Morgunblaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 1
HEIMILI Pltr@awi>Ial»ií C FOSTUDAGUR 28. OKTOBER1994 BLAÐ Ibúðarb Fjöldi 5.000 4.000 3.000 2.000 1.000 1960 '62 '64 Sveiflur i íbúóar- smíói TÖLUVERÐAR sveiflur hafa verið í íbúðarbyggingum hér á landi á undanförnum ára- tugum. Mest var byggt á árun- um 1977 og 1978, en þá voru fullgerðar um 2.300 íbúðir ár- lega. í fyrra voru hér fullgerðar 1.628 íbúðir og því aðeins fleiri en síðustu tvö árin þar á undan. Um síðustu áramót voru hins vegar aðeins 3.414 íbúðir í smfðum í landinu og þarf að fara alveg aftur til ársins 1970 til þess að finna jaf n fáar íbúðir í smíðum, en það ár voru þær 3.039. Það var hins vegar byrjað á nokkru fleiri nýj- um íbúðum ífyrra en tvö árin þar á undan og allt bendirtil þess, aðá þessu ári verði fram- hald á því. Ibúóáefríhæö TALSVERT er til af auðu eða illa nýttu húsnæði á efri hæðum húsa fyrir ofan verzl- anir og þjónustufyrirtæki í miðborg Reykjavíkur. I\lú hefur verið ráðizt ítilraunaverkefni á vegum borgarinnar, sem fengið hefur heitið “íbúð á efri hæð“, en markmiðið með því er að kanna og nýta mögu- leika á því að breyta þessu húsnæði í íbúðir. Hugmynd þessi er ný hér á landi, en sums staðar erlendis hefur hún þegar gefið góða raun, einkum f Bretlandi, þar sem hún erupprunnin. Ein af orsökum þess, að miðborgum hefur hnignað á undanförnum árum, er einmitt sú, að íbúum þar hefur farið fækkandi. Eftir standa mið- borgir, þar sem fáir eru á ferli, þegar verzlunum, skrifstofum og bönkum hefur verið lokað. Þetta hefur líka verið að ger- ast í miðborg Reykjavíkur. Flestir eru sammála um, að gegn þessari þróun beri að sporna. Hugmyndin “íbúð á efri hæð“ gæti reynzt mikil- vægur þáttur í þeirri viðleitni að auka og efla mannlíf í miðborg Reykjavíkur. VILJIÐ ÞIÐ HÆKKA REGLULEGAR TEKJUR SJÓÐSBRÉF 2 ER LAUSNIN Kostir Sjóðsbréfa 2 eru margir: • Afbragðs ávöxtun; 8,9% ársraunávöxtun sl. 6 ár. • Greiðir vexti 4 sinnum á ári. • Uttekt heimil hvenær sem er, án nokkurs kostnaðar. • Fylgir ávöxtun íslenskra markaðsskuldabréfa og fjárfestir einungis í traustum skuldabréfum. • Nýtir öll tækifæri sem gefast á verðbréfamarkaði. FORUSTA í FJÁRMÁLUM! VIB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. :§ • Aðili að Verðbréfaþingi íslands • \|^ Ármiíla 13a, sími: 91 — 608 900. ^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.