Morgunblaðið - 13.11.1994, Side 7

Morgunblaðið - 13.11.1994, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1994 B 7 ungis áhorfandi að fjörinu, því Sigur- jón hafði drjúga búbót af sumardan- sleikjum sem hann hélt fólki úr Reykjavík og nærsveitum í stóru tjaldi á túninu við fossinn. Hann réði til sín harmóníkuleikara og helgi eftir helgi flykktist fólk að Álafossi til að finna draumum sínum útrás. Okkur verksmiðj- ustúlkunum bauðst vinna við að uppvarta á böllunum og fengum við þjórfé gestanna að launum. Stundum varð afraksturinn eftir nóttina jafnhár 40 krónunum sem Sigur- jón greiddi mér í mán- aðarlaun í verksmiðj- unni. Það kom í hlut okk- ar þjónustustúlkn- anna á böllunum að hafa vit fyrir gestun- um svo þá dagaði ekki uppi í Mosfellssveit. Margir þeirra áttu það til að gerast sv.o örlát- ir á fé sitt að þeir áttu ekki fyrir rútunni til Reykjavíkur um nótt- ina. Þá gripum við til þess ráðs að hirða af þeim rútugjaldið á meðan þeir vissu hvað sneri upp og niður á veröldinni og greidd- um síðan fyrir þá far- gjaldið um leið og við studdum þá í rútuna. Hvort draumarnir sem þeir báru með sér upp á Álafoss náðu að rætast um nóttina, ekkert veit ég um það. Eftir á að hyggja voru gestirnir í sumar- gleðskap Siguqons ekkert annað en ofur- lítill þverskurður þjóðfélagsins í upp- hafi kreppunnar miklu á íslandi, og það var fyrirhafnarinnar virði að fá að líta þetta fólk. Umkomulitlir strákar og alþýðustelpur, gróssérar og fínar frúr, allt veltist það hvað innan um annað og endaði síðan viti sínu fjær > ástarleikjum úti í móa. Fyileríin á Álafossi voru frí- höfn þessa fólks, þar leyfðist Reyk- víkingum eitt og annað sem þeir voguðu sér ekki í bænum, enda urðu böllin á túninu margri mektarfrúnni tækifæri til útrásar frá leiðindum daganna. Fleiri voru þó ólofaðar en áttu margar hveijar eftir að „giftast ágætlega" eins og það var kallað. Eg man að sumar urðu meira að segja prestsfrúr. Það var „ástand" á íslandi löngu áður en íslenskir karlmenn tóku upp á því að klína þessu nafni á ævin- týraþrá mannanna barna. Og fylgdi því mikil ullarlykt. Engir tímar fyrir drauma Það var ævintýri á sína vísu að takast ein á við heiminn í fyrsta skipti á ævinni og máta mig á mæli- kvarða hinna fullorðnu, en samt hvíldi lengst af uggur og þungi yfir veru minni á Álafossi. Þar var engin framtíð og ég sá bráðlega að ég gat ekki gert sjálfri mér það að spinna lífsvefinn undir þaki Sigutjóns.Mig dreymdi um að komast í skóla en vissi þó innst inni að nú voru engir tímar fyrir drauma. Algjört verðfall hafði orðið á af- urðum þjóðarinnar, atvinnuvegirnir voru í upplausn og upp á Álafoss bárust fréttir af atvinnuleysi sem ekki varð séð fyrir endann á. Fjöl- skylda mín var sundruð og skuggi óvissunnar vofði yfir. Móðir mín baslaði á Bíldudal ásamt afa og yngsta bróður mínum, hin systkinin björguðu sér sem best þau gátu hjá vandalausum og pabbi lá sjúkur á Landakotsspítala. Þrekið var horfið, hann veiktist meðal annars af berkl- um í baki og lá mánuðum saman í gipsi. Af Landakoti átti hann aldrei afturkvæmt og lést i lok vetrar 1932 eftir átján mánaða sjúkdómsiegu. . Flestar helgar tók ég áætlunarbíl- inn til Reykjavíkur til að heimsækja hann og kostaði ferðin krónu hvora leið. Þar fór dtjúgur hluti launanna minna. Mér leyndist ekki þar sem ég sat hjá pabba í Landakoti að aldr- ei yrði neitt eins og áður, en pabbi var samur við sig. í rúminu þýddi hann kristileg rit fyrir nunnurnar, í kringum hann reis einn bókastaflinn af öðrum og efni þeirra varð okkur óþijótandi umræðuefni — alveg eins og verið hafði fyrir vestan. Hann endursagði mér það sem hann hafði lesið og lánaði mér þær bækur sem honum þótti ég eiga að lesa. Árni Friðriksson, sem þá var orðinn fiski- fræðingur, hafði lært undir skóla hjá pabba og heimsótti hann á spítalann til að færa honum mikið safn er- lendra tímarita um náttúruvísindi. ■ Þetta lánaði jiabbi mér til að lesa. Eg man líka að margar helgarnar í Landakoti varð Al- þýðubókin eftir Hall- dór Laxness okkur kærkomið tilefni til að gleyma því sem hrjáði hann. Þannig miðlaði hann mér til hins síð- asta af viti sínu og þekkingu. Svo kom að því að hann útskrifað- ist af spítalanum og af því tilefni brugðum við okkur niður í bæ. Ég sé hann fyrir mér þar sem hann lítur á spegilmynd sína í búð- arglugga í Austur- stræti og reynir að bregða á leik, gamall maður og farinn að kröftum, rétt hálfsjö- tugur. „Sannaðu til, Heiða mín, í sumar verð ég búinn að koma mér upp ístru sem sómir hvaða bankastjóra sem er.“ Við brostum hvort við öðru og reyndum að trúa á betri tíma, en það fékk snöggan endi. Pabbi fékk hjartaáfall og lagðist aftur á Landa- kotsspítala. Þegar öllum varð ljóst að endalokin nálguðust var mér bannað að heimsækja hann. Eldri systur mínar fengu að hitta hann, en mér var hann endanlega horfínn. Ég var sögð of ung til að horfa upp á dauðastríðið. Það voru reglur systranna í Landakoti. Upp í hugann kemur ein af síð- ustu samverustundum okkar á spít- alanum. Það var í eina skiptið sem hann vék að því að nú væri komið að kveðjum. „Viltu lofa mér því, Heiða, að hjálpa henni mömmu þinni til að halda saman heimilinu eftir að ég er farinn.“ Ég hét honum þessu og tók loforð mitt hátíðlega. Gat ég annað gert? En þetta varð mér býsna örlagaríkt og lengst af síðan hefur mér verið illa við hvers kyns loforð og heit sem eiga að styrkja tilfinningaböndin, hjúskaparheitið hvað þá annað. Ég áttaði mig brátt á því að heitstreng- ingar stríða gegn mannlegu eðli og hefta þroska okkar. Hver og einn ætti aldrei að þurfa að standa við fleira en það sem samviskan býður honum hveiju sinni. Alla tíð síðan hef ég reynt að standast þá freistingu að krefja aðra um loforð eða skuldbinda sjálfa mig með stórum loforðum. Það var snemma morguns seint í mars þegar ég lá milli svefns og vöku í rúminu mínu að ég fann hendi strokið yfir vangann. Á augabragði kom hugboðið til mín og ég vissi hvað orðið var — nú var hann far- inn. Þegar ég leit upp í morgunskím- unni horfði ég inn i djúp og dökk- brún augu. Á rúmstokknum sat Ní- els bóndi á Helgafelli með sitt stóra og snúna yfirvaraskegg, líkastur Nikulási Rússakeisara, og horfði blíðlega á mig. Hann hafði gert sér erindi niður að Álafossi til að færa mér fréttina. Með þessi djúpu b'rúnu augu. • Veistu, ef þú vin átt — Minning- ar Aðalheiðar Hólm Spans er 248 blaðsíður. Útgefandi: Forlagið. Verd: 3.480. BRIPS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Landstvímenningurinn og Philip Morris Evróputvímenn ingurinn — 130 pör í nýju húsnæði í Þönglabakka 1 Föstudaginn 19. nóvember nk. verð- ur landstvímenningurinn sem er einnig Evróputvímenningur spilaður á 17 stöðum á íslandi. Keppnin er þreföld þannig að í hveijum riðli er spilað til verðlauna auk þess sem spilað er um tvöföld bronsstig, yfír landið er spilað um gullstig og landstvímenningsmeistara- titla, og í þriðja lagi er þetta Evrópu- keppni og spilað um Evrópustig. Þetta í 20. sinn sem þessi keppni er haklin í Evrópu og er hún með örlítið breyttu sniði frá undanförnum keppnum þar sem útreikningurinn er nú miðaður við Impa í stað skalans 1-100 og spilafjöldi sem gildir til lands- og Evr- ópuútreiknings er festur við 24 spil. Að venju fylgir með bæklingur með útskrift spilanna og umsögnum Omars Sharifs, Pauls Chemla og Barrys Rig- als; I Reykjavík verður landstvímenn- ingurinn vígsluhátíð í nýju og glæsi- legu húsnæði Bridssambands íslands í Þönglabakka 1. Þar verður opið hús fyrir alla bridsáhugamenn frá kl. 19 en spilamennska hefst kl. 20 í stað 19.30 eins og auglýst var áður. Útlit er fyrir mjög góða þátttöku enda er takmarkið að setið verði við hvert spilaborð þetta kvöld. Skráningin er að nálgast 100 pör og takmarkið er að a.m.k. 130 pör spili þetta kvöld í Reykjavík og enn fleiri úti á landi þar sem þátttaka hefur alltaf verið góð í landstvímenn- ingnum. Skráping er á skrifstofu Bridssam- bands íslands í síma 91-619360. Bikarkeppni BSÍ, undanúrslit og úrslit Undanúrslit og úrslit Bikarkeppni Bridssambands Islands verða spiluð í Þönglabakka 1, helgina 19.-20. nóv- ember nk. í undanúrslitum laugardag- inn 19. spila saman sveitir Trygginga- miðstöðvarinnar og Glitnis og sveitir Ragnars T. Jónassonar og S. Ármanns Magnússonar og hefst keppnin kl. 11. Spiluð eru 48 spil í fjórum lotum og sigurvegarar úr þessum leikjum spila síðan til úrslita sunnudaginn 20. nóv- ember. Opinn hliðartvímenningur í tilefni vígslu nýja húsnæðisins í Þönglabakka 1 verður boðið upp á ókeypis opinn hliðartvímenning bæði laugardag og sunnudag. Byijað verður að spila kl. 13 báða dagana og spiluð u.þ.b. 30 spil. Einnig verður hægt að koma og taka nokkur spil og spila forgefin spil sem gefið hafa verið stig fyrir til við- miðunar eins og í Philip Morris og Epson-tvímsnningunum. Bridsfélag Kópavogs Hjá Bridsfélagi Kópavogs er Jokið Barómeter-keppni félagsins. Úrslit síðasta kvölds voru: Dóra Friðleifsd. — Guðjón Ottósson 110 Ármann J. Lárusson - Haukur Hannesson 107 Aron Þorfinnsson — Sverrir Kristinsson 90 Magnús Aspelund - Steingrimur Jónasson 78 Þröstur Ingimarsson - Ragnar Jónsson 63 Lokastaðan er: Þröstur Ingimarsson — Ragnar Jónsson 285 Ármann J. Lárusson — Haukur Hannesson 236 Jón St. Ingólfsson - Sigurður ívarsson 226 Erlendur Jónsson — Oddur Jakobsson 217 Ragnar Björnss. - Sigurður Siguijónss. 210 MuratSerdar-ÞórðurBjömsson 210 Næsta fimmtudagskvöid verður spilaður eins kvölds tvímenningur en síðan byijar hraðsveitakeppni félags- ins. Skráning er þegar hafin. Hjálpað er til við myndun sveita. Bridsfélag Breiðholts Sl. þriðjudag hófst hraðsveitakeppni með þátttöku 7 sveita. Staða efstu sveita eftir fyrsta kvöldið er þessi: ValdiniarSveinsson 600 UnaÁrnadóttir 583 Friðrik Jónsson 546 Meðalskor 540 Keppnin heldur áfram næsta þriðju- dag. Bridsdeild Rangæinga Eftir fyrstu umferðina í hraðsveita- keppni félagsins er staða efstu para þessi: Sv.LoftsPéturssonar 575 Sv. Lilju Halldórsdóttur 573 Sv. Baldurs Guðmundssonar 564 Sv. Auðuns R. Guðmundssonar 554 Bridsfélag Reykjavíkur Sl. miðvikudag 9. nóvember hófst sex kvölda sextíu para Butler-tví- menningur og eins og við var búist varð að vísa pörum frá vegna pláss- leysis. Spiluð eru þijú spil á milli para og er staðan eftir fyrstu níu umferðim- ar eftirfarandi: SverrirÁrmannsson-ÞorlákurJónsson 80 Hjalti Elíasson — Páll Hjaltason 72 Sigurður B. Þorsteinsson - Gylfi Baldursson 61 SigurðurSverrisson-HrólfurHjaltason 59 Matthías Þorvaldsson - Jónas P. Erlingsson 57 Guðlaugur R. Jóhannsson - Öm Arnþórsson 50 JónBaldursson-SævarÞorbjömsson 50 Bridsdeild Húnvetninga Hraðsveitakeppni hófst miðviku- daginn 2. nóv. Urslit: Sv. Ólafs Ingvarssonar 634 Sv. Gunnars Birgissonar 606 Sv. Steindórs Guðmundssonar 596 Sv. Eðvarðs Hallgrímssonar 594 Önnur umferð miðvikudaginn 9. nóv. Úrslit: Sv. V aldimars Jóhannssonar 652 Sv. Kára Siguijónssonar 617 Sv. Eðvarðs Hallgrímssonar 603 Sv. Jóns Sindra Tryggvasonar 599 Staðan eftir 2 umferðir af fimm: Sv. Kára Siguijónssonar 1209 Sv. Eðvarðs Hallgrímssonar 1198 Sv. Valdimars Jóhannssonar 1192 Sv. Gunnars Birgissonar 1187 Sv. Jóns Sindra Tryggvasonar 1169 Bridsdeild Víkings Mánud. 7. nóv. var spilaður eins kvölds 14 para tvímenningur. Úrslit urðu eftirfarandi: Jakob Már Gunnarsson - Guðjón Guðmundsson 187 Guðbjöm Þórðarson - Sigfús Óm 179 Soffía Theodórsdóttir—Birgir Jónsson 174 Dóra Friðleifsdóttir - Guðjón Sigurðsson 166 Miðl. 156 stig. Mánud. 14. nóv. verður spilaður eins kvölds tvímenningur sem hefst kl. 19.30 í Víkinni. Kyrrðardagar verða í Skálholti firá föstudegi 18. nóvember til sunnudags 20. nóvember og ef næg þátttaka fæst 2.-4. desember. Dagskrá kyrrðardaganna hefst kl. 18.00 á föstudag og lýkur um sama leyti á sunnudag. Umsjón Guðrún Edda Gunnarsdóttir, guðfræðingur, og rektor skólans, Kristján Valur Ingólfsson. Dvalargjald er kr. 8.000. Veittur er 15% fjölskylduafsláttur. Skráning til dvalar fer fram á skrifstofú Skálholtsskóla alla virka daga kl. 09.00-17.00 í síma 98-68870. Jóla- og áramótasamvera verður í Skálholti 29. desember tii 1. janúar Þátttakendur geta dvalið allan tímann eða hluta hans. Hápunktur þessarar samven er miðnæturmessa á áramótum. Dvalargjöld eru kr. 3.200. fyrir einn sólarhring en kr. 10.000. fyrir allan tímann. Börn greiða hluta gjalds eftir aldri. Upplýsingar á skrifstofú Skálholtsskóla Viltu selja fínni antikhúsgögn og muni? TÖKUM í UMBOÐSSÖLU Rúmgóð verslun - Glæsileg húsgögn. OPIÐ ALLA DAGA KL. 12-18. Faxafeni 5, sími 814400. Aðalheiður Hólm Spans Aðalheiður á yngri árum. MU93.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.