Morgunblaðið - 11.09.1994, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 11.09.1994, Qupperneq 8
8 B SUNNUDAGUR 11. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ DÆGURTÓNLIST Yilhjálmur í tíma og rúmi Vilhjálmur Vilhjálmsson var einn ástsælasti dæg- urlagasöngvari þjóðarinnar þegar hann fórst á sviplega hátt fyrir sextán árum. Minning hans lifir þó enn, eins og Arni Matthíasson komst að, og safnplata með lögum hans hefur selst afar vel. LISTFERILL dægurlagasöngvara er sjaldnast mældur í áratugum; það er eðli tónlistarinnar að menn skjót- ast á toppinn í einu vetfangi og hverfa síðan í ystu myrkur eins og hendi sé veifað. Þó dægurtónlist- arsaga íslands sé ekki löng, hefur aragrúi tónlistarmanna verið á allra vörum í skamma hríð og síðan horf- ið að því er virðist að eilífu. Þeir eru líka fjölmargir sem ekki hafa gleymst og virðast ekki ætla að gleymas. Fyrir tveimur árum kom út safndisk- ur með lögum sem Vilhjálmur heitinn Vilhjálmsson tók upp. Salan á þeim disk hefur sannað að minning Vil- hjálms lifir enn og að aðdáendum hans hefur ekki fækkað í áranna rás. Yilhjálmur Vilhjálmsson var um áraraðir einn vinsælasti dægurlagasöngvari lands- ins, þó ekki hefði hann sönginn að aðalstarfi. Skömmu áður en Vil- hjálmur lést í hörmulegu bílslysi í Lúxemborg virtist hann vera að hefja nýjan áfanga á ferli sínum sem tón- listarmaður, því á síðustu hljómplötu hans, sem seldist metsölu, voru að- eins lög eftir Vilhjálm, sem fram að því hafði sungið lög eftir aðra nánast eingöngu. Stefnt á tannlækningar Vilhjálmur Vilhjálmsson fæddist í Merkinesi í Höfnum í apríl 1945. Hann ólst upp í foreldrahúsum, en fór síðan í Menntaskólann á Akur- eyri árið 1961. Á Akureyri haslaði Vilhjálmur sér völl sem tónlistarmað- ur, þegar hann var ráðinn í sívin- sæla danssveit Ingimars Eydals sem söngvari og bassaleikari sumarið 1964. Hinn aðalsöngvari sveitarinnar var Þorvaldur Halldórsson og þetta söngvarapar kom Hljómsveit Ingi- mars Eydals á allra varir. Með sveit Ingimars hljóðritaði Vilhjálmur tvær fjögurra laga plötur sem náðu mik- illi hylli og mörg laganna þekkja all- ir; Litla sæta ljúfan góða, Á sjó, Vor í Vaglaskógi og Hún er svo sæt. Dvöl Vilhjálms í sveitinni var þó ekki nema ár, að hann fluttist suður til Reykjavíkur til að hefja nám í tann- lækningum. Syðra hafði Hljómsveit Svavars Gests starfað um hríð á Hótel Sögu við miklar vinsældir. Svavar leysti sveitina upp um vetur- inn 1965, enda hugðist hann snúa sér að öðru. Píanóleikari hljómsveit- arinnar, Magnús Ingimarsson, lagði þegar drög að nýrri hljómsveit og réð til starfa bassaleikarann og LA ALMENNIR FLOKKAR - FRÍSTUNDANÁM BÓKLEGAR GREINAR: fslenska, stafsetning og málfræði. ítarleg yfirferð. fslenska fyrir útlendinga I, II, II, IV (í I. stig er raðað eftir þjóðemi nemenda). fslensk málnotkun og hugtök: Námskeið fyrir nýbúa á framhaldsskólaaldri sem þurfa að ná betri tökum á málinu. ERLEND TUNGUMÁL: (Byrjenda- ogframhaldsnámskeiÖ) Danska. Norska. Sænska. Enska. Þýska. Franska. ftalska. ftalskar bókmenntir. Spænska. Spænskar bókmenntir. Gríska. Portúgalska. Latína. Búlgarska. Gríska. Pólska. Tékkneska. Rússneska. Japanska. Hebreska. Arabíska. franska. VERKLEGAR GREINAR: Fatasaumur. Bútasaumur. Batik. Myndvefnaður. Skrautskrift. Postulínsmál- un. Bókband. Skokk. Handritsgerð. Flugdrekagerð. Stjömuspeki. Leikræn tjáning - spuni. MYNDLISTARNÁMSKEIÐ: (Byrjenda- og framhaldsnámskeið) Teikning. Málun. Módelteikmng. Teikning og litameðferð fyrir 13-16 ára. Umhverfisteikning. AÐSTOÐ VIÐ SKÓLAFÓLK: Stærðfræði á grunnskóla- og framhaldsskólastigi. Nemendur mæta með eig- ið námsefni og fá aðstoð eftir þörfum. Fámennir hópar. Stafsetning og málfræði. ítarleg yfirferð. íslenska fyrir nýbúa á framhaldsskólastigi. fslensk málnotkun og hugtök. NÁMSKEIÐ FYRIR BÖRN DANSKA. NORSKA. SÆNSKA. ÞÝSKA. Fyrir börn, 6-10 ára, til að viðhalda kunnáttu þeirra sem kunna eitthvað fyrir í málunum. NÝNÁMSKEIÐ: Handritagerð: KVEIKJAN AÐ KVIKMYND. Fjallað er um það sem hafa ber í huga við gerð kvikmyndahandrita. Brot úr kvikmyndum skoðuð til skýringa. Flugdrekagerö: Leiðbeint um gerð stýridreka og beitingu þeirra. Stjörnuspeki: Leiðbeint um gerð stjömukorta og túlkun þeirra. Leikræn tjáning - spuni: Spunatækni sem byggist á leikum, æfingum og dýpri spunavinnu. Nemendur setja upp eigin sýningu i lok námskeiðsins. Þýska fyrir börn 6-14 ára: Kennsla sem áður fór fram í Hlíöaskóla, verður nú á vegum Námsflokka Reykjavíkur. f almennum flokkum er kennt einu sinni til tvisvar í viku, ýmist tvær, þrjár eða fjórar kennslustundir í senn. Námskeiðin standa yfir í 4-11 vikur. Kennslugjald fer eftir stundafjölda og er haldið í lágmarki. Það skal greið- ast við innritun. Kennsla fer fram í Miöbæjarskóla og Gerðubergi. Innritun fer fram í Miðbæjarskóla, Fríkirkjuvegi 1, dagana 14. og 15. septem- berkl. 17.00-20.00. Kennsla hefst 26. september. söngvarann unga, sem þá var ný- kominn suður. Samstarfið hófst opin- berlega á nýárskvöld 1966 og átti eftir að bera góðan ávöxt. Flugið heillar Vilhjálmur hafði fengið nasasjón af hijómplötugerð með Hljómsveit Ingimars Eydals og þótti ekki nóg að vera bara að syngja á skemmti- stöðum. Hann sótti Jtví fast að kom- ast aftur á plast. Ur varð að hann söng inn á plötu með hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar og ungri söngkonu, sem einnig var í sveit- inni, Önnu Vilhjálms, reyndar líka ættaða úr Höfnum. Þau sungu sam- an inn á hljómplötu meðal annars lögin Það ert bara þú og Elsku Stína. Platan sló í gegn, en Anna hætti í hljómsveitinni stuttu síðar. Þá var ráðin önnur stúlka í hennar stað, Þuríður Sigurðardóttir, en með henni söng Vilhjálmur meðal annars inn á plötu lögin S.O.S., ást í neyð, Bónorð- ið og Eg bið þig. Um þetta leyti hafði Vilhjálmur lagt tannlækninga- námið á hilluna, því hann hafði hrif- ist af flugi og ákveðið að gerast flug- maður. Hann lauk flugnámi á skömmum tíma, hætti í Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar og fluttist til Lúxemborgar 1970, þar sem hann starfaði sem flugmaður hjá Luxair. Þrátt fyrir flutninginn lagði Vil- hjálmur tónlistina ekki á hilluna og hélt áfram að syngja inn á plötur og brá sér hingað til lands öðru hvoru að taka upp. Alls urðu breiðskífurnar fimm sem hann tók upp á þann hátt og seldust allar vel. Fyrst í röðinni var Systkinin, og kom út 1969, þar sem Vilhjálmur söng með systur sinni, Ellý Vilhjálms. Næsta plata, Lög eftir Sigfús Halldórsson, kom út 1970 og sama ár kom út önnur plata sem Vilhjálmur song inn á með Ellýu, Lög 12. september. Ári síðar sungu þau systkinin saman jólalög eftir ýmsa höfunda. Sólóferill Næsta plata Vilhjálm, var sóló- plata, sem náði gríðarlegum vinsæld- um, með lögum eins og Bíddu pabbi ag Ó, mín kæra vina. Sú kom út 1972. Ári síðar kom út safnplat'a frá upphafsárum Vilhjálms á söngbraut- inni, 14 fyrstu lögin, en árið 1974 fluttist Vilhjálmur 'aftur hingað til lands og starfaði þá sem flugmaður hjá Sverri Þóroddssyni og síðar sem flugkennari. Miklar annir urðu til þess að hann lagði sönginn á hill- una, en Mannakomamenn, þeir Magnús Eiríksson og Pálmi Gunnars- son, fengu hann til að syngja inn á plötu með hljómsveitinni sem gefin var út 1975. Meðal laganna var Ein- búinn, sem varð mjög vinsælt. Við vinnslu plötunnar kynntist Vilhjálm- ur nýlegu hljóðveri Hijóðrita í Hafn- arfirði og kunni vel að meta frelsið sem það gaf tónlistarmanninum. Hann ákvað því að taka upp þráðinn og gerði útgáfusamning við Fálkann um að gera sólóskífu. Vilhjálmur kaus þá leið að velja ljóð eftir Krist- ján frá Djúpalæk, senda lagasmiðum og biðja þá að semja fyrir sig lög við. Afraksturinn varð platan Með sínu nefi, sem kom út 1976. Vinnan við Með sínu nefi hafði glætt mjög áhuga Vilhjálms á að semja eigin lög og ljóð og hann ákvað að næsta plata hans yrði höfundar- verk hans; þ.e.'öll lög og textar yrði eftir hann. Platan, sem Vilhjálmur vann með Magnúsi Kjartanssyni, fékk heitið Hana nú og varð vinsæl- asta plata hans til þessa. Áður en lengra varð haldið fluttist Vilhjálmur aftur út til Lúxemborgar til flug- mannsvinnu, en þar fórst hann í bíl- slysi snemma árs 1978. Metsala Þó tónlistarferill Vilhjálms hafi verið endasleppur söng hann inn á band hátt í hundrað lög, sem mörg eru með helstu perlum íslenskrar dægurtónlistar. Snemma árs 1991 tók Jónatan Garðarsson hjá hljóm- plötuútgáfunni Steinum að sanka að sér upptökum Vilhjálms og velja úr til útgáfu. Þegar upp var staðið var hann búinn að velja 40 lög. Fyrsti skammtur kom út þá um haustið undir heitinu Við eigum samleið, og hefur selst jafnt og þétt. Að sögn starfsmanna Spors hf., sem tók við af Steinum hf., hefur diskurinn selst í á fímmta þúsund eintaka, sem er fádæma góð sala þegar endurútgáfa er annars vegar. Slík sala er þó besti vitnisburðurinn um vinsældir þær sem Vilhjálmur nýtur enn meðal landa sinna og til marks um það að minning hans lifir. Fyrir stuttu kom svo út annar hluti Vilhjálmssafns, í tíma og rúmi, sem á vísast eftir að seljast í öðru eins upplagi. Síðari tíma bíður svo á sjötta tug laga. (Byggt m.a. á samantekt Magnúsar Kjartanssonar.) TU ÞAKKIR Landgrœðslusjóður þakkar hamingjuóskir og veittan stuðning í tilefni 50 ára afmcelis hans og lýðveldisins. Hvatnmgarátakið Yrkjum ísland, sem hefur stofnun fræbanka Landgræðslusjóðs að markmiði, er sjóðnum mikið fagnaðarefni. Landgrœðslu- og skógræktarfélög um land allt binda miklar vonir við að sett markmið náist en stofnun fræbanka ereitt brýnasta málefnið á sviði landgræðslu og skógrœktar. Allur stuðningur við átakið Yrkjum íslander beinn stuðningur við Landgræðslusjóð, sem hann þakkar heilshugar. Rafmagnsveita Reykjavíkur og veitingastaðir Hróa Hattar fá innilegarþakkirfyrir höfðing- legar afmælisgjafir sem sjóðnum voru kynntar í byrjum mánaðarins. Góðir landsmenn, tökum höndum saman og yrkjum ísland. LANDGRÆÐSLUSJÓÐUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.