Morgunblaðið - 14.09.1994, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 14.09.1994, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 1994 9 Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson FEÐGARNIR Rúnar Jónsson og Jón Ragnarsson aka rallbíl, sem er á virðisaukanúmerum. Þeir tryggðu sér íslandsmeistaratitil- inn í alþjóðarallinu um helgina. RaUmeistararnir á virðisaukabíl ÍSLANDSMEISTARARNIR í rallakstri, Rúnar Jónsson og Jón Ragnarsson, aka virðisaukabíl í rallmótum, en slíkir bílar eru venjulega notaðir sem sendibíl- ar. „Rallbíll okkar og útgerðin í kringum þátttöku okkar í rall- mótum er rekin sem fyrirtæki. Þessvegna er rallbíllinn virðis- aukabíll," sagði Jón Ragnarsson í samtali við Morgunblaðið, að- spurður um hverju það sætti að rallbíll þeirra væri á rauðum virðisaukanúmerum. „Bíllinn erskoðaður hjá Bif- reiðaskoðun Islands og fékkst skráður þar sem virðisaukabíll. Stuldur á tölvu Þrá- ins enn óupplýstur INNBROT í hús Þráins Bert- elssonar í landi Bolholts á Rangárvöllum um miðjan síð- asta mánuð er óupplýst. Þá var m.a. stolið tölvu sem Þrá- inn leysti síðan út fyrir 80.000 krónur. Öllum gögnum, sem voru inni á harða diski tölv- unnar, hafði verið eytt en Þrá- inn hefur notið aðstoðar ýmissa tölvusérfræðinga við að reyna að endurheimta þau. Meðal þess sem var inni á harða diski tölvunnar var kvik- myndahandrit sem Þráinn þurfti að skila af sér erlendis nú í byijun þessa mánaðar. Að sögn Þráins tókst honum að endurskrifa handritið eftir minni á nokkrum sólarhring- um og skila því af sér á tilsett- um tíma. Þráinn segir að eftir að hann fékk tölvuna frá Rannsóknar- lögreglu ríkisins hafi sérfræð- ingar verið búnir að finna um 600 mismunandi skrár. Þeir hafi sagt að það ætti að vera hægt að endurheimta megnið af þeim. Til þess þurfi þó sér- fræðiþekkingu sem hann búi sjálfur ekki yfir. Margir hafa boðið aðstoð Hann segir að það fjölmiðl- afár sem hafi orðið í kringum tölvustuldinn hafi þó haft þær ánægjulegu afleiðingar að býsna margir kunnáttumenn um tölvur hafi sett sig í sam- band við sig og boðið fram hjálp sína við að bjarga því sem bjargað yrði af harða diskinum. Ég sel auglýsingar á bílinn og innheimti virðisaukaskatt af auglýsingunum eins og hvert annað fyrirtæki og skila honum til ríkissjóðs. Þess vegna vil ég fá til baka virðisaukaskattinn af útlögðum kostnaði við rekstur bílsins. Við ökum tveggja manna bíl og getum því uppfyllt sömu skilyrði og aðrir sendibílar undanþegnir virðisaukaskatti, t.d. hjá pizzastöðum. Við gætum þessvegna tekið að okkur pizza- sendingar á hálendið. Við mynd- um ábyrgjast að vera fljótastir á staðinn. Ég gæti hinsvegar ekki bakað pizzurnar, ég er svo lélegur í eldhúsinu,“ sagði Jón. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna kosninga til sveitar- stjórna í Hólmavíkurhreppi og Stykkishólmsbæ 1. október er hafin hjá öllum sendiráðum íslands, auk aðalræðisskrifstofu íslands í New York. Stefán Skjaldarson, sendiráðs- ritari á alþjóðaskrifstofu utanríkis- ráðuneytisins, segir að ekki séu hald- bærar tölur yfir hversu margir það eru, sem eiga lögheimili á þessum stöðum, en eru búsettir erlendis. Hann kvaðst reikna með að það væru ef til vill 5-10 manns. Stefán sagði að utankjörfundarat- kvæðagreiðslan næði nánast ein- göngu til íslenskra námsmanna er- lendis, sem hefðu lögheimili í Hólma- Ólík við- horf til hátekju- skatts RÍKISSTJÓRNIN er að láta kanna hvaða þjóðfélagshópar það eru sem hafa borgað hátekjuskatt. Ólafur Björnsson, formaður sjálfstæðis- mannafélagsins Óðins á Selfossi, segir að ekki sé ástæða til að hætta að leggja á hátekjuskatt fyrst ríkið geti ekki hækkað skattleysismörkin. „Meðan ríkissjóður er rekinn með milljarða halla og menn neyðast til að taka skatt af láglaunafólki er ekki ástæða til að hætta þessari skattlagningu. Það er ekki ástæða til þess að láta þá sem mest hafa njóta einhverra kjarabóta þegar aðr- ir fá ekkert. Meginatriðið er að halda stöðugleika í þjóðfélaginu," sagði Ólafur. Óðinn samþykkti fyrir helgi álykt- un þar sem skorað er á ríkisstjórnina að leggja áfram á hátekjuskatt. Ólafur sagði að ályktunin hefði ver- ið samþykkt án mótatkvæða en all- margir hefðu setið hjá. Hann sagði að sumir fundarmenn hefðu haft efasemdir um skattinn. Það sjónar- mið hefði komið fram að rétt væri að hækka mörkin. Samband ungra sjálfstæðismanna hefur hins vegar harðlega mótmælt hugmyndum um að framlengja álagningu hátekjuskatts. Sambandið telur að meirihluti þeirra sem borga þennan skatt séu ungt barnafólk með húsnæðisskuldbindingar og sjó- menn. vík eða Stykkishólmi. „Þetta eru ef til vill 5-10 manns, en utanríkis- ráðuneytinu ber lagaskylda til að gera fólki kleift að taka þátt í kosn- ingum.“ Lítil fyrirhöfn Stefán sagði að fyrirhöfn utanrík- isráðuneytisins væri lítil vegna þessa. „Kjörgögn frá því í vor eru nýtanleg og í raun er þess aðeins krafist að sendiherra eða sendifull- trúi séu viðstaddir og staðfesti at- kvæðagreiðsluna með undirritun þar að lútandi. Fyrirhöfn er helst sú, að ef menn vilja til dæmis kjósa í Kali- forníu þarf að senda kjörgögnin til ræðismannsins þar.“ ERKOMIN AFTURTIL LANDSINS! Byrja skyggnilýsingar 22. september. Er með aðstöðu á Leynimel 13 Frú Magnhildur Skúladóttir miðill Músikleikfimin hefst mánudaginn 19. september. Góö alhliöa hreyfing fyrir konur á öllum aldri sem miðar aö bættu þoli, styrk og liðleika. Byrjenda- og framhaldstímar. Kennsla fer framí íþróttahúsi Melaskóla. Kennari Gígja Hermannsdóttir. Upplýsingar og innritun í síma 13022 eftir kl. 16.00 alla daga. Kosið á ný í Stykkishólmi o g Hólmavík Kjörgögn í öilum sendiráðum Islands KVENNATIMAR í badminton Mánud. Þriðjud. Fimmtud. Föstud. 13.50 09.40 13.50 09.40 6 vikna námskeið kr. 2.700 Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur Gnoðarvogi 1, s. 812266. Þú getur líka tekib þátt í vikulegum útboðum á ríkisverðbréfum Einstaklingar eins og aðrir geta ávaxtað peningana sína í vikulegum útboðum á ríkisvíxlum, ríkisbréfum og spariskírteinum ríkissjóðs. Útboðin fara þannig fram að löggiltum verðbréfafyrirtækjum, verðbréfa- miðlurum, bönkum og sparisjóðum gefst kostur á að gera tilboð í bréfin samkvæmt tilteknu tilboðsverði, en aðrir sem óska eftir að gera tilboð í bréfin geta haft samband við ofangreinda aðila sem munu annast tilboðsgerð fyrir þá. Fjárfesting í ríkisvíxlum og ríkisbréfum er tilvalin fyrir einstaklinga sem eru t.d. á milli fjárfestinga og vilja ávaxta peningana sína til skemmri eða lengri tíma á meðan. - Lánstími ríkisvíxla er 3, 6 og 12 mánubir. - Lánstími ríkisbréfa er 2 ár. - Lánstími spariskírteina er 5 og 10 ár. Hafðu samband við starfsfólk Þjónustumiðstöðvarinnar og það veitir þér nánari upplýsingar um vikuleg útboð á ríkisverðbréfum. ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ RÍKISVERÐBRÉFA Hverfisgötu 6, sími 91-626040

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.