Morgunblaðið - 14.09.1994, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.09.1994, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 1994 25 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 691100. Auglýsingar: 691111. Askriftir: 691122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 691329, frétt- ir 691181, íþróttir 691156, sérblöð 691222, auglýsingar 691110, skrif- stofa 681811, gjaldkeri 691115. Áskriftargjald 1.400 kr. á mánuði innan- lands. 1 lausasölu 125 kr. eintakið. „ÞETTA REDDAST4 ASGEIR Sigurvinsson, knattspyrnumaðurinn góðkunni, sem stundar nú atvinnurekstur í Þýzkalandi, hefur verið gagn- rýninn á hugsunarháttinn í íslenzku þjóðfélagi í viðtölum undan- farin misseri. Fyrir rúmu ári sagði Asgeir í viðtali við Morgun- blaðið að íslenzkt þjóðfélag einkenndist af kæruleysi og skorti á aga og stöðugleika. Ummæli hans þá vöktu mikla athygli. í viðtali við Morgunblaðið síðastliðinn sunnudag endurtekur Ásgeir, sem nú hefur verið búsettur erlendis hartnær 20 ár, gagn- rýni sína: „Mér finnst til dæmis vera sláandi heima að stjórnmála- menn þurfa aldrei að bera ábyrgð á orðum sínum eða gerðum. Þeir hika ekki við að svíkja gefin loforð og virðast komast upp með alls kyns óheiðarleika, án þess að vera nokkurn tímann látn- ir gjalda þess.“ Asgeir heldur áfram: „Sömuleiðis kann ég ákaflega illa við íslenzka hugsunarháttinn í viðskiptum, „þetta reddast". Líkast til ræður þar mestu hvað ég hef verið lengi í Þýzkalandi. Þjóðverj- ar hugsa allt öðruvísi hvað þetta varðar. Það hvarflar ekki að nokkrum manni hér að halda að hlutirnir einfaldlega reddist." Og íslenzki athafnamaðurinn segir hlutunum til dæmis á annan hátt farið þegar menn stofni fyrirtæki í Þýzkalandi, en á Is- landi. Sér hafi verið gert ljóst, er hann réðst í að stofna fyrir- tæki, að bankastofnanir myndu ekki bjarga honum. „Af þessum sökum var afar mikilvægt fyrir mig að leggja dæmið nákvæm- lega á borðið og hafa alla hluti á hreinu, áður en ég legði út í að byggja.“ Dæmin eru því miður mýmörg um að á Islandi hafa menn ekki allt á hreinu áður en þeir leggja út í að byggja hús, stofna fyrirtæki eða ráðast í einhverjar aðrar framkvæmdir. Þetta á jafnt við um einstaklinga, fyrirtæki og opinbera aðila — og er ef til vill alvarlegast í tilviki þeirra síðastnefndu, þar sem þeir fara með almannafé. En þar er líka komið að því, sem Ásgeir Sigur- vinsson segir um að íslenzkir stjórnmálamenn þurfi sjaldnast að taka ábyrgð á gerðum sínum. Það er ekkert einsdæmi að íslendingar, sem lengi hafa búið erlendis, eða útlendingar, sem kynnast íslenzku samfélagi af eig- in raun, tali á þann hátt, sem Ásgeir Sigurvinsson gerir. Munur- inn á íslenzku samfélagi og til dæmis meginlandsþjóðfélögum er oft hróplegur að þessu leyti. Hér skortir á aga, skipulag og fyrir- hyggju. Óstundvísi er landlægur ósiður, sömuleiðis að svara ekki bréfum eða skilaboðum. Oft er ótrúlega snúið að eiga við fyrir- tæki, jafnt einkafyrirtæki sem opinberar stofnanir, vegna þess að enginn veit hvar ábyrgðin liggur eða hverjum ber að verða fyrir svörum. Útlendingar, sem reyna að stofna til viðskiptasam- banda við íslenzk fyrirtæki, hafa oft orð á þessu — jafnframt því að íslendingar séu mikið fyrir að lofa upp í ermina á sér. Stundum er sagt að íslendingar geti ekkert að agaleysinu gert; það sé þeim í blóð borið. Að sumu leyti kann þetta að vera rétt. Agi er ekki sízt I því fólginn að temja sér hlýðni við reglur, sem mótast í samskiptum margra einstaklinga og tryggja að þau fari snurðulaust fram. í þróuðum iðnaðarsamfélögum, sem byggj- ast að miklu leyti upp á samskiptum og einkennast af borgamenn- ingu, verður að ríkja gott skipulag. Ungt iðnaðarsamfélag á ís- landi, fámenni og veiðimannahugsunarháttur kunna að vera með- al skýringa á aga- og skipulagsleysinu. Þannig hafa margir orð á því, sem koma aftur heim til Reykja- víkur eftir langa dvöl erlendis, að þar sé meiri streita, stirðari samskipti og á tíðum óþægilegra andrúmsloft en í mörgum erlend- um borgum, sem eru margfalt stærri. Hluti af skýringunni kann að vera sá að íslendingar eigi einfaldlega eftir að læra að búa í borg. En hvað sem þessum „þjóðareinkennum" íslendinga líður er Ijóst að agaleysið gengur ekki lengur. Ástæðan er einföld; agi er lykill að velgengni á mörgum sviðum — til dæmis í íþróttum og atvinnurekstri, eins og Ásgeir Sigurvinsson hefur sýnt — og án skipulagningar og festu ná íslendingar einfaldlega ekki þeim árangri, sem þeir þurfa á að halda. Við erum í samkeppni um alþjóðlega markaði við önnur lönd, og okkur er lífsnauðsyn að auka framleiðni, skilvirkni og vöru- gæði. Við búum í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi og komumst ekki upp með að slá slöku við í samkeppni, hvað sem lunderni og þjóð- arsál líður. Aukinheldur erum við nú í samkeppni við önnur ríki um unga fólkið, sem farið hefur til náms við ýmsa beztu skóla erlendis eða starfað hjá þekktum fjölþjóðafyrirtækjum. Margir taka svip- aða afstöðu og Ásgeir Sigurvinsson, og finnst það lítt fýsilegur kostur að koma heim, leita sér að íbúð og fá ekki svör frá leigu- sölum, sem auglýsa eftir leigjendum í blöðunum, sækja um vinnu og fá ekki svarbréf frá vinnuveitendum, sem óskað hafa eftir starfsfólki, starfa við skipulagsleysi og slæma nýtingu tíma og starfskrafta á vinnustað og framandlega samskiptahætti í samfé- laginu yfirleitt. Skilyrði fyrir því að ísland standi sig í alþjóðlegri samkeppni og hægt sé að halda hér uppi sömu lífskjörum og annars staðar, er að fólkið með beztu menntunina og reynsluna komi aftur heim. Þess vegna er brýnt að taka á agaleysinu — framtíð landsins er of mikilvæg til að halda því fram að „þetta reddist". + LÖGGÆSLA ísland gæti hentað alþjóðlegum glæpa- hringum sem umskip- unarstaður eiturlyfja og vopna og þeir gætu nýtt hér fjárfestingar- möguleika til peninga- þvættis, að því er kemur fram í samtali Péturs Gunnarssonar við David Binney, aðstoðarforstjóra og næstæðsta mann bandarísku alríkislög- reglunnar, FBI. Morgunblaðið/Júlíus DAVID Binney er aðstoðarforstjóri og næstæðstur hinna 10.000 alríkislögreglumanna sem starfa hjá FBI. Island þarf að varast alþjóðlega glæpahringi David Binney, aðstoðarfor- stjóri og næstæðsti maður bandarísku alríkislögregl- unnar, FBI, var meðal 140 lögreglumanna frá 20 löndum, sem tóku þátt í ráðstefnu Evrópudeildar FBI-National Academy, í Reykjavík í upphafi vikunnar. Um var að ræða árlega ráðstefnu sem gengist er fýrir meðal þessa hóps lögreglumanna frá Evrópulöndum sem á það sameigin- legt að hafa stundað nám við þá deild lögregluskóla FBI í Quantico í Virgi- níu, sem ætluð er almennri löggæslu. Þrír reykvískir lögreglumenn hafa sótt þennan skóla og tóku þátt í ráð- stefnunni, þeir Guðmundur Guðjóns- son, yfirlögregluþjónn, Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögreglu- þjónn, og Jón Bjartmarz, aðalvarð- stjóri. Embætti lögreglustjórans í Reykjavík annaðist undirbúning ráð- stefnunnar að þessu sinni, en hún snerist að miklu leyti um vaxandi al- þjóðlega glæpastarfsemi og áætlanir löggæslumanna um alþjóðleg við- brögð við henni. Morgunblaðið hitti David Binney að máli meðan á dvöl hans hér stóð og hann var spurður hvort íslendingar ættu erindi í alþjóðlegt samstarf gegn skipulagðri glæpastarfsemi og hvað íslendingar hefðu helst að varast í þeim efnum. „Ég held að íslendingar ættu t.a.m. að vera vel á verði gagnvart peninga- þvætti. Glæpahringir, t.a.m. þeir sem hafa verið að hasla sér völl í A-Evr- ópu, eru mjög vakandi fyrir möguleik- um á að fjárfesta fyrir gróða sinn í vestrænum löndum þar sem efna- hagsumhverfi er stöðugt og undanfar- in ár hafa þeir í vaxandi mæli sótt inn til Norðurlanda í því skyni. yegna staðsetningar landsins gæti ísland einnig verið hentugur umskipunar- staður fyrir eiturlyfja- eða vopna- smyglara og ég held að það sé gagn- legt fyrir íslensk löggæsluyfírvöld að fylgjast grannt með alþjóðlegu sam- starfi á því sviði og einnig er það gagnlegt fyrir aðrar þjóðir í þessu sambandi að eiga samstarf við íslend- inga. Meðal annars þarf að huga að því að löggjöf sé þannig úr garði gerð að starfsemi af þessu tagi sé tvímælalaust ólögleg og refsiverð en á því hefur sums staðar reynst vera misbrestur þegar til á að taka.“ - Forstjóri FBI, Louis Freeh, var nýlega í Moskvu og þar hefur FBI nú opnað skrifstofu. Hvers vegna? „Við viljum í samvinnu við önnur vestræn ríki gangast fyrir miklu átaki til þess að koma á fót raunverulegum réttargæslukerfum í löndum A-Evr- ópu. I Rússlandi t.d. minnir ástandið um margt á það sem var þegar skipu- lögð glæpastarfsemi var að skjóta rótum í Bandaríkjunum á þriðja og fjórða áratugnum. Þjóðlífið, einkum viðskiptalífið, er í herkví glæpaflokka og enginn maður getur staðið í við- skiptum eða rekstri án þess að kaupa sér starfsfrið með gjöldum til glæpa- manna sem heimta þóknun fyrir vemd. Þarna er mikið starf að vinna því í mörgum þessara samfélaga hafa eiginleg löggæslustörf verið óþekkt, löggæsla hefur að meira eða minna leyti verið verkefni heija landanna. Þess vegna er þörf á að bæta mennt- un og starfsþjálfun, sums staðar frá grunni, fýrir alla sem starfa í réttargæslukerfum þess- ara nýju ríkja, hvort sem það eru einkennisklædd- ir lögreglumenn, rann- sóknarlögreglumenn eða stjómendur. Einnig þurfa þessi ríki að breyta ýmsu í löggjöf sinni til að hún komi að gagni í baráttu gegn glæpum og um þær breytingar þarf að gangast fyrir fræðslu meðal allra löggæslumanna, saksóknara, lög- fræðinga og dómara. í rúm 20 ár hefur FBI ræktað með skipulögðum hætti samstarf banda- rískra löggæslumanna við kollega í Evrópu. Arlega hefur ákveðnum fjölda lögreglumanna frá öðrum lönd- um verið boðið að stunda nám við lögregluskóla FBI í Quantico í Virgi- níu. Þetta eru mennirnir sem sækja þessa ráðstefnu í Reykjavík og eftir 20 ár er þetta orðinn talsverður fjöldi, sem á það sameiginlegt að hafa verið við skólann í 12 vikur og farið þar í gegnum erfitt nám, sömu þjálfun og starfsmenn FBI fá, þar sem tekið er á öllum helstu þáttum í starfi þeirra en lögð sérstök áhersla á stjórnun. Þetta er úrvalslið lögreglumanna enda eru þeir sem verða fyrir valinu til að fara í skólann gjarnan taldir framtíðarstjórnendur sinna embætta. Þessi skóli, FBI-National Academy, var stofnaður 1935 og upphaflega hugsaður sem vettvangur fyrir banda- ríska lögreglumenn til að koma á fót á landsvísu samfélagi lögreglumanna sem hefðu tengsl innbyrðis og við FBI. Þetta var á sínum tíma nauðsyn- legt vegna þess að þá höfðu tækni- framfarir á borð við bíla- og símavæð- ingu breytt eðli glæpastarfsemi í Bandaríkjunum þannig að starfsemi glæpaflokka fór að teygja anga sína til landsins alls í stað þess að hver flokkur héldi sig við ákveði hverfí eða ákveðna borg. Þegar eiturlyfjasala og peninga- þvætti urðu alþjóðleg vandamál á sjö- unda og áttunda áratugnum færðum við út kvíamar og leituðum eftir þessu samstarfí við lögreglumenn í ýmsum löndum. Eftir námið hittast menn árlega á ráðstefnum af þessu tagi og félagsskapurinn og kynnin sem tekist hafa haldast og eflast og skila sér þegar reynir á samstarf. Þá eiga menn auðveldara með að vinna saman þegar um alþjóðleg mál er að ræða og afla þeirra upplýsinga sem nauð- synlegar em til að skila af sér vandaðri rann- sókn. Með þessu höfum við viljað koma á fót vísi að alþjóðlegu samfélagi lykilmanna í lög- gæslu og það samstarf gæti einnig nýst okkar í sambandi við lausn vandamálanna í austri.“ Hollywoodfyrirmyndir - Starfsmenn FBI eru sennilega einhveijar vinsælustu fyrirmyndir sem til eru að persónum í Hollywood- myndum og þeir eru hetjur í fjölda kvikmynda á ári. Hvaða ímynd telur þú að birtist af þínum mönnum á þessum vettvangi og er hún sönn? „Þetta síðasta getur nú farið eftir því um hvaða mynd er að ræða því þær eru æði misjafnar. En ímynd FBI hefur verið mismunandi frá einum tíma til annars hvort sem miðað er við þennan mælikvarða eða annan. Stundum höfum við átt við vandræði að etja en oftar hefur vegnað vel en jafnvel þá reynum við að gera enn betur. Undanfarið hefur ímyndin tek- ið miklum breytingum, áður störfuðu eingöngu hjá stofnuninni hvítir karlar en nú eru 12% starfsmanna konur og 13% koma úr þjóðernisminnihlutum. Þetta hlutfall þurfum við enn að laga því við höfum vaxandi þörf fyrir fólk með fjöibreytilegan bakgrunn, ekki síst tungumálakunnáttu; þörfin fyrir hana eykst eftir því sem fjölþjóð- leg samskipti skipta meira máli. Til að komast í FBI þurfa menn að hafa háskólapróf og þriggja ára starfs- reynslu úti í þjóðfélaginu að námi loknu. Meðalaldur nýliða er 29 ár, þetta er þroskað fólk með víðtæka reynslu sem stofnuninni er styrkur að. Um þessar mundir er verið að endurskoða starfsemi höfuðstöðva stofnunarinnar, fækka þar starfsliði um 40% og auka valddreifíngu." - Hvernig hefur þinn ferill verið innan FBI. Ert þú pólitískt skipaður eða hefur þú unnið þig upp í stöðu aðstoðarforstj óra? „Ég hef unnið mig upp. Ég hóf störf sem alríkislögreglumaður árið 1970 eftir sex ára herþjónustu. Ég starfaði í sjö ár sem almennur starfs- maður en fór þá til starfa í höfuð- stöðvunum og starfaði síðan m.a. í New York, þar sem ég var yfír þeirri deild sem rannsakar skipulagða glæpastarfsemi. Þar starfaði ég fyrst með Louis Freeh, núverandi forstjóra FBI. Síðan var ég um skeið stjórn- andi eiturlyfjadeildarinnar í Washing- ton, og hef síðan starfað í St. Louis og í höfuðstöðvunum þar sem ég var í janúar þegar mér var sýndur sá heiður að vera skipaður aðstoðarfor- stjóri og næstæðsti maður stofnunar- innar.“ Gengur með byssu - Gengur aðstoðarforstjóri FBI með byssu dags daglega? „Já, því miður. Ég geng með byssu þegar ég er heima í Bandaríkjunum eins og allir starfsmenn FBI, og eins og hver og einn þeirra, þar á meðal forstjórinn, þarf ég þrisvar á ári að gangast undir próf í meðferð skot- vopna. Að þessu leyti er mikill munur á Bandaríkjunum og mörgum öðrum þjóðum, sérstaklega landi eins og ís- landi. Þegar Bandaríkin voru að byggjast, á dögum villta vestursins, urðu byssur hvers manns eign og virð- ing fyrir mannslífum fór þverrandi. Þetta ól af sér hugarfar sem við erum að ýmsu leyti enn að glíma við. Ég vona hins vegar að íslendingar og sem flestar Evrópuþjóðir geti í lengstu lög varist því að vopna lög- reglumenn og komið í veg fyrir að ógnin af glæpum verði jafnraunveru- leg og þrúgandi og í Bandaríkjunum. Eitt af því fyrsta sem ég sá í Reykja- vík var lítil stúlka sem var ein á reið- hjóli úti við götu. Ég varð hálfskelkað- ur í fyrstu því það er liðin tíð að þetta sé hægt í Bandaríkjunum. Ég vona að ykkur takist að varð- veita verðmæti af þessu tagi sem lengst í þessu fallega landi. Eg hef ekki staðið hér við nema í nokkra daga en séð margt; farið upp á jök- ul, séð Gullfoss og Geysi og þessa fallegu borg. Þetta hafa verið mjög eftirminnilegir dagar. Ég hef m.a. hitt dómsmálaráðherrann og mun hitta borgarstjórann í Reykjavík og forseta landsins áður en ég fer. Síð- ast en ekki síst er ég viss um að ráð- stefnan hefur tekist mjög vel enda var lögð áhersla á að hér yrði mikið unnið þessa tvo daga,“ sagði David Binney, aðstoðarforstjóri FBI. + Samfélag lykilmanna í löggæslu Borís G. Fjodorov, fyrrverandi fjármálaráðherra Rússlands Umbóta- sinnar létu misnota sig Það hefur náðst nokkur árangur í efnahagsmál- um en veikburða lýðræðið er í hættu, segir fyrrverandi fjármálaráðherra Rússlands og rót- tækur umbótasinni, Borís Fjodorov, í viðtali við Krislján Jónsson um ástandið í Rússlandi HÁVAXINN, feitlaginn og glaðvær, með þykk gler- augu, það sópar að hag- fræðingnum Borís G. Fjodorov, sem varð fjármálaráðherra Rússlands aðeins 32 ára gamall 1990. Hann varð að víkja fyrr á árinu þegar Borís Jeltsín forseti ákvað að „fórna“ umbótasinnum til að ná sáttum við hægfara öfl. Fjodorov sótti þing Al- þjóðasamtaka fijálslyndra flokka í Reykjavík fyrir skömmu en hann er forystumaður 30 manna hóps í neðri deild rússneska þingsins, dúmunni. Hópurinn kennir sig við fijálslyndi og lýðræði. í apríl sl. varð Fjodorov að víkja úr ráðherraembætti eftir að-hafa þráast við vikum saman og reynt að fá ríkisstjórn Viktors Tsjemomýrdíns til að halda fast við umbætur og aðhaldsstefnu í fjár- málum. Fjodorov segist ekki óttast að hægt verði að snúa öllu í fyrra sovét- horf í Rússlandi en telur að stöðugt sé verið að grafa undan veikburða lýðræði í landinu. „Það væri hægt að snúa að hálfu leyti aft- ur, landið gæti orðið hálf-kapítalískt undir einræðisstjóm. Dæmi um slíkt em Þýskaland Hitlers, Suður-Kórea til skamms tíma, Chile undir Pinoc- het.“ Hann segir að slík stjóm gæti að vísu komið á efnahagsumbótum en lýðræði og frelsi séu ekki síður mikilvæg. Sjálfur berst ég núna fyrir því að rekin sé efnahagsstefna sem beri árangur til langs tíma en þessi stefna veldur vissulega atvinnuleysi, veldur geysilegum tekjumun. Ég er búinn að endurskoða margar af hugmyndum mínum. Ég var fjármálaráðherra og fékkst eingöngu við þau málefni, átti mér markmið og var ákveðinn í að ná því hvað sem það kostaði, barðist við samráðherra mína, barðist við alla. Núna er ég stjórnmála- maður, ég held enn að það sé hægt að ná fram róttæk- um umbótum í átt til mark- aðsbúskapar en það sé ekki nauðsynlegt að valda svo miklum félagslegu umróti um leið. Ráðuneyti veiðikofa Stjórnin sem nú er við völd er spillt og máttlaus. Við erum með sérstakt ráðuneyti sem annast umsjá veiðikofa og heilsustöðva fyrir úrvalið í æðstu stöðum. Um 40.000 manns annast einkaþjónustu við toppana og það ein- vörðungu í Moskvu! Þegar svona er bruðlað í landi sem ekki er beinlínis ríkt nú sem stendur þá sérðu að það er margt sem þarf að laga og bæta.“ - Er þetta ný nomenklatura, yfír- stétt eins og Ijá kommúnistum? „Þetta er einfaldlega gamla valda- kerfíð, það er enn á lífi og í fullu fjöri. Nöfnin breytast stundum en ég giska á að 70% af æðstu valdamönnum séu þeir sömu og í gamla daga. Þetta fólk breytist ekki og það er hættulegt. Það var aldrei raunveruleg barátta milli umbóta og andstæðinga umbóta í Rússlandi. Það var barist um völdin, ólíkir hópar slógust, sumir þeirra not- færðu sér umbótasinna til að sigra aðra hópa. Þannig var Javlínskíj not- aður, þannig var ég notaður 1990 þegar við urðum ráðherrar og héldum að nú gætum við heldur betur tekið til hendinni. Þegar á reyndi var hug- myndum okkar sópað af borðinu." - Hvemig er að fást við stjórnmál í Rússlandi þar sem eng- ar lýðræðishefðir em fyrir hendi? „Með því að brosa breitt. Rússi sem ekki hefur kímnigáfu ætti að hengja sig eða fleygja sér í sjóinn og gleyma þessu öllu. Við einfaldlega vinn- um, beijumst áfram, auðvitað er margt að gerast sem ekki er bein- línis í samræmi við lýð- ræðið. Þetta er mikill vandi. í stefnuskrá okk- ar og reglum samtaka sem verið er að stofna í tengslum við hópinn okkar er skýrt tekið fram að við viljum lýðræði og munum beijast gegn öllu sem hindrar fram- gang lýðræðis í Rússlandi og tak- markar það. Þar er af nógu að taka. Við viljum mjög víðtæka samvinnu en því miður eru lýðræðissinnar í land- inu okkar mjög miklir einstaklings- hyggjumenn og eiga erfítt með að vinna saman. Það er fjöldinn allur af hershöfðingjum en sárafáir óbreyttir hermenn. Allir vilja komast í stól for- seta, forsætisráðherra eða eitthvað þess háttar." - Þú yfirgafst ríkisstjórn Jeltsíns fyrr á árinu og sú brottför var mjög langdregin, gekk ekki hávaðalaust fyrir sig. „Ég sagði alltaf að ef ég yrði að fara myndi ég ekki þurfa að fara út um bakdyrnar. Mér fannst ég þurfa að skipuleggja brottförina þannig að eftir henni yrði tekið og ég held að mér hafí með þessu tekist að breyta skoðunum Tsjerno- mýrdíns forsætisráðherra og áætlunum hans. Það fór svo að hann hélt áfram á þeirri braut sem ég hafði markað. Því miður held ég að ef ég hefði verið áfram í stjórninni hefði orðið miklu erfíðara fyrir mig að stöðva hann. Árangur þrátt fyrir allt Eftir kosningarnar í desember, þeg- ar lýðræðissinnar náðu ekki meiri- hluta, ákvað Tsjernomýrdín að snúa við, hætta við umbætur, og það vissi ég eftir samtöl við hann. Eina leiðin til að stöðva hann var að valda miklu hneyksli, neita að afsala mér stöðu í ríkisstjórninni. Nú ég er mjög ánægð- ur, verðbólgan er aðeins 5% á mánuði en hefði getað orðið 25% ef aftur- haldsstefna hefði verið tekin upp í peningamálunum. Borís G. Fjodorov Gorbatsjov hefði átt að hætta 1989 HERMENN Jeltsíns forseta við þinghúsið í Moskvu í fyrra. Sjálfur hef ég lagt áherslu á rót- tækar, pólitískar umbætur. Mér er ekki að skotið sé á þingið, mér líkar ekki þegar ráðamenn tala um að hætta við kosningar. Ég vil sjá um- sköpun, vil sjá árangur og vil að börn- in mín fái að búa i lýðræðislegu, efn- uðu þjóðfélagi. Rússland er svo ríkt, það er mikil skömm að fólkið skuli búa við svona eymd. ísland er ekki jafn ríkt en íbúarnir búa við ágæt lífs- kjör. Hvers vegna ættum við ekki að geta það líka?“ - Hvemig brást Jeltsín við þegar þú ræddir við hann á þessum nótum? Skildi hann þig vel? „Hver er Jeltsín? Hann er afar dæmigerður, háttsettur flokksleiðtogi frá því í gamla daga. Þegar maður hefur verið flokksleiðtogi í héraðinu sínu í 20-30 ár í Sovétríkjunum gömlu hlýtur hugurinn að starfa með ákveðnum hætti. Ég efast um að hann muni nokkurn tíma breytast. Þegar svona menn em komnir yfir sextugt og fá kennslustundir í slæmum áhrif- um þess að prenta of mikið af pening- um er ekki líklegt að árangurinn verði mikill. Svo mætti nefna að 30-40 ára starf í kommúnistaflokki er ekki held- ur heppileg aðferð til að læra um lýð- ræði.“ - Hann hefur þó gert meira en flestir gömlu flokksfélagarnir, er það ekki? Sjáðu til, mér fínnst að það sé rétt áð hæla þeim sem gerir eitthvað vel en það merkir ekki að hann skuli endilega vera við völd um alla eilífð. Gorbatsjov gerði ýmislegt vel á árun- um 1985-1989 en síðan ekki söguna meir. Hefði hann farið frá 1989 myndi hann vera tignaður eins og guð. Núna er hann utan- garðsmaður, fólki líkar ekki við hann, fyrirlítur hann vegna þess að hann reyndi að hanga á völd- unum, vissi þó aldrei hvað hann raun- verulega vildi. Hann lifði sjálfan sig og varla nokkur maður styður hann í Rússlandi. Sjálfur er ég nógu gamall, 36 ára, en ég hef sagt að ég muni ekki bjóða mig fram nema ég hafi verulegan stuðning. Fái ég 100.000 bréf frá kjósendum sem hvetja mig til fram- boðs læt ég slag standa en hingað til hef ég ekki fengið nema nokkur hundruð svo að þetta er ekki á dag- skrá.“ Firrtir teknókratar? - Þið Gajdar hafíð stundum verið sakaðir um að vera firrtir teknókratar sem ekkert samband hafi við venju- lega Rússa. Hvað segirðu um þetta? „Hver segir þetta?! — Andstæðingar þínir í Rúss- landi... „Ég veit ekki um Gajdar sem er sonur aðmíráls en faðir minn var verkamaður og bjó í lélegri kjallara- íbúð. Móðir mína var af smábænda- ættum, enginn ættingja minna er með langskólamenntun. Eg var eini flokks- bundni kommúnistinn í minni fjöl- skyldu. Ég fírrtur? Finndu annan stjómmálamann með svona uppruna. Ég er Rússi, ég er ekki neinn Zhir- ínovskíj, ég bjó og ólst upp í sjálfum skítnum og veit hvemig hann er. En ég þekki líka annan lífsmáta, ég vann fyrir miðstjórnina sem var raunveru- leg ríkisstjóm Sovétríkjanna og vann í banka, seinna í Evrópubankanum í tvö ár. Þar var ég ekki á vegum rússn- esku stjórnarinnar, var ráðinn sem sjálfstæður einstaklingur." - Solzhenítsín er kominn heim og flytur stutta tölu til þjóðarinnar 1 hverri viku, hef ég séð. Hver er staða hans í Rússlandi? „Hann hefur augljóslega mikinn siðferðilegan myndugleika. Hann er eins og sál þjóðarinnar. Ég heyrði um hann á sjöunda áratugnum þegar ég var skólastrákur, ég stalst til að hlusta á Voice of America, heyrði um Gúlag- eyjahafið seinna. En Rússland er ekki lengur Sovétríkin, það er breytt land með öðmvísi efnahag, fólkið hefur breyst. Virðir Solzhenítsín en... Þeir sem voru andstæðingar kerf- isins í Sovétríkjunum vom ekki endilega lýðræðissinn- ar eða fylgjandi fijálsum markaðsbúskap. Ég hygg að Solzhenítsín hafi ef til vill vrið of lengi að heiman og þegar hann bjó í Vermont með þrefalda rafmagnsgirðingu umhverfís húsið reyndi hann aldrei að skiha efnahagsmál í Bandaríkjunum. Eg virði hann sem rithöfund og mun allt- af gera það en spurningin er hvern mun hann styðja? Ef hann slæst í hópinn með þjóðern- issinnum mun það valda gríðarlegu tjóni en þetta er ekki enn ljóst. Sjálf- ur ætla ég ekki að hvetja hann eða sárbiðja um að vinna með okkur, mun aldrei gera slíkt, sama hver á í hlut. Búi hann í nokkra mánuði í landinu getur verið að hann skilji hvernig allt er í pottinn búið en ég er ekki allt of vongóður. Því miður er hugsanlegt að þjóðhættuleg öfl muni notfæra sér hann.“ Kerfisóvinir ekki allir lýð- ræðissinnar [ \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.