Morgunblaðið - 11.09.1994, Side 16
16 B SUNNUDAGUR 11. SEPTEMBER1994
MORGUNBLAÐIÐ
AÐALFUIMDUR SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS
SIÐFRÆÐI í SKÓGRÆKT
OGFRAMVINDA GRÓÐURS
Á aðalfundi Skóg-
ræktarfélags ís-
lands sem haldinn
var á Kirkjubæjar-
klaustri fluttu er-
indi þeir Páll
Skúlason, prófess-
or í heimspeki við
Háskóla íslands,
og Hörður Krist-
insson, forstöðu-
maður Náttúru-
fræðistofnunar á
Akureyri. Kristín
Gunnarsdóttir
gerir hér lauslega
grein fyrir því sem
þar kom fram.
SÉÐ yfir Holtsdal.
Páll fjallaði um
skógrækt frá sið-
fræðilegu sjónar-
miði og Hörður
rakti framvindu
*
gróðurs á Islandi
og þær breytingar
sem gróðursamfé-
lög taka í tímans
rás. Erindin leiddu
til fjörlegra um-
ræðna um nauð-
syn þess að tengja
skógrækt og land-
græðslu þeim víð-
tæku viðhorfum,
sem fram komu í
máli þeirra.
Viðleitni til að
bæta mannlíf
PÁLL sagði í upphafí að skóg-
rækt væri viðleitni til að
bæta mannlífið og gera
sjálfa sig að örlítið skárri mann-
eskju. „Flestir ef ekki allir sem
stunda skógrækt á íslandi gera
það af því að þeir sjá fyrir sér
betra land, fegurra land og byggi-
legra,“ sagði hann. „Skógrækt
sprettur af djúpstæðri löngun til
að endurheimta glötuð landgæði
og vinna skipulega að því að sam-
býli manns og lands verði betra
en áður.“
Endalaus barátta
Skógrækt sagði hann að væri
hugsjón sem íslendingum ætti að
vera bæði ljúft og skylt að sinna
eftir því sem þeir hefðu orku og
vit til. Spurningin væri hvernig
bæri að skilja og útleggja þessa
hugsjón í verki. Páll vék síðan að
hugsjónum almennt og sagði með-
al annars að hugsjónamenn
reyndu ævinlega að fá aðra til liðs
við sig. „Þeir vilja breyta eða bylta
heiminum til hins betra, gera hug-
sjónir sínar að veruleika. En það
liggur í eðli hugsjónar að hún er
eins og í lausu lofti. Þess vegna
getur hún flogið um og hrifið fólk
með sér,“ sagði hann. Benti hann
á að í greinargerð Sigurðar Blön-
dals um árangur skógræktar í ljósi
markmiða komi skýrt fram hversu
skógræktarhugsjón íslendinga sé
altæk og um leið svífandi. „Hún
er að vernda, friða og rækta
skóga, eða með orðalagi Sigurðar,
skógurinn fyrir skóginn," sagði
Páll. „Með öðrum orðum; hún er
sjálfstætt markmið. Það á að
klæða landið skógi og við vitum
mætavel að þetta markmið næst
aldrei fyllilega, að skógrækt er og
hlýtur að vera endalaus barátta."
Síðar í erindi sínu minnti hann
á að hugsjónir væru aldrei sjálf-
sagðar heldur ævinlega umdeilan-
legar. Einhverjum kynni að þykja
skógrækt léttvæg miðað við að
virkja fallvötn og framleiða raf-
magn til sölu í Evrópu. Öðrum að
hugsjónin hafi gengið út í hreinar
öfgar og reyna því að sporna við
henni með því að boða svarta nátt-
úruvernd, sem felst í að vernda
landið fyrir skógræktarmönnum
ekki síður en virkjunarsinnum sem
ætla sér að gera landið að orku-
stöð.
Skógrækt til fegrunar
eða nytja?
Páll benti á að menn litu skóg-
rækarhugsjónina mismunandi
augum. Sumir teldu hana fyrst og
fremst vera land- og gróðurvemd,
aðrir að hún væri til nytja fyrir
komandi kynslóðir og enn aðrir
sjái skógrækt sem fegrun landsins
til útivistar og ánægju fyrir lands-
menn. „Ef við ætlum okkur að
sinna skógræktarhugsjóninni af
alvöru og heilindum komumst við
ekki hjá því að útleggja hana og
veija andspænis öðrum hugsjónum
sem samræmast henni illa eða alls
ekki,“ sagði Páll. „Og jafnframt
er óumflýjanlegt að láta hin mis-
munandi sjónarmið til skógræktar
takast á. Á skógrækt að vera til
fegrunar eða nytsemdar eða til
landverndar eða til þessara allra
markmiða í senn? Og hvernig ætl-
um við þá að samræma þau?“
Umhverfissiðfræðin veitti ekki
skýr svör við spurningum um
skógrækt og landrækt. „Hagnýtt
gildi siðfræðinnar er ekki fólgið í
því að koma með endanlegar
lausnir á lífsvandamálum okkar,
heldur að skýra hugmyndir, kenn-
ingar og rök sem við getum nýtt
okkur til að átta okkur á verkefn-
um Iífsins og takast á við þau,“
sagði Páll. „Ég mun því ekki reyna
að komast beinlínis að ákveðnum
niðurstöðum um þau álitamál um
markmið skógræktar sem ég drap
á heldur leitast við að skýra á hvaða
forsendu við þurfum að ræða málin
og komast að niðurstöðu.“
Að laga ræktunina að landinu
Páll sagði að menn næmu land
ýmist með jákvæðu hugarfari eða
neikvæðu og vitnaði í lýsingu Sæ-
mundar Eyjólfssonar í ritgerð frá
árinu 1896, þar sem hann ber sam-
an viðhorf ímyndaðra bænda í
Brekku og Langholti. Brekkubænd-
ur höfðu ást á landi sínu en í Lang-
holti voru menn reiðir yfir því hve
þeirra jörð væri ljót og hijóstrug.
Hugsjón ræktarseminnar byggist á
landinu sjálfu. „Þessi hugsjón er,
að ég held, grunnur þess siðgæðis
sem er höfuðeinkenni íslenskrar
bændamenningar þrátt fyrir
ómenningu sem stundum hefur
mátt finna hjá bændum og hinir
ímynduðu Langhyltingar voru full-
trúar fyrir,“ sagði hann. „Vandi ís-
lensks landbúnaðar er og hefur alla
tíð verið að laga ræktunina að land-
inu sjálfu í fullu samræmi við eðli
þess og eiginleika." Ræktarsemin
hvíli á ást og virðingu fyrir jörðinni
eins og hún er. Það sé forsenda
fyrir heilbrigðu sambýli landsins og
mannsins.
Einn aðalvandinn er að tími nátt-
úrunnar er langtími, tími mannanna
er skammtími. Maðurinn hafi því
löngun til að laga náttúruna að
skammtímamarkmiðum sínum.
„Þess vegna grípum við stundum
til aðgerða til að flýta fyrir náttúr-
unni svo að hún þjóni hagsmunum
okkar betur eða því sem við teljum
vera hagsmuni okkar,“ sagði hann.
„Hættan við þetta er að sjálfsögðu
sú að með slíkum aðgerðum vinnum
við gegn hagsæld náttúrunnar,
sköðum náttúrulegt vistkerfi með
ófyrirsjáanlegum hætti. Smám
saman hefur þessi hætta orðið
mönnum ljósari, en samt virðist
óralangt í það að menn geri sér
raunverulega grein fyrir þeirri
áhættu sem þeir taka með aðgerð-
um sínum og hinum ófyrirsjáanlegu
afleiðingum þeirra.“
Hálendið og öræfin
Páll nefndi nokkur dæmi um
„umhverfíngu" lands þar sem land
er lagt undir tæknilegar fram-
kvæmdir í því skyni að knýja nátt-
úruna til að þjóna hagsmunum
mannsins. Svo gæti farið að mað-
urinn fyndi upp með erfðafræðilegri
tækni jurt sem gæti grætt upp land-
ið á örfáum árum, hugsanlega með
þeim afleiðingum að kæfa annan
gróður í landinu. Annað dæmi væri
að leggja allt hálendið undir orku-
veitu. Afleiðingin yrði að langmestu
leyti ófyrirsjáanleg, þar sem ekki
er hægt að reikna út viðbrögð lands-
ins við slíkum aðgerðum. „Astæðan
til þess að ég staldra hér við af-
stöðu okkar til hálendisins og öræf-
anna, til hinnar óbyggðu íslensku
náttúru, er sú að hún er forsenda
afstöðu okkar til dalanna og fjarð-
anna, hinnar byggilegu náttúru,“
sagði hann. „íslensk landrækt, þar
með talin tijá- og skógrækt, hefur
verið fólgin í því að semja sig að
landinu, ná sáttum við það, byggja -
jörðina á hennar eigin forsendum,
vitandi vits um það að hún sjálf
setur okkur mörk og skilyrði, að
við stjórnum henni ekki og ráðum
henni ekki. Öræfín tákna valdleysi
okkar yfír landinu, þá staðreynd að
það lýtur ekki mætti okkar og að
við verðum að ganga um það af
ýtrustu varfærni, aðgát og tillits-
semi, eigi ekki illa að fara.“ Þetta
hefði einnig alla tíð verið höfuðaf-
staða þeirra sem helgað hefðu líf
sitt skógrækt á íslandi. Raunar
hefði skógræktarfólk ævinlega ver-
ið og væri enn á undan sinni samtíð
í viðleitni sinni til að sýna landinu
tilhlýðilega virðingu og ræktarsemi.
Fyrir tilstilli trésins öðluðumst við
trúnaðarsamband við náttúruna.
Náttúran uppspretta allrar orku
Að lokum benti hann á að nátt-
úran væri uppspretta allrar orku
og þess vegna væri sjálf hugmynd-
in að leggja undir sig náttúruna og
stýra orku hennar samkvæmt okkar
eigin geðþótta ákaflega varasöm.
„Vald okkar andspænis náttúruröfl-
unum er frá sjónarhóli náttúrunnar
skoplega lítið,“ sagði Páll. „Við
munum aldrei ná valdi á náttúruöfl-
unum, okkur tekst einungis misvel
að veija okkur fyrir þeim.“ Sagði
hann að umhverfing náttúrunnar
ætti sér fyrst stað í huga okkar.
Hún sprytti af löngun til að verða
eins og guð og láta náttúruna lúta
vilja mannsins og verða sköpunar-
verk hans. „Til að vinna gegn
óraunsærri umhverfingu náttúr-
unnar verða menn að þroska tilfinn-
ingar sínar og ná valdi á ótta sínum
við náttúruna. Til slíkrar andlegrar
uppbyggingar hentar fátt betur en
skógrækt sem byggist á ást og
ræktarsemi við landið sjálft. Og
ástæðan er sú sem ég hef þegar
nefnt: Tréð, tijágarðurinn og skóg-
urinn tengja okkur náttúrunni
traustum tilfinningaböndum. Þar
talar landið til okkar á sínu náttúru-
lega móðurmáli.“