Morgunblaðið - 14.01.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.01.1995, Blaðsíða 6
6 C LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR „Við slag- hörpuna“í Listasafni Kópavogs MARTIAL Nardeau flautuleikari og Jónas Ingimundarson píanóleik- ari hittast við flygilinn í Listasafni Kópavogs - Gerðarsafni á morgun sunnudag kl. 16. Þar munu þeir flytja efnisskrá fyrir flautu og píanó auk þess sem þeir leika einleiksverk hvor á sitt hljóðfæri. Fyrirhugað er að þessir tónleikar marki upphaf tónleik- araðar í Kópavogi undir samheit- inu „Við slaghörpuna". „Við slaghörpuna" var heiti á tónlistarkynningum, sem Jónas Ingimundarson stóð fyrir í sjón- varpi fyrir nokkru og vöktu athygli margra. Fjölbreytt tónlist Tónleikarnir verða með aðgengi- legri, en þó umfram allt fjöl- breyttri, tónlist, að þessu sinni franskri. Tónlistin verður flutt með kynningum þ.e. spjallað um það sem gefur að heyra, segir í kynn- ingu. Aðgöngumiðar verða til sölu við innganginn. Sýningar í safninu eru opnar og hægt að fá sér hressingu á veitingastofu safnsins. Morgunblaðið/Ámi Sæberg ÆFING á framtíðardraugum eftir Þór Tulinius. Framtíðardraugar í Borgarleikhúsi ÆFINGAR eru nú hafnar hjá Leikfélagi Reykjavíkur á leikriti eftir Þór Tulinius, leikara og leik- stjóra, sem hann kallar Framtíðar- drauga. I Framtíðardraugum segir frá ungu utangarðsfólki sem lifir í nánustu framtíð samfélags okkar í landi sem er snautt af náttúruleg- um gæðum og tækifærum. I ver- öld sýndarveruleika, smáglæpa, eiturlyfja og ofbeldis reyna þrír einstaklngar að móta sér tilveru. Lýsing Þórs og framtíðarsýn er í senn hrollvekja og grátt gam- an, farsi og fráhrindandi mynd af heimi á heljarþröm, segir í fréttatilkynningu. Frumsýning á Framtíðardraugum verður um miðjan febrúar á Litla sviði Borg- arleikhúss. Leikstjóri sýningarinnar er Þór Tulinius, Stígur Steinþórsson hannar leikmynd og Þórunn Elísa- bet Sveinsdóttir búninga. Elfar Bjarnason sér um lýsingu og Lár- us Grímsson sér um tónlist fyrir sýninguna. Leikarar eru þau Jó- hanna Jónas, Ellert A. Ingimund- arson, Björn I. Hilmarsson, Árni Pétur Guðjónsson, Guðrún Ás- mundsdóttir og Sóiey Elíasdóttir. Fyrirgefning syndanna eftir- minnilegasta skáldsaga ársins GAGNGRÝNANDI breska blaðsins Sunday Telegraph telur skáldsögu Ólafs Jóhanns Ólafssonar, Fyrir- gefningu syndanna, eftirminnileg- ustu skáldsögu þessa árs í Bret- landi. Þetta kom fram er David Robson, gerði upp bókaárið þar í landi fyrr í þessum mánuði. Þess má geta að vikuritið Economist valdi Fyrirgefninu syndanna bók mánaðarins í Bretlandi er hún kom úr þar í aprílmánuði á þessu ári. Robson segir í Sunday Telegraph að á yfirborðinu hafi Fyrirgefning- in aðeins virst enn ein þrúgandi saga um sektarkennd, skrifuð af íslenskum rithöfundi sem hann hefði aldrei heyrt getið, - en djúp- ur mannlegur og tregafullur tónn bókarinnar hafi gert það að verkum að hún hafi reynst sérkennilega hrífandi. Fyrirgefning syndanna verður gefin út í kilju í Bretlandi hjá Phoenix forlaginu í júnímánuði á næsta ári og um svipað leyti hjá Random House í Bandaríkjunum. Þá mun hún koma í sérútgáfu hjá kiljuklúbbi Book of the Month Club næsta vor. Olafur Arni syngur á tónleik- um í New York Kynntur sem skjól- stæðingur söngkon- unnar Marilyn Horne New York. Morgunblaðið. ÓLAFUR Ámi Bjamason tenór- söngvari er meðal þeirra lista- manna sem fram koma frá á árleg- um styrktartónleikum Stofnunar Marilyn Horne í Lincoln Center, New York, á mánu- daginn kemur. Stofn- un þessi styrkir ein- söngstónleika ungra, efnilegra söngvara í Bandaríkjunum og er Ólafur Árni annar af tveimur fyrstu skjól- stæðingum hennar. Margir kunnir listamenn koma fram á tónleikunum, þar á meðal hin heims- kunna söngkona Marilyn Home, en allur ágóði rennur til stofnunarinnar sem kennd er við hana. Horne hratt stofnun þessari af stokkunum fyrir ári síðan, er hún hélt upp á sextugsafmæli sitt með tónleikum á sama stað. Þar komu einnig fram margir kunnir söngvarar, sem og Ólafur Árni, en hljóðritun þeirra tónleika hefur nýlega verið gefin út. Á tónleikunum á mánudaginn kemur verða fyrstu skjólstæðingar Horne kynntir sérstaklega, þau Ólafur Árni og bandaríska sópran- söngkonan Bridget Hooks. Að sögn blaðafulltrúa Horne, þá heyrði hún fyrst í Ólafi Árna í Heimssöngvárakeppninni í Wales árið 1993, hreifst mjög af söng hans og hæfileikum, og hefur síð- an veitt honum ráð og stuðning. Hún valdi hann sem annan af fyrstu skjólstæðingum stofnunar sinnar, sem þýðir að hann muni koma fram á einsöngstónleikum í Bandaríkjunum, en þeir fyrstu vom í Connecticut fyrr í þessari viku. Þá hefur hann hlotið styrk frá Singers Development-sjóðnum í New York, og frá Metropolitan- óperunni til að nema hjá kunnum söngkennara á Ítalíu síðastliðið sumar. Markmið stofnunar Marilyn Horne er að auka veg söngtónleika og koma ungum og efnilegum söngvur- um á framfæri. „Einsöngstónleik- ar éra í útrýmingar- hættu og ég vona að þessi stofnun mín nái að snúa þeirri þróun við,“ sagði Horn ný- lega en sjálf hefur hún sungið á yfir 1.300 tónleikum. „Ungir söngvarar hafa færri og færri tækifæri til að koma fram og ég óttast að þessi dáða listgrein, einsöngurinn, sé í hættu. Tónleikasalir bóka aðeins fræga listamenn sem fylla húsin, en markmið stofnunarinnar er að taka þátt í kostnaðinum og kynna listamennina. Við vonumst til að standa minnsta kosti að 25 tón- leikum árlega.“ Stofnun Marilyn Horne hefur þegar safnað tugum milljóna til starfsemi sinnar og segir -Horne að þau hafi ekki undan að hlýða á söngvara sem vilja komast þar að, eða sinna umsóknum tónleika- haldara sem vilja eiga við þau samstarf. Meðal stjórnarmanna og ráðgjafa stofnunarinnar era margir heimskunnir tónlistar- menn, þar á meðal Val Cliburn, James Levine, Samuel Ramey og Joan Sutherland. E.F.I. Ólafur Árni Bjarnason Málþing um menning' armál í Reykjavík MARGRÉT Ákadóttir í hlutverki sínu í Hlaupári. * Islensk stuttmynd valin í Clermont-Ferrand BORGARSTJORINN í Reykjavfk, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, boðar til tveggja málþinga um menningar- mál og stefnu borgaryfirvalda í menningarmálum. Það fyrra mun fjalla um hagsmuni og aðstöðu lista- manna í Reykjavík og það síðara um list- og menningarmiðlun í Reykjavík. Fyrra málþingið; Listsköpun í Reykjavík - stefna og stjómkerfi, verður haldið í Ráðhúsi Reykjavíkur, laugardaginn 14. janúar 1995, og er málþingið öllum opið. Dagskrá: Setning málþings, ávarp Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur í ANDDYRI Norræna hússins hefur verið komið fyrir ljósmyndasýningu sem Norræna upplýsingaskrifstofan í Ríga í Lettlandi og Líflenska menn- ingarstofnunin hafa sett saman. Sýningin er kynning á Líflending- um, smáþjóð sem býr á litlu strand- svæði í Lettlandi. Þeir hafa búið í um 5.000 ár á Eystrasaltssvæðinu og voru lengi um það bil helmingur íbúa Lettlands. Allt frá miðöldum hefur þeim farið fækkandi og um- ráðasvæði þeirra hefur minnkað. Við lok síðustu aldar voru Líflend- ingar aðeins um 2.400 og eftir síð-, borgarstjóra. Guðrún Jónsdóttir, form. menningarmálanefndar. Stefna og stjórnkerfi Reykjavíkur- borgar varðandi listsköpun í Reykja- vík. Viðorf listamanna varðandi hags- muni og aðstöðu í Reykjavík: Mynd- list - Þorvaldur Þorsteinsson. Tón- list — Pétur Jónasson. Leiklist - , Kolbrún Halldórsdóttir. Kvikmynda- gerð - Ásdís Thoroddsen. Arkitekt- úr - Sigurður Harðarson. Rithöf- undar - Ölafur Haukur Símonarson. Listdans - Auður Bjarnadóttir. Opnar umræður og fyrirspumir. Fundarstjóri Halldór Guðmundsson. ari heimsstyrjöldina vóru þeir um 500. Nú era Líflendingar um 300 manns, af þeim tala milli 20-30 manns líflensku og er það elsta kynslóðin, en um 100 manns skilja og tala málið að einhverju leyti. Líflendingar eru fiskveiðiþjóð. Fáni þeirra er í grænum, hvítum og blá- um lit og það eru grænn litur skóg- arins, hvítur litur strandarinnar og blár litur hafsins. Sýningin verður opin daglega frá kl. 9-19 nema sunnudaga frá kl. 12-19 til 29. janúar. STUTTMYNDIN Hlaupár eftir Önnu Th. Rögnvaldsdóttur var nýlega valin til keppni á Clermont- Ferrand-kvikmyndahátíðinni sem haldin verður í lok þessa mánaðar. Myndin er gerð að frumkvæði Jafnréttisnefndar Reykjavíkur- borgar sem efndi til handritasam- keppni fyrir réttu ári og veitti síðan styrk til gerðar Hlaupárs, sem fékk fyrstu verðlaun í sam- keppninni. Norræni kvikmynda- og sjónvarpssjóðurinn Iagði einnig til fé. Sjónvarpið sýnir myndina síðar í vetur. Stuttmyndin Hlaupár var tekin upp síðasta sumar og er 17 mín. ið lengd. Fjallar hún uin miðaldra konu, Höllu, sem býr einbýli á bæ einum í nágrenni Reykjavíkur. Dag einn hringir kunningi hennar frá gamalli tíð og vill bjóða henni út. Halla hefur miklar væntingar til þessa stefnumóts. I aðalhlut verkuin eru þau Mar- grét Akadóttir og Pétur Einars- son. í öðrum hlutverkum eru Guð- jón Einarsson, Benedikt Jóhanns- son, Nanna Kristín Magnúsdóttir og Unnur Björk Garðarsdóttir. Kvikmyndafélagið Ax hf. fram- leiddi myndina og er Ólafur Rögn- valdsson framleiðandi og jafn- framt kvikmyndatökumaður. Ný skáld- saga eftir Kundera NÝJASTA skáldsaga Milan Kundera er að koma út í ritröðinni Syrtlur hjá Máli og menningu. Sagan ber heitið „Með hægð“ og kemur sam- tímis út í Frakklandi og á íslandi. Þýðandi er Friðrik Rafnsson. „Með hægð“ er fyrsta skáldsagan sem Kundera skrif- ar á frönsku. Hann fæddist í Prag árið 1929 en hefur verið búsettur í Frakk- landi undanfarna tvo aratugi. „I þessari nýju skáldsögu kristall- ast helstu eðlisþættir fyrri skáld- sagna Mildans Kundera," segir þýð- andinn, Friðrik Rafnsson. „Hún spannar allan tilfinningaskalann og spyr lesandann áleitinna spurninga eins og: „Er óðagotið á okkur nú- tímafólki að leggja öll mannleg sam- skipti í rúst? Er líf okkar stöðugur flótti fram á við? Kundera hefur enn nálgast hið upphaflega markmið sitt; að skrifa léttleikandi skáldsögu um flóknustu viðfangsefni mannlegrar tilveru, tilvistarstærðfræði í formi brandara." Áður hafa hafa fjórar skáldsagna hans komið út í íslenskri þýðingu: Kveðjuvalsipn, Bókin um hlátur og gleymsku, Óbærilegur léttleiki tilver- unnar og Ódauðleikinn. Líflendingar - smáþjóð í Lettlandi í Norræna húsinu Milan Kundera

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.