Morgunblaðið - 14.09.1994, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.09.1994, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Form orða og annarra hluta FRÁ sýningu Ragnhildar Ragnarsdóttur. MYNPLIST Nýlistasafnið HÖGGMYNDIR/BLÖNDUÐ TÆKNI Ragnheiður Ragnarsdóttir/Rúna Þorkelsdóttir. Opið alla daga kl. 14-18 til 18. september. Aðgangur ókeypis. Ragnheiður Ragnarsdóttir LISTAFÓLK kemur að sínum starfsvettvangi eftir mismunandi leiðum, og ýmislegt annað en beint listnám kann að hafa mikið að segja um hvemig það vinnur að listinni. Ragnheiður Ragnarsdóttir hafði stundað nám í hönnum og lokið prófi í byggingarlist og unnið á því sviði um árabil, áður en hún tók aftur til við listnám; út frá þeim störfum tók hún m.a. þátt í sýning- unni „Arkitektinn sem hönnuður" á Listahátíð í Reykjavík 1992. Ragnheiður hefur á síðustu tveimur árum tekið þátt í nokkrum samsýningum, en hér er á ferðinni fyrsta einkasýning hennar. Lista- konan hefur kosið henni yfirskrift- ina „Fréttir (og) tilfmningar" og með þeim titli fylga orðin „form orðanna, merking hlutanna, (), tími tærleikans“. Sé litið til þeirra verka, sem Ragnheiður hefur sett upp á sýning- unni, eru þessi knöppu orð nægur inngangur fyrir sýningargesti. í fremri salnum hefur listakonan sett upp tvö heildstæð verk; annars veg- ar er um að ræða hillu með disk, skál, kaffikrús, flösku o.fl., þar sem allt er klætt myndum úr dagblöðum; myndum af fólki, þekktu sem óþekktu, hefur verið skeytt saman til að þekja gjörsamlega yfirborð alls í uppsetningunni. Hins vegar er í salnum borð með svipuðum eld- húsáhöldum, þar sem allt er klætt texta úr dagblöðum; að mestu hinu smágerða lesmáli greinanna, en á stöku stað er einnig stærra letur fyrirsagna, sem gefur heildinni sér- stakan svip. Með vissum hætti má segja að með þessum uppsetningum sé lista- konan að nálgast neyslu okkar á fréttum 1 máli og myndum. Sú neysla fer oftar en ekki fram við matarborðið, í byrjun dags eða að vinnudegi loknum. Stundum eru myndimar það eina sem situr eftir, en samhengi þeirra við atburði og persónur hverfur fljótt úr minni. A sama hátt má spyija hvort textinn sé lesinn vegna merkingar orðanna, eða hvort hann verður fljótt að formi á blaði, sem rennur saman við hlutina í kringum sig, sem þá taka yfír merkingu hans. Þetta kannast margir við, sem eiga erfitt með að setjast að morgunverði án þess að dagblað sé við höndina; þá er það ekki lengur innihaldið heldur formið sem skiptir meginmáli. í neðri salnum er viðfangsefnið ekki lengur myndefni eða orð, held- ur formin sjálf. Á veggjum má finna nokkra eldhúsmuni, að þessu sinni hulda hlutlausum, hvítum pappír, en þess utan eru aðeins tveir hlutir í salnum, sem á milli sín skapa sterkt jafnræði; annars vegar er það sívalningur úr steinsteypu, þar sem orðið OG hefur verið þrykkt inn í annan endann og kemur framhleypt úr hinum, og hins vegar glerhólk, sem er að hluta fylltur vatni; hið fasta og hið fljótandi, hið þétta og hið gagnsæa. Sýningargestir geta nýtt sér möguleika glerhólksins á ýmsa vegu, en fyrst og fremst til að stað- festa hversu blekking sjónarinnar getur verið ríkur þáttur í umhverf- inu. Línubrot og formmyndanir vatnsins eru góð tilvísun í þann sannleik, að ekki er allt sem sýnist; á móti liggur staðfesta steinsteypunn- ar, þar sem allt virðist meitlað í endanlegt form - og þó. Hér er á ferðinni góð sýning, þar sem fjölþætt reynsla og formhugsun listakohunnar kemur vel fram. Myndsýn Ragnhildar nýtur þessa í verkunum hér, og mun vænt- anlega einnig gera í framtíð- inni. Rúna Þorkelsdóttir I efri sölum safnsins hefur Rúna Þorkels- dóttir sett upp sýningu á íjöl- breyttum verk- um, þar sem leikur að litum náttúrunnar er helsta viðfangsefnið. Rúna hélt sína fyrstu einkasýningu í gallerí Suð- urgata 7 fyrir fimmtán árum, en síðasta áratug hefur hún mest starfað í Hollandi og sýnt á er- lendri grundu. Á pallinum hefur listakonan komið fyrir vatnslitamyndum, sem einkennast af léttu litaspili í fjöl- breyttu hringmunstri. Vegna fyrri sýninga á staðnum verður undirrit- uðum oft hugsað til vísirósa Bjarna Þórarinssonar á þessum stað, og vissulega má finna samsvörun, þó viðfangsefnið sé nokkuð annað. í efsta salnum hefur Rúna komið fyrir ólíkum verkum, sem þó tengj- ast öll náttúrunni með einum eða öðrum hætti. „Landslagsmálverk" (nr. 3) er afar vel hugsað verk, þar sem ímynd landsins fylgir oft brota- línum leirsins. í „Sólarþrykk“ (nr. 5) hefur sólin verið virkur þátttak- andi í sköpun fjölskrúðugra mynst- urmynda á pappír; það eru hins vegar litir náttúrunnar sjálfrar sem birtast í blómablöðunum í tveimur verkum án titils, sem og í hnitmið- uðu gestaverki Kristjáns Guð- mundssonar. Loks ber að nefna verkið „Nótt“ (nr. 7), sem er um margt áhrifamik- il framkvæmd sem hefur seiðandi áhrif sem stendur á milli þeirra tveggja eininga sem myndverkið. Þetta er ánægjuleg sýning, og verður vonandi hægt að sjá meira til verka Rúnu á næstu árum. Auk sýninga í sölum sínum hefur Nýlistasafnið nú um nokkurt skeið gefíð listafólki af yngstu kynslóð færi á að setja upp verk í setustofu safnsins, þannig að á stundum má þar tala um eina sýningu til viðbót- ar. Hins vegar hafa þessar innsetn- ingar verið misjafnlega aðgengileg- ar og áhugaverðar, eins og verða vill með aðrar sýningar almennt. Að þessu sinni er í setustofunni innsetning frá hendi Bjarkar Sig- urðardóttur, sem útskrifaðist úr MHÍ í vor. Verk sitt kallar hún „Tilbrigði við ryksugu", þar sem kraftur þessa þarfa heimilistækis knýr ólíka þætti þar sem grunnlit- irnir eru í einu hólfi, gyllt og silfrað í öðru, og loks svart og hvítt í því þriðja; tenging afls og lita er vel markað, og loks kemur tónlistin til skjalanna, líkt og í fyrri innsetning- um listakonunnar. Þessar setustofusýningar geta verið ánægjuleg viðbót við ferð um sali safnsins, og verður þeim von- andi haldið áfram. Eiríkur Þorláksson Hin bljúga ímynd MYNPLIST Gallcrí listinn INNSETNING Agatha Kristjánsdóttir. Opið virka daga kl. 12-18, um helgar kl. 14-18 til 16. september. Aðgangur ókeypis. ÁHUGAMENN á öllum sviðum hafa löngum heillað okkur Islend- inga, einkum á ýmsum sviðum fræða og lista. Alþýðumenntun hefur gjama verið helsta undirstaða margra þeirra, sem lagt hafa drýgst- an skerf í þekkingarsjóði okkar í þjóðfræðum, sögu einstakra lands- hluta, atvinnugreina, persóna og jafnvel bókmennta. Án slíkra væru þessar fræðigreinar einkamál þeirra sem hafa notið akademískrar kennslu, og væntanlega öllu einhæf- ari _og fátæklegri fyrir vikið. Á myndlistarsviðinu hefur hlutur áhugafólks einnig verið stór, þó sjaldan hafi það verið haft í hámæl- um. Nokkrir meðal fremstu lista- manna okkar hafa aldrei stundað reglulegt nám í listaskólum, en samt náð því að komast í fremstu röð, og má nefna jafn ólíka listamenn og Kristján Guðmundsson og Gunnar Öm Gunnarsson sem dæmi slíkra. Aðrir hafa vakið athygli fyrir þá myndlist sem þeir hafa skapað af áhuga og innileik, sem gjama hefur verið nefnd bemsk eða næf, svo vitnað sé til erléndra skilgreininga („Naive art“); sem dæmi slíkra á e.t.v. nefna Gísla Jónsson fyrr á öldinni og nýgenginn heiðurs- mann, Stefán frá Möðmdal. Flest áhugafólk á myndlistarsviðinu spannar þó breidd- ina þama á milli og til þess hóps telst Agatha Kristjánsdóttir, sem nú sýnir rúmlega tuttugu verk í Gallerí listinn í Kópavogi. Agatha hefur nú ■sinnt myndlistinni um rúmlega tíu ára skeið, sótt námskeið, tekið þátt í starfí Myndlistaklúbbs áhuga- manna og loks haldið nokkum fjölda sýninga á ýmsum stöðum. í landslagsmyndum Agöthu, sem em áhugaverðasti hluti sýningarinn- ar, er hvergi að fínna hvassar línur, heldur er það mýkt litarins og breið- ar pensilstrokur sem marka sýn hennar á landið. Lita- samsetningar em oft nokkuð sérstakar, og koma á óvart fyrir að ganga ágætlega upp, eins og t.d. í „Botnssúl- ur“ (nr. 1) og „Vífilfell" (nr. 6), þar sem bljúgar línur gera landið mýkra og hlýlegra en ella. Þessi mýkt er ráð- andi afl í öllum lands- Iagsmyndum sýningar- innar, og tengjast þannig ákveðinni draumsýn, sem síðan kemur fram með öðrum hætti í þeim verkum sem listakonan nefnir „Fantasía" (nr. 7, 16-18); þar má sjá huldufólk og vætti, sem byggja landið, og vísa sterklega til þjóðtrúar landsmanna. Það þarf nokkum kjark til að sýna verk sín á opinberum vettvangi og ekki of mik- ið um að áhugafólk í myndlistinni láti verða af því. Það er sterkur heild- arsvipur á þeirri listsköpun sem Agatha sýnir hér og ánægjan af henni fyrir hvem listamann felst væntanlega ekki síst í því að kynna verk sín öðrum, eins og hér er gert. Eiríkur Þorláksson Agatha Kristjánsdóttir. FAGURT LAND HELMINGUR AF ANDVIRDI POKANS RENNUR TIL LANDGRÆÐSLU OG NÁTIÚRUVERNDAR Er þetta merki á pokanum sem þú borgar fyrir? *S3> LANDVERND Kuran Swing á Kringlu- kránni KURAN Swing kvartettinn mun leika á Kringlukránni annað kvöld kl. 22, en þeir félagar leika swing- músík eins og nafnið bendir til og er stór hluti efnisskrárinnar samin af þeim. Forsprakki Kuran Swing er Szymon Kuran fiðluleikari, sem nýverið var kosinn borgarlistamað- ur. Aðrir í flokknum eru Bjöm Thoroddsen gítarleikari, Ólafur Þórðarson rhytmagítar og Bjami Sveinbjömsson kontrabassaleikari. Kuran Swing hefur gefíð út geisla- disk og er að vinna að nýrri plötu þessa dagana. KURAN Swing. Norðlenskir naglar KVIKMYNPIR lláskölabíó/ Ilrcyfimyndafclagið NEGLI ÞIG NÆST Islensk stuttmynd (40 mín). Leik- stjóri Sævar Guðmundsson. Handritshöfundur Sævar Guð- mundsson og Oddur Bjarni Þor- kelsson. Tónlist Trausti H. Har- aldsson, Jón Andri Sigurðsson og Borgar Þórarinsson. Aðalleik- endur Hafþór Jónsson, Arnar Tryggvason, Kristján Kristjáns- son, Hanna Ólafsdóttir, Tinna Ingvarsdóttir. Filmumenn 1994. LANGAR stuttmyndir eru farnar að gerast algengar í kvik- myndaflórunni hérlendis og á Akureyri virð- ist vera tals- verð gróska í þessari kvik- myndagerð og nú bjóðast tvær slíkar myndir á vegum Hreyfimyndafélagsins í Háskólabíói. Aðalsöguhetjan í Negli þig næst er akureyrskur nagli (Hafþór Jónsson) sem virð- ist búinn að koma mestöllum kvennablóma hins norðlenska höfuðstaðar úr brókinni og slíkt hlýtur að hafa misgóðar afleið- ingar í för með sér. Enda brugg- ar ein valkyijan honum vélráð, kemur griðungnum í hnappheld- una á útsmoginn hátt. Bráðhressileg mynd og hin besta skemmtun þó útlitið ein- skorðist vissulega af fjársvelti og vanbúnum tækjakosti. Meg- inkostur Negli þig næst er mein- fyndið handritið sem leiftrar af virkilega smellnum uppákomum og hnyttnum tilsvörum. Leikur- inn ber það með sér að hér eru viðvaningar á ferð, en þeir hafa ánægju af því sem þeir eru að gera. Einkum Hafþór í aðalhlut- verkinu og Amar Tryggvason. Má bjóða þérkarton af reyktum sígarettum? Spurning um svar (20 mín.), er einskonar útúrsnúningur úr spæjaramynd; bófahasar, bílaelt- ingaleikur og manndráp trufla friðsældina í bænum við Pollinn. í aðra röndina er hún svo leiknar hugsanir skálds við ritvélina. Spurning um svar er öllu grárri og hrárri en Negliþig næst, einn- ig hér er það skopskynið sem er aðalið. Hinn gamansami tónn beggja mynd- anna endur- speglar áhyggjuleysi og lífsgleði ungra manna, ekki farnir að hrasa um þann þröskuld að taka sig alvarlega. Nóg af því allt í kringum okkur. Hér er húmorinn oftar en ekki í ætt við fáránleik- ann og piltarnir hafa góð tök á orðaleikjum og smellnum tilsvör- um. Megintæknigallinn við báðar myndimar er hljóðið og hljóð- setningin en oft var erfitt að greina hvað óvanir leikararnir voru láta frá sér. Þegar á heild- ina er litið em Negli þig næst og Spurning um svar hráar og dálítið stórkarlalegar eins og búast má við af leikmönnum. Þær eru á hinn bóginn oft bráðhnyttn- ar og það leynir sér ekki að unga fólkið sem stendur að baki þeim er fullt af eldmóði og til alls víst. Sæbjörn Valdimarsson ^hreyfimynda- ^^Pé|agið_

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.