Morgunblaðið - 11.09.1994, Blaðsíða 28
28 B SUNNUDAGUR 11. SEPTEMBER1994
MORGUNBLAÐIÐ
ÞAÐ var mikið af fólki í deild nútúmalistar Metropolitan-safnsins og hér er hópur að hlýða á útskýringu á list hins nafnkennda
Roberto Matta frá Chile (f. 1911), sem er höfundur hins risastóra fleka.
^ Eftir Brogo Ásgeirsson
INew York slær hjarta heimsins og þar líður
mér vel,“ sagði Hannes Sigurðsson listsögu-
fræðingur við mig, þar sem við sátum í góða
veðrinu á útiveitingastað í nágrenni MoMA
á 53. götu vestur og sötruðum biksvart kaffi.
Hannnes var mjög hress og auðsjáanlega upp-
numinn af öllu því sem væri að gerast í borg-
inni, þar sem hann hefur verið búsettur sl. þrjú
ár. Ekki einungis hvað listir varðar heldur á öllum
sviðum mannlífsins. Hafði heila tíu daga verið á
flakki um borgina með útskriftarnemendum Mynd-
lista- og handíðaskóla íslands stuttu áður og hafði
frá mörgu að segja í samskiptum sínum við ungvið-
ið. Skildist mér að hópurinn hafi verið mjögöfunds-
verður, því hver dagur var skipulagður út í þaula
og margir bógar myndlistarinnar heimsóttir, sem
sumir harðloka á allt ónæði. Hins vegar kvað
hann Harold Greenberg, hinn nafnkennda og hára
þul amerískrar núlistar fyrri ára, hafa látist úr
slagi í þann mund er hópurinn lagði upp í vestur-
förina, en heimsókn til hans átti að verða hápunkt-
ur dvalarinnar.
Tilhugsunin um að taka á móti þessari vösku
framvarðarsveit heimslistarinnar frá stóra litla
landinu hefur kannski orðið honum ofviða, sagði
ég sposkur, en fyrir vikið kemst hópurinn kannski
á landakort listasögunnar!
Við brosum út í iðandi mannhaf Manhattan,
hann var ánægður og ekki ánægður með unga
fólkið, stundum skorti metnað og eldmóð, en í
heildina séð hafi þetta verið ásættanlegt. Aðalat-
riðið væri að dvölin hafí verið eftirminnileg fyrir
hvem og einn og allir getað dregið einhvern lær-
dóm af henni. Fengið listrænt spark í rassinn,
eins og það er stundum orðað.
Ég fór að hugsa til þess hvílíkur forréttindahóp-
ur þetta hafi verið og minntist fyrri ára er við
ýmsum götutroðningum og stígum, sem hlykkjuð-
ust til ýmissa átta, en stór og mikill negri, sem
var á léttu skokki, benti mér á réttu leiðina og
fljótlega var ég kominn á breiðari og markaðan
götustíg og eftir það var einungis að þramma
áfram. Fólk var þarna hjólandi, skokkandi, hlaup-
aridi og gangandi og í ýmsum leikjum á grasflötun-
um og á milli tijánna.
Þar sem ég var á rólegu labbi á mjúkri göturönd-
inni ög teygaði að mér sumarblíðu sunnudagsins
og þessari miklu lífsnautn fyrir augað gengu tvö
foldgná fljóð fram hjá mér og virtust fara geyst.
Böðuðu út öllum öngum svo skvapmikið holdið
hristist og frussaðist í hamaganginum og rasskinn-
arnar eins og þeyttust til og frá. Önnur var með
frekar litla handleggi, sem hún skók ótt og títt út
í loftið með hinum undarlegustu tilburðum og
margræðustu sveiflum. En þrátt fyrir allan hama-
ganginn og svipmikil átök gekk furðulega lítið í
sundur með okkur og þær voru dtjúga stund að
íjarlægjast.
Alltaf var eitthvað nýtt og áhugavert að koma
í ljós, svo að þetta var líkast fjölleikahúsi allan
tírnann. Þegar kom að austuijaðri garðsins var
þar mikill manníjöldi að fylgjast með einhverri
uppákomu, en illkleift var fyrjr mig að sjá hvað
væri, svo ég hrökklaðist frá. í góðu skapi og með
þakklátum huga sté ég út á grjóthart asfaltið á
5. tröð og von bráðar blasti við mér byggingin
sem hýsir „Museum of the City of New York“.
Ég hef blandaða reynslu af borgarminjasöfnum
og ekki breyttist skoðun mín eftir að hafa farið
á milli hæða þessa safns. Fyrir margt virðist það
hafa mætt afgangi í uppbyggingu safna borgar-
innar eins og mörg svipuð söfn annars staðar.
Fyrr eða síðar hljóta menn þó að vakna til vitund-
ar um þýðingu borgarminja og mikilvægi slíkra
GARMENT-HVERFIÐ er í nágrenni hótelsins er ég bjó á, en þar hafa fatakaupmenn aðsetur og
heildsölur þeirra eru í himnakljúfunum allt um kring. Til að naglfesta þá staðreynd var styttan af
manninum með saumavélina reist við lítið torg á einum gatnamótunum.
Á GÓÐVIÐRISDÖGUM er
setið úti yfir hressingn í garð-
inum í MoMA.
listspírur gærdagsins vorum á svip-
uðu róli og þótti mikið til koma ef
við sáum einhvern heimsþekktan
myndlistarmann tilsýndar. Lifðum
og smjöttuðum á því lengi. Valtýr
Pétursson hafði t.d. lúmskt gaman
af því að segja frá því er hann skoð-
aði sýningu í París, forðum daga,
og hafði Picasso í næsta nágrenni
og komst að því að hann sjálfur
gnæfði yfír meistarann! En nú
bauðst ungum jafnvel tækifæri til
umgangast ýmsa toppa eins og að
drekka vatn og rabba við þá!
Nei, við áttum engan slíkan mann
sem Hannes í útlandinu á árum áður
og höfum naumast átt fram að
þessu, þó ýmsir landar hafi komið
sér vel við áhrifamenn í listum.
> Það hafði reynst erfitt að fá upp-
lýsingar um nafnkennda kapellu
myndhöggvarans Louise Nevelson,
sem mig hafði lengi langað til að
skoða. Jafnvel alúðlegt starfsfólkið
í upplýsingunum á MoMA stóð á
gati og fletti þó þykkum doðröntum
í gríð og erg, og samt átti kapellan
að vera í næsta nágrenni. Bentu í
staðinn á einhvern garð með verkum
eftir listakonuna ekki langt í burtu!
En svona er að búa í stórborg og
hvað þá New York, því að upplýs-
ingafólkið veit allt innan húss, en
lítið meira, jafnvel varla hvað er að
gerast í næsta skýjakljúf. Hannes
var ekki heldur alveg viss og hafði
raunar aldrei komið í kapelluna, en
hann gat orðið sér úti um upplýs-
ingar á nokkrum mínútum og héld-
um við þangað seinna um daginn.
Ekki urðum við yfir okkur hrifnir,
en hins vegar var hrikalegt að sjá
skýjakljúfana til allra átta þarna á
horninu á 54. stræti og Lexington
Avenue, hve' vel þeir voru hannaðir
og smíðin óviðjafnleg. Má orða það
svo, að við værum þarna í innsta
kór og djásni Manhattan. Kapellan
er annars í lítilli kirkju kenndri við
Sánkti Pétur, er 28 fet að lengd,
21 fet að breidd og rúmar 28 manns
í sæti.
Og fyrir fólk sem er í þann mund
að kikna undan álagi stórborgarinn-
ar er það án nokkurs vafa dtjúg
blessun að eiga þar hljóða stund.
Á sunnudagsmorgni hugðist ég
skoða Guggenheim-safnið við 88.
götu, en við skoðun ferðabæklinga
á leiðinni þangað í neðanjarðarlest-
inni ákvað ég að byija á Borgar-
minjasafninu á 103. götu. Vildi for-
vitnast um sögu borgarinnar áður
en ég héidi inn í hinn mikla helgidóm
núlista. Ég uppgötvaði svo ekki fyrr
en út úr lestinni kom að ég hafði
verið of bráður og tekið lest sem fór
vestri leiðina eftir Aðalgarðinum
(Central Park). Hafði tekið lestina á
Times Square en hefði þurft að fara
austur á Lexington Avenue til að
taka réttu lestina. Var á leið vestur
að Hudson-ánni er ég tók að efast
um að ég væri á réttu róli, sem vin-
samlegur vegfarandi staðfesti, og
ákvað ég að ganga þvert yfir garð-
inn. Einungis leiðin að jaðri garðsins
reyndist þó nokkur spölur og leiðin
yfir garðinn mun lengri. En hafí ég
í upphafi bölvað sjálfum mér og töp-
uðum tíma breyttist það fljótlega,
því að garðurinn var iðandi af mann-
lífi og sá lestur á flóru mannlífsins
líður mér seint úr minni. Kom að
safna, en það virðist þó nokkuð í
land. Þrátt fyrir að safnið eigi þrjár
miljónir muna, sem skiptast í 6 deild-
ir — búninga, skreytilist, málverk
og höggmyndir, prent og ljósmyndir
— vantaði eitthvað í það og rýmið
sjálft er þungt og drungalegt. Ein-
hver ládeyðubragur virtist ríkja inn-
andyra og íbúð Johns D. Rockefell-
ers á efstu hæð var lokuð. Sumt
innandyra var þó mjög fróðlegt og
annað frábært, svo sem deild silfur-
gripa, þar sem áhersla er lögð á
muni úr verkstæði Tiffanys og sýnis-
horn úr frægum söngleikjum á
næstu hæð. Á neðstu hæð var ljós-
myndasýning, sem fjallaði um
homma og lesbíur, og var verið að
minnast þess, að réttindabarátta
þeirra hófst í Greenich Village fyrir
aldarfjórðungi. í því tilefni hafði ein-