Morgunblaðið - 13.01.1995, Side 2

Morgunblaðið - 13.01.1995, Side 2
2 D FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF Litfríð og ljóshærð en feimin, óörugg og bæld ALHÆFINGAR af ýmsu tagi eru fremur Sp heimskulegar þegar grannt er skoðað, en ^3 ágætis efni í brandara og skrýtlur. Efa- “Jlaust hafa flestir heyrt um gribbulegu tengdamömmuna eða heimsku ljóskuna. Sérstaklega hafa ljóskurnar orðið fyrir barðinu á brandarasmiðunum og þeim 25 gjarnan lýst sem litium mannvitsbrekkum, •5 en þó sjálfsöruggum, opinskáum og jafn- Ofi vel léttúðugum. Eitthvað hefur hin ljóshærða og hárprúða tískusýningarstúlka Jerry Hall viljað bæta ímynd sína þegar'hún sagði að hún væri ein- ungis ljóska á yfirborðinu en í rauninni væri hún dökkhærð gáfukona. Af óútskýrðum ástæðum hefur ekki þótt eins fyndið að hafa í flimtingum að ljóshærðir karlmenn væru gæddir dæmigerðum eiginleikum heimsku ljós- kunnar. Nú hefur hópur rannsóknarmanna við Har- vard-háskóla með barnasálfræðinginn Dr. Je- rome Kagan í broddi fylkingar komið fram með nýja kenningu, sem í fljótu bragði virðist alhæfa um þá ljóshærðu. Niðurstöðurnar gefa þó engar vísbendingar um gáfnafarið. Hins vegar benda þær til að ljóshærð og fölleit börn séu öðruvísi skapi farin en þau dökkhærðu. Rannsóknin leiddi í ljós að hægt var að flokka börnin í tvo algjörlega andstæða hópa eftir persónuleika og virtist hár- og hörundslitur skipta þar töluverðu máli. RANNSÓKNIR undir handleiðslu barnasálfræðingsins Dr. Jerome Kagan benda til að Ijóshærð, bláeyg og fölleit börn verði feimin og óörugg þegar þau vaxa úr grasi. Tveir hópar í öðrum hópnum voru bæld, feimin og óör- ugg börn, en í hinum voru andstæðurnar; sjálfsörygg, ófeimin og allsendis óþvinguð böm. Þessir eðlisþættir reyndust vitaskuld ekki einhlítir, en rannsóknarmönnunum þótti engu að síður athyglisvert hversu skörp skilin voru. Þau börn sem alla jafna flokkuðust í fyrri hópinn áttu sameiginlegt að vera bláeyg, föl yfirlitum, mjóslegin í andliti, há og grönn. Svo undarlegt sem það kann að virðast voru enni þeirra yfirleitt heitari hægra megin og hjart- sláttur þeirra örari en hjá börnunum í hinum hópnum. Mismunandi hraður hjartslattur hjá fjögurra mánaða börnum var augljós. I rann- sókn fjórtán árum síðar á sömu börnum kom sami munur í ljós. Því segist Kagan geta með nokkurri vissu sagt til um hversu ungbörn yrðu sjálfsörugg á táningsaldri. í bók sinni „Galen’s Prophecy: Temperament and Human Nature" eða „Spádómur Galens: Skapferli og mannlegt eðli“ útskýrir Kagan hvernig ýmis önnur einkenni virðast tengjast feimni og óframfærni. Hann veltir fyrir sér hvort hið dæmigerða nor- ræna útlit samfara framangreindum eðlisþátt- um og hröðum efnaskiptum líkamans hafi ráð- ið úrslitum um að þetta fólk þraukaði kuldann á síðustu ísöld. Ljóshærö og fölleit börn viröast ööru- vísi skapi farin en þau dökk- hæröu. Líkamsstarfsemi og útlit Kagan lætur ekki staðar numið í vangavelt- um sínum, m.a. getur hann sér til um að lík- amsstarfsemi skýri bæði útlit og tiltekna eðlis- þætti mannsins. Kenning hans er sú að í fóst- urvísum sé hópur fruma, svokallaður tauga- kambur, sem haldi áfram að mynda bæði andlitsbeinin og ákveðinn hluta heil- ans. Sá hluti stjórni starfsemi boðefn- is, náskyldu adrenalíni, og hafi því áhrif á sjálfsöryggið. Þetta boðefni telur hann ennfremur ráða úrslitum um hár- og augnlit. Kagan dregur þá ályktun að innan tíðar verði hægt að rekja hvernig ein- föld efnafræðileg starfsemi heilans móti eðli einstaklingsins. Hann gerir sér í hugarlund að slíkt sé hægt á einfaldan hátt líkt og sá mikilsmetni, gríski læknir Galen (um 130-200 e.K.) setti fram kenningar um að ákveðnir eðlisþættir manna réðust af blóði, lit meltingarvökva og jafnvel kvefslími. Þýtt og endursagt/Flugblað KLM. VIÐ BÆKUR BÓKASAFN tileinkað minningu skáldsins Henry Miller er að finna í litlu timburhúsi í Big Sur í Kali- forníu, einum fallegasta stað í heimi þar sem háir klettar skaga út í Kyrrahafið. Miller kom til Big Sur 1944 til að heimsækja vin sinn listamann- inn Jean Varda og varð svo heillað- ur af náttúrufegurðinni að hann ákvað þegar að flytja þangað. Hann skrifaði af þessu tilefni: „Hér mun ég fínna frið. Hér mun ég finna styrk til að vinna það verk sem ég var skapaður fyrir.“ Miller var á þessum tíma efnalít- ill en fljótlega fóru ritlaun frá Evrópu að streyma inn. Hann keypti sé lítið hús við hafið þar sem hann bjó næstu tuttugu ár og fékk innblástur fyrir margar bækur sín- ar. Allmargir listamenn höfðu að- setur í Big Sur á þessum tíma þar á meðal Emil White sem varð vin- ur Millers meðan báðir lifðu. Eftir dauða skáldsins 1980 opnaði Emil hús sitt sem safn til heiðurs Miller og tók persónulega á móti gestum til dauðadags 1989. Þarna er að finna allar bækur Millers, auk fjöl- margra málverka eftir hann. Bækur hans voru umdeildar og þóttu hlspurslausar Miller fæddist í New York 1891. Bækur hans eru sjálfsævisöguleg- ar, mjög hispurslausar og voru margar þeirra bannaðar í áratugi. Ýmsir töldu hann siðlausan og jafnvel hættulegan samfélaginu. Til dæmis var bókin Sexus bönnuð í Noregi árið 1957 og vegna þess átti Miller í skemmtilegum bréfa- skriftum við yfirvöld þar. í niður- lagi eins bréfsins segir hann: „Þið getið ekki út- máð hugmynd með Barnaverndarstofa tekur brátt við verkefnum skv. lögum um mál barna og unglinga SKIPULAGSBREYTINGAR verða í málefnum um vernd barna og ungmenna á næstunni, ef stjórnar- frumvarp um þetta efni verður sam- þykkt. Sérstakri Barnaverndarstofu er ætlað að verða einskonar miðstöð í barna- og unglingamálum og er ætlað að taka að mestu við þeim verkefnum, sem félagsmálaráðu- neytið hefur haft á grundvelli laga um vernd barna og ungmenna. Þá skal Barnaverndarstofa sinna nokkrum þeim verkefnum, sem Unglingaheimili ríkisins fór með áður. Verkefni þess verða flutt yfir til nýrrar Meðferðarstöðvar ríkisins fyrir unglinga. Loks mun Barna- verndarstofa taka að sér yfirumsjón fósturmála, sem áður voru í höndum barnaverndarnefnda sveitarfélaga. Það felur m.a. í sér að hún á að sjá um að hæfir fósturforeldrar séu ávallt fyrir hendi og nauðsynlega fræðslu þeim til handa. Barnavemdarstofa mun bera ábyrgð á að samræma stjórnsýslu málaflokksins, veita heimilum, stofnunum og bamaverndamefnd- um faglega aðstoð og sjá um eftir- lit með þessum aðilum'. Barnavernd- arstofa hefur fengið aðsetur að Suðurgötu 22, en hefur ekki form- lega tekið til starfa ennþá. Þá var ákveðið að bíða með ráðningu yfir- manns uns Alþingi hefði afgreitt málið. Aftur á móti er sú deild inn- an félagsmálaráðuneytisins, sem vernd barna og nýja húsnæðið farið hefur með ungmenna, flútt í og er byijuð að undirbúa starfið. Verkefni Meðferðarstöðvarinnar verða að veita sérhæfða þjónustu, s.s vímuefnameðferð og vistun í bráðatilvikum. Gert er ráð fyrir að stöðin komi í staðinn fyrir þrjár meðferðardeildir Unglingaheimilis ríkisins, þ.e. meðferðarheimilið í Sólheimum 7, móttöku- deildina í Efstasundi 86 og vímuefnadeildina á Tindum á Kjalamesi. Rekstur þessara deilda verður þó óbreytt fyrst um sinn, en fé hefur verið veitt af fjárlögum til ný- byggingar fyrir hina nýju meðferðarstöð. Langtíma- vistun unglinga fer ein- göngu fram á meðferðar- heimilum, sem rekin verða á fjölskyldugrunni, eins og_ nú er að Torfastöðum, Árbót og Geldingarlæk og stofnunum með vaktafyrirkomulagi verður fækkað. Barnaverndar- stof u er ætl- aö að verða einskonar miðstöð í mól- um barna- og unglinga. Skýrari verkaskipting Kostnaður við þennan rekstur nam 186 millj. kr. árið 1993 og 225 millj. kr. 1994. Með sameiningu á að ná fram hagræðingu í rekstri sem nýtt skal_ til að reka barna- verndarstofu. í frumvarpi til fjár- laga fyrir árið 1995 er gert ráð fyrir 252 millj. kr. til þessa mála- flokks, þar af er kostnaður vegna húsbyggingar nýrrar Meðferðar- stöðvar 30 millj. kr. sem einnig verður fjármögnuð með sölu hús- eigna Unglingaheimilis ríkisins. Gert er ráð fyrir 44,5 störfum á Barnaverndarstofu, Meðferðarstöð og meðferðarheimilum. Nú eru þrjú heimili fyrir börn og unglinga rekin skv. samningum við einstaklinga. Frumvarp um breyt- ingar á barnaverndarlög- um er nú til umíjöllunar í félagsmálanefnd Al- þingis. Það var samið af nefnd, sem félagsmála- ráðherra skipaði sl. vor til áð endurskoða lög um vernd barna og ung- menna. Það miðar að því að gera skipulag þessara mála markvissara og verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga skýrari og í meira samræmi við anda núver- andi bamaverndarlaga.og laga um félagsþjónustu sveitarfélaga. Skv. frumvarpinu verður yfirstjórn hjá ríkinu sem fyrr og ber það ábyrgð á sérhæfðum meðferðarheimilum, þar sem fram fer skipulagt með- ferðarstarf, unnið af sérmenntuðu starfsfólki. BARN AVERNDARSTOFU er m.a. ætlað að tryggja að ávallt séu til reiðu hæfir fósturforeldrar. þjónusta sem felur í sér ráðgjöf og aðra félagslega aðstoð. Öll úrræði, þar sem ekki er um sérhæfða með- ferð að ræða, verða viðfangsefni sveitarfélaga svo og ráðgjafarþjón- usta fyrir almenning. Þar af leiðandi verður stefnt að því að ráðgjöf Ungl- ingaheimilis ríkisins verði lögð nið- ur. Bamavemdarstofa mun taka að sér yfirumsjón fósturmála, m.a. sjá um að meta hæfni væntanlegra fóst- urforeldra og veita þeim fræðslu. Þetta eru verkefni, sem fæst sveitar- félög hafa haft aðstöðu til að sinna með góðu móti. Þess má vænta að ráðgjöf til bamaverndarnefnda og starfsmanna þeirra, sem hefur verið takmörkuð, eflist með tilkomu Bamaverndarstofu. ilum sem ríkið rekur eða styrkir. Senda á umsóknir um innlagnir á þessar stofnanir og heimili, Barna- verndarstofu til ákvörðunar og sér- stakt fagteymi mun gefa umsagnir um allar umsóknir. Þannig fær stof- an nauðsynlega sýn yfir öll með- ferðarúrræði og hvernig þau skuli nýtt. í núgildandi skipulagi fer Unglingaheimili ríkisins bæði með eftirlit og rekstur meðferðarheim- ila. I því nýja verða þessir þættir aðskildir. Eftirlit verður í höndum barnaverndarstofu en meðferðar- starf í höndum stofnananna, sem eingöngu munu sinna því hlutverki. Hæfni fósturforeldra Önnur verkefni verða i höndum sveitarfélaga, þar á meðal grunn- Gerðar em tillögur um ýmsar endurbætur á núverandi meðferðar- kerfi. Barnaverndarstofa hefur eft- irlit með öllum stofnunum og heim- Fram kemur í greinargerð að góð reynsla hafi verið af þeim þremur einkareknu meðferðarheimilum, sem nú starfa, bæði hvað snertir meðferð og í fjárhagslegu tilliti. Haldið verði áfram á þessari braut og slík heimili komi í stað stofnana

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.