Morgunblaðið - 23.12.1994, Síða 5

Morgunblaðið - 23.12.1994, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 1994 B 5 DAGLEGT LÍF BORGflRBÓKflSflFN Sú brúna er alltaf í útláni ÞÓTT bókin Á slóð kolkrabbans eftir Örnólf Árnason beri ljótustu bóka- kápu, sem útgef- andi bókarinnar hefur séð, varð hún metsölubók og er ein af vinsælli bókum hjá Borgar- bókasafninu. Ingvi Þór Korm- áksson, bóka- safnsfræðingur í aðalsafni, segir að frá því bókin var gefin út, 1991, hafi hún meira eða minna verið í út- láni. Enn er fólk á biðlista eftir bókinni í tveimur útibúum og þó voru keypt viðbótareintök. Miðað við fjölda bóka sem safnið á má ætla að um 1.000 manns hafí bók- ina að láni frá því hún kom út. - Hvað finnst þér um bókakáp- una? „Þótt ég hafi margoft séð bókina man ég ekki hvernig kápan lítur út. Eg man að hún er brún og í huga mér er hún einfaldlega brúna bókin. Þessi tíðu útlán sýna, að mínu mati, að innihald bóka er það sem skiptir mestu máli.“ — Geturðu nefnt dæmi um bókakápu sem þérfinnst velheppn- uð? „Á ljóðabókum eru oft fallegar kápur og í svipinn man ég eftir Ansjósum eftir Braga Ólafsson. Sú kápa fannst mér fjörug.“ — Hvaða bókakápa finnst þér ljótf „Á bókasafni sér maður margar ljótar kápur, dásamlega ljótar. Mér og vinnufélögum mínum fínnst Hamingjuríkt sumar hafa ágætlega ljóta kápu. Litir eru ljótir, myndir væmnar og skreytingar í kringum myndina gera kápuna yfírgengi- lega væmna." ■ MÁIOG MENNING Mikið lagt í kápur HALÓDÓR Guð- mundsson, útgáfu- stjóri hjá Máli og menningu, álítur helsta einkenni í útgáfu hér vera hversu mikið er lagt í bókarkápur. Hann viðurkennir þó að honum orðið á að samþykkja forljótar kápur. Hann segir að oftast sé haft samráð við höfunda um bókarkápu og alltaf þegar fagurbókmenntir eiga í hlut. „I þeim tilvikum leitum við oftast til myndlistarmanna vegna hönnunar á kápu. Einnig höfum við hönnuð í fullu starfi og leitum sárasjaldan auglýsinga- stofu. Þegar bækur eru þýddar kaupum við einstaka sinnum notk- unarrétt á erlendri kápu. — Hvaða hlutverki gegnir bókar- kápa? „Hlutverk hennar er tvíþætt og kúnstin er að samræma þessa tvo þætti. Kápa á að lýsa anda bókar- innar og hún gegnir líka markaðs- legu hlutverki. Hún þarf að vera til þess fallin að fólk staldri við og skoði hana.“ — Hvaða bókarkápa finnst þér hafa heppnast best? „Mér fínnst kápan á Kvikasilfri eftir Einar Kárason ein besta bóka- Vel hönnuð kápa og Falleg, fáguð og fín- Erótísk mynd og Góð myndskreyting viðeigandi mynd. leg bókarkápa. fagrir litir. á fjörugri kápu. Nokkur orð um bókakápur Eins og umbúðir Uppáþrengjandi og Ivápavinnurá Þessi kápa lofar um smurolíu. ljót mynd. móti bókinni. engu um bókina. Slepjuleg og minnir á lakan ástarróman. Skemmtilega hallær- isleg, en misheppnuð. í BLÍQU 0<3 S T R í Ð U (i-lix aw 4«<>m II la upp settir stafír og ljót grafík. SMERrn STQmSKER s Tilraun til að vera fyndin mistókst. kápan í ár. Hún er einföld en sterk. Litla gjafabókaröðin okkar, um vin- áttu, lífið og hamingju er líka mjög vel heppnuð, enda fékk hún hönn- unarverðlaun frá Samtökum iðnað- arins. — Hvaða bókakápa finnst þér misheppnuð? „Það er kápa sem við berum ábyrgð á, það er ljóðabók sem við gáfum út í samvinnu við Amnesty International og heitir Úr ríki sam- viskunnar. Þetta er hin ágætasta bók og mynd á kápu er prýðileg, en þegar allt er lagt saman, er útkoman algerlega misheppnuð, fínnst mér.“ ■ VAKA-HELGAFELL Metnaður mætti vera meiri KRISTINN Arnar- son, aðalritstjóri hjá Vöku-Helga- felli segir, að rit- stjórar og mark- aðsstjórar leggi yfirleitt línur um útlit bókarkápu, sem ýmist eru hannaðar innan- húss eða á auglýsingastofum. Aðspurður um hlutverk bó- kakápu segir hann: „Bókarkápa er eina beina auglýsing bókarinnar. Hún á að ná til markhópsins og segja: Komdu og kauptu mig. Hún á líka að vera í samræmi við efni bókarinnar.“ — Geturðu nefnt dæmi um vel heppnaða bókakápu? „Kápa Sniglaveislunnar finnst mér best af þeim bókum sem nú komu út,. Hún er nýstárleg, einföld og vinnur vel á. Mér finnast kápur á endurútgáfu ritverka Halldórs Laxness hafa heppnast mjög vel, en þar fengum við þjóðkunna ís- lenska listamenn til liðs við okkur og þeir fengu fíjálsar hendur. Á unglingabókinni Haltu mér fast finnst mér kápan vera góð. Þar er höfðað til lesendahópsins 15-17 ára og bókarkápan er nægilega óraunveruleg til að höfða til ímynd- unaraflsins.“ Þegar markaðsstjórar og rit- stjórar hafa áttað sig á hveijum þeir vilja helst selja bækurnar leggja þeir línur fyrir hönnuð og benda honum á kafla í bókinni til að vinna út frá. „Stundum fær hönnuður bókina til lestrar áður en hann hannar bókakápu. Við eyðum miklum tíma í hönnun og oft eru margar hugmyndir komnar á blað áður en endanlegt útlit hennar er ákveðið." — Hvaða bókarkápa finnst þér Ijót? „Mér finnast oft áberandi ljótar kápur á barnabókum og ætti metn- aður að vera meiri á þessu sviði. Til dæmis mætti velja bókakápu ársins eða hvetja á annan hátt til vandaðri vinnubragða. Mér finnst erfitt að velja einhveija eina ljóta bókarkápu, en helst dettur mér í hug bókin um ofurhugann Óla í Olís. Sú bókarkápa minnir mig miklu frekar á umbúðir um smurol- íu en bók um athafnamann.“ ■ FRÓÐI Vil hlýja liti á bók- arkápu STEINARI Lúð- víkssyni, útgáfu- stjóra hjá Fróða, finnast bókarkáp- ur hér vera nokkuð góðar. „Yfirleitt er lögð rækt við þær og oft eru þær vel heppnaðar, þótt auðvitað komi öðru hvoru lélegar kápur. Höfundar hjá okkur koma yfír- leitt með hugmyndir að því sem þeir gætu hugsað sér að hafa á bókarkápu, en við tökum endan- lega ákvörðun. Þegar bækur eru þýddar kaupum við oft notkunar- rétt á bókarkápu af erlendu bók- inni, enda er það ódýrara en að láta hanna nýja kápu.“ — Hvaða bókarkápa finnst þér best heppnuð? „Kápan á bókinni um Krumma. í henni er dulúð en Krummi horfir ákveðið á þann sem horfir á bók- ina.“ — Hvaða hlutverk hefur bókar- kápa? „Hún á að koma til fólks skila- boðum um innihald bókar, en hún á líka að vera þannig að eftir henni sé tekið þegar hún liggur innan um allar hinar bækurnar.“ BjORN e« SVEINN — Hvaða bókarkápa finnst þér Ijót? „Kápan á bók Megasar, Björn og Sveinn. Sú kápa finnst mér misheppnuð, því söguefnið gefur tilefni til að hafa bókarkápu mjög sterka, en þessi kápa segir ekki neitt. Ég hefði viljað sjá söguper- sónurnar, Axlar-Bjöm og Svein skotta, sem voru karakterar og myndrænar persónur.“ Steinar viðurkennir að hafa tek- ið ákvarðanir um misheppnaðar bókarkápur. „Ég er sérvitur og vil til dæmis ekki hafa kalda liti á kápu, því þeir eru fráhrindandi. Erlendar athuganir hafa sýnt að best er að nota hlýja liti og einnig getur verið gott að setja gyllingar á bókarkápu til að auka hughrif kaupenda." ■ SKJALDBORG Ræður miklu um sölu bókar „BÓKAKÁPUR eru eilífðarvanda- mál og skoðanir á útliti þeirra eru mjög skiptar," seg- ir Björn Eíríksson, forstjóri Skjald- borgar. „Við byij- um oft að velta fýrir okkur kápum um svipað leyti og byijað er að skrifa bók. Höfundar era oftast hafðir með í ráðum og við reynum að koma til móts við óskir þeirra. Við eigum samt lokaorðið. Ég er þeirrar skoðunar að bókakápur ráði miklu um sölu bóka, þótt reyndar hafí ég séð að það gildir ekki alltaf.“ Gaf sjálfur út þá Ijótustu Björn vísar hér til bókarinnar Á slóð kolkrabbans sem Skjaldborg gaf út 1991. „Kápan á þeirri bók fannst mér mjög ljót og ég er enn ekki sáttur við hana. Bókin varð þó metsölubók, svo ljóta kápan virt- ist ekki draga úr sölunni.“ Eins og hjá öðram útgefendum er oft keypt- ur réttur til notkunar á erlendri bókakápu þegar bók er gefín út í íslenskri þýðingu. Björn kveðst síð- ur nota þjónustu auglýsingastofa nú en áður vegna kostnaðar. „Við höfum hönnuð innan húss sem ger- ir megnið af kápunum.“ — Hvaða hlutverki gegnir bóka- kápa? „Hún á að vera falleg og auga kaupanda verður að sjá bókina í langri röð annarra í bókabúð. Það er mjög gott ef kápa getur sagt eitthvað um bókina, því fólk þarf að skynja hvemig bókin er þegar það sér kápu.“ — Hvaða bókakápa finnst þér góð? „Mér finnst kápan um Dýralækni í stríði og fríði hafa heppnast mjög vel. Við veltum bókakápunni mikið fyrir okkur og mér fínnst hún falla vel að efni bókarinnar.“ Bjöm hefur, eins og aðrir útgef- endur, tekið ákvörðun um að setja ljóta kápu á bók, en sú sem fær mesta gagnrýpi í ár, er bókin um ofurhugann, Óla í Olís. Um hana segir Björn: „Mér finnst hún ekki ljót. Sannleikurinn er sá að við höfð- um ekki aðgang að annarri mynd af Óla í starfí, en það fannst okkur skipta máli. Annað sem við höfðum löngu ákveðið var að hafa Olís-liti á kápunni. Mér fínnst myndin lýsa honum afar vel eins og honum er lýst í bókinni. Ég sé í anda for- stjóra annara olíufyrirtækja leysa bensínafgreiðslumann af í starfí. Það gerði Óli heitinn, eins og sést á bókakápunni. Ég viðurkenni að kápan er óvenjuleg, en ég get ekki fallist á að hun sé ljót. Alla vega skemmir hún ekki fyrir sölu.“ ■ Brynja Tomer

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.