Morgunblaðið - 23.12.1994, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.12.1994, Blaðsíða 10
10 B FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER1994 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG HÁTÍÐARHÖLD á aðventunni. Morgunblaðið/Eyjólfur Guðmundsson BEÐIÐ eftir innritun í Glasgow. Aðalverktakaball í Glasgow Vogum - RÚMLEGA hundrað og sextíu starfsmenn íslenskra aðal- verktaka og undirverktaka ásamt mökum fóru nýlega til skosku borgarinnar Glasgow í skoðunar- skemmti- og verslunarferð. Meðal dagskrárliða voru skoðunarferðir um borgina og farið var um ná- grenni hennar. Hópurinn dvaldi á Hospitality Inn og var haldið skoskt kvöld og snæddu menn dýrindis mat og horfðu á þjóðleg skosk skemmti- atriði og síðan var slegið upp balli fyrir hópinn. Ferðalangarnir höfðu í nógu að snúast því menn kíktu í búðir, skoðuðu lífið í borginni og sáu hátíðarhöld borgarbúa vegna aðventunnar. ■ Þjððemi gesta til nóvemberloka GESTIR frá um 128 þjóðlöndum komu til íslands frá janúar til nóvemberloka á þessu ári og alls voru útlendingar 172.345. Þegar hugað er nánar að skiptingu má sjá að Evrópulönd gnæfa upp úr og þaðan kemur bróðurpartur allra útlendinga. Frá Norður-Ameríku komu um 25 þúsund manns og eru í þeirri tölu auk Bandaríkj- anna, Kanada, Mexíkó og eyríki í Karabíska hafinu. Augljóst er að nokkur Asíulönd sækja á þótt heildartalan sé ekki ýkja há eða rúm 4.500 frá 26 ríkj- um. Af þeim voru 1.965 frá Japan og 1.407 frá Taiwan. Hingað komu menn frá 34 lönd- um Afríku en talan er ekki há, um 333 alls. Frá Suður-Ameríku komu um 280 frá 12 ríkjum og 28 komu frá 7 löndum í Mið-Amer- íku. Þá komu alls 589 frá Ástralíu og Nýja Sjálandi. Geta má þess að allmargir teljast ríkisfangslaus- ir og að fyrrverandi ríki Sovetríkj- anna eru í einni tölu og eru ekki meðtalin í Evróputölum, nema Eystrasaltsríkin, Eistland, Lett- land og Litháen. ■ í janúar til nóvember 1994 140.043 Frá Asíu Frá Ástralíu og N.-Sjálandi Frá fyrrverandi Sovétríkjum Frá Afríku Frá Suður- og Mið-Ameríku 4.548 589 518 333 304 Hvað heitir flugvöllurinn%^ og hvað er^^ langt í bæinn af vellinum? 4 I ' Borg Flugvöllur bors. Ajiena Hellenikon 12 Bandar Seri Begwan Brunei Int. 8 Brussel Zaventem 12 Colombo Katunayake 36 Delhi Indira Gandhi Int. 17 Dakar Zia Int 19 Frankfurt Rhine Main 10 Hanoi Naoi Bai Int. 45 Istamhul Ataturk int. 25 Jóhannesarborg Jan Smuts 23 Kuala Lumpur Subang 23 Los Angeles Los Angeles Int. 24 Madrid Barajas Int. 15 Manchester Manchester Ringway 16 Seul Kimpo 26 Singapore Changi 20 Sydney Kingsford Smith 11 Vfnarborg Wien Schwechat 18 Zurich Kloten 12 1 iwl í byrjendabrekku á snjobretti EITT það erfiðasta fyrir konur á fertugsaldri sem reyna að læra á snjóbretti er að standa aftur upp eftir byltu. Það er ekkert grín að sitja á jörðinni, með fæturna fasta á skjön og eiga að lyfta aftur- endanum og standa upp. Sem betur fer gefast mörg tæki- færi til að æfa þessa hreyfmgu til að byrja með og hún kemst upp í vana. Eins það að liggja á bakinu og snúa sér á magann með brettið fest við lappirnar. Það þarfnast ákveðinnar sveiflu sem styrkir magavöðvana. En það mikilvæg- asta er að muna eftir því að bera ekki hendurnar fyrir sig þegar jafnvægið fer út í veður og vind. Úlnliðirnir geta farið illa á því. Þess vegna eiga snjóbrettarar að henda sér flötum eða beint á rass- inn með beygða handleggi án þess að reyna að draga úr fallinu. Það er fyrsta lexían í snjóbrettaskólan- um í Obertauem í Austurríki. Nú orðið getur enginn skíða- staður í Ölpunum verið þekktur fyrir annað en að bjóða snjóbretta- kennslu. Það tekur mun skemmri tíma að ná valdi á brettinu en á skíðum. Það er hægt að ná góðum tökum á snjóbretti á þremur dög- um og æfingin skapar síðan meistarann. Það þarf lengri tilsögn til að láta skíði hætta að fara í kross og standa þétt saman í hvaða brekku sem er. Úr brimi í nýfallinn snjó Aldur og hugarfar þeirra sem læra á snjóbretti eiga líklega sinn þátt í því hversu fljótt þeir læra. Það er yfirleitt fólk í góðu formi á aldrinum 15 til 30 ára sem próf- ar brettin. Flestir gera það án til- sagnar en þeim fjölgar sem fara í tíma. Þeir sem hafa reynslu af hvoru tveggja mæla eindregið raeð nokkrum tímum, þar eru undir- stöðuatriðin kennd og hægt að renna sér á öruggari og hættu- lausari hátt eftir það. Góðir skíða- menn eru ekki fljótari að læra á snjóbretti en aðrir, reynsla af brimbretti kemur sér betur en I jólaskap innan um jolajðtur JÓLAJATA prýddi flestar kirkjur Austurríkis í aldaraðir yfir jólahá- tíðina. Þær voru skrautlegar og áttu það sameiginlegt að jata með Jesúbarninu stóð fyrir miðju með Maríu og Jósef sitt til hvorrar hliðar en annars voru þær fjöl- breytilegar með mismunandi mót- ífum. Jósef II. keisara þótti jóla- jötumar of veraldlegar og bannaði þær í lok 18. aldar. íbúar gerðu sér þá lítið fyrir og bjuggu sér til einkajötur og skreyttu heimili sitt með þeim. Bærinn Steyr, sem liggur mitt á milli Salzburg og Vínarborgar, er sérstaklega þekktur fyrir jóla- jötur. Ein stærsta jata heims er þar. Ferdinand Pöttmesser byijaði á henni árið 1930. Hún er 12 metra löng með 778 handgerðum munum, þar á meðal ótalmörgum kindum sem eru á beit á Betle- hem-svæðinu. Gestlr víða að á aðventunni Fólk kemur víða að til að njóta aðventustemmningarinnar í Steyr. Þar er eina trébrúðuleik- húsið í hinum þýskumælandi heimi. Jesúbarnið er í jötu fyrir miðju sviðinu en leik- myndin er annars Steyr og leikþátturinn á sér stað þar. Börn skemmta sér kon- unglega á sýningunni en ég gafst upp. Brúðurnar tala mállýsku sem útlend- ingar eijga bágt með að skilja. Eg tók í staðinn gamlan strætisvagn sem gengur á aðventunni til Christkindl, pílagrímsstað- ar í nágrenninu, og skoðaði þar stóra, vélknúna jötu. Það tók Karl Klauda 40 ár, frá 1899 til 1939, að gera hana. Um 300 handgerðar, litrík- ar brúður geta allar hreyft sig. Þær fara hringinn í kringum jöt- una við orgelundirleik en Jesú- barnið, María og Jósef eru auðvit- að miðpunkturinn. Fagrar jötur og skemmtilegur jólamarkaður eru í þorpinu Garst- en, næsta bæ við Steyr. Listamenn vinna verk sín á jólamarkaðnum, sem er opinn tvo sunnudaga í desember. Þar á meðal eru jóla- jötusmiðir en jötugerð er aftur orðin vinsæl í Steyr. Fólk sækir tíma allan ársins hring og er stolt af þessari gömlu listgrein. Jöturn- ar í Steyr eru byggðar inn í kassa, sem einna helst líkist sjónvarpi, og eru hengdar upp á vegg eða stillt út í glugga. Fylgdarkona mín hafði þegar gert þrjár jötur, ein þeirra var á jötusýningu. Hún hlakkaði til að byija á hinni fjórðu. Það tekur um 100 klukkustundir að gera eina Steyr-jötu. Hún sagð- ist komast í jólaskap í hvert skipti sem hún snýr sér að jólajötu. ■ Anna Bjarnadóttir BÖRN skemmtu sér konunglega í eina trébrúðuleikhúsinu í hinum þýskumælandi heimi. Morgunblaðið/Anna Bjarnadóttir. SKRIÐIÐ í barnabrekkunni. skíðakunnátta. Snjóbrettið á rætur að rekja til Kaliforníu þar sém útilífsfólk lét sér ekki nægja að fara öldurnar á brettum heldur tók þau með sér í fjöllin á veturna og renndi sér þar í nýföllnum snjó. Það héldu margir í upphafi að snjóbretti væru tískufyrirbrigði sem myndi ekki festa rætur. En svo er sannarlega ekki. Nú er keppt á snjóbrettum og 20 til 50 prósent gesta á sumum vetrarstöð- um renna sér á þeim. Skíðafólk er farið að venjast þeim og treyst- ir þeim betur en í upphafi, en þó er almennt álitið að snjóbretti séu hættulegri en skíði. Það hefur þó aldrei verið fullsannað. Austurrísk könnun sýnir hins vegar að færri snjóbrettarar en skíðafólk vilja aðskildar brekkur. Einn skíðamað- ur sagði að það væri vegna þess að snjóbrettarar vildu sýna sig, KENNARARNIR kunnu ýmis ráð til að komast heilu og höldnu með togiyftu á snjóbretti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.