fyrir sér þá stuttu stund sem bíða þarf eftir leiðsögu- konunni. Hún segir okkur að fara í einfalda röð, leggja hönd á öxl næsta manns á undan og ganga í salinn. Það er ekki ofsögum sagt; inni er hvorki hægt að greina minnsta skugga né ljósglætu. Það er Michele sem aðstoðar mig og mína fimm mötunaúta við kringlótta borðið. Hún er blind og segir blátt áfram: „Reynið að komá í veg fyrir að ermarnar fari ofan í matinn." Svo koma nokkur heil- ræði: „Til að greina í sundur salt- og piparstaukana þreifíð þá á göt- unum. Það eru fleiri göt á salt- stauknum." Og síðast en ekki síst: „Þegar þið skenkið ykkur vín setj- ið þá vísifingurinn ofan í glasið til að mæla magnið og gleymið ekki að setja tappann aftur í flöskuna." Það er engu líkara en myrkrið liðki um málbeinið, geri þessa ókunnu mötunauta skrafhreyfnari en ella. Eins og menn öðlist ákveð- ið frelsi óséðir, að óséðu. Kannski er hér þó fyrst og fremst um tauga- veiklunarviðbrögð að ræða. Sú til- hugsun er óskemmtileg og ólyst- aukandi, svo ekki sé meira sagt, að sitja í grafarþögn með bláó- kunnugu fólki, heyra ekkert nema sötur og hnífasarg, skera í sundur og leggja sér til munns eitthvað sem maður hefur ekki hugmynd um hvað er. „Hver er með brauðkörfuna?" Samræður undir borðum eru kannski ekki svo ýkja spekingsleg- ar, en hitt er víst að það kjaftar á mönnum hver tuska, svo að segja, meðal annars sökum upplýsinga- skyldu við náungann: „Ég var að enda við að setja rauðvínsflöskuna á mitt borðið. Er ekki snjallræði að skorða hana á milli salt- og piparstaukanna?" „Æ, missti ég gaffalinn minn ofan á þig?“ „Hver er með brauðkörfuna?" Svo keppast menn við að sund- urgreina það sem fyrir bragðlauk- ana ber. Forrétturinn er einfaldur viðureignar: reyktur lax og lárpera með vínediksósu. Menn eru sam- mála um að lárperarnar séu frá eftirJóhönnu Sveinsdóttir STANGVEIÐlÆr hœttulegt að fallaíána?___ Vasl EFNIÐ í þessa grein ætti e.t.v. betur heima í upphafí en lok veiði- tíma en af nýlegu gefnu tilefni læt ég það flakka, menn geta rifjað það upp að vori. \^ið veiðar hef ég þráfaldlega ’ verið sakaður um glannaskap, ég sé ekki ánægður nema blautur á olnbogum. Þetta á ekki við rök að styðjast, ég veð sjaldnast djúpt nema á lygnum og þar sem botn er traustur. Sums staðar er nauðsynlegt að vaða til að ná til fisksins. Þá þarf að vera kunnugur staðháttum og rata rétta leið. eftir Gylfn Pólsson Ókunnugum þykir oft háskalegt að sjá mann standa úti í vatnsmiklum ám, en þeir vita ekki að þangað má komast í hnédjúpu vatni. Enginn ætti að vaða í óvissu og aldrei lengra en tryggt sé að hann geti snúið sömu leið til baka. Sums staðar hagar þannig til að hægt er að vaða út að' hrygg í miðri á, veiða niður hann á báðar hendur en svo er óvætt til beggja landa. Er þá ekki annað til ráða en vaða and- streymis upp grynnslin aftur. Það getur orðið ansi strítt. Þótt vaðstafur þyki til trafala kemur hann sér velí slíkum tilvikum og veitir öryggi. Þess eru dæmi að menn hafi fómað stönginni sinni og notað sem staf þeg- ar í óefni stefndi, en það er fulldýrt. Menn eru misragir að vaða, suma sundlar við það eitt að horfa í rennandi vatn og eiga það til að „frjósa" úti í miðri á. Léttir menn eru lausari við botninn en þungir. Hver og einn þarf að velja sér vaðleið við hæfí. Varasamt er að vaða skammt ofan vatnsmikilla fossa, þrengsla eða flúða. Þetta er matsatriði á hveijum stað. Til eru handhæg ör- yggistæki, svo sem vaðstafir og fyrirferð- arlítil björgunarvesti, jafnvel saumuð inn í veiðivesti, og blásast upp þegar innsigli á lofthylki er rofið. Sérhveijum báti ætti að fylgja björgunarvesti. Það er auðveldara að gefa ráð en halda þau sjálfur. Sannleikurinn er sá að öryggistækin liggja oft á ENGINN er verri þótt hann vökni. bakkanum eða í bílnum þegar til á að, taka. En eru mönnum allar bjargir bannaðar ef þeir fara á flot? Sem betur fer ekki, það Sannreyndi ég í síðustu veiðiferð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.