Morgunblaðið - 14.01.1995, Blaðsíða 5
4 C LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 1995 C 5
EINS og kunnugt er var hin ár-
lega sænska bókastefna hald-
in mun seinna en venja hefur
verið, eða í októberlok sl.
Framkvæmdastjórinn Bertil Falek
lýsti því yfír að henni lokinni að tíma-
setningin hefði gefist vel og sló því
föstu að Bok & Bibliotek ’95 yrði
haldin á svipuðum tíma að ári. Fyrsta
stefnan sem Bertil og félagi hans
Conny Jacobson stóðu að laðaði til
sín fimm þúsund gesti, með þeirri
níundu urðu þeir níutíu þúsund tals-
ins og nokkuð fleiri í ár.
Þar sem tölvumar tifa og símarnir
eru uppteknir er vinnustaður fundar-
staður og hvíldarstaður í senn. Ein-
hver sofnar í sæmilega djúpum stól
með frakkann lafandi yfir litla ferða-
tösku við hlið stólsins, meðan hinir
eiturspilltu maula sykurríka hnull-
unga eða totta tóbakspinna og deila
um hvort rithöfundurinn Taslima
Nasrin sé skáld eða ekki skáld. Hér
er viðtalsstaður þar sem sjálfboða-
vinnufólk íslenska útvarpsins í Gauta-
borg tekur menningarvitana að heim-
an upp á band hvem á eftir öðrum
svo þeir útlagar sem misstu af tali
þeirra á ráðstefnunum geti heyrt í
þeim þegar útvarpað verður á sunnu-
dagsrásinni okkar frá_ Dvergasteini
og þá á móðurmálinu. Á þessari mið-
stöð blaðamanna er hvergi hljóðein-
angrað horn. Ekki heldur neitt teppi
með þrettán fuglum á flugi upp frá
dimmbláma gegnum grábláma upp í
blágrænt og bogablátt eins og á
veggnum í salnum þar sem Matthías
Viðar talaði um Galdra á Islandi og
þar sem Katarina Frostenson las upp
úr nýrri ljóðabók sinni Hugsanirnar
(Tankama, utg. W&W 1994), bókinni
sem síðan flaug beint í fyrsta sætið
á vinsældarlista sænskra gagnrýn-
enda í byijun nóvember.
Um hálft annað þúsund manns frá
ólíkum Qölmiðlum leggur leið sína
um þetta athvarf í útjarðri sýningar-
svæðisins, meðan á bókastefnunni
stendur. Á hæðinni fyrir ofan situr
ritstjórn Signe, blaðsins sem kemur
út fjóra daga á ári, þá daga sem
Bókastefnan stendur yfir. En hálfri
hæð neðar, sem er jarðhæð, er þriggja
mannhæða hár glerskáli fyrir fufícli
sem hægt er að horfa ofaní úr aðal-
húsakynnum blaðamannamiðstöðvar-
innar. Þar halda Bertil og félagar
lokafundinn, eftir tíundu bókastefn-
una.
Engin eðlileg viðbrögð
- Ég er ánægður, gestimir nálg-
ast hundrað þúsund, öll tíu þúsund
hótelherbergi bæjarins búin að vera
i notkun, bókaútgefendur eru ánægð-
ir, ræðumenn eru ánægðir, rithöfund-
arnir Norman Mailer, Margaret
Atwood, Marianne Fredriksson,
ásamt Odd Engström og Cecilia Hag-
en, mega vera sérstaklega ánægðir,
því þeir lokkuðu til sín flesta hlust-
endur. Og starfsfólkið er ánægt ...
Um það bil á þá leið streymdu
orðin í feginleikaerindi aðalræðis-
manns okkar íslendinga í Gautaborg,
í hlutverki framkvæmdastjóra.
Mér láðist að hlusta á hinn tvö-
Fyrra bréf af bókastef nunni í Gautaborg
ÞAR SEM
TÖLVURNAR TIFA
Bertil Falck
falda Pulitzer-verðláunahafa Nor-
man Mailer sem var hér til að kynna
bók sína Harlot’s Ghost. Aftur á
móti sá ég og heyrði annan gest sem
settist við skriftir eftir reynslu af
herþjónustu, portúgalska rithöfund-
inn og geðlækninn Antonio Lobo
Antunes (f. í Lissabon 1942).
„Næstumþví-Nóbelsverðlauna-
hafi“, segir fiskisagan. Meðal verka
hans er Fado Alexandrino en hans
síðast þýdda verk í sænska bókaflóð-
inu ber hér nafnið Betraktelse över
sjálens passioner. Sagan um æsku-
vinina Manninn og Dómarann sem
hittast aftur á fullorðinsárunum fyrir
það að Maðurinn, sem að því er virð-
ist fyrir tilviljun, hefur lent í hópi
terrorista, er tekinn fastur og lendir
í yfirheyrslu hjá Dómaranum. Faðir
Dómarans var alkóhóliseraður vinnu-
maður hjá föðurafa Mannsins, sem
ólst einmitt upp á landareign afans
í Benfica. Úr þessum endurfundum
streyma myndir, persónulegar minn-
ingar og innri eintöl, snörp samtöl
og saga sem rennur inn í myndir úr
nútímasögu Portúgals.
Þegar Antonio lendir í viðtölum,
þar sem á að láta hann tala um
bækurnar sínar, reynir stundum á
þolrif blaðamanna. Eftir hann liggja
átta skáldsögur, en hann vill heldur
tala um líðandi stund, um lífið og
dauðann, hvað sem er nema sjálfar
bækurnar. Hann ber því við að hann
muni ekki hvað hann skrifaði fyrir
fimm árum, hvað þá fyrr, að hann
lesi ekki bækurnar eftir að handrit
er farið í prentun. Þegar ég sá hvern-
ig hann sat ókyrr í sviðsljósinu og
reyndi að koma á móts við spyril sinn
á ráðstefnunni, með því að teygja sig
yfir á hans helming af borðinu og
leita með augunum að orðum á blaði
sama spyrils í hvert sinn sem hann
þurfti að nefna einhverja bókina sína
með nafni, þóttist ég vita að gleymsk-
an væri sönn. Hinsvegar vill hann
ekki gleyma því að enginn kemur
„normal” heim úr stríði. Antonio
þjónaði sem læknir í nýlendustríði
Angóla, hjá hersveitum MPLA
snemma á áttunda ápatugnum. —
Eftir það vildi ég bára skrifa. Ég
EFTIR KRISTÍNU BJARNADÓTTUR
hugsaði svo barnalega að ég hélt að
þá kæmist ég nær sköpunakraftinum,
segir Antonio sem aldrei hefur sagt
alveg skilið við vinnu sína sem geð-
læknir. — Fólkið á geðsjúkrahúsinu,
geðklofa fólk, fannst mér oft nær mér
en svokallað normal fólk. Stríðið hafði
breytt mér, ég kunni ekki lengur eðii-
Ieg viðbrögð.
Antonio vill ekki heldur gleyma við-
brögðum sem hann upplifði þegar
hann lenti á sænskri grund daginn
áður og var skipað afsíðis í tollskoð-
un, þegar hann sagðist vera frá Port-
úgal. Ekki bætti úr skák að hann
mætti með sígarettu í munnvikinu,
sem honum var höstuglega skipað að
slökkva í. Hann hermir með tilburðum
eftir fólkinu á flugvellinum og nefnir
„rasisma", segir að sér hafi fundist
hann vera svartur, liðið þannig.
Sænski spyrillinn og kynnirinn Mats
Gellerfelt (gagnrýnandi og rithöfund-
ur) reyndi að hrista af sér málið með
því að fullyrða að allir Portúgalar
væru velkomnir til Svíþjóðar! Ætli það
breyti nokkuð svertingjatilfinningunni
sem Antonio Lobo Antunes talaði um?
Hann talar um að sér finnist sér-
kennilegt þegar ætlast er til að Port-
úgalar eigi samleið með Evrópu, þar
sem Norður-Afríka sé miklu nær þeim
en til dæmis Þýskaland.
Þessi næstumþví-Nóbelsverðlauna-
hafi hefur brennandi áhuga á mann-
eskjulegum mótsögnum, en finnst
bækur ekkert gott umræðuefni, þótt
þær geti verið góðar að lesa. Þá vill
hann heldur tala um fótbolta eða segja
frá hvaða áhrif sjálfsmorð afa hans
hafði á hann sem smástrák. Eða öllu
heldur þau skilaboð sem Antonio
fannst liggja í bréfinu sem afi hans
skildi eftir sig. — Hann þjáðist af
krabbameini og sem krakki fékk ég
þá hugmynd að hann hefði í rauninni
ekki drepið sjálfan sig heldur krabba-
meinið, þann hluta af sér sem gerði
lífið óbærilegt. Þegar einhver sjúklinga
minna reynir sjálfsmorð, þá hugsa ég
um þetta..., segir Antonio. — Það er
kaldur dimmur vindur í sögunum þín-
um, segir Mats Gellerfelt.
Þá byijar Antonio að tala um Will-
iam Faulkner.
Með kveðju frá blaðberanum
„Ég lærði að litirnir svart og hvítt,
rétt eins og lýsing á húðlit, voru lýsing
á hugarástandi. Það er að segja svart
táknaði allt sem var pottþétt og ják-
vætt, hvítt táknaði það sem var hættu-
legt og neikvætt. Ég fann að til voru
hvítir með svart hugarfar og öfugt.”
Þannig lætur Ray Shell sögumanninn
Cornelius komast að orði i bókinni
Iced (útg. Flamingo, London 1993).
Ég ætlaði að hlusta á Rey Shell á
Bókastefnunni en villtist. Ég villtist
inná sakamálahöfund sem ég ætlaði
mér engan áhuga á. Og þar sem ég
ríghélt í það áhugaleysi missti ég af
báðum höfundunum. Neyðarlegt.
Átti ég virkilega að láta mér nægja
að lesa um Rey Shell í blöðunum dag-
inn eftir? Ég hafði heppnina með mér
fremur en skipulagsgáfuna og ratvís-
ina.
Á síðasta degi sá ég hann nánast
fyrir tilviljun. Á litlum upphækkuðum
palli hjá sænska forleggjaranum sín-
um. Með bókina á loft í vinstri hendi,
stóð hann og kyijaði. Rappaði. Skipti
taktvís um tón og hljómfall. Las með
öllum líkamanum eins og hann þyrfti
að dansa. Var hann að lesa úr bók?
Ég held það hafi verið sýndar-
mennska, líklega af tillitssemi við út-
gefendur, þótt ég sæi auðvitað ekki
hvort hann fletti á réttum stöðum.
Eintal Rey Shells byggir á fyrstu
skáldsögu höfundarins, sem annars
starfar sem leikari í London. Iced
(Diary of a Crack Addict) heitir bók
hans sem kom út á ensku í fyrra og
í sænskri þýðingu síðastliðið haust
(Forum 1994). Hún segir frá eitur-
lyfjaneytanda, Cornelius Wasington,
sem höfundurinn lætur skrifa einskon-
ar dagbók, á tímabilinu mars 1991 til
júní 1992. Inní þeirri dagbók er önnur
sem endar strax í júlí 1991, þegar sögu-
hetjan v.erður heimilislaus. Og inní
dögunum eru minningar. Og morð.
Það fyrsta var líknarmorð, með nag-
andi samviskubit og afneitun sem
fylgifísk. Ólíkt samviskulitlum glæpa-
mönnum sem stundum má finna í
bókmennta- og kvikmyndaheimi nú-
tímans (t.d. „Natural Born Killers”)
er aðalpersónan í Iced ekki rænd allri
ábyrgð á því sem hún kemur til leið-
ar, þrátt fyrir þá staðreynd að „farm-
iði lífins gildir bara aðra leiðina" eins
og Cornelius kemst að orði.
Og það kemur að því að honum
tekst ekki lengur að flýja frá gjörðum
sínum með sektarkenndina sem trygg-
asta lífsförunautinn. Hann verður spít-
alamatur eftir átakanlegan endi á
ránstilraun, þar sem hann notar barn
sem gísl, stelur því úr barnavagni,
rýkur með það upp á húsþak og hugs-
ar sér að þvinga þannig út einhveija
upphæð frá foreldrunum. En gagnvart
angistarfullu augnaráði þeirra fallast
honum hendur og hann missir barnið...
Höfundurinn sem hefur látið Corn-
elius „giftast sektarkenndinni" sem
bara „fæðir af sér sek afkvæmi“' skil-
ur fyrst við hann þegar hann fer að
horfast í augu við sekt sína. „Ég er
sekur og það er mér að kenna, en
ekki bara mér að kenna“ lætur hann
Cornelius segja undir lokin. Þetta
„ekki bara mer að kenna" vekur spurn-
ingar. Það er grimm saga sem Rey
Shell hefur skrifað og ég held að óhætt
sé að fullyrða að bókin geti hjálpað
til við svörin.
Cornelius, sem var efnilegur há-
skólastúdent, las lögfræði áður en eit-
urlyf tóku að stjórna lífi hans, gerir
sér grein fyrir að dagbókin gæti orðið
öðrum víti til varnaðar, þótt skilja
megi að hann sjálfur eigi ekki lengur
neina framtíð fyrir sér. Hann er eng-
inn unglingur, hann er á fimmtugs-
aldri, eins og reyndar höfundurinn Rey
Shell einnig er. Ray Shell er frá Norð-
ur-Karólínu, lærði leiklist í Boston, en
hefur starfað í London síðustu 14 árin,
sem leikari, tónlistarmaður og sem
leikritahöfundur. Meðal verka hans er
söngleikurinn The Street Angels.
Kveikjan að sögunni Iced kom þegar
Rey fór í leikferð vestur um haf, og
hugðist þá nota tækifærið og heim-
sækja gamla kunningja, sem hann
hafði ekki hitt lengi. Honum brá í
brún þegar hapn komst að því að þeir
sem áður virtust eiga framtíðina fyrir
sér, framtíð sem lögfræðingar, læknar
o.s.frv. höfðu ot'ðið „krakkinu" eða
englarykinu að bráð. Bókina tileinkar
hann fjölskyldunum sem bjuggu í Lou-
is H. Pink Houses í East New York,
Brooklyn frá 1960-1970, með kærri
kveðju frá blaðberanum.
Næsta bók hans mun að sögn íjalla
um vændi.
Ég veit bara ekki af því...
Meðal þess sem Bertil Falck segir
hafa glatt sig sérstaklega var heim-
sókn rithöfundarins frá Bangaladesh,
Taslima Nasrin, sem er landflótta,
ákærð fyrir að hafa gengið of hart
að helgiriti múslima, Kóraninum, í
baráttu sinni gegn trúarlegu og póli-
tísku ofstæki í heimalandinu. í haust
kom bók hennar Lajja, Skammen
(Norstedts) eða Skömmin út í sænskri
þýðingu. Það er heimildarskáldsaga
sem segir frá fjölskyldudrama meðal
hindúa í hinu múslímska Bangaladesh
og hefst þegar nærri 450 ára gömul
Barbrimoska í Norður-Indlandi var
rifin síðla árs 1992, og hundruð ef
ekki þúsundir bæði hindúar og mú-
slimar létu lífið vikuna á eftir, í óeirð-
unum sem fylgdu. Jafnvel í Pakistan
og Bangaladesh var verknaðarins
hefnt með því að rífa fjöldann allan
af musterum hindúa og hér virtist
gilda tönn fyrir tönn, auga fyrir auga
og musteri fyrir mosku. Út frá þessum
átökum skrifar Talima Nasrin sögu
þar sem hið fagurfræðilega fær stund-
um að víkja fyrir sögulegum heimild-
um og pólitískum boðskap.
Taslima, sem er læknir að mennt,
en hefur með penna sínum einkum
barist fyrir réttindum kvenna, kom til
Svíþjóðar 10. ágúst síðastliðinn í boði
sænska Pen-klúbbsins, sem nokkru
síðar veitti henni Tucholsky-verðlaun-
in. Trúlega er það af öryggisástæðum
sem nærvera hennar á Bok & Biblio-
tek var hvergi auglýst fyrirfram. Hún
birtist þar flestum á óvart og Bertil
sagðist hafa notið þess að geta kynnt
þau Ingvar Carlson og Taslima Nasr-
in, en þau höfðu ekki heilsast fyrr. Inn
í þann félagsskap datt annar höfundur
með dauðadómshótun, Aziz Nesin frá
Tyrklandi, sem opinberlega leyfir sér
að styðja Salman Rushdie. Þá nefndi
Bertil ósk sína um að leggja áherslu
á málfrelsi og mannréttindi á næstu
Bókastefnu, Bok & Bibliotek ’95, en
höfuðþema mun þá verða frásagnarlist
með áherslu á hið talaða orð, hafi ég
skilið hann rétt.
Eftir dágóða skammta af ánægju-
yfirlýsingum spyr blaðamaður af
óánægðra kyninu hvort ekki mætti,
með allri virðingu fyrir því velheppn-
aða, aðeins tala um það sem miður
fer á svona fjögurra daga samkomu.
— Eða er kannski ekki um neitt slíkt
að ræða? Getur það verið?
Bertil heldur ábyrgðarsvip sínum
og setur nú smá aukaþunga í röddina.
- Ég get alveg hreint sagt þér eins
og er. (Dvöl.) Það koma svo sannar-
lega upp leiðindi á svona bókastefnu.
(Aðeins lengri dvöl.) Ég bara veit ekk-
ert af þeim!
Flestir reka upp hlátursbofs.
Dramatískir hæfileikar Bertils byggj-
ast meðan annars á þessu að fá fólk
til að hlæja. En kannski fyrst og
fremst í að fá fólk til að hittast. Hann
er spurður hver sé uppskriftin að svo
vinsælli bókastefnu og svarið er góðar
ráðstefnur, áhugaverð umræðuefni og
höfundar sem eru í uppáhaldi hjá ólík-
um hópum fólks.
- Svo athyglisverðar ráðstefnur að
fólk geti ekki sleppt því að koma.
Málið er að fólk hittist og kynnist
vegna sameiginlegra áhugamála sem
á einhvern hátt tengjast bókum. Það
hefur verið takmarkið. Þetta er ekki
bara kaupstefna. Islendingar, til dæm-
is, þeir fara til Frankfurt til að kaupa
en þeir koma hingað til að selja...
Augnablikslist og einu sinni
punktur
Ég varð vitni að samtali milli Vig-
dísar Grímsdóttur og Ulfs Örnkloo,
menningarstjóra frá sænska ríkisút-
varpinu, þar sem fólk virtist halda
niðrí sér andanum til að missa ekki
af neinu sem á milli þeirra gerðist á
sviðinu. Það var augnablikslist sem
byggðist ekki á orðum einum, heldur
einkum á samleik með tilfinningu fyr-
ir því ófyrirsjáanlega. Ég get mér
þess til að sú andakt sem ríkti í þétt
setnum salnum þær fjörutíu mínúturn-
ar hafi magnast vegna þeirra sem
þekktu verkið bak við höfundinn.
Margar hendur fóru á loft þegar spurt
var hvort einhver hefði lesið Stúlkuna
ískóginum, sem komst hátt á vinsæld-
arlista sænskra gagnrýnenda í júní
sem leið.
Það er Anamma, ungt forlag í
Gautaborg, sem nýtur þess nú að hafa
gefið út þýðingu Inge Knutsson á verki
Vigdísar. Stofnendur og útgáfustjórar
Anamma eru tvær ungar konur, Kerst-
in Aronsson lögfræðingur og Annika
Person cand.mag í heimspeki. Þær
gefa út tíu til tólf bækur á ári, skipta
þeim jafnt á vor og haust, byijuðu á
að gefa út ferðabækur fyrir íjórum
árum, en láta nú fagurbókmenntirnar
stöðugt fá meira svigrúm. Fram að
þessu hafa þær einkum gefið út þýdd-
ar bækur og á haustmarkaði þeirra
er til dæmis „Matilde" sjálfsævisögu-
leg skáldsaga eftir ítalann Giovanni
Mariotti, nýútkomin í sænskri þýðingu
Johanne Hedenberg. Höfundurinn set-
ur engar kommur og bara einn punkt,
sem er að finna í sögulok. Enda ráð-
leggja útgefendur lesandanum að lesa
bókina helst í einni andrá. Þegar þýð-
andinn kynnti bókina hélt hún því fram
að höfundurinn notaði þessa einu setn-
ingu uppá 157 blaðsíður sem aðferð
til að geta horfíð lipurlegar frá einum
tíma til annars en mögulegt er með
punktum í tíma og ótíma.
Að fara mörgum orðum um þá ís-
lendinga sem tóku þátt í ráðstefnum
að þessu sinni væri að bera í bakkafull-
an lækinn sem þá myndi flæða um
ræktað land, því framlag heiman-
manna hefur áður verið kynnt hér í
blaðinu. En viðkunnanlegt þótti mér
að geta fundið kynningarkrók ís-
lenskra forleggjara, sýningarbásinn
sem vantaði í fyrra. Þar voru haldnir
margir minni og stundum persónu-
legri fundir. Og skemmtileg reyndist
ráðstefna þeirra Heimis Pálssonar og
Kristins Jóhannessonar með prófessor
Lars Lönnroth, íslandssagna- og
Eddukvæðaunnanda á milli sín. Snarp-
ar deilur um hvernig má og á að þýða
eða ekki þýða, kynna og kenna Eddu-
kvæði, breyttust þá skyndilega í söng,
stjómandanum á
milli þeirra sem
og hlustendum
að óvörum. Hér
voru kommnir
tveir söngmenn
að norðan, sem
auðheyrilega
vissu að söngur
getur sameinað
það sem orð
kunna að sundra.
Og hvað með
það?
Kristinn vildi
meina að ef böm-
in okkar lærðu
að tileinka sér
eigin menningar-
arf í verklegri kunnáttu (t.d. söng)
munu þau eiga auðveldara með að
skilja og bera virðingu fyrir menningu
annarra. Vísa sem varla er ofkveðin,
þegar útlendingaandúð og kynþátta-
hræðsla kemst á dagskrá. Kristinn er
lektor í íslensku við Gautaborgarhá-
skóla og hefur umsjón með endurþýð-
ingu á Eddukvæðum.
Meðal Svía stingur sá ótti upp koll-
inum að misnotkun nasista á norrænni
goðatrú taki sig upp í hópum nýnas-
ista, sem fordæma innflytjendur. En
Heimir og Kristinn minntu á það bæði
í orði og verki að Ásar og Vanir sömdu
frið.
Útlagar og íslandspóstur
Við Nordens Torg, þar sem íslend-
ingafélagið rak veitingastað, var boðið
upp á hverasoðið rúgbrauð, kæfu, lax
og hangikjöt, bragðið að heiman sem
flestir íslandsvinir virðast einnig
kunna að meta. Hér á hrauni skreyttu
torginu svifu Ingibjargir um á upp-
hlut, í ágætri andstæðu við leikkon-
urnar í Barbie- og Cindygervum, sem
komu sér fyrir í útjaðri torgsins með
innkaupavagninn fullan af gömlum
bókum með háaloftslykt, sem þær
buðust til að árita. Þær vildu kynna
sig sem mögulega skemmtikrafta í
einkasamkvæmum. í vagni íslenskra
útlaga var hinsvegar glóðvolgur ís-
landspóstur „Islándskt Forum“ númer
þijú og íjögur í einu 60 síðna hefti,
þá nýkominn úr prentun. Að þessu
Katarina Norman Taslima Vigdís
Frostenson Mailer Nazrin Grímsdóttir
sinni meira á sænsku en íslensku, af
tillitssemi við gamla og nýja ísland-
svini. Islandspósturinn er gefínn út í
6.000 eintökum, ijögur tölublöð á ári,
á vegum Íslenska landsambandsins í
Svíþjóð. Ritstjóri og ábyrgðarmaður
er Ingvar Gunnarsson og menningar-
ritstjóri er skáldið Jóhann Áreliuz.
Ingvar, sem er sagnfræðingur með
blaðamannamenntun og hefur starfað
hér bæði sem lýðháskólakennari og
móðurmálskennari. tók nýlega við rit-
stjórahlutverkinu. Í blaðinu á hann
dágott viðtal við Bertil Falck, sem
segir frá sínum persónulega ferli og
einnig frá því átaki sem það var að
fá ísiendinga til að taka þátt í Bok &
Bibliotek, sem var semma hugsuð sem
norræn bókastefna. Auk almennra
frétta er þema blaðsins að þessu sinni
bókmenntir. En leiðaraspurning rit-
stjóranna er þessi: Hvaða orð eru lif-
andi? Og hér gefa þeir íjórum sænsk-
um höfundum orðið, þýðendum sem
hafa fengist við að gefa íslenskum
ritverkum annað líf.
Ingegerd Fries segir frá íslandsferð
með Esjunni 1946 óg viðureign sinni
við Sölku Völku, Gerplu og Bi-ekku-
kotsannál. Ingegerd hefur einnig þýtt
Njálu fyrir forlagið Bra Böcker. Peter
Hallberg á hér grein þar sem hann
segir frá aðdraganda þess að hann fór
að þýða úr íslensku, frá kynnum sínum
við Halldór Kiljan Laxness og vanda
þýðandans. Hvernig ber að þýða
hundsnafnið Snati handa Svíum? (Hér
er átt við Snata Steinars Steinssonar
í Paradísarheimt.) Bara sem dæmi um
túlkunarvandamál.
Þýðandi Döflaeyjunnar og GuIIeyj-
unnar, John Swedenmark frá Sund-
svall, kynnir sig hér,.en hann tók þátt
í ráðstefnu um þýðingar úr íslensku
ásamt norskum þýðanda Einars Kára-
sonar, Tone Myklebost og höfundinum
sjálfum, undir stjórn Inge Knutsson.
Loks er bæði skemmtileg og fróðleg
grein eftir Hákan Jansson, sem hefur
þýtt verk eftir Einar Má Guðmunds-
son. Kunnáttu sína þakkar hann mál-
inu sem hann heyrði talað í réttum og
í eldhúsinu á Gamla-Garði fremur en
kúnum, en hann hefur það eftir ís- .
lenskum bónda að beljurnar skilji ekki
bjagaða íslensku. Hákon bendir á hve
nauðsynlegt það er þýðandanum að
átta sig á afstöðu höfundarins til
tungumálsins, hvernig sé venjulegast
að nota íslenskuna og hvernig höfund-
urinn breyti útaf málvenjum og geri
sig sérstakan. Að endurskapa stíl er
vandaverk, eins og allir vita sem reynt
hafa. Bókmenntafræðin getur greint
frá stíl út frá heildaráhrifum, en þýð-
andinn stendur uppi með valið á hveiju
einasta orði. Sé hið dæmigerða yfir-
drifið, breytist textinn auðveldlega í
skopstælingu, en sjáist þýðandanum
yfir hið dæmigerða glatar textinn því
sem höfundur vildi sagt hafa. Auk til-
finningarinnar fyrir því dæmigerða
gerir Hákon hinn sígilda vanda þýð-
enda, spurninguna um staðfærslu eða
ekki staðfærslu, að umræðuefni.
Efnislega virðist mér íslandspóstur-
inn vel upp byggður, einkum ef haft
er í huga að ekkert orð er lifandi óháð
því samhengi sem það kemur fyrir í.
BALTIMORE-LISTASAFNIÐ
NÝJA álman við listasafnið, til vinstri, og hringlaga tengibygg-
ingin við eldra húsið þykja sérlega vel heppnaðar.
Morgunblaðið/Einar Falur
BALTIMORE Museum of Art — Warhol-salurinn.
Ný álma helguð nutímalist
og Andy Warhol
EIM ÍSLENDINGUM fjölgar
sífellt sem leggja leið sína til
Baltimore, þessarar vinalegu
borgar norðan við höfuðborg
Bandaríkjanna sem Flugleiðir fljúga
nú reglulega til. Ferðamenn vita að
hægt er að gera þar góð kaup, en
færri vita að í Baltimore er margt að
sjá og þar eru góð og kunn listasöfn.
Þeirra stærst er The Baltimore Muse-
um of Art og ætti enginn að vera
svikinn af heimsókn þangað. Frægur
er sá hluti safnsins sem kenndut' er
við Cone-systurnar og í haust hefur
athyglin beinst að nýrri álmu sem
helguð er nútímalist og hýsir þar á
meðal næst stærsta safn verka eftir
Andy Warhol á einum stað.
Aðalbygging Baltimore-listasafns-
ins er í nýklassískum stíl og var tekin
í notkun fyrir 65 árurn. Þar erti varð-
veittir yfir 100.000 listmunir, allt frá
fornri mósaík að samtímalist. Safnið
hefur oft þótt vera frumlegt í sýning-
arhaldi, eins og þegar það setti árið
1936 upp sýningu á afrískri negralist,
fyrst stórra bandarískra safna, og
hefur stofnunin allar götur síðan þótt
vera í fararbroddi hvað varðar kynn-
ingu á list blökkumanna. Þá voru for-
stöðumenn þar á bæ óvenjulega
snemma farnir að sýna ljósmyndun
þá athygli sem hún nú nýtur í sam-
bærilegum stofnunum.
Safnið styrktist síðan heldur betur
nokkrum árum síðar, 1949, þegar gjöf
Cone-systranna tveggja var afhent,
en þær voru einhveijir kunnustu safn-
arar nútímalistar sem um getur. Í eigu
þeirra voru yfir 3.000 gripir sem þær
keyptu á fimmtíu ára tímabili; vefnað-
ur, skartgripir, húsgögn, hundruð
teikninga og prenta, útskurður og
myndskreyttar bækur. Merkasti hluti
safnsins eru þó málverkin, og sérstak-
lega þau eftir Henri Matisse. Systurn-
ar urðu góðir vinir listamannsins og
keyptu af honum 42 málverk, 18
skúlptúra, tugi teikninga og hundruð
prenta. Að auki áttu þær á annað
hundrað verka eftir Picasso og mál-
verk eftir Cézanne, Van Gogh, Gaugu-
in og Renoir, svo kunnustu listamenn-
irnir séu nefndir. Síðustu áratugina
hefur Cone-deildin verið aðal aðdrátt-
arafl safnsins en í vetur hafa gestir
þó einnig flykkst að til að skoða nýja
og rómaða álmu sem helguð er sam-
tímalist.
Nýja álman er á tveimur hæðum,
á fjórða þúsund fermetra. Hún er
tengd við eldri bygginguna með hring-
laga sal úr hrárri steinsteypu og leið-
ir hringstigi gesti inn í nýju sýningar-
salina sextán. í álmunni hefur verið
komið fyrir verkum meira en 75
bandarískra og evrópskra listamanna
frá árunum eftir seinna stríð.
Á neðri hæðinni er stór salur helg-
aður Andy Warhol. Þar gefur að líta
33 verk listamannsins, þessa páfa
pop-listarinnar, og mun þetta vera
stærsta safn verka hans á einum stað
ef frá er talið nýja Warholsafnið í
Pittsburgh. Sum Verkanna eru flenni-
stór og mörg kunn sýningargestum.
Þarna eru myndir af súpudósum,
Jackie Kennedy og bílslysum; „Síðasta
kvöldmáltíðin” er ógnarstór, máluð
og þrykkt árið fyrir dauða listamanns-
ins, 1986, og annað málverk er af
hjörtum og margir metra á lengd. Á
gólfinu miðju eru pappakassar merkt-
ir Brillo-sápu, Del Monte og Kel-
logg’s, en eru úr tré þegar betur er
að gáð. Annars eru salirnir á þessari
hæð helgaðir aðalleikurunum í ab-
straktinu síðustu áratugina: stór
bleikur hestur Susan Rothenberg tek-
ur á móti gestum; mikið ber á Kelly,
Stella, De Kooning, Motherwell, Rot-
hko og Frankhenthaler; „íslandsvin-
irnir” Richard Serra, Donald Judd og
Roni Horn eiga öll sterk verk þarna
og sama má segja um listamenn á
borð við Bruce Nauman og Dan Fla-
vin.
Á efri hæðinni eru yfirleitt nýrri
verk og úr öðrum áttum; til dæmis
stálkanína eftir Jeff Koons, stórt
málverk eftir Kiefer, sjálfsmyndir í
yfirstærð af Gilbert & George, annað
ágætt verk eftir Roni Horn og lista-
menn sem hafa gjarnan spáð í líkam-
ann og borið mikið á síðustu misserin
eiga sína fulltrúa.
Af markverðum sérsýningum sem
settar verða upp í safninu næstu
mánuðina má nefna teikningar eftir
Richard Serra og aðra með teikning-
um Sol LeWitt; sýningu á abstrakt
ljósmyndum og myndum eftir Edward
Weston og Mapplethorpe, þannig að
allir ættu að geta fundið eitthvað þar
við sitt hæfi.
Baltimore-listasafnið er hjá dýra-
garði borgarinnar, þijár mílur norður
frá miðborginni, og er opið fimm daga
vikunnar, frá miðvikudegi til sunnu-
dags.
Einar Falur