Morgunblaðið - 14.09.1994, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Nei, nei, það er ekki hægt að nota þinn, Sólrún mín. Víkingaskip þurfa að vera með
ekta drekahaus, góða ...
Formannsstaða Alþýðubandalagsins
Steingrímur lýsir
yfir framboði
Umræður á kjördæmisþingi um að flýta landsfundi
STEINGRÍMUR J. Sigfússon, vara-
formaður Alþýðubandalagsins, seg-
ist hafa ákveðið að gefa kost á sér
til formennsku í Alþýðubandalaginu
á næsta landsfundi flokksins.
Ástæða þess að hann hafi ákveðið
að lýsa yfir framboði sínu nú, þótt
rúmt ár sé til næsta reglulegs lands-
fundar flokksins, sé sú að umræður
hafí farið af stað meðal flokksmanna
og í fjölmiðlum um hver tæki við af
núverandi formanni, Ólafí Ragnari
Grímssyni, og ýmis nöfn verið nefnd
í því sambandi. Skv. endumýjunar-
reglum flokksins verður Ólafur
Ragnar að láta af formennsku á
næsta landsfundi.
Á kjördæmisþingi Alþýðubanda-
lagsins á Norðurlandi eystra fyrir
rúmri viku urðu miklar umræður um
að flýta landsfundinum og halda
hann í vetur. Steingrímur sagði að
menn hefðu reifað rök með og á
móti og sagðist hann telja þá um-
ræðu eðlilega. Kvaðst Steingrímur
skilja rökin fyrir því að flýta lands-
fundinum en um það yrði þó að ríkja
sæmileg samstaða í flokknum. Benti
hann á að Sjálfstæðisflokkurinn hefði
t.d. iðulega flýtt landsfundi sínum á
kosningaári og haldið hann fyrir al-
þingiskosningar.
Barnalegt og tímaeyðsla
„Við völdum okkar forystu með
góðri samstöðu í flokknum fyrir ári.
Mér vitanlega hefur það verið skiln-
ingur allra í flokknum hingað til að
sú foiysta leiði flokkinn í kosningar
og í viðræðum um myndun ríkis-
stjómar að þeim loknum og síðan
þegar þeir atburðir eru yfírstaðnir
muni flokkurinn snúa sér að hinu
verkefninu. Ég hef engan heyrt halda
því fram í alvöm að það fari vel sam-
an í vetur að undirbúa kosningaglímu
við þessa ríkisstjóm og hefja um leið
innbyrðisátök í Alþýðubandalaginu
um nýja forystu," sagði Ólafur Ragn-
ar.
„Reynsla mín í stjómmálum hefur
kennt mér að það sem sá merki stjóm-
málamaður Harold Wilson sagði, á
námsárum mínum úti í Bretlandi, að
vika væri langur tími í pólitík, hafa
að mínum dómi reynst vísdómsorð.
Þess vegna tel ég það bæði bamalegt
og tímaeyðslu að velta því fyrir sér
hér og nú hvað verði að rúmu ári,“
sagði Ólafur Ragnar.
Svavar styður Steingrím
„Það hefur eiginlega legið í augum
uppi að Steingrímur myndi stíga
þetta skref. Hann hefur verið vara-
formaður um skeið og það hefur
verið ágæt sátt um hann,“ sagði
Svavar Gestsson alþingismaður og
kvaðst aðspurður styðja Steingrím
til formennsku.
Svavar sagði að alþýðubandalags-
menn í Reykjavík hefðu ekki blandað
sér sérstaklega í umræður um að
flýta landsfundi flokksins að öðru
leyti en því að Ámi Þór Sigurðsson
formaður kjördæmisráðsins í Reykja-
vík hefði nefnt það. „Ég skal ekkert
um það segja hvað menn gera í þeim
efnum en þessi yfirlýsing Steingríms
kemur varla mörgum á óvart,“ sagði
hann.
----♦ ♦ ♦--
Borgar-
stjórnar-
útvarp
BORGARRÁÐ hefur samþykkt að
leyfa beinar útvarpssendingar frá
fundum í borgarstjóm Reykjavíkur.
Samningurinn gerir ráð fyrir að
Aðalstöðin sjái um útsendinguna
og að Reykjavíkurborg greiði 35
þús. krónur fyrir hvem fund. Fund-
ur í borgarstjórn verður næst
fimmtudaginn 16. september og
hefst útsending frá honum kl. 17.
Fundir í borgarstjóm eru haldnir
tvisvar í mánuði eða fyrsta og þriðja
fimmtudag hvers mánaðar. Utsend-
ing skal vera órofin meðan á fundi
stendur þar til forseti borgarstjóm-
ar slítur honum, að undanskildum
fundarhléum.
Nýkomnir velúrgallar
í miklu úrvali
stærðir S-XXL
Gullbrá, snyrtivöruverslun,
Nóatúni 17, sími 624217
Fyrstu prestkosningar í sjö ár
Val sóknarpresta
á að ræða
guðfræðilega
Fyrstu prestkosningar í
sjö ár voru haldnar á
Selfossi á laugardag
og kepptu þrír prestar um
embættið. Séra Þórir Jökull
Þorsteinsson hlaut yfír-
burðakosningu með tæplega
48% greiddra atkvæða, en
kjörsókn var um 70%. Bisk-
up íslands, herra Ólafur
Skúlason, hefur opinberlega
lýst yfír efasemdum vegna
fyrirkomulags prestkosn-
inga og jafnvel vals af hálfu
sóknamefnda, og telur
heilladrýgra að skipunar-
valdið sé alfarið í höndum
biskups og kirkjumálaráð-
herra.
- Hvernig horfir gagn-
rýni á prestkosningar við
þér, sem nýkjörnum sóknar-
presti Selfyssinga?
„Ég á bágt með að segja
þetta fyrirkomulag kolómögulegt,
eftir að hafa verið valinn slíkri
kosingu. Ég geri mér alveg grein
fyrir ýmsum vanköntum á þessu
fyrirkomulagi, en minni á að þeg-
ar verið er að ræða starfshætti
kirkjunnar, snýst málið fyrst og
fremst um guðfræði, eins og flest
sem kirkjuna varðar. Þótt kirkjan
starfi í heiminum á hún í rót sinni
ekki að vera af heiminum, sem
segir okkur að val á sóknarprest-
um þarf að ræða guðfræðilega. 1
guðsríkinu snúast hlutimir ekki
endilega um lýðræði, því þar trú-
um við því að einn fari með allt
vald og hann sé réttlátur, alvitur
og algóður, en lýðræði er e.t.v.
það besta sem við höfum þegar
litið er til stjórnsýslulegra ákvarð-
ana. í gamla daga íjölluðu sið-
bótamenn um hvemig bæri að
standa að vali á sóknarprestum
og einhvers staðar las ég hjá
Marteini Lúther að söfnuðurinn
skyldi velja, jafnvel úr sínum röð-
um, þann sem trúandi væri fyrir
þessu embætti. En ýmis sjónarmið
eru í gangi og eitt er faglegt, því
það gefur augaleið að prest-
embættin eru misjöfn að stærð
og umfangi, mannfjölda, tölu
kirkna, jafnvel að erfiðleikum í
mannlífinu o.s.frv. Þetta segir
okkur hugsanlega að menn kunna
að vera misjafnlega hæfír til að
gegna tilteknu eða ótilteknu emb-
ætti, þannig að ekki er furða að
það sjónarmið eigi sér mikið fylgi
meðal starfsmanna kirkjunnar, að
velja þurfi sóknarpresta með ein-
hveijum öðrum hætti en almenn-
um kosningum."
- Telurðu að möguleikar þínir
á að hljóta embættið hefðu verið
hinir sömu ef ekki hefði komið til
kosninga?
„Ef ég á að vera alveg hrein-
skilinn, svara ég því _________
neitandi. Og þó. Mér
skilst að hugmyndir
biskups geri ráð fyrir
einhvers konar stöðu-
valsnefnd sem falið
verði það hlutverk að
skoða umsækjendur og gera til-
lögu um val. Frammi fyrir slíkri
nefnd býst ég við að starfsaldur
manna verði meðal annars skoð-
aður, hvað þeir kunni fyrir sér og
hvernig þeim hafi vegnað þar sem
þeir eru niðurkomnir. Ýmsir þætt-
ir koma til álita í þessu sambandi
og það er ómögulegt að segja
hvaða náð menn hljóta fyrir aug-
um slíkrar nefndar, en ég hlýt að
gera ráð fyrir að möguleikar mín-
ir væru jafnmiklir og annarra
umsækjanda.“
- En er nokkurn tíma hægt að
sniðganga vilja sóknarbarna?
„Vilji sóknarbarna verður til á
þeim tíma sem líður frá því að
framboð eru orðin Ijós og til þess
tíma sem kosningar fara fram,
en á meðan kynna frambjóðendur
Þórir J. Þorsteinsson
► SÉRA Þórir Jökull Þor-
steinsson er fæddur 1959 í
Reykjavík, sonur Ástu Sigurð-
ardóttur, skálds og listakonu,
og Þorsteins Jónssonar, skálds
frá Hamri. Hann ólst upp frá
átta ára aldri hjá fósturforeldr-
um, Ólafi Þórðarsyni og Ingi-
björgu Jóhannsdóttur á Ökrum
á Mýrum. Hann lauk búfræðin-
ámi 1976, samvinnuskólaprófi
frá Bifröst 1985 , innritaðist í
guðfræðideild Háskóla íslands
haustið 1987 og lauk embættis-
prófi 1992. Sama ár vígðist
hann til Grenjaðarstaðar í S-
Þingeyjarsýslu. Þórir Jökull
var kvæntur Matthildi L. Her-
mannsdóttur og á með henni
11 ára dóttur, Sigurveigu.
Ber ekki
skerta pyngju
frð baráttunni
sig fyrir söfnuðinum. Eigi stöðuv-
alsnefnd eða kirkjustjórn að velja,
þá blasir við að stór hluti sóknar-
barna líti svo á að aðrir axli
ábyrgð á valinu og þeim ber upp
til hópa að hlíta niðurstöðunni.
Af þeim sökum er óvíst að fólk
myndi almennt setja sig inn í
hveijir koma til álita, og vilji þess
yrði ekki til í viðlíka mæli og þeg-
ar það tekur sjálft ákvörðunina.
Við slíkar aðstæður ætti spuming-
in því kannski ekki heima i um-
ræðunni."
- Biskup hefur rætt um per-
sónulegan og fjárhagslegan skaða
frambjóðenda í prestkosningum.
Var baráttan dýrkeypt?
„Ég reikna ekki með að biskupi
gangi annað til en velvild í garð
þeirra sóknarpresta sem sóttust
eftir embættinu. Það sjónarmið
er auk þess alkunna meðal starfs-
bræðra minna og systra, að mörg-
um sé óbærileg tilhugsun að þurfa
að kynna sig fyrir sóknarbömun-
um með hliðstæðum hætti og
stjómmálamenn gera.
Ég verð þó að bera til
baka það sem einhvetj-
ir kunna að álykta af
orðum biskups míns,
því ég ber ekki skerta
pyngju frá baráttunni
svo neinu nemi. Auðvitað þarf ég
að greiða símareikning sem ég
veit ekki enn hversu hár verður,
einhver olía fór á jeppann minn
og nokkrir kaffípokar vom keypt-
ir til að hella upp á, en vinir mín-
ir og stuðningsaðilar sáu um ann-
að meðlæti og uppihald. Mér þótti
dýrmætt að finna þann mikla
áhuga og góðvilja sem beindist
að framboði mínu þegar á hólminn
var komið. Framtak þeirra er afar
þakkarvert og ég reikna ekki með
að þau æski annars endurgjalds
af minni hálfu en að ég reynist
þeim jafn hollur sóknarprestur og
forveri minn og standi við bakið
á þeim eins og ég best get. Og
til þess er ég kominn á Selfoss,
að vera sóknarprestur allra þeirra
sem þar búa.“