Morgunblaðið - 06.12.1994, Síða 2

Morgunblaðið - 06.12.1994, Síða 2
2 C ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ H- ÍÞRÓTTIR Michael Jordan er lang tekjuhæsti iþrottamaðurinn 1994 MICHAEL JORDAN 2.070 milljónir kr. SHAQUILLE O’NEAL körfubolti 1.152 m.kr. 290 í laun 862 f. augtýsingar Á listanum yfir tekjuhæstu íþróttamennina eru einnig Til samanburðar má nefna að Guðbjörgin nýja kostaði um 1.600 milljónir kr. 11. Pete Sampras Tennis 731 m.kr. 12. Joe Montana Am. fótbotti 711 19. Steffi Graf Tennis 552 35. Roberto Baggio Knattspyrna 366 39. Gabriela Sabatini Tennis 338 1.021 m.kr. 938 2 s o s sc Oa= ^ o -5 o>| Nr.3 932 932 I <7> s Q 3 o Qc o o> Nr.4 S o GQ Q ^ QC -5 3: 03 QC Q- m o. o J3 Nr.5 I o Nr.6 835 828 CE O I ^ LU 5 S oll Nr.7 Q [jj - «4 CD 9æ 3- CD Nr.8 787 780 æ § Ul OC.to Q £ Nr.9 LU g *= ö Git 5Ji Nr. 10 ■ ÓLYMPÍUNEFND Asíu ákvað um helgina að þeir ellefu kínversku íþróttamenn sem féllu nýverið á lyfja- prófi skyldu skila verðlaunum sínum sem þeir unnu til á Asíuleikunum sem fram fóru í Hiroshima í október. ■ WAYNE Gretzky og stjömulið hans í íshokkí lék fyrsta leikinn af sex á ferð sinni um Skandinavíu um helgina. Stjörnurnar, sem hafa ekki leikið í tvo mánuði vegna verkfalls í NHL deildinni, virtust samt í góðu formi og unnu finnsku meistarana Jokerit 7-1 á laugardaginn. ■ STJÖRNURNAR léku aftur í Finnlandi á sunnudaginn, að þessu sinni við Ilves og töpuðu 4:3. ■ BENT Nygaard, _Daninn sem þjálfaði handboltalið ÍR og Fram fyrir um áratug, er nú við stjórnvöl- inn hjá danska liðinu GOG, sem dróst gegn FH í Evrópukeppninni. Von er á Nygaard til að „njósna“ um FH- inga í leiknum gegn Aftureldingu 17. desemben _ ■ SIGURBJÖRN Bárðarson hefur enn einu sinni verið útnefndur hesta- íþróttamaður ársins. „Innan Hesta- íþróttasambandsins er enginn íþróttamaður sambandsins, sem kemst nálægt honum hvað árangur varðar," sagði í tilkynningu frá sam- ÍHémR FOLK bandinu. „Stjórn HÍS telur Sig- urbjörn ímynd hins fullkomna íþróttamanns. Hann er strangur reglumaður í öllum lífsháttum. Hann stundar íþrótt sína af einstakri alúð og stefnir alltaf að hámarksárangri," segir ennfremur. ■ TVÖ ný lið koma inn í bandarísku NBA-deildina í körfubolta næsta keppnistímabil, Vancouver og Tor- onto — reyndar með einu skilyrði; að þau verði bæði búin að selja 12.500 ársmiða fyrir 31. desember næstkomandi. Vancouver hefur selt 9.000 miða og Toronto 8.000. Tak- ist þeim ekki ætluriarverkið verður þvl frestað um eitt ár að liðin komi inn í deildina! ■ LIÐ Seattle leikur ekki í heima- borginni í NBA-deildinni um þessar mundir; „heimaleikimir" fara fram í borginni Tacoma, en þangað er um 30 mínútna akstur frá Seattle. Ástæðan er sú að verið er að félagið er að byggja nýja íþróttahöll og vegna plássleysis í borginni var gamla höll- in rifin og hin nýja rís á sama stað. ■ RIDDICK Bowe, fyrrum heims- meistari í þungavigt hnefaleika, sigr- aði Larry Donald á stigum, í 12 lotu bardaga í Las Vegas um helg- ina. Dómarnir þrír úrskurðuðu Bowe allir sigurvegar. Ekki var um að ræða keppni um titil. ■ MICHEL, miðvallarleikmaður spænska knattspyrnuliðsins Real Madrid, sleit krossbönd í hægra hné í leik gegn Real Sociedad á laugar- dag, og verður ekki meira með í vet- ur. ■ BARCELONA hefur ekki gengið eins vel að skora í vetur og undanfar- in ár. Ronald Koeman, hollenski vamarmaðurinn sem gerði mark liðs- ins í 1:1 jafnteflinu gegn Deportivo um helgina, benti á hugsanlega ástæðu þessa: „Við þörfnumst annars Michael Laudrup," sagði hann. Laudrup var seldur til Real Madrid í sumar og hefur leikið mjög vel í vetur. „Við söknum hans sárlega,“ sagði Koeman. Það var iðulega Laudrup, sem átti síðustu sendingu áður en Barcelona skoraði. MENNING Foiystumenn íþróttalireyf- nesi um helgina. ingarinnar hafa verið íþróttir vega mjög þungt í lífi óþreytandi við að halda fram mik- ungs fólks. Fyrir skömmu kom ilvægi íþrótta fyrir börn og ungl- út bókin Um gild íþrótta fyrír inga og fengið góðar undirtektir íslensk ungmenni þar sem greint nema þegar þeir hafa farið fram er frá niðurstöðum viðamestu á aukinn skiining ráðamanna í rannsóknar sinnar tegundar og formi íjárveitinga. Ríkisvaldið og staðfesta þær svo ekki verður um sveitarstjórnir hafa vissulega styrkt íþrótta- IHHHHBBHBI SfS. r,ir«‘«uE Uppbyggingarstarf þ«s sem hafa b«r i íþróttahreyfingarinnar huga að hreyfingm hef- .. ... _. .« . ur á undanfömum árum HlílCllldr ðthyCjlÍ VGI*t átt erfiðara um vik með fjáröflun vegna almenns sam- dráttar og ástandsins í þjóðfélag- inu og stöðugt erfíðara reynist að fá sjálfboðaliða til starfa. Samkvæmt framvarpi til fjár- laga 1995 er gert ráð fyrir að íþróttasamband íslands fái 24 milljónir úr ríkissjóði, ólympíu- nefnd íslands þijár milljónir, Ólympíunefnd fatlaðra 1,5 millj- ónir, Iþróttasamband fatlaðra 8,5 milljónir, íþróttamiðstöð íslands 1,3 milljónir, Launasjóður stór- meistara í skák 6,5 milljónir, Skákskóli íslands 2,5 milljónir og 10,7 milljónir fari I ýmis Iþrótta- mál. Heildarframlag er áætlað 63 m. kr. og lækkar um 14 miljj- ónir samanborið við fjárlög 1994. Velta I'SÍ 1993 var um 213,4 milljónir og héldu lottótekjur hreyfingunni gangandi sem fyrr en þær námu um 160 millj. kr. ÍSÍ varði liðlega átta milljónum kr. í útbreiðslustarf og fræðslu- mál 1993, en Knattspyrnusam- band íslands, lang öflugasta sam- bandið með á þriðja tug þúsunda iðkenda sem er um 23% skráðra iðkenda I íþróttum innan ÍSÍ, setti um níu milljónir í fræðslumálin á liðnu starfsári og á fjárhagsáætl- un fyrir næsta ár var svipuð tala samþykkt á ársþingi þess á Akra- villst hvað íþróttastarfið og þátt- taka I íþróttum hafa mikið að segja. Iþróttamálefni falla undir Ólaf G. Einarsson menntamálaráð- herra. „Niðurstöður bókarinnar eru mjög merkilegar og einsýnt er að þær hafa mikið giidi fyrir stjórnvöld til að segja þeim I hvað eigi að veija peningunum,“ sagði hann I viðtaji við Morgunblaðið á dögunum. „í mínum huga er það engin spuming að niðurstöður svona kannanna á að nýta og meira fé verður lagt I þessi við- fangsefni," sagði hann ennfrem- ur. Islendingar leggja mikið upp úr öflugu menningarlífi og er það vel. Hins vegar gleymist oftar en ekki að íþróttir eru hluti af menn- ingunni og því sem henni fylgir. „A Akranesi er knattspyrna menning,“ sagði Gísli Gíslason, bæjarstjóri, í ávarpi sínu á árs- þingi KSÍ. „Án knattspyrnu væri Akranes svipur hjá sjón og sama má segja um ísland I heild. Án knattspymu værum við stórum og göfugum þætti fátækari.“ Steinþór Guðbjartsson Hvað er sunddrottningin BRYNDÍS ÓLAFSDÓTTIR að gera íkraftlyftingum? Konur mega vera sterkar ÞAÐ kom mörgum áhorfendum á óvart að sjá margfaldan íslandsmeistara í sundi, kvenkyns þar að auki, keppa á kraft- lyftingamóti um helgina. En sunddrottningin Bryndís Ólafs- dóttir keppti ein kvenna innan um digurvaxna karlkyns kepp- endurna og stóð sig vel. Hún sló persónulegt met í hnébeygju í þessari fyrstu kraftlyftingakeppni, sem hún tekur þátt í. Hún hafði Guðna Sigurjónsson sér til aðstoðar, en hann varð heimsmeistari í kraftlyftingum árið 1991. Góða leiðsögn hef ur hún því fengið á æfingum. Uppúr tvítugu er íþróttafólk yfirleitt búið að finna sér farveg í keppnisíþróttum, en því er öfugt farið hjá Bryndísi. Á 25. aldursári er hún að söðla um, a.m.k. að hluta. Eftir Gunnlaug Röngvaldsson Eftir fjölmarga sundtitla og ís- landsmet I laugum landsins, þá ákvað hún að keppa I því að lyfta lóðum. Það að lyfta þungum lóð- um er henni þó ekkert nýtt, þó hún hafi ekki keppt fyrr. Bryndís hefur lyft lóðum I æfingastöðvum frá 16 ára aldri ásamt því að synda, til að hafa aukinn kraft og styrk. Þessa dagana er hún nemandi í íþróttakennaraskólan- um að Laugarvatni og líkar vel. „Ég ólst upp við þá hugsun að heilbrigði og það að vera sterkur væri gott fyrir bæði karla og kon- ur“, sagði Bryndís í samtali við Morgunblaðið eftir kraftlyftinga- mótið. „Foreldrar mínir hugsuðu vel um heilsuna og ég lærði af þeim að borða gott fæði og styrkja Iíkamann.“ En er ekki of langt gengið að fara í kraftlyftingar, finnst ekki vinum þínum það bara vera fyrir karlmenn? „Eg hef aldrei hugsað þannig. Konur mega líka vera sterkar og vinum mínum finnst þetta ekkeft vitlaust. Ég er rétt að byija að keppa I þessu, en hef æft lyfting- ar með sundinu og það hefur skil- að mér árangri. Þolið úr sund- íþróttinni mun hjálpa mér mikið í kraftlyftingum. Ég hef aldrei Morgunblaðið/Gunnlaugur BRYNDÍS Ólafsdóttir, sunddrottning, keppir nú í kraftlyftingum. Hér setur hún persónulegt met í réttstöðulyftu, 112,5 kg. haft þá hugsun að sumt passi körlum og annað konum.“ Ertu ánægð með árangurinn í mótinu? „Þetta var sæmilegt I fyrstu tilraun. Ég náði að setja persónu- legt met I réttstöðulyftu, lyfti 112.5 kílóum, sem var ágætt. í bekkpressu lyfti ég 55 kg og 102.5 I hnébeygju. Ég var nú hálfeiminn innan um alla karlana, en veit þó núna hvar ég stend og þarf að bæta mig.“ Geta konur nýtt sér aukinn lík- amsstyrk? „Já, I daglegu lífi, rétt eins og karlmenn. Líkamlegt ásigkomu- lag skiptir miklu máli. Svo ætla ég sjálf að nýta þann kraft sem ég fæ útúr æfingum og mótum vetrarins á keppninni Sterkasta kona landsins seinna I vetur. Þar mun ég keppa í aflraunum gegn sterkum konumog sú keppni heill- ar mig mikið. Ég hef fylgst með aflraunamótum karla og haft gaman af. Ég komst ekki inn í síðustu kvennakeppni, en hefur verið boðin þátttaka nú, það verð- ur spennandi mál.“ Áttu möguleika í að vinna í þeirrí keppni? „Ég á jafna möguleika og allar hinar stelpurnar. Eg keppti á litl- um aflraunamótum I sumar og gekk ágætlega, svona keppni virð- ist eiga vel við mig. Svo svamla ég með í sundinu, það er erfitt að slíta sig frá því eftir svo mörg ár I keppni. En lyftingar og afl- raunir er það sem koma skal,“ sagði Bryndís.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.