Morgunblaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 2
2 C FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Fast- eigna- sölur í bladinu Agnar Gústafsson 6 Ás 16 FJÖLBÝLISHÚSIÐ mun rísa við Sólvang í Hafnarfirði. í því verða 28 íbúðir og frá þeim verður m. a. gott útsýni niður með Læknum. Ásbyrgi 25 Berg 28 Hafnarfjöróur Borgir 24 Eignahöllin 6 -24 Eignamiðlunin 3-4 Eignasalan 18 Fasteignamark. 19 Fasteignamiðlun 20 Fasteignamiðstöðin 5 Fjárfesting 6 Byggðaverk byggjr 28 íbúóir fyrir aldraóa Fold 12-13 Framtíðin 18 Gimli O) i co Hátún 4 Hóll 14-15 Hraunhamar 1 1 Húsakaup 16 Húsið 13 Húsvangur 17 Kjörbýli 26 Kjöreign 7 & 15 Laufás 4 Lyngvík 20 SEF hf. 24 Séreign 15 & 23 Setrið 20 Skeifan 10 Stakfell 21 Þingholt 24 BY GGING AFYRIRTÆKIÐ Byggðaverk er að hefja smíði á 28 íbúða fjölbýlishúsi fyrir Höfn, félag eldri borgara í Hafnarfírði. Hönnuð- ir eru arkitektamir Finnur Björg- vinsson og Hilmar Þór Bjömsson. Bygging þessi verður vönduð að allri gerð og m. a. einangruð og klædd- að utan. Hún á því að verða mjög viðhaldslétt í framtíðinni. Kom þetta fram í viðtali við Kristin Jörundsson, aðstoðarforstjóra Byggðaverks. Fyrirhugað fjölbýlishús stendur við Sólvang og verður með góðu útsýni yfir opna svæðið niður með Læknum í Hafnarfírði og auk þess sést þaðan vei yfir Stekkjahraun og til Ásfjalls. Húsið er annar áfangi í íbúðarbyggingum Hafnar, en íbúðir í því verða aðeins minni en í fyrri áfanganum. Þeim áfanga lauk í fyrra, en í honum voru 40 íbúðir. íbúðarbygg- ingar þessar eru hluti af enn meiri uppbyggingu á Sólvangssvæðinu fyrir aldraða. Þess má geta, að Bú- seti hefur fest kaup á nokkrum íbúð- um í fyrirhugaðri nýbyggingu, en það mun vera nýmæli, að Búseti hasli sér völl í íbúðum fyrir aldraða. Nú starfa um 50 manns hjá Byggðaverki fyrir utan undirverk- taka og sagði Kristinn Jörundsson, Húsbréfaviðskipti Hjá okkur nýtur þú ávallt hagstæðs verðs og góðrar ráðgjafar í húsbréfaviðskiptum. Vettvangur húsbréfaviðskipta. L f Landsbanki LANDSBRÉF HF. íslands Löggilt veröbrófaíyrirtœki. BankJallra landsmarma Aöili aö Veröbréfaþingi íslands. Landsbréf hf. eru viðskiptavaki húsbréfa skv. sérstökum samníngi við Húsnæðisstofnun ríkisins. að verkefnastaða fyrirtækisins mætti vera betri en væri samt þokkaleg miðað við aðstæður á markaðnum. — Við höfum verið með nokkur umfangsmikil verkefni í borginni, sagði' Kristinn. — Fyrir skömmu lukum við við Rimaskóla fyrir Reykjavíkurborg og við Fléttu- rima'höfum við verið með 32 íbúða fjölbýlishús í smíðum. Það er þegar búið að afhenda hiuta af þessum íbúðum og langt komið með að ljúka þeim íbúðum, sem eftir eru. Þá má nefna, að við erum nýbúnir að afhenda knatt- spyrnufélaginu Fram stórt og glæsi- legt íþróttahús. Að Laugavegi 42 erum við að byggja myndarlega tengibyggingu fyrir verzlunina Evu. Ekki má gleyma mjög umfangsmiklu verkefni fyrir Rafmagnsveitu Reykjavíkur við að bijóta upp og lagfæra Árbæjar- stífluna og loks erum við að innrétta húsnæði í Viðarhöfða. Til viðbótar erum við með mörg minni verkefni í gangi í borginni. Auk fyrirhugaðs fjölbýlishúss fyr- ir Höfn erum við með fokhelt 15 íbúða fjölbýlishús í smíðum við Há- holt 16 í Hafnarfirði. Það stendur við hliðina á Turninum svonefnda í Hvaleyrarholti, en það er 20 íbúða fjölbýlishús, sem Byggðaverk byggði einnig á sínum tíma. Loks má nefna 11 íbúða blokk við Suðurbraut í Hafnarfirði, sem búið er að grafa grafa fyrir. — Það er ljóst, að það vantar verkefni á markaðinn, sagði Kristinn Jörundsson að lokum. — Við höfum þurft að segja upp talsverðum mann- skap í haust, en vonumst til þess, að ekki þurfi að segja fleirum upp úr þessu. Markaðurinn Vcxtír hækka VEXTIR á fasteignaveðbréfum í húsbréfakerfínu hafa verið hækk- aðir úr 5,0% í 5,1% í tengslum við útgáfu á 4. flokki húsbréfa 1994. Það eru þeir vextir sem íbúðar- kaupendur greiða af fasteignaveð- bréfum sem þeir gefa út við íbúðar- kaup og seljendur geta selt hjá Húsnæðisstofnun ríkisins og feng- ið greitt fyrir með húsbréfum úr hinum nýja flokki. Seljendur íbúðarhúsnæðis, sem taka við fasteignaveðbréfum og selja Húsnæðisstofnun þau, fá hins vegar áfram húsbréf sem bera ■■■■hí 4,75% vexti. Vaxtahækkun þessi lendir því á íbúðarkaupend- um. Hún stafar af hækkun svo- kallaðs ábyrgðar- gjalds í húsbréfa- kerfinu, sem ætl- að er að mæta hugsanlegum útlánatöpum í kerf- inu í framtíðinni. Það hefur nú verið hækkað úr 0,25% í 0,35%. eftir GrétarJ. Guómundsson Áhrif á fasteignamarkaðinn Það er ekki við því að búast að þessi vaxtahækkun muni koma til með að hafa mikil á áhrif á fast- eignamarkaðinn ein og sér. Greiðslubyrði af einnar milljón króna láni í húsbréfakerfinu hækk- ar úr um 70.700 krónum á ári í um 71.400 krónur, eða um 700 krónur, miðað við fast verðlag. Aukin afföll Ávöxtunarkrgfa húsbréfa hefur haldið áfram að hækka og er nú komin í um 5,7%. Afföll af húsbréf- um eru um 10%. íbúðarseljandi sem fær 3 milljónir króna í hús- bréfum við sölu íbúðar fær því aðeins um 2,7 milljónir króna við sölu þeirra á fjármagnsmarkaði. Þessi staðreynd ætti að leiða til þess, að þeir íbúðarseljendur, sem geta beðið með sölu íbúðar, athugi sinn gang vel og leiti upplýsinga um hvaða þróun sé væntanleg í vaxtamálum. Gallinn er hins vegar sá að spár sérfræðinga um hvers sé að vænta á næstunni í þeim efnum eru misvísandi. Vanskil íbúðareigenda Þegar minnst er á misvísandi upplýsingar, er unnt að fullyrða, að það eigi við um umræður um vanskil íbúaðareigenda, sem verið hafa í fjölmiðlum og á fleiri stöðum að undanförnu. Því miður virðist sem ýmsir túlki upplýsingar, sem birtar eru um vanskil íbúðareig- enda, eftir því hvernig það hentar þeim hverju sinni. Vissulega hafa vanskil af lánum íbúðareigenda aukist.Við öðru er ekki að búast þegar tekjusamdráttur á sér stað. En, þegar sagt er t.d., að vanskil í húsbréfakerfinu séu 15 milljarðar króna, þegar hið rétta er að þau eru um 700 milljónir króna, þá eru umræðumar komnar út um víðan völl. Það sama á við þegar sagt er að um 60% skuldara í húsbréfa- kerfinu séu í vanskilum, þegar hið rétta er að um 20% skuldara eru í vanskilum. Umræður um vanskil íbúðareigenda á þessum nótum eru ekki líklegar til þess að hafa já- kvæð áhrif. Ruglingsiegar umræður Reyndar á það oft við um um- ræður um húsnæðismál, að þær verða ruglingslegri eftir því sem þær verða meiri, sem síðan hefur áhrif á fasteignamarkaðinn. Fast- eignaviðskipti eiga til að aukast með auknum umræðum um hús- næðismál. Margir óttast að í kjöl- far mikilla umræðna verði gripið til einhverra úrræða sem geti haft áhrif á lánamöguleika eða annað sem tengist íbúðarkaupum. Greiðsluerfiðleikar og fasteignaviðskipti Vanskil íbúðareigenda eru graf- alvarlegur hlutur. Það leikur sér enginn að því að greiða ekki af lánum sínum. Dráttarvextir og annar van- skilakostnaður er fljótur að hlaðast upp ef dráttur verður á því að skuldarar geti staðið í skilum með afborganir af lánum sínum. Þetta á að sjálfsögðu sérstaklega við eftir því sem lánin eru hærri, svo sem húsbréfalán. íbúðareigendur, sem eru með húsbréfalán og lenda í vanskilum, geta átt verulega erfitt uppdráttar, ef tveir, þrír eða fleiri gjalddagar lenda í vanskilum. Þá verður sala íbúðar því miður oft eina raunhæfa úrræðið sem fyrir hendi er til að leysa erfiðleikana. Þá kemur sér vel hve afgreiðsl- ur í húsbréfakerfinu ganga þrátt fyrir allt greiðlega fyrir sig, ef undan eru skilin stopp sem vilja verða þegar húsbréfaflokkar klá- rast. Mikil fasteignaviðskipti á þessu ári stafa ekki síst af því að margir íbúðareigendur hafa lent í töluverðum greiðsluerfiðleikum vegna tekjusamdráttar og annarra ófyrirséðra ástæðna. Höfundur er rekstrarstjóri Húsnæðisstofnunar ríkisins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.