Morgunblaðið - 14.01.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.01.1995, Blaðsíða 1
MENNING USTIR PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 1995 BLAÐ{ LEIKMYNDIR í verkum Mamets eru yfirleitt ein- faldar enda þarf tungumálið og vandi leiksins at- hyglina helst óskipta. SSKILNINGUR, hvar, eða, annar skilningur, hvar, sagði ég, í leikriti, mismunandi skilningur, kannski, túlkun skilurðu, auðvitað, kynja, fáránlegt, ólíkra hópa, nei, þú verður að segja mér, segja mér hvað þú átt við, fyrirgefðu, nei, ég var að spyrja þig, allt í lagi, ég veit hvernig þér líður: Tvíleikur- inn Oleanna eftir David Mamet verður frumsýndur á Litla sviði Þjóðleikhússins föstudaginn 20. janúar. Tungumál og vald eru lyk- ilorð í leikritinu, sem fjallar um samskipti ungrar konu í háskóla og kennara hennar á miðjum aldri og breikkandi framabraut. Áhorf- andinn veit ekki alveg hveiju hann á að trúa, það er erfitt að taka afstöðu því orðin þýða fleira en eitt, staðan er hvikul og hlutverk- in snarsnúast. „Ég bara skil þetta ekki,“ segir námskonan unga í upphafi leik- ritsins, örvingluð og brotin inni á skrifstofu kennarans. „En þú ert greind," svarar kennarinn öruggur í sínum stóra stól með athyglina við sjálfan sig, betra starf og nýrra hús. „Ég elska þig líka, elska þig,“ segir hann svo við konuna sína sem hringir út af húsinu og „treystu mér bara, þetta verður allt i lagi, ég get ekki talað núna.“ Hann leggur frá sér skjalatöskuna og frestar því smástund að hitta konuna og fasteignasalann í hús- inu, hvað vill þessi taugaveiklaða stelpa í rauninni? Kannski ætti hann að segja henni smávegis af sjálfum sér, allir hafa einhvern tímann verið óöruggir, gefa henni skammt af því sem hann hefur lært. Annars var verkefnið hennar vonlaust. Bara gersamlega von- laust. Hún getur ekki fallið í þessum áfanga. Búin að sitja í tímum og taka glósur, leggja mikið á sig, vill vita um einkunnina. Af hveiju grípur hann alltaf fram í, hún verður að ná, hún verður að skilja hvað er verið að segja, hann verð- ur að skilja það sem hún segir. En þetta er vonlaust, fáránlegt, JÓHANN Sigurðarson leikur kennara og Elva Ósk Ólafsdóttir nemanda hans i Oleönnu. Oleanna eftir David Mamet verður frumsýnd í Þjóðleik- húsinu 20. janúar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.