Morgunblaðið - 13.11.1994, Side 19

Morgunblaðið - 13.11.1994, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER1994 B 19 ATVINNUAUGl YSINGAR Litgreining - tölvuútkeyrsla Við óskum að ráða mann með mikla þekk- ingu á litvinnslu í Macintosh tölvum. Starfið felst í litgreiningu og undirbúningi gagna fyr- ir útkeyrslu, móttöku viðskiptavina og hönn- un í tölvu. Góð reynsla og þekking á þessu svið er algjört skilyrði. Starfið er laust strax, en hægt er að bíða eftir góðum manni. Góð laun í boði. Svör sendist í afgreiðslu Mbl., merkt: „N - 11640“, fyrir 17. nóvember. Hússtjóri Nýja „Miðbæjarhúsið í Hafnarfirði" í Fjarðar- götu 13-15 leitar að stafsmanni til starfa við húsvörslu og rekstrarstjórn. Starfssvið viðkomandi er mjög fjölbreytt, m.a. við eftirfarandi störf: • Öryggisgæslu. • Smá viðgerðir. • Eftirlit með húseignum. • Umsjón og eftirlit með framkvæmdum. • Umsjón með og skipulag á ýmsum uppá- komum í sameiginlegu verslunarrými. • Annast ýmis önnur verkefni fyrir stjórn húsfélagsins. Leitað er að mjög fjölhæfum og laghentum einstaklingi, sem getur unnið sjálfstætt og skipulega, á gott með að umgangast fólk, hefur frumkvæði og metnað til þess að tak- ast á við ýmis verkefni. í boði er krefjandi og fjölbreytt starf, sem unnið er í dagvinnutíma, ásamt ágætum launum fyrir réttan aðila. Umsóknum um starf þetta skal skila á skrif- stofu mína og þar eru einnig veittar allar nánari upplýsingar. Teitur Lárusson, atvinnuráðgjöf, Austurstræti 14, 4. hæð, sími 624550, 101 Reykjavík. FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Sfðumúla 39-108 Reykjavík - sími 888500 - fax: 686270 Hefur þú áhuga á að vinna með börn- um eða unglingum? Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar óskar eftir að ráða fólk sem hefur áhuga á mannleg- um samskiptum til starfa í eftirtalin verkefni: Tilsjónarmaður/persónulegur ráðgjafi Um er að ræða hlutastarf sem felur í sér að hafa tilsjón með börnum og unglingum 20-40 tíma á mánuði. Starfið felur í sér stuðningshlutverk við barn eða foreldra (skv. 21. gr. laga nr. 58/1992 um vernd barna og unglinga) og fer vinnan fram bæði utan og innan heimilis barnsins. Við leitum eftir fólki, sem hefur áhuga á málefnum barna, og er æskilegur aldur um- sækjenda 25 ára og eldri, lágmarksaldur umsækjenda er 20 ára. Stuðningsfjölskyldur Við óskum eftir samvinnu við fjölskyldur á höfuðborgarsvæðinu, sem geta tekið börn reglubundið í helgarvistun t.d. eina helgi í mánuði eða eftir nánara samkomulagi. Fyrirhugað er að halda námskeið fyrir verð- andi stuðningsfjölskyldur. Allar frekari upplýsingar veita Harpa Sigfús- dóttir og Rúnar Halldórsson, félagsráðgjafar vistunarsviðs, í síma 888500 f.h. dagana 14.-18. nóvember. Reykjavík Þvottahús Óskum að ráða starfskraft í þvottahús Hrafnistu nú þegar. Upplýsingar gefur verkstjóri í síma 689500 virka daga frá kl. 8-16. au m *EE» Lögleg „au pair“ í Bandaríkjunum Verður þú næst á leið til Bandaríkjanna? ★ Þú eignast hóp af nýjum vinum. Þú kynnist bandarískum lífsháttum. Þú lærir enskuna vel. Þú ferðast og upplifir ævintýri. Þú dvelur f New York fyrstu 3 dagana f boði samtakanna. ★ ★ ★ ★ Við völdum „Au pair in America". Engin samtök bjóða jafn örugga, ódýra og góða þjónustu að okkar mati. Munið engin umsóknar- eða staðfestingar- gjöld. Fríar ferðir að dyrum fjölskyldunnar og fríar sjúkra- og slysatryggingar. Erum byrjuð að taka við umsóknum fyrir árið 1995. Fáið heimsenda bæklinga og upplýsingar strax. Linda Hallgrímsdóttir, sími 91-611183. í atvinnuleit Ungur maður, með BA próf í rússnesku, óskar eftir atvinnu. Upplýsingar í síma 685517 á kvöldin. UTA LAND SKRIFSTOFUMAÐUR Landqræðsla ríkisins í Gunnarsholti óskar eftir að ráða starfskraft til skrifstofustarfa sem fyrst og eigi síðar en 1. janúar 1995. Stofnunin er deildaskipt og þar starfa um 50 manns að jafnaði. Góð starfsaðastaða. Starfssvið: 1. Greiðsla og útskrift reikninga. 2. Færsla og afgreiðsla launa. 3. Umsjón með tölvum og tölvukerfum. 4. Áætlanagerð. Við leitum að starfskrafti með yfirgripsmikla tölvukunnáttu og fjármálaþekkingu. Æskileg þekking á launaútreikningum. Starfsreynsla skilyrði. Framtíðarstarf. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar "Landgræðslan 390" fyrir 19. nóvember n.k. Haevangur M NQRDISK FQRSKERUTDANNINGSAKADEMI NorFA leitar að starfsmanni Staða akademísks ráðunautar (á dönsku; fuldmægtig, norsku; fagkonsulent, sænsku; byradirektör, norsku; akademisk sagsbehandler) á skrifstofu NorFA í Ósló er hér með auglýst laus frá og með 1. mars 1995. Nordisk forskerutdanningsakademi (NorFA) var stofnuð af norrænu ráðherranefndinni árið 1991 og er markmiðið að styðja hreyfanleika vísindamanna á Norðurlöndum með því að styrkja starfsemi, er miðar að því að auka menntun norrænna vísindamanna. Á vegum NorFA eru meðal annars veittir styrkir til norrænna vísindahópa, vísindanámskeiða, vinnuhópa og málþinga sem og persónulegir styrkir vegna dvalar í öðru norrænu ríki. í starfinu felst almenn málsmeðferð, umsjón með umsóknum í tengslum við hina þrjá árlegu umsóknar- fresti vegna styrkja NorFA, sem og undibúningur og úrvinnsla stjórnarfunda NorFA. Þar sem í starfinu felst að vera í daglegum samskiptum við vísindamenn á öllum Norðurlöndunum, eru gerðar strangar kröfur til umsækjenda um að þeir geti tjáð sig á greinargóðan hátt um starfsemi NorFA, jafnt munnlega sem skriflega. Kröfur: - Háskólamenntun og reynsla af rannsóknum og stjórnunarstörfum í kringum vísindarannsóknir. - Góðir greiningarhæfileikar og færni í að tjá sig í máli og riti. - Auk ensku verður umsækjandi að hafa vald á dönsku, norsku eða sænsku, jafnt munnlega sem skriflega. Kaup og ráðningarskilyrði: Ráðningin er tímabundin og er samningur gerður til fjögurra ára. Ríkisstarfsmenn eiga rétt á leyfi meðan á ráðningartímanum stendur. Laun samkvæmt samningi. Skrifstofan er í Ósló og starfa þar nú fimm manns. Nánari upplýsingar um ráðningarskilyrði er hægt að fá með því að hafa samband við Ulla Bruund de Neergaard, skrifstofustjóra, í síma 90 47 22 03 75 24 eða hjá Marja Leena Magnusson, fagráðunaut í síma 90 47 22 03 75 23. Umsókn: Umsókn á aö vera póststimpluð í síðasta lagi föstudaginn 2. desember 1994 og hana ber að senda til: Nordisk forskerutdanningsakademi (NorFA), Postboks 2714, St. Hanshaugen, N-0131 Ósló, Noregi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.