Morgunblaðið - 30.09.1994, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER1994 B 23
Akurcyri
l\ámskeió
■ gæða-
stjómun
ffyrir bygg-
ingarmenn
SAMTÖK iðnaðarins halda nám-
skeið í gæðastjómun fyrir bygg-
ingarmenn á Akureyri dagana 30.
september og 1. októben Leiðbein-
andi á námskeiðinu er Ólafur Jak-
obsson byggingartæknifræðingur
og ráðgjafi hjá íslenskri gæða-
stjórnun sf.
|V| ámskeiðið er ætlað verktökum
■ ™ sem hugsa sér að bjóða verk-
kaupum gæðatryggingu. í frétta-
tilkynningu um námskeiðið segir,
að þess megi vænta að bráðlega
krefjist stærstu verkkaupar á Ak-
ureyri gæðatryggingar. Þegar
krafan um gæðatryggingu verður
sett á aðalverktakann mun hann
gera sömu kröfu um gæðatrygg-
ingu til undirverktakans.
Námskeiðið á að veita verktök-
um innsýn í það hvernig þeir geti
mætt þessari kröfu. Því fyrr sem
undirbúningur þess hefst, því létt-
ara verður að standast þær kröfur
sem gerðar verða.
Gæðatrygging er það nefnt þeg-
ar verktaki leggur fram lýsingu á
því hvernig hann ætlar að uppfylla
væntingar verkkaupans og hvernig
hann ætlar að sanna að hann hafi
uppfyllt þær. Gæðatrygging leiðir
til betri samskipta aðila og lægri
heildarkostnaðar þegar til lengri
tíma er litið.
Á námskeiðinu verður farið yfir
nokkrar af undirstöðuhugmyndum
gæðastjórnunar og hvaða áhrif
þær hafa á vinnubrögð í bygging-
ariðnaði.
Einnig verður fjallað um gæða-
kerfí sem hefur verið sniðið fyrir
byggingarverktaka og getur nýst
þátttakendum sem leiðbeinandi
frumgerð sem hver aðili fyrir sig
aðlagar sinni starfsemi.
Ennfremur verður farið yfir
uppbyggingu gæðatryggingarbók-
ar sem ætluð er sem formlegt skjal
þar sem gæðastjórnun verktakans
er lýst fyrir verkkaupanum og
verður hluti af samningi milli
þeirra. Hluti af þessu eru svokall-
aðar eftirlitsáætlanir.
Eigið innra eftirlit
Hluti af þeirri breytingu sem
verður við innleiðingu þessara nýju
vinnubragða er að verktakinn vinn-
ur sjálfur að eftirliti með eigin
starfsemi. Fjallað verður um það,
hvernig þetta eftirlit er skipulagt
og hvernig haldið er utan um það.
Skoðaðar verða aðferðir sem
mikilvægar eru fyrir gæðastjórnun
en eru ekki beint flokkaðar undir
hana, s.s. verkskipulagning, • upp-
lýsingaflæði og fundatækni.
Leiðbeinandi á námskeiðinu
verður Ólafur Jakobsson bygging-
artæknifræðingur, en hann vann
sem byggingarfulltrúi og bæjar-
tæknifræðingur á Hvammstanga í
10 ár ásamt því að annast stjórnun
verklegra framkvæmda hjá verk-
tökum í tvö sumur.
Ólafur lauk námi sem stjórnun-
arfræðingur frá Háskólanum á
Akureyri 1993. Hann hefur unnið
fyrir gæðaráð byggingariðnaðar-
ins í Reykjavík og verið ráðgjafi
Byggðaverks hf. og Álftáróss hf.
í gæðamálum. Hann er kennari í
gæðastjórnun við gæðastjórnunar-
braut HA.
Ólafur vinnur sem stendur að
verkefni sem styrkt er af Rann-
sóknarsjóði HA og Akureyrarbæ
og miðar að því að undirbúa bæinn
og húsnæðisnefndina á Akureyri
undir það að setja fram og fylgja
eftir kröfu um gæðatryggingu
verktaka.
í®llí
FASTEIGNAS ALA
SUÐURLANDSBRAUT 50, 108 REYKJAVÍK,
SÍMI 684070 - FAX 684094
Eyþór Eðvarðsson, Helgi M. Hermannsson,
Þórarinn Jónsson, hdl. og löggiltur fasteignasali.
Opið virka daga kl. 9-18, laugard. kl. 11-14.
VANTAR EIGNIR - MIKIL SALA
Seljendur athugið! - Nú er mikil eftirspurn eftir góðum eign-
um f öllum hverfum borgarinnar. Látið okkur skrá eignina
ykkur að kostnaðarlausu.
LYNGMÓAR - GBÆ. 57 fm fal-
leg íb. á efstu hæð. Vandaðar innr. Parket
og flísar. Verð 6,1 millj.
GRETTISGATA. 45 fm neðri hæð
í tvíbýli. í bakhúsi. Allt sér. Verð 4,2 millj.
SEILUGRANDI m/bílskýli.Fal-
leg 65 fm íb. á jarðh. Parket. Áhv. 2,5
byggsj. Verð 6,2 millj.
ÁLFHEIMAR. 70 fm falleg íb. á efstu
hæð í góðu fjölb. suðursv. V. aöelns 5,5 m.
FLYÐRUGRANDI. 65 fm falleg íb.
á jarðh. Parket og flísar. Suöur garður. Verð
6,5 millj.
LEIRUBAKKI. Falleg 60 fm íb. á 1.
hæð. Þvottah. og búr innaf eldh. Suður
svalir. Laus. Verð 5,7 mlllj.
MIÐLEITI - GIMLI BLOKK.
82 fm (auk sólstofu) falleg íb. á 2. hæð á
þessum eftirsótta stað. Suðursv., vand.
innr., bílast. í bílag. Mikil sameign. Laus.
Verð 10,6 millj.
HOLTAGERÐI - KÓP. 80 fm
neðri hæð í tvib. ósamt 31 fm bilskúr. Laus.
Verð 7,3 millj.
FURUGRUND - m/lyftu. Um
80 fm 3ja herb. íb. á 4. hæð í nýviðg. og
máluðu húsi ásamt stæði i bílag. Fallegar
innr. Verð 7,7 millj.
ELDRI BORGARAR. Falleg
91 fm rúmg. 3ja herb. íb. á 2. hæð
( nýju lyftuh. við Hátún ásamt bt'l-
geymslu. Hantar vel fólki á miðjum
aldrl eða eldra. Verð 8,1 mlllj.
KLAPPARSTÍGUR. 115 fm 3ja
herb. íb. á 7. hæð í nýju lyftuh. Frábært
útsýni. Áhv. 6,0 millj. Verð 10,2 millj.
KAMBASEL M/BÍLSKÚR. 82
fm íb. á jaröh. m. sérinng. og sérsuður-
garði. Parket og flisar. Áhv. 2,6 millj. byggsj.
Verð 7,8 millj.
SÓLVALLAGATA. Ca 65 fm vönd-
uð og mikið endurn. risíbúö. Stórar svalir
Áhv. 2,8 millj. Verð 6,6 millj.
KARFAVOGUR. 80 fm 3ja herb. íb.
í tvíb. Sérinng. áhv. 3,8. Verð 6,5 millj.
VÍÐIHVAMMUR KÓP. 80 fm
glæsil. íb. á 1. hæð í þríb. Parket. Vandaðar
innr. Bílskúrsr. Fallegur garður. Áhv. 3,5
millj. Verð 6,9 millj.
FLYÐRUGRANDI. Falleg íb. á 3.
hæð í góðu fjölb. Parket á gólfum. Vönduð
eign. Áhv. 4,0 millj. Verð 6,9 millj.
4ra—5 herb.
BREIÐVANGUR - HAFN-
ARFJ. 120 fm 5 herb. íb. á 2. hæð. 4
svefnh. á sérgangi. Þvottah. í íb. Suðursv.
Áhv. hagst. lán 6,5 millj. Verð 8,4 millj.
ÁLFHEIMAR. 116 fm falleg
endáíb. á 2. hæð f góðu fjölb. 3 rúmg.
herb., borðst. og stofa. Nýl. parket.
Sérþvottah. Suðursv. Vorð 8,9 millj.
BOGAHLÍÐ. Góð 4ra herb. íb. á 1.
hæö. Verð aðeins 6,5 millj.
GOÐHEIMAR. Falleg 124 fm íb. á
efstu hæð í fjórb. Parket é stofum og herb.
Ath. skipti. Verð 9,2 millj.
HJALLAVEGUR. Ca 90 fm mikið
endurn. íb. í risi í þríb. 3 herb. og stofa m.
parketi. Áhv. 2,9 millj. byggingarsj. Verð
aðeins 6,5 millj.
Sérhæðir
SKÁLAHEIÐI KÓP. 11’2 fm neðri
sérh. f góðu þri'b. 4 svefnherb. Þvottah og
búr innaf eldh. 28 fm bflskúr. Verð 10,5 millj.
SUÐURGATA - HF. Ný
glœsil. um 160 fm 4ra herb. ib. á 1.
hæð m. Innb. bítskúr. Vandaðar innr.
Allt sér. Ahv. 2,5 millj. Verð 11,8
mlllj.
LAUGARNESVEGUR. 150 fm
miðhæð í þríb. ásamt 28 fm bilskúr. 3 rúmg.
svefnh., 2 stórar stofur. Parket og flisar.
Vandaðar haröviðarinnr. Þetta er íbúö fyrir
vandláta.
Par- og raðhús
NÖKKVAVOGUR. I35fm6
herb. parh. á tveimur hæðum. Nýl.
innr. Nýjar ofnalagnlr. 2ja herb. auka-
íb. Áhv. hagst. lán 8,5 millj. Verð
aðelns 9,9 mlllj.
HRYGGJARSEL. Um 280 fm tengi-
hús ásamt 55 fm bílsk. Mögul. á séríb. á
jarðh. Góður garður. 5 svefnherb. Verð að-
eins 14,9 millj.
HRAUNTUNGA. Um 215 fm raðh.
m. innb. bílsk. Áhv. um 4,0 millj. Verð 12,9
millj. Skipti mögulrá minni íb.
GRUNDARÁS. Fallet 210 fm 6 herb.
raðhús ásamt 40 fm bílsk. Verð 14,9 millj.
BREKKUBYGGÐ GBÆ. 90 fm
raðhús ásamt 20 fm bílsk. Parket og flísar.
Vandað hús. Verð 9,5 millj.
FREYJUGATA. Ca 150 fm sérbýli á
3 hæðum, mikið endurn. Hagstæð lán. Verð
10,2 millj.
VESTURBERG. 200 fm fallegt enda-
raöh. á 2 hæðum, m. innb. bílskúr. 4 svefn-
herb. Parket og flísar. Verð aðeins 11 millj.
950 þús.
ÞINGÁS - í SMÍÐUM. Rúmg.
150 fm raðh. á einni hæð ásamt innb. bíl-
skúr. Selst fokh. eða lengra komið.
Einbýlishús
SKAFTAFELL II V/NESVEG.
136 fm einb. é tveimur hæðum. Neðri hæð
öll endurn^efri hæð rúml. fokh. Miklir mögul.
ARATÚN — GBÆ. 123 fm einb. ó
einni hæð ásamt 40 fm bflsk. 3 svefnherb.,
2 stofur. Áhv. hagst. lán. Verð 11,9 millj.
HAGALAND - MOS. 155 fm
einb. á einni hæð ásamt 55 fm bílskúr. 4
svefnherb. Áhv. hagstæð lán. Verð 13,5
millj. Skipti á minni eign í Mos.
FÍFUMÝRI - GBÆ. 215 fm hús ó
tveimur hæðum ósamt 45 fm bílskúr. 4
svefnh., 3 stofur og aukaíb. Verö aðeins
15,5 millj.
GERÐHAMRAR. 182 fm hús á einni
hæð. 3 herb., 2 stofur ásamt innb. 40 fm
bílsk. Áhv. byggsj. 4,8 millj. Verð 16,9 millj.
MERKJATEIGUR
MOS. 250 fm vandað hús é tveim-
ur hæðum mBÖ innb. bílskúr. 5
svefnh., 3 stofur. Sórlega rólegur
staður. Mögul. ó sáríb. á jerðh. Verð
14,2 millj.
HLÉSKÓGAR - 2 ÍB. 210 fm
vandað einb. ásamt 38 fm bflsk. 2ja-3ja
herb. aukaíb. á jaröh. Skipti á minna. Verð
15,5 millj.
ÁLFTANES. Um 150 fm 6 herb. einb.
á einni hæð m. tvöf. bílsk. Áhv. húsbr. 6,6
millj. Verð 12,6 mlllj. Skipti.
LÆKJARHJALLI EINB. 207 fm
einb. á tveimur hæðum ásamt 40 fm bíl-
skúr. Arinn í stofu. 4 svherb. Ekki fullb. eign.
Áhv. byggsj. 4,0 millj. Verð 13,9 millj.
SEIÐAKVÍSL. 160 fm einb. á einni
hæð, 4 herb. á sérgangi. Arinn í stofu. Sér-
byggöur 32 fm bflskúr. Verð 16,9 millj.
HLAÐBREKKA - KÓP. 243 fm
glæsil. hús á 2 hæðum. 4 herb. Stórar stof-
ur. Sjónvarpshol og ca 30 fm sólstofa. Innb.
bflskúr. Glæsil. eign. Verð 16,9 millj.
MELABRAUT - SELTJ. 160 fm
6 herb. einb. ásamt tvöf. bflskúr. Vandað
hús. V. 16,2 m. Skipti mögul. á ódýrari eign.
SMÁRARIMI. 172 fm einb. á einni
hæð m. innb. bílskúr. Fullb. utan. Fokh. inn-
an. Verð 8,9 mlllj.
Blab allra landsmanna!
|Í0V0tiitWih
- kjarni málsins!
Stóragerði - sérhæð
Falleg 130 fm sé>tiæð á 1. hæð í þríbýli ásamt 25 fm
bílskúr. 3 svefnh. á sérgangi, setustofa og borðstofa.
Sér þvottahús á hæðinni. Rúmgott eldhús með borð-
krók. Flísalagt baðherb. Verð 11,9 millj.
SKÓLAVÖRÐUSTÍG 38A,
VIÐAR FRIÐRIKSSON,
LÖGG. FASTEIGNASALI,
HEIMASÍMI 27072.
29077
Einnig opið í
dag kl. 11-15
Húseigendur
húsfélög
verkkaupar
Samtökum iðnaðarins hafa í sumar borist óvenju
margar kvartanir vegna óprúttinna
viðskiptahátta verktaka sem hafa hvorki
fagréttindi né fagþekkingu, bjóða nótulaus
viðskipti og leggja ekki fram verklýsingu eða
geraverksamning. Aðgefnutilefni viljaSamtök
iðnaðarins leggja áherslu á eftirfarandi:
• Skiptið við fagmann. Samkvæmt
iðnlöggjöfinni skulu verktakar í löggiltum
iðngreinum hafa meistararéttindi.
• Forðist ólöglega þjónustu. Nótulaus
viðskipti eru ólögleg og gera kaupanda verks eða
þjónustu réttlausan gagnvart verktaka.
• Gerið ráð fyrir endurgreiðslu virðisauka-
skatts. Virðisaukaskattur af vinnu við
nýbyggingar, endurbætur og viðgerðir á
íbúðarhúsnæði fæst endurgreiddur hjá
skattstjórum. Eyðublöð þess efnis fást hjá
skattstjóra og á skrifstofu Samtaka iðnaðarins
sem jafnframt veita aðstoð við útfyllingu.
• Girðið fyrir hugsanlegan ágreining við
uppgjör. Mikilvægt er að fá verklýsingu með
tilboði og gera verksamning, að öðrum kosti
hefur kaupandi ekkert í höndunum yfir það sem
hann er að kaupa. Stöðluð verksamningsform
fást á skrifstofu Samtaka iðnaðarins.
Samtök iðnaðarins ráðleggja fólki að leita
upplýsinga um verktaka áður en
samningur er gerður. Hjá Samtökum
iðnaðarins og meistarafélögum fást
upplýsingar um hvaða meistarar og
verktakar eru félagsbundnir.
SKIPTIÐ
AÐEINS VIÐ
FAGLEGA VERKTAKA!
SAMTÖK
IÐNAÐARINS
I
:
|
i