Morgunblaðið - 14.01.1995, Síða 2

Morgunblaðið - 14.01.1995, Síða 2
2 C LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ Kræklótta skilningstré auðvitað er hún heimsk, var hann ekki að segja það? Hún stendur upp til að fara, ekki út heldur að gráta, hann hættir við að fara, hún ákveður að segja honum það sem hún hefur engum sagt, eng- um, og þá hringir síminn aftur, hann svarar, verður reiður, að missa húsið, nei var það, boð til að koma honum óvart, nú, þá kem- ur hann, því miður vina, verð að fara núna. Svo kemur hlé og mánuður líð- ur. Hún ber sig saman við aðra nemendur, þeir verða hópurinn hennar, hún ennþá reiðari, hann á að fá makleg málagjöld. Fulltrúi kerfisins, valdsins, misbeitingar- innar. Kynferðislegrar þess vegna, það finnst henni reyndar. Hann er fantur einfáldlega. Að hveiju er hann að ýja, hvað á hann með að koma við hana, banna henni að fara, stijúka á henni öxlina? Hópurinn vill hafa áhrif, nemend- umir eitthvað um námsefnið að segja, þeir vilja ekki láta traðka á sér. Þeir vilja ekki bara hlusta, þeir vilja að það sé hlustað á þá. Nýja starfið og húsið, þetta er öryggi kennarans og öryggi hans er fallvalt engu síður en hennar, músarinnar. Var það annars mis- kunnarlaus drottnari? Sem misnot- ar vald af sömu sannfæringu og kennarinn. Svo upptekinn af sjálf- um sér þessi kennari og löngu hættur að hlusta. Vegna þess að þá gæti efinn læðst að honum, um eigið ágæti, sektarkennd út af ein- hveiju sem hann hefur ekki horfst í augu við. Hvaða rugl er þetta annars, hann er heiðvirður kenn- ari, fijálslyndur háskólamaður sem gefur skít í reglurnar ef svo ber undir. Maður á réttri leið, á uppleið, með elskandi konu, samn- ing um hús og loforð um starf. Hvem fjárann er hann að hlusta á kjaftæði? Þetta verður allt í lagi. Jóhann Sigurðarson fer með hlutverk kennarans í uppfærslu Þjóðleikhússins og Elva Ósk Ólafs- dóttir leikur nemandann. Hall- grímur H. Helgason þýddi leikrit- ið, Siguijón Jóhannssoiý sá um leikmynd og búninga og Ásmund- ur Karlsson um lýsingu. Þórhallur Sigurðsson er leikstjóri verksins. Honum finnst það fyrst og fremst fjalla um samskipti kynjanna ojr spyija margs sem kannski verður aldrei fullsvarað. „Fólk talar ólík tungumál, legg- ur ekki sama skilning í orð og at- hafnir og þetta getur skapað vandamál sem verða miklu, miklu stærri en tilefnið sýnist í fyrstu. Hvað heldur þú, getum við talað þannig tungumál að í því felist ekki valdboð? Getur það verið svo tært að ekkert megi misskilja? Þótt þér finnist eitthvað eitt skiljum við allt annað. Kannski þveröfugt. Þetta leikrit er margslungið og gerir miklar kröfur tii leikaranna. Persónurnar eru engar stereotýp- ur, maður getur haft samúð með báðum, skilið báðar, fyrirlitið báð- ar. Mamet er líka mikill meistari tungumálsins; tvíræðni, hiks, þagna og endurtekninga. Honum hefur verið líkt við Beckett og Pinter og jafnvel við Kafka vegna þess óljósa sem undir niðri þrúgar fólk. Hann er allavega eitt virtasta leikskáldið í Bandaríkjunum og hefur á síðustu árum farið að skrifa kvikmyndahandrit auk ieik- ritanna." Kvikmyndin Oleanna er einmitt væntanleg núna í leikstjórn höf- undarins Mamets. Hann hefur áður skrifað handrit að myndum eins og Póstmaðurinn hringir allt- Tónlist sem verður að upplifa TÓNLIST II l j ó m d i s k u r JÓN LEIFS Jón Leifs. The Three String Quart- ets. The Yggdrasil Quartet. BIS CD-691. Dreifing Japis. KVARTETTAR Jóns Leifs eru ekki aðeins persónulegasta tónlist hans hvað varðar innihald, heldur má einnig færa rök fyrir því að þeir séu listrænn hápunktur á hans tón- skáldskap — þ.e.a.s. þeim sem öðl- ast hefur sú náð að vera fluttur og gerður heyrumkunnugur. Nú eru þeir í fyrsta skipti komnir á hljóm- disk, allir þrír að tölu. Mors et vita, Quartetto I. Op. 21, er skrifaður haustið 1939 — á fyrstu þrem mánuðum heimsstyijaldarinn- ar. Hitler hafði ráðist inn í Pólland, en Jón var í húsi sínu í Rehbrúcke í útjaðri Potsdam. Kvartettinn er vitnisburður um sálarástand hans — og afstöðu, ef svo má að orði kveða. Fyrri hlutinn þrunginn sorg og ógn. Kvartettinn er í einum þætti, byggður á gömlum tvísöng, Húmar að mitt hinsta kvöld (Bólu-Hjálmar), í brotum í byijun og í lokin í heilu lagi. En tónmálið og byggingin er að sjálfsögðu flóknari en svo að því verði gerð skil í örstuttri umsögn, hvað þá innihaldinu. Hægt er að benda á tengsl við Beethoven (síð- ustu kvartettana). Við getum kallað Morgunblaðið/Ámi Sæberg af tvisvar, endurgerðri með Jessicu Lange og Jack Nicholson, The Verdict, The Untouchables og House of Games sem hann leik- stýrði líka. Meðal leikrita hans eru Duck Variations, Glengarry Glen Ross og Speed the Plow sem Ma- donna lék í á Broadway. Þar var Oleanna frumsýnd, í október 1992. Leikritið var síðar sýnt víðar í Bandaríkjunum og frumflutt í London sumarið 1993. Oleanna hefur hvarvetna vakið athygli og séð fólki fyrir safaríku umræðuefni á mannamótum. Þá verður manni hugsað til árshátíða á næstu vikum en líka til þess, hvað sem veisluhöldum líður, að leikhúsið er býsna slungin og slótt- ug skepna. Hvernig tölum við sam- an, hvers vegna sýnist sitt hveij- um? Næstum alltaf. Skilurðu það? Þínum skilningi. Kannski? Þ.Þ. The Yggdrasil Quartet. þetta mjög einmanalega tónlist, mjög persónulega tjáningu — jafnvel sjálfhverfa. En gildir það ekki um alla strengjakvartetta, þar sem könnuð eru sálardjúpin og fáfamar leiðir í „öðruvisi" tónmáli, sem vísar bæði til Iiðinna tíma og deiglu sam- tímans, jafnt menningarlegrar sem skelfilegra atburða. Lokatónarnir, þrátt fyrir heiti verksins, gefa ekki til kynna neina bjartsýni — og að því leyti spámannlegir. Enn persónulegri, bæði að efni og tónmáli, er þó Quartetto II. Op. 36, Vita et mors, samin (ásamt hinu vel þekkta Requiem) í minningu yngri dóttur hans, sem drukknaði snemma sumars árið 1947. Fjöl- skyldan hafði flust til Svíþjóðar eftir stríð, en Jón var skilinn við konu sína, þegar þessi hörmulegi atburður gerðist. „Vita“ þýðir líf á latínu, og Líf var einnig nafn þessarar fallegu og fjölgáfuðu dóttur hans, sem var mjög efnilegur fiðluleikari. Fyrsta þættinum var lokið á af- mælisdegi Lífar, 18. ágúst 1948. Hann lýsir bernsku hennar í ek. blöndu af skerzói og rímnasöng, en músikin verður brátt flóknari og þróttmeiri — við skynjum fyrstu og hikandi skref barnsins sem breytast í fagnandi dans hinnar þróttmiklu stúlku. Öðrum þætti var lokið sjö mánuð- um síðar. Músikin gefur til kynna alvarlegan og ákveðinn persónu- leika. I lok þáttarins, sem ber yfir- skriftina Æska, kveður við angist- aróp. Þriðji þáttur er sálumessa, unaðsleg tónsmíð, full af eilífum friði og söltum tárum (pizzicato). Quartetto III, E1 Greco, Op. 64, var saminn á íslandi síðsumars árið 1965. Verkið er í fimm þáttum: Toledo, ímynd af sjálfsmynd af E1 Greco, Jesús rekur braskarana úr musterinu, Krossfestingin, Upprisan. Hvílík tónsmíð! Jaðrar við að vera „prógram-músik“, eðli efnisins sam- kvæmt, en á þvílíkum nótum að þig seturhljóðan. Ótrúlegt sambland af spænskri málaralist („Þrumur og eldingar yfir Toledo") og íslenskri stemmu; metafysik og hörðu raun- sæi; E1 Greco, Goya, Munk; dulúð og hrotti krossfestingarinnar (ham- arshöggin andspænis metafysik- inni...); undrunaróp upprisunn- ar . . . Tónlist, sem verður að upplifa (en ekki útskýra). Leikur Yggdrasil-kvartettsins hins sænska (stofnaður 1990) er hafinn yfir gagnrýni og gott betur, hann er stórkostlegur. Loksins hef- urðu á tilfinningunni að þessi tónlist hljómi eins og tónskáldið heyrði hana í huga og hjarta. Stríð og harkaleg (engin furða að sellistinn þurfi að vera ber að ofan! — sbr. mynd), en líka lygn og blíð og djúp — einsog íslenskir álar í haustbirtu. Þessi hljómdiskur hlýtur að marka tímamót í útgáfumálum á íslenskri tónlist, þar sem hér er um að ræða einhveija merkilegustu kainmer- músik sem samin hefur verið á þess- ari öld. Jón Leifs er tónskáld, sem hvað listræna hæfileika snertir, frumleika og heillyndi, verður skipað á bekk með Sibelius eða Bartok. Hljóðritun er framúrskarandi góð — hefur þá ómenguðu „nálægð“ (presence) sem þessi tónlist þarfnast. Oddur Björnsson Jón Leifs MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Listasafn íslands Sýningin Stofngjöfin til 5. febrúar. Kjarvalsstadir Yfirlitssýning um íslenska ieirlist i 65 ár og myndir Jóhannesar Kjarv- als úr eigu safnsins. Ásmundarsafn • Samsýning á verkum Ásmundar Sveinssonar og Jóhannesar S. Kjarv- al til 14. maí. Norræna húsið Ljósmyndasýning til 29. janúar. Listasafn Sigurjóns Islandsmerki og súlur Sigurjóns til 15. janúar. Gallerí Birgis Andréssonar Halldór Ásgeirsson sýnir út janúar. Gallerí Sólon íslandus Ljósmyndasýning Davíðs Þorsteins- sonar til 24. janúar. Gallerí Stöðlakot Grafíksýning Þórdísar Elínar Jóels- dóttur til 22. janúar. Listasafn Kópavogs - Gerðarsafn Einar Garibaldi Eiríkssonar sýnir til 22. janúar. Gallerí Úmbra Kristján Kristjánsson sýnirtil 1. febr- úar. Gallerí Fold Daði Guðbjörnsson sýnir til 29. jan- úar. Gerðuberg Hafdís Helgadóttir sýnir til 12. febr- úar. Nýlistasafnið 17 ár, samsýning 125 félagsmanna í safninu til 22. janúar. Mokka Ljósmyndasýning Jónasar Hallgrím- sonar til 26. janúar. II. hæð, Laugavegi 37 Roger Ackling sýnir til febrúarloka, opið síðdegis á miðvikudögum eða éftir samkomulagi. TONLIST Sunnudagur 15. janúar Listasafn Kópavogs - Gerðarsafn; Martial Nardeau flautuleikari og Jónas Ingimundarson píanóleikari kl. 16. Ragnar Björnsson leikur Das Orgelbuchlein - Litlu orgelbókina eftir J.S. Bach á orgel Hvamm- stangakirkju kl. 14. Miðvikudagur 18. janúar Doug Raney djassgítarleikari og Bjöm Thoroddsen gítaleikari á Kringlukránni kl. 22. Fimmtudagur 19. janúar Doug Raney djassgítarleikari og Bjöm Thoroddsen gítaleikari halda eftirmiðdagstónleika í Menningar- stofnun Bandaríkjanna kl. 17.30. LEIKLIST Þjóðleikhúsið Oieanna fmms. fös. 20. jan. Fávitinn sun. 15. jan., fös. Snædrottningin sun. 15. jan. kl. 14. Gauragangur lau. 14. jan., fim. Gaukshreiðrið lau. 21. jan. Borgarleikhúsið Söngleikurinn Kabarett mið. 18. jan., fös. Leynimelur 13 lau. 14. jan., lau. Óskin (Galdra-Loftur) lau. 14. jan., fös. Ófælna stúlkan sun. 15. jan., mið., lau. Leikfélag Akureyrar Óvænt heimsókn lau. 14. jan. Á svörtum fjöðrum fmm. lau. 21. jan. Frú Emilía Kirsubeijagarðurinn sun. 15. jan., mán. Leikfélag Mosfcllssveitar Mjallhvít og dvergarnir sjö lau. 14. jan., sun. Kaffileikhúsið Sápa lau. 21. jan. Eitthvað ósagt lau. 14. jan. Skilaboð til Dimmu fmms. 20. jan. LISTAKLÚBBUR Leikhúskjallarinn Páll SKúlason heimspekingur ræðir spuminguna Hvað er list?, Einar Clausen tenór syngur íslensk ein- söngslög og kvartettinn Út í vorið kemur fram. KVIKMYNDIR Norræna húsið Kvikmyndasýning fyrir börn; Noi-ska kvikmyndin Herman kl. 14. Umsjónarmenn listastofnana og sýningarsala! Upplýsingar um listviðburði sem ósk- að er eftir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist bréflega fyrir kl. 16. á miðvikudögum merkt- ar: Morgunblaðið, menning/listir, Kringlunni 1, 103 Rvk. Myndsendir: 91-691181.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.