Morgunblaðið - 11.09.1994, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.09.1994, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 11. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR Útlagi; úr „Highway Patrolman" eftir Cox. IMýmynd frá Alex Cox BRESKI leikstjórinn Alex Cox („Sid and Nancy“) varð útlægur úr Hollywood eftir hann gerði „Walker“ árið 1987 um sögu banda- rísks heimsvaldasinna í Nic- aragua. Síðan hefur hann starfað í Mexíkó og sendi nýlega frá sér mynd sem heitir „Highway Patrolman“ og þykir svetja sig í ætt við fyrstu mynd hans, „Repo Man“, hvað varðar stíl og handbragð. Myndinni hefur verið lýst sem nútímavestra og segir af lögreglumanni sem hefnir fyrir morðið á félaga sínum á eyðilegum stað norðan Durangos. Fólk MNæsta mynd leikstjórans James Camerons eftir Sannar lygar með Schwarzenegger verður Kóngulóarmaðurinn eða „Spiderman", stórvirki sem byggir á samnefndri hasar- blaðahetju. Óvíst er hver fer með titilhlutverkið og óvíst er hvort nokkrar Harrier- þotur komi við sögu. MAIIir sem komu nálægt gerð spennumyndarinnar „Speed“ ætla að hagnast á velgengni hennar. Þannig er nú barist"Um leikstjórann Jan De Bont sem næst ger- ir „Godzilla" fyrir TriStar og mun jafnvel leikstýra „Overkill" fyrir 20th Cent- ury Fox. Sandra Bullock hreppti aðalhlutverkið í Di- sney-myndinni „While You Were Sieeping" þegar Demi Moore datt út úr myndinni eftir að hafa gert fáheyrðar launakröfur. Og loks hafa Keanu Reeves verið boðin sjöföld þau laun sem hann þáði fyrir „Speed“ ef hann tekur að sér hlut- verkið í „Without Re- morse“, er byggir á spennu- sögu Tom Clancys. „Spe- ed“ er væntanleg í Sambíóin 16. sept. MAldrei sáum við indjána- myndina „Geronimo“, síð- ustu mynd Walter HHIs, hér í bíóunum en Hill er byrjað- ur á nýrri mynd, vestranum „Wild Bill“, sem segir af kúrekahetjunni Villta-Bill Hickock. Jeff Bridges leik- ur titilhlutverkið en aðrir leikarar í myndinni eru El- len Barkin, John Hurt og Bruce Dern. Kvik- mynda- hátíð Amnesty Dagana 16. til 21. september heldur íslandsdeild Amnesty International kvik- myndahátíð í Regnbog- anum í tilefni þess að 20 ár eru liðin frá stofnun hennar. Á hátíðinni verða alls sjö myndir, þar af eru tvær heimildarmyndir, en allar fjalla þær um mannréttindi og voru sýndar m.a. á kvik- myndahátíðum Human Rights Watch í New York og Los Angeles. Myndirnar eru: „Def- ending Our Lives“, er hlaut Óskarsverðlaun 1993 sem besta stutta heimildarmyndin; „Tra- hir“, sem er pólsk/frönsk og hlaut þrenn verðlaun á kvikmyndahátíðinni í Montreal í fyrra; „Tango Feroz", sem fjallar um ástir og vináttu ungs fólks í Argentínu og er eftir Luis Puenzo, er gerði Óskarsverðlauna- myndina „La historia offícial“ 1985; „Testa- ment“, eftir John Akomfrah, en hún er framleidd af fyrirtæki sem leggur áherslu á að ffalla um veruleikann frá sjónarhóli svartra á Bret- landseyjum; „Fire Eyes“, eftir sómölsku konuna Sorayu Mire, en myndin fjallar á pólitískan og persónulegan hátt um umskurð stúlkubarna í Afríku; „Warsawa“, eftir Janusz Kijowsk; og loks „Reporting on Death“, frá Perú, sem fjallar um tvo blaðamenn. ^KVIKMYNDIR^ Og/iver affieim ersvo best? Loksins tókstþoð Alls höfðu um 22.000 manns séð Bíódaga Friðriks Þórs Friðrikssonar í Stjörnubíói eftir síðustu helgi, að sögn Karl O. Schi- öth bíóstjóra og sagði hann verulegan kipp hafa komið í aðsókina eftir að myndin hlaut Amanda-verðlaunin. Þá höfðu um 2.000 manns séð Gullæðið eða Fjörkálfa II og sagði Karl augljóst, að hún „gengi ekki í íslend- inginn". Barna- og fjöl- skyldumyndin Þrír ninjar snúa aftur byijaði ágætlega um síðustu helgi. Úlfur með Jack Nicholson var frumsýnd fyrir helgina í Stjörnubíói og Borgarbíói á Akureyri en næstu myndir Stjörnubíós eru „Escape From Absolom“ með Ray Liotta, sem einnig verður i Laugarásbíói, „It Could Happen to You“ með Nicolas Cage og Bridget Fonda, „The Next Karate Kid“ og „Threesome". Jólamynd Stjömubíós verður ný gamanmynd með Robert Downey sem heitir „Only You“. Sýnd á næstunni; Fonda og Cage í „It Could Hap- pen to You“. Atriði úr argentísku myndinni „Tango Feroz“, eftir Luis Puenzo. ÞÁ HAFA þær allar verið frumsýndar hér á landi spennu- myndimar sem byggðar em á metsölubókum bandaríska rithöfundarins Johns Grishams. Fólk hefur fengið tækifæri til að vega þær og meta og bera þær saman og velja sér bestu myndina. Svo undarlega vill til að versta bókin af þeim þremur reynist besta myndin undir stjórn sísta leik- stjórans. Umbjóðandinn, sem framsýnd hefur verið í Sambíó- unum, jarðar Fyrirtækið og Pelikanaskjalið. eftir Arnold Indriðason Samkeppnin er talsverð. Fyrirtækið skartar Tom Cruise, vinsælasta leikara wmmmmmmmmm kvikmynda- borgarinn- ar, í- hlut- verki lög- fræðingsins og byggir á vinsælustu og best þekktu bók- inni auk þess sem leikstjórinn er þungaviktar- maðurinn Sidney Pollack. Pelikanaskjalið skartar Julia Roberts, vinsælustu leikkonu kvikmyndaborgarinnar, í hlutverki lögfræðingsins, undir stjórn Alan Pacula, sem er enginn aukvisi heldur, og byggir líka á mjög góðri sögu. Umbjóðandinn er hins vegar með óþekktan strák í aðal- hlutverki og Susan Sarandon í hlutverki lögfræðingsins undir stjórn poppleikstjórans Joels Schumachers, sem er helst frægur fyrir að eiga að gera næstu Batmanmynd, og hún byggir á leiðinlegustu sögu Grishams hingað til. Staðreyndin er samt þessi: Loksins tókst að gera al- mennilega bíómynd eftir sögu Grishams. En hvernig? Svarið er einfalt. Schum-. acher og hans lið hefur tekist að betrumbæta metsölubók- ina, nokkuð sem Pollack og Pacula réðu ekki við. Þeir vora þegar með góðar sögur í höndunum og þær breyting- ar sem þeir gerðu vora ekki til bóta og skemmdu mjög fyrir myndunum. Því er þver- öfugt farið með Umbjóðand- ann. Grisham teygði lopann út í það óendanlega og var greinilega ekki í sínu besta formi þegar hann skrifaði söguna en Schumacher þjappar henni saman og pass- ar að láta frásögnina aldrei missa dampinn. Auk þess hefur hann úr mun skemmti- legra og betra leikaraliði að moða en t.d Pacula þar sem eru Sarandon og auðvitað ekki síst Tommy Lee Jones. Með dyggri aðstoð Sarandon gerir hann aðalkvenpersón- una einkar afgerandi og bæði Hún er best af þeim þremur; atriði úr Umbjóðand- anum. fulla af veikleikum en líka gijótharða í baráttunni fyrir skjólstæðing sinn, sumsé per- sónu af holdi og blóði. Slíka aðalpersónu er ekki að finna í hinum myndunum. Stóri gallinn við Fyrirtæk- ið og Pelicanaskjalið var að það myndaðist engin spenna í kringum óþokkana og þar með eltingarleikinn, sem allar bækurnar þijár byggja á. Maður mátti kæfa niður hlát- ur þar sem í lokahápunkti Fyrirtækisins sjálfur Tom Cruise svitnaði á harðahlaup- um undan Wilford gamla Brimley, manni á sjötugsaldri með alvarlegt offituvandamál sem frægastur er í Banda- ríkjunum fyrir að auglýsa morgunkorn. Og áður en maður gat sagt svo mikið sem „Cheerios" duttu lokin oní eitthvert stórkostlegt_ hjóna- bandsvæl hetjunnar. í Pelik- anaskjalinu var alls enginn óvinur sýnilegur en áhorfand- inn fékk í staðinn ofskammt af 700 dollara hárgreiðslu hinnar plastkenndu persónu Roberts og andlitsförðun svo fullkominni að hver rammi var eins og forsíðan á „Pla- yboy“, bara ekki eins spenn- andi. Bæði Pollack og Pacula eru af gamla skólanum þar sem innihaldið - þið vitið, þetta sem myndin er um - tefur stórkostlega fyrir has- aratriðunum - þið vitið, þetta sem þið komuð til að sjá. Ekki þannig að Umbjóð- andinn sé fullur af hasar. Öðra nær. Schumacher gerir hana að einhveiju meiru en bara eltingarleik með sam- bandinu á milli stráksins sem verður aðalvitnið gegn morð- óðri mafíunni og lögfræð- ingsins sem kemur honum til hjálpar og þótt maður viti að Hollywood fari aldrei að myrða lítinn strák á hlaupum undan vondu köllunum tekst að byggja upp talsverða spennu og húmor í kringum mafíuna, Tommy Lee Jones sérstaklega sem yfirmanns FBl og örlög drengsins. Myndin er alls ekki gallalaus Davíð og Golíat-saga en hún er sú besta af þeim þremur. Myljandi góð aðsókn; 21.000 fyrstu vikuna. inni og Bíóborginni og Há- skólabíói, sáu 24.000 manns fyrstu vikuna svo Schwarzenegger slagar hátt upp_ í mestu aðsóknar- mynd á Islandi hin síðari ár. Því var spáð á þessum stað fyrir nokkru að 35.000 til 40.000 manns myndu sjá Sannar lygar. í ljósi aðsóknarinnar fyrstu vik- una má sjálfsagt færa þessa tölu upp í 50.000 þegar allt er meðtalið. (80.000 manns sáu Júra- garðinn um allt land.) IBIO ÞAÐ fór eins og margir hugðu, að Arnold Schwarzenegger kom sá og sigraði í miðasölunni með myndinni Sönnum lygum. Virðist nýja Bond-gervi kappans fara vel í áhorf- endur. Spennumyndin var frumsýnd í Bíóhöllinni, Háskólabíói og Borgarbíói á Akureyri og hana sáu samanlagt ríflega 21.000 manns fyrstu sýningarvik- una. Til samanburðar má geta þess að Júragarðinn, sem var frumsýnd í Bíóhöll- 22.000 hafa séð Bíódaga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.