Morgunblaðið - 08.12.1994, Blaðsíða 2
2 C FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
KVIKMYNDIR VIKUNIMAR
Sjóinivarpið ■ Stöð tvö
FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER
VI 0n IC^Sonur forsetans
IM. 4l.Iu (The Presidents
Child) Bandarísk sjónvarpsmynd frá
1992 byggð á sögu eftir Fay Weldon.
Blaðakona óttast um Iíf sitt og sonar
síns þegar ráðgjafi föður drengsins
og forsetaframbjóðanda fer að hrella
þau.
LAUGARDAGUR 10. DESEMBER
|f| n 1 Cfl ►Draumórastúlkan
IVI. L I.UU (Daydream Believer)
Áströlsk gamanmynd frá 1990. Mold-
ríkur glaumgosi hittir stúlku sem er
elskari að hestum en mönnum og þótt
allt gangi á afturfótunum hjá honum
upp frá því takast með þeim góð kynni.
| ►'Eldhugarnir (Fire
Birds) Bandarísk
spennumynd frá 1990 um þyrlusveit
sem send er gegn kólumbískum eitur-
lyfjabarónum.
Kl. 23.30'
SUNNUDAGUR 11. DESEMBER
Kl. 22.40 (Abra
Abrahams
(Abraham’s Gold)
Þýsk bíómynd frá 1990 um Bæjara
sem hafa ólíkar skoðanir á framferði
nasista í seinna stríði. Myndin hlaut
sérstök verðlaun áhorfenda á kvik-
myndahátíðinni í Cannes.
FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER
U91 11» ► Karl mikli Charle-
• L I. I (I magne) Fjölþjóðlegur
myndaflokkur sem gerist á miðöldum
og fjallar um ástir og ævintýri Karls
mikla sem nefndur hefur verið Karla-
magnús á íslenskum bókum. Seinni
þættirnir tveir verða sýndir á föstu-
dags- og sunnudagskvöld.
III íl nc ►Staðgengillinn (The
III. ll.tU Temp) Spennumynd
um miskunnarlausa valdabaráttu og
metorðagimd innan veggja stórfyrir-
tækis á okkar dögum. Aðalsöguper-
sónan er Peter Derns, aðstoðarfram-
kvæmdastjóri, sem er í sárum og
nokkrum fjárhagskröggum eftir að
hann skildi við eiginkonu sína. Það
birtir þó aðeins yfir honum þegar sæt
stelpa, Kris Bolin, er lausráðin sem
ritari hans. En þegar dularfull slys
verða til þess að það losnar um stjóm-
unarstörf í fyrirtækinu fer Peter að
gmna að ekki sé allt með felldu.
Stranglega bönnuð börnum.
LAUGARDAGUR 10. DESEMBER
in 99 ni: ►Hvað með Bob?
III. £4.UU (What About Bob?)
Gamanmynd með Bill Murray og Ric-
hard Dreyfuss I aðalhlutverkum.
Murray leikur Bob Wiley, fælnisjúkl-
ing af verstu gerð, og Dreyfuss er
geðlæknirinn Leo Marvin sem reynir
að rétta honum hjálparhönd. En
vandamál Bobs em engin venjuleg
vandamál og Leo fær sig fljótiega
fullsaddan á suðinu í þessu hrjáða við-
undri. Hann ákveður því að bregða
sér með fjölskylduna upp I sveit en
er varla fyrr kominn þangað en Bob
ber að dymm. Hann sýnir ekki á sér
neitt fararsnið og nær með tímanum
að heilla alla fjölskylduna upp úr skón-
um - alla nema Leo sem á enga ósk
heitari en að Bob væri kominn út í
hafsauga.
Ifl 99 MM réttu augnabliki
nl. 4Ú.3U (Public Eye) Sagan
hefst í New York árið 1942. Við kynn-
umst ljósmyndaranum Leon Bemstein
sem hefur næmt auga fyrir listrænni
hlið sorans í undirheimum borgarinnar
og er alltaf fyrstur á vettvang þegar
eitthvað hrikalegt er að gerast.
Stöð tvö
SUNNUDAGUR 11. DESEMBER
FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER
M99 QC ►Herra Johnson
. LL.VV (Mister Johnson)
Myndin gerist í Afríku á þriðja áratug
aldarinnar. Blökkumaðurinn Johnson
hefur hlotið menntun hjá breskum trú-
boðum í heimaiandi sínu. Hann lítur
á sjálfan sig sem Breta og hefur enska
siði í hávegum. Herra Johnson dáir
nýlenduherrana og starfar fyrir yfir-
valdið á staðnum, Harry Rudbeck.
Bönnuð börnum.
M91 QC ►Fimmburarnir (The
■ L I.UU Million DoIIar Babies)
Nú verður sýndur fyrri hluti þessarar
sannsögulegu framhaldsmyndar um
bandarísku fimmburasystumar sem
áttu heldur ömurlega æsku. Þegar þær
fæddust árið 1934 varð uppi fótur og
fit í fjölmiðlaheiminum. Ekki leið á
löngu uns yfirvöld skárust í málið og
að lokum fór svo að stúlkumar fimm
voru teknar af foreldrum sínum. Þeirra
beið það líf að vera eins konar sýning-
ardýr og fólk ferðaðist heimsálfa á
milli til þess að berja þær augum.
Kl n nc ►Bugsy Glæpaforingj-
III. U.Ulf arnir Meyer Lansky,
Charlie Luciano og Benjamin Bugsy
Siegel ráða lögum og lofum í undir-
heimum New York-borgar. Þeir
ákveða að færa út kvíamar og Bugsy
fer til Los Angeles til að hasla sér
völl þar. Þar kemst hann fljótlega í
kynni við kvikmyndastjörnur frá
Hollywood og heillast af hinu ljúfa lífi
en þó mest af leikkonunni Virginiu
Hill sem gengur undir viðumefninu
Flamingóinn.
MÁNUDAGUR 12. DESEMBER
I ] I • l |f| 04 in ►Fimmburarnir (The M. L I.4U - Million Dollar Babies) Það er komið að seinni hluta þessarar sinstöku, sannsögulegu framhalds- myndar um fimmburasysturnar sem aldar voru upp á kaldranalegan hátt í skjóli bandarískra yfirvalda.
ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER
|f| OQ 111 ►Arizona yngri (Rais- III. ZÚ.4U ingArizona)H.I. „Hi“ McDonnough á sér draum um að beygja af glæpabrautinni og eyða ell- iárunum með lögreglukonunni sem bókaði hann þegar hann fór síðast í fangelsi. En þau geta ekki eignast barn og fá eitt „lánað“ hjá hjónum sem eignuðust fimmbura.
MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER
Kl OQ 1 n ►Veðmálið (Dogfight) Hl. ZÚ. 1U Árið er 1963. Nokkrir landgönguliðar fara í ljótan leik sem hefur óvæntar afleiðingar. Strákarnir reyna allir að finna sér stelpu og sá sigrar sem kemst á stefnumót með þeirri ljótustu. Þetta er hrífandi saga um einmanaleika og mannleg sam- skipti.
FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER
K| 99 9|| ►Dauðasyndir (Mor-
III. LL.LU tal Sins) Séra Tom
Cusack er kaþólskur prestur í klípu.
Hann hefur heyrt skriftamál kvenna-
morðingja sem hefur þann undarlega
sið að veita lífvana fórnarlömbum sín-
um hinstu smurningu. Tom er bundinn
þagnareiði og má því ekki liðsinna
lögreglunni við rannsókn málsins.
Ættingjar stúlknanna, sem myrtar
hafa verið, gagnrýna prestinn harð-
lega fyrir skeytingarleysi og lögreglan
beitir hann miklum þrýstingi.
BÍÓIN í BORGINNI
Arnaldur Indriðason/Sæbjörn Valdimarsson
BÍÓBORGIN
Kraftaverkið á jólum -k k
Ekta Hollywoodmynd og ekta jóla-
mynd með Richard Attenborough í
hlutverki jólasveinsins, sem verður að
sanna að hann sé raunverulega til.
Glansmyndarleg og væmin en ágæt-
lega leikin.
Sérfræðingurinn k'h
Afleit dramatík og ástarleikir í andar-
slitrunum í flottum umbúðum. Leik-
stjórinn, Stalione og Stone hefðu mátt
stúdera Síðasta tangó í París fyrir
tökumar. Örfá góð átakaatriði bjarga
myndinni frá núllinu.
/ blíðu og stríðu k k
Áfengisböl húsmóðurinnar Meg Ryan
setur heimilislífið á annan endann.
Meiningin er góð en útkoman sætsúpa
með örfáum piparkornum.
Fæddir morðingjar k-k-k
Áhrifamikil háðsádeila Olivers Stones
á ofbeldisdýrkun og fjölmiðlafár I
Bandaríkjunum byggist á stöðugu
áreiti í frábærlega hugvitsamlegri
myndgerð. Ofbeldis- og öfgafull, djörf
og mjög vel leikin.
BÍÓHÖLLIN
Kominn í herinn k'U
Klén samsuða sem reynir að líkja eft-
ir annarri og betri herkómedíu, „Strip-
es“. Allir gömlu herbúðabrandaramir
notaðir aftur í andlausu gríni.
Risaeðlurnar kk
Heldur tilþrifalítil teiknimynd frá
Spielberg um uppáhalds gæludýrin
hans. Einungis fyrir smáfólkið.
Leifturhraði kkk'U
Æsispennandi frá upphafi til enda,
fyndin og ótrúlega vel gerð. Hasar-
mynd eins og þær gerast bestar.
Villtar stelpur k'A
Reynt að hressa upp á vestraklisjur
með því að hafa kvenfólk í aðalhlut-
verki. Það gengur ekki upp frekar en
annað.
„M Butterfly" k k
Maður elskar karl í konulíki. Mikill
harmleikur, vel leikinn af Jeremy Ir-
ons. Útlit myndarinnar gott en efnið
og úrvinnslan óaðlaðandi.
Skýjahöllin kk'/i
Laglega gerð og leikin bama- og fjöl-
skyldumynd en meinleysisleg.
HÁSKÓLABÍÓ
Heilagt hjónaband k
Einkar óspennandi gamanmynd um
skringilegt hjónaband 12 ára stráks.
Leonard Nimoy leikstýrir og hefði
bersýnilega átt að halda sig við Spock.
/ loft upp k k
Það er flest allt upp í loft í hálf mis-
lukkaðri spennumynd þar sem ekkert
stendur uppúr annað en góðar brellur
og magnaðar sprengingar. Jeff
Bridges tekur hlutverkið of alvarlega
miðað við innihald myndarinnar.
Hvítur kkk
Blár var góð, Hvítur enn betri I þrennu
Kieslovskis um undirstöðuatriði lýð-
ræðis. Meinfyndin söguskoðun um
ástandið í Póllandi en fyrst og fremst
snýst hún um mannlegar tilfínningar.
Bein ógnun kkk
Harrison Ford í essinu sínu í mjög
góðri spennumynd um ólöglegar leyni-
aðgerðir gegn kókaínbarónum Kól-
umbíu. Ford má ekki vamm sitt vita
og lendir upp á kant við sjálfan forset-
ann. Fínasta mál.
Forrest Gump kkk'A
Tom Hanks fer á kostum í frábærri
mynd um einfelding sem ferðast um
sögu Bandaríkjanna síðustu þijá ára-
tugina og lendir í ýmsu. Ljúfsár,
skemmtileg, fyndin, gerð með ríkri
saknaðarkennd og einstaka sinnum
ber fyrir sönnum kvikmyndalegum
töfrum.
Næturvörðurinn kkk
Verulega góður danskur tryllir sem
gerist í líkhúsi. Ekta spenna og óhugn-
aður í bland við danskan húmor gerir
myndina að hinni bestu skemmtun.
Fjögur brúðkaup og jarðarför
★ ★ ★
Mjög góð rómantísk gamanmynd um
allt það sem getur gerst við fjögur
brúðkaup og eina jarðarför. Hugh
Grant fer á kostum.
LAUGARÁSBÍÓ
Ný martröð k
Það væri óskandi að ófögnuðurinn
Freddy Kruger sé nú loksins endan-
lega kvaddur niður. Ómerkilegt og
margtuggið.
Gríman kk'A
Skemmtileg og fjörug mynd í hasar-
blaðastíl um mannleysu sem verður
ofurmenni þegar hann finnur dular-
fulla grímu. Jim Carrey fer með titil-
hlutverkið og er ekkert að spara sig.
REGNBOGINN
Bakkabræður í Paradis k'A
Þrír I ræður ræna banka úti á lands-
byggðinni og sjá svo eftir öllu saman.
Jólagamanmynd í ódýrari kantinum
með nokkrum góðum sprettum en
heildarmyndin er veik.
Undirleikarinn k k
Hádramatísk frönsk mynd um ástir
og afbrýði, húsbændur og hjú á tímum
síðari heimsstyijaldarinnar. Flatn-
eskjuleg og átakalítil og snertir mann
ekki þrátt fyrir allt.
Reyfari kkk'A
Frábær verðlaunamynd eftir Tarant-
ino um líf og örlög bófa í Los Angel-
es. Einkar safaríkt leikaralið fer á
kostum í vel mótuðum og skrifuðum
hlutverkum og hér endurfæðist John
Travolta. Tarantino er maður framtíð-
arinnar.
Lilli er týndur k k
Brandaramynd um þtjá þjófa og raun-
irnar sem þeir lenda í þegar þeir ræna
níu mánaða milljónaerfingja. Virkar
eins og leikin teiknimynd.
Allir heimsins morgnar kkk
Listræn frönsk stórmynd sem er seint
á ferð og slitin en hvalreki fyrir unn-
endur góðra mynda engu að síður og
fjallar um lífið andspænis listinni.
SAGABÍÓ
Kraftaverkið á jólum (sjá Bíóborg-
ina)
Sérfræðingurinn (sjá Bíóborgina)
STJÖRNUBÍÓ
„Threesome“ kk'A
Rómantísk gamanmynd úr ameríska
háskólalífinu þar sem tveir strákar og
ein stelpa mynda skondinn þríhyrning.
Margt skemmtilegt og klúrt en mynd-
in ristir grunnt.
Það gæti hent þig k k'A
Lottóvinningur setur lífíð úr skorðum
hjá þremur persónum. Ágæt gaman-
mynd sem á sína góðu spretti en dal-
ar heldur er á líður. Nicolas Cage og
Rosie Perez I toppformi.
Biódagar kk'A
Friðriki Þór tekst frábærlega að end-
urskapa horfinn tíma sjöunda áratug-
arins í sveit og borg en myndin líður
fyrir stefnuleysi í síðasta hlutanum.