Morgunblaðið - 14.01.1995, Blaðsíða 8
8 C LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
BIRTAN og ljósið hafa nost-
urslega tekið sér bólfestu í
málverkum Daða Guð-
björnssonar. Hann segir hormóna
stjórna þessu, áður hafi hann leikið
sér með hugmyndir og verið rosa
snöggur, en hægt á sér seinustt* ár
og spekúlerað meira í stemmningu
og birtu. Henni stafar af ljósaperum,
sól og stjörnum og líka af konum á
sýningu sem opnuð verður í Norræna
húsinu i dag.
Hvert málverk gæti verið af
ákveðnu orði eða setningu og Daði
segir það einmitt oft vera lóðið þótt
stundum viti hann ekki af hverju
hin og þessi fyrirbæri lenda saman
á mynd. Útkoman geti orðið blanda
sem hann sé ekki fær um útskýra
eða þá vilji það ekki. Myndin sé líka
alltaf það sem eftir standi, sama
hversu mikið maður kjafti.
Hann hefur þó ekkert á móti því
að tala um vinnuna og gerir það
gjarna á kaffihúsum eins og ætlast
er til af listamönnum. Fyrir hádegið
daginn sem þetta viðtal fór fram sat
hann til dæmis á Mokka í einn og
hálfan tíma með félaga sínum og
starfsbróður og stóð ekki upp og
kvaddi fyrr en báðir þurftu að fara
heim í mat. „Listamenn þurfa nátt-
úrlega líka að taka sér matarhié,"
segir hann, „en mér fannst þetta
soldið fyndið. Annars er þessi kunn-
ingi minn árrisull og iðinn og sjálfur
er ég morgunmaður. Bara til að fyr-
•rbyggja misskilning. En dagsbirtan
er í alvörunni holl fyrir málara, mér
finnst best að skoða málverk á há-
degi. Þótt núorðið geti ég vel unnið
við rafmagnsljós er vetrarbirtan allt
annað líf. Svona fyrir smásjána."
Birtan að utan og birtan í mál-
verkum Daða, sú sama að hans sögn
og listamenn hafa hugsað um frá
upphafi. „Lífið skilurðu,“ segir hann
og bandar hendi ti! uppljómaðrar
myndar á veggnum fyrir framan
okkur. Hún er af logandi vita,
„menningarvita," útskýrir hann, „og
bát sem er uppi á öldutoppi eins og
listamenn verða að vera. Án þess
auðvitað að hafa hugmynd um
hvernig þeir koma niður. Hjá sumum
gerist það aldrei, konseptlistamaður
sem hét Adler og var kannski ekki
ýkja merkilegur, lagði út á haf á
litlum báti og hugðist dókúmentera
ferðina. Hann bara sigldi út í sjón-
deildarhringinn og kom aldrei aftur
og mér finnst eitthvað fallegt við
það.“
Annað dæmi um birtu í mynd
DAÐl Guðbjörnsson
spekúlerar mikið í Ijósi
núna og það sést vel á
málverkunum sem hann
sýnir í IMorræna húsinu.
Þar eru líka teikningar,
dúkristur og skúlptúrar.
Akvarellur eftir Daða eru
hins vegar í Gallerí Fold.
eftir Daða er skínandi kona á dökk-
um fleti með enn dekkri hundi. Þetta
er að sögn listamannsins módernísk-
ur hundur, hlýðinn og kantaður eins
og listinni og öðru lífi hefur hætt til
á seinni árum. Daði hefur gaman
af að stilla upp sainan andstæðum
formum, bugðu og horni og svo
grunnformunum sem ítrekað sjást í
málverkum hans. Sjórinn og blái lit-
urinn eru þar áberandi og yfirbragð
myndanna einfaldara en áður. Með
bláa litnum setur Daði stundum
grænan og rauðan, gjarna í návígi,
en bleikur hefur heldur látið undan
síga.
„Samt er þarna ein bleik birtu-
mynd,“ segir Daði og lætur ekki
veiða sig. „Það eru ólíkir hlutir hérna
því sýningin er ásamt hinni í Gallerí
Fold eins konar yfirlit þess sem ég
er að fást við núna. Og það geta
verið um fjörutíu verk í einu. Hér í
kjallara Norræna hússins hef ég
málverkin með dúkristum, teikning-
um og meira að segja litlum skúlpt-
úrum. í Fold eru síðan akvarellur,
vatnslitamyndir sem krefjast tölu-
verðrar tækni og eru svolítið sér á
parti.“
En málverkin eru mest áberandi,
hæghormónamálverk sem sum eru
lengi í vinnslu. „Stundum er ég fljót-
ur að henda upp helstu dráttum en
tek síðan tvo mánuði í að finna rétt-
an gráma á flötinn í kring,“ segir
Daði. „Svo sést líka hækkandi aldur
málarans í myndefninu, Mikka mús
til dæmis í staðinn fyrir Bleika pard-
usinn sem var í uppáhaldi hér áður.
En sumt og raunar margt stendur
lítið breytt frá síðustu árum, maður
hefur kynnst sjálfum sér og komið
upp ákveðnum stíl. Það skiptir eng-
inn um karakter rétt sísvona."
Annað kemur glóðvolgt inn í verk-
in, eins og brauð sem Daði reisir á
einum stað sem súlur undir hofi eða
musteri. „Samt er of mikil einföidun
að akademían standi á brauðfótum,"
varar hann við. „Eg vil ekki segja
leyndarmálið um þessa mynd.“
JARD van Nes Roger Vignoles
mezzo-sópran. píanóleikari.
Jard van Nes
og Roger Vigno-
les í ðperunni
TÓNLISTARFÉLAGIÐ í Reykja-
vík stendur fyrir tónleikum í
Islensku óperunni miðvikudaginn 18.
janúar nk. þar sem hollenska mezzo-
sópransöngkonan Jard van Ness og
breski píanóleikarinn Roger Vignoles
koma fram. Tónleikarnir heljast kl.
20.30.
í kynningu segir: „Frá því að Jard
van Nes kom fyrst fram fyrir 10
árum hefur hún unnið sér sess sem
einn af fremstu söngvurum í Evrópu.
Hún hefur afar fagra, stóra og hlýja
mezzo-sópran rödd og er mjög eftir-
sótt sem einsöngvari, bæði á óperu-
og tónleikasviði, sem einsöngvari
með hljómsveit eða lóðatónleikum."
Hún kemur hingað til lands fyrir til-
stilli meðleikara síns, Roger Vigno-
les, en hann hélt hér tónleika með
Thomas Allen í mars sl.
Á efnisskrá tónleikanna á mið-
vikudag eru sönglög eftir Alban
Bexy, Schuman, Debussy og Manuel
de Falla.
Fimmtudaginn 19. janúar, kl.
10-13 mun Roger Vignoles halda
námskeið fyrir söngvara og píanó-
leikara á vegum Tónlistarskólans í
Reykjavík.
Píanðtðnleikar
á vegum
Dægradvalar
MIKLÓS Dalmay píanóleikari
heldur einleikstónleika á veg-
um Dægradvalar, menningarfélags
Bessastaðahrepps, í íþróttahúsinu,
mánudaginn 16. janúar kl. 20.30.
Á efnisskránni
eru Þrjár bagat-
ellur op. 33 í Es-
dúr, D-dúr og í
C-dúr eftir Beet-
hoven og Sónata
op. 13 í c-moll
„Pathétique". Þá
verður Ballaða í
f-moll eftir Chop-
in leikin, Mazúrk-
ar eftir sama höf-
und og loks ung-
versk rapsódía
eftir Liszt.
Miklós Dalmay
stundaði nám hjá Zoltán Benkö og
Sándor Falvai var Bartok tónlistar-
skólanna við Franz Liszt tónlistarhá-
skólann í Búdapest og lauk einleik-
araprófi þaðan 1987. Hann hefur
tekið þátt í námskeiðum hjá Tamás
Vásáry, György Sebök og György
Cziffra. 1989-1991 var hann aðstoð-
arkennari próf. László Simon við
Tónlistarháskólann í Stokkhólmi
jafnframt því sem hann tók þar
meistaragráðu í píanóleik. í Svíþjóð
lék hann í útvarp og var einleikari
með Sænsku útvarpshljómsveitinni.
Einnig kom hann fram sem einleik-
ari með Maros-Ensemble og hefur
unnið með Roberto Szidor og Tatjönu
Nikolaévu. Miklós Dalamy hefur
nokkrum sinnum unnið til verðlauna
í alþóðlegum tónlistarkeppnum og
tónleikar hans í Ungveijalandi, Finn-
landi, Svíþjóð, Italíu, Frakklandi,
Austurríki, Bandaríkjunum og
Kanada hafa hlotið hástemmt lof
gagnrýnenda segir í kynningu. Árið
1993 kom út fyrsti geisladiskurinn
með leik hans. Miklós Dalmay er nú
búsettur hér á landi og kennir við
Tónlistarskólann á Blönduósi.
Þórunn Þórsdóttir
SKALDSKAPARMAL
Fyrsta íslenska bfikmenntasagan
SAGT ER að áhugi á íslenskum
fornbókmenntum hafi aukist
mjög að undanförnu og nái jafnt
í fjarlægar heimsálfur sem til
nágrannaþjóða af sama uppruna.
Skáldskaparmál heitir tímarit
um íslenskar bókmenntir fyrri
alda og hafa komið af því þijú
hefti sem reyndar má kalla bæk-
ur. Þriðja hefti sem kom út í fyrra
er til dæmis 252 síður í vænu
broti. Ritstjórar eru Gísli Sigurðs-
son, Gunnar Harðarson og Órnólf-
ur Thorsson, útgefandi Stafaholt.
I þriðja heftinu telst til nýjunga
að út er gefinn áður óbirtur texti
frá fyrri öld. Það er Gunnar Harð-
arson sem býr til prentunar og
ritar inngang að íslenskri bók-
menntasögu sem Sveinbjörn Eg-
ilsson skrifaði handa nemendum
Lærða skólans í Reykjavík vetur-
inn 1847-48.
Að mati Gunnars Harðarsonar
ritaði Sveinbjörn Egilsson fyrstur
manna bókmenntasögu á ís-
lensku. Eldri yfirlit eru flest á
latínu og ekki bókmenntasögur í
nútímaskilningi. Það er því ekki
ófróðlegt að kynna sér aðferð
Sveinbjarnar, en í upphafi sög-
unn'ar lýsir hann höfuðmarkmið-
Sveinbjörn
Egilsson
Gunnar
Harðarson
Snorri
Sturiuson
inu með því að skýra frá þeim
ritum sem til eru eftir íslenska
rithöfunda.
Ekki þurr upptalning
Bókmenntasaga - Sveinbjarnar
er þó síður en svo þurr upptaln-
ing. Hann hefur að vísu ekki tek-
ið upp þá háttu að láta ævi skáld-
anna samtvinnast verkum þeirra
og varpa þannig ljósi á þau sem
slík. En hann segir oft frá per-
sónulegum högum þeirra og rekur
þá samtíma þeirra, hvernig þau
brugðust við og hvernig tíminn
setti mót á þau.
Sveinbirni þykir til dæmis rétt
að láta það koma fram að
Hvammsturla, faðir Snorra Stur-
lusonar, hafi verið ofstopi. Hann
getur þess einnig að Snorri hafi
verið kænn og fjöllyndur.
Fleira flýtur með um þá Sturl-
unga og ekki allt fagurt. Skáld-
skapargáfan og fræðahneigðin
verður þó ekki tætt af þeim.
Sveinbjörn getur margtilvit-
naðrar frásagnar úr Sturlungu að
þegar tók að batna með þeim
Snorra og Sturlu Sighvatssyni var
Sturla oft í Reykjaholti: „Sturla
lagði mikinn hug á að láta rita
sögubækr eptir bókum þeim, er
Snorri setti saman.“
Sveinbjörn skrifar fáein orð um
helstu bragarhætti hjá fornmönn-
um og eru þau skilmerkileg, en
ekki þvælukennd eins og brag-
fræðin vill oft verða hjá minni
spámönnum sem leggja meiri
áheslu á form en list og þá upp-
hefð að geta talist til germanskra
þjóða.
Bókmenntasöguhöfundar éta
oftast hver upp eftir öðrum svo
að miklu skiptir hver eða hveijir
verða fyrstir til að fjalla um tiltek-
in tímabil. Góðu heilli má nú
greina hjá fræðimönnum viðleitni
til sjálfstæðis og endurskoðunar.
I umræddu hefti Skáldskapar-
mála má benda á nokkur slík
dæmi. Terry Gunnell skrifar um
spássíukrot í Edduhandritum sem
styður kenningar um leikrænan
flutning kvæðanna og Baldur
Hafstað er með ábendingar um
skyldleika kveðskapar Sighvats
og Egils.
Þetta og fleira gerir ritið for-
vitnilegt og höfðar ekki bara til
þröngs hóps fræðimanna. Bók-
menntafræðin á almennt slíkt á
hættu. Má þá segja að vanti í
hana botninn, þ.e.a.s. skáldskap-
inn sem á að vera viðfangsefni
hennar.
Jóhann Iljálmarsson