Morgunblaðið - 14.01.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.01.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 1995 C 3 Sónðtur, pölonesa og Vetrartré SIF Tulinius fiðluleikari og Steinunn Bima Ragnarsdóftir píanóleikari koma fram á fyrstu tónleikum Styrktarfélags Islensku óperunnar á árinu. Þeir verða í Óperunni á morgun, sunnudag, og hefjast klukkan 14.30. Sónötur eft- ir Mozart, Brahms og Ysaye eru á efnisskránni auk pólónesu eftir Wieniawski og verksins Vetrartré eftir Jónas Tómasson. Sif Tulinius lærði hjá Guðnýju Guðmundsdóttur í Tónlistarskólan- um í Reykjavík og lauk þaðan ein- leikaraprófi 1991. Hún tók svo BM-gráðu við tónlistarháskólann í Oberlin í Ohio þar sem hún var fram á síðasta ár hjá Vamos hjónunum. Nú sækir hún einkatíma hjá Mitc- hell Stern og Joyce Robbins í New York. Sif var konsertmeistari kammersveitar háskólans í Ohio og hélt þar tvenna einleikstónleika. Hún hefur tekið þátt í flutningi nútímatónlistar og leikið á tónleik- um víðar um Bandaríkin ein og með öðrum. Og þeir sem fylgdust með Tónvakakeppni Útvarpsins í fyrra heyrðu Sif leika. Steinunn Birna Raganarsdóttir lauk prófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1980 og meistaragráðu í píanóleik í Nýja Englandi 1987. Hún starfaði um tíma á Spáni sem ein- leikari og í kammerhópum og hefur komið fram á tónleikum í ýmsum löndum. Steinunn starfar nú við Tónlistarskólann í Reykjavík, leikur mikið á tónleikum og inn á plötur. Sónöturnar Tónleikarnir á morgun heijast á sónötu Mozarts fyrir fiðlu og píanó. Hún var samin 1784 þegar Mozart var 28 ára. Þó var hún með síðustu sónötum hans fyrir þessi hljóðfæri, en jafnframt ein sú viðamesta. Sif Tulinius f iðluleik- ari og Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanó- leikari koma fram á styrktartónleikum íslensku óperunnar á morgun Fyrsta fiðlusónata Brahms af þremur verður líka leikin á tónleik- unum. Hún er frá sumrinu 1878 þegar tónskáldið var 45 ára. Sónat- an er oft sögð innhverfari en hinar tvær en afar ljóðræn. í henni vitnar Brahms til tveggja af söngljóðum sínum um regnið og hljóma nætur- innar. Eugéne Ysaye var belgískur fiðluleikari, hljómsveitarstjóri og tónskáld. Hann fæddist 1858 og lést rúmlega sextugur árið 1931. Sónöt- ur hans fyrir einleiksfíðlu urðu sex talsins. Sif segir að vinsældir þeirra hafi aukist mikið, enda skemmtileg- ar og vel skrifaðar. íslenskt og pólskt Vetrartré eftir Jónas Tómasson er einleiksverk fyrir fiðlu. Það var samið á ísafirði fyrir tólf árum og höfundurinn segir heiti hennar til- komið af ýmsum ástæðum. Hann hafi til dæmis fylgst með tré í garði fyrir vestan þegar verkið varð til og svo sé fiðlan úr tré. 1 Pólski fiðluleikarinn og tónskáld- ið Wieniawski fæddist 1835 og varð einungis hálffimmtugur. Hann samdi meðal annars tvo fiðlukon- serta en einnig mörg stutt glans- stykki fyrir hljóðfæri sitt. Sif leikur eitt þeirra á morgun. í ÞJÓNUSTU ÍSLANDS Minningar dansks íslandsvinar DANSKI læknirinn Knud Skadhauge (f. 1912) hefur skrifað endurminningar sínar: Hvorfor — Fordi. Tilfælde eller tanke, útg. Borgen. Skadhauge hefur víða komið við á ferli sínum. Eftir að hann varð pró- fessor settist hann ekki í helgan stein. Hann ferðaðist um mörg Evrópulönd og tók þátt í að sækja stríðsfanga til búðanna í Neun- gamme. Eftir stríð bjó hann um hríð í London og síðar Freiburg og á ýms- um stöðum á Norð- urlöndum. Dijúgur hluti endurminn- inganna segir _frá kynnum hans af íslandi og íslendingum. Skadhauge starfaði fyrir Rauða kross beggja landanna, Danmerkur og Islands, og það varð til þess að hann kynntist mörgum íslenskum stjórnmála- og embættismönnum. Hann ber þeim vel söguna, enda virðast þeir hafa sýnt honum betri hlið- arnar og Skadhauge ekki einn þeirra manna sem tileinkar sér neikvæð eða gagnrýnin viðhorf. Það er létt yfir bók hans og hún er skemmtileg aflestrar. Þjóðargjöf íslendinga til Dana Norræn samvinna er Skad- hauge ofarlega í huga. Hlut ís- lands gerir hann stóran í Hvor- for — Fordi. Hann segir til dæm- is frá þjóðargjöf íslendinga til Dana eftir stríð. íslendingar sendu mat og fatnað fyrir fjórar milljónir danskra króna. Þessu var safnað á rúmum tveimur vikum og lýsir Skadhauge að- dáun sinni. Að lítið sem ekkert var skrifað um gjöfina í dönsk blöð kennir Skadhauge beiskju í garð íslendinga vegna sambands- slitanna. MeðEsjunni til íslands Hann gerir sitt til að skýra viðhorf lýðveldisins íslands. Sem fulltrúi Rauða krossins fer hann til íslands með Esjunni í júlí 1945, sögulega ferð með Islendinga sem höfðu orðið innlyksa í Dan- mörku á stríðsárunum. Meðal farþega sem Skadhauge getur eru Jón Helgason prófessor, Svavar Guðnason listmálari og Matthías Jónasson uppeldis- málafrömuður. Mikilvæg kynni A Islandi hittir hann marga frammámenn og hugstæðastur verður honum Olafur Thors, þá forsætis- og utanríkisráðherra. Skadhauge greinir frá uppruna Ólafs, manninum og stjórnmála- skörungnum. Hann telur Ólaf einn mikilvægasta persónuleika sem hann hafi komist í kynni við. J. H. Knud Skadhauge Letur og skrift í Gallerí Greip EFTIR TORFA JÓNSSON LISTRITUN eða „kalligrafía“ getur verið hrífandi list þar sem fegurðin birtist á örlitl- um fleti. Til þess að ná þeirri færni sem þessi listgrein krefst, þarf skrifarinn að beita þol- inmæði landnemans. Hann verður að leita aftur til uppruna skriftar- innar, rannsaka hin ýmsu tímabil sögunnar og þjálfa sig í beitingu skriffæra, penna og pensils. Skrifarinn getur ekki búið til nýtt stafróf, en hann getur mótr - letur að kröfum núlímans og þann- ig fundið nýtt „land“. Við íslend- ingar getum státað af handrita- perlum sem skrifarar eins og Hjalti frá Vatnsfirði útfærðu. í handrita- deild Landsbókasafns má finna gersemar eins og kvæði Ólafs á Söndum og Passíusálma Hallgríms Péturssonar í eiginhandarriti svo eitthvað sé nefnft. Þeir sem unna listritun eða „kalligrafíu“ eiga því láni að fagna að geta innan skamms tekið á móti einum af færustu listrituruin og leturgerðarmönnum í heiminum í dag, Julian Waters. Julian er fæddur í Englandi árið 1957. Móð- ir hans Sheila Waters er nafntog- aður listritari. Hún nam sín fræði við Royal College of Art í London og var nemandi Dorothy Mahony. Hinn merki leturfræðingur Edw- ard Johnston var einn af upphafs- mönnum listritunar í Englandi og hafði áhrif víða um heim, m.a. með bók sinni „Writing and Illuminat- ing and Lettering" sem kom út fyrst árið 1906 og hefur verið end- urprentuð ótal sinnum. Foreldrar Julú ‘.tust til Bandaríkjanna 1971. Par hefur Julian verið bú- settur síðan og starfað sem hönn- uður og listritari í Washington DC. Julian er því þessi listgrein í blóð borin. Kennari hans, auk móður hans, var sjálfur Hermann Zapf. Julian Waters hefur hlotið mörg verðlaun í sínu heimalandi svo og alþjóðleg verðlaun. Meðal við- skiptavina hans eru National Ge- ographic og bandaríska póstþjón- ustan, en fyrir þessi fyrirtæki hef- ur hann gert letur fyrir bækur, veggsjöld og frímerki (Bill of Rig- hts-frímerkin 1989). Julian notar tölvur fyrir leturuppsetningu, þró- ar merki („logo‘j og letur. Hann er ráðgjafi hjá Adobe Systems. Vinnur nú að hönnun á Multiple JULIAN Waters heldur sýningu, fyrirlestur og námskeið í Gallerí Greip. Breski listamaður- inn Julian Waters heldur sýningu, fyr- irlestur og námskeið Master-letri fyrir Adobe. Eins og áður er vikið að hafa verk Julian unnið verðlaun í mörgum keppnum, svo sem Type Directors Club, Case Covers, Print og Calligraphy Revi- ew. Verk hans hafa birst i mörgum bókum um letur og listritun. Þá var árið 1989 gerður sjónvarpsþáttur um Julian, „Man of Lettei-s“, og hlaut hann Emmy-verðlaunin. Verk Julians Waters byggjast ekki svo ýkja mikið á enskri hefð í leturgerð, en hann hefur öðlast djúpan skilning á fagurfræðilegu handverki. Hánn býr yfir mikilli þekkingu sem hann hefur fengið við að líkja eftir gömlum rithönd- um. Sú vitneskja hefur gert honum kleift að skapa nútímalegar letur- gerðir. Hann setur niður hugmynd- ir sínar með fjaðurpenna að vopni og beitir hugsun sinni myndrænt við að laða fram vissar andstæður, svo sem ljóst/dökkt, eða mjúkt/hart. Verk hans snúast ekki eingöngu um einstök grafísk hönn- unarverk. Tími hans fer mikið í að þróa letur í þágu prentlistarinn- ar. Þá er þróun merkja ofarlega á blaði hjá honum. Kaflafyrirsagnir, titlar á veggsjöld, auglýsingar, bækur og tímarit eru á verkefna- lista hans á hveijum degi. Julian kennir árlega við Rochester Instit- ute of Technology, en hann tók við því starfi af kennara sínum Hermann Zapf. Þó að Julian vinni mikið á tölv- una sína, er stór hluti vinnu hans bundinn verkfærum eins og penn- um, penslum, tússi og pappír. Eins og penninn er tölvan verkfæri til að þjóna skoðunarþörfinni. Julian hefur mikla þörf fyrir að tjá sig á skjótan hátt og hefur lag á að finna tíma til þess að skapa verk fyrir sýningar. En þetta er hægara sagt en gert því hann er umsetinn af útgefendum og öðrum viðskiptaað- ilum. Hann hefur náð mikilli færni við að nota svonefndan „ruling pen“, en það er einskonar klemmu- penni sem hægt er að opna eða skrúfa þannig að hægt er að stjórna blekstryemi. Þessi penni er eitt af þessum nútímaverkfær- um sem gera skrifaranum kleift að ná áhrifamiklum strokum. Það er mögum mikið undrunar- efni að fagmaður á borð við Julian Waters skuli fást til að halda hér námskeið og fyrirlestur. Öll undir- búningsvinnan hefur að mestu hvílt á Tinnu < hönnuði og st.i Greip, en Juh hingað í boði Ga íu frænku og FÍ'I mun Julian halu u'sdóttur, list- a hjá Gallerí aters kemur v '.veipar, Soff- i'ann 19. janúar fvrirlestur um verk sín á sviði skriftar, letrunar og leturhönnunar í tölvu í stofu 101 í Odda (Háskóla íslands). Föstudaginn 20. janúar opnar hann sýningu á verkum sínum í Gallerí Greip á Hverfisgötu og helgina 21. og 22. janúar verður vinnunámskeið með honum í hús- næði Hótel- og veitingaskólans á Hótel Esju. Höfundur er myndlistarmaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.