Morgunblaðið - 25.01.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.01.1995, Blaðsíða 6
6 B MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1995 MARKAÐIR MORGUNBLAÐIÐ Fisfrverð jheima Kr./kg -120 100 Faxamarkaður Fiskmarkaður Hafnarfjarðar Fiskmarkaður Suðurnesja \ Alls fóru 134,9 tonn af þorski um fiskmarkaðina þrjá hér syðra í síðustu viku. Um Fiskmarkað Hafnarfjarðar fóru 78,8 tonn á 117,85 kr./kg. Um Faxamarkað fóru 3,8 tonn á 107,12 kr./kg og um Fiskmarkað Suðurnesja fóru 52,3 tonn á 112,84 kr./kg. Af karfa voru seld 30,7 tonn. í Hafnarfirði á 98,96 kr. (3,31), á Faxagarði á 96,30 kr. (7,71) og á 97,06 kr. (19,61) á Fiskm. Suðurnesja. Af ufsa voru seld 69,0 tonn. í Hafnarfirði á 68,43 kr. (1,61), á Faxagarði á 70,77 kr. (30,61) og á 63,58 kr. hvert kíló á Suðurnesjum (36,81). Af ýsu voru seld 42,0 tonn á mörkuðunum þremur hérsyðra og meðalverðið 139,70 kr./kg. Fiskverð ytra 2. vika Kr./kg -200 -180 -160 -140 120 100 80 60 3. vika Þorskur Karfi Ufsi Eingöngu var seldur fiskur úr gámum í Bretlandi í síðustu viku, samtals 193,5 tonn á 158,01 kr./kg. Þar af voru 57,4 tonn afþorskiá 155,87 kr./kg. Af ýsu voru seld 67,1 tonn á 132,72 kr./kg, 15,2 tonn af kola á 234,32 kr./kg, 13,6 tonn af karfa á 146,75 kr. hvert kíló og 5,2 tonn af grálúðu seldust á 196,89 kr. kílóið. Tvö skip seldu afla sinn í Þýskalandi í síðustu viku. Viðey RE 6 seldi 237,9 tonn á 124,53 kr./kg og Dala Rafn VE 508 seldi 126,3 tonn á 156,65 kr. hvert kíló. Samtals voru 242,5 tonn af karfa seld í síðustu viku á 162,97 kr./kg og 82,9 tonn af ufsa á 67,95 kr. hvert kíló. Áherslan í Þýskalandi er á frystan fisk og tilbúna rétti MIKLAR Verð á mörgnm fiskafurðum lækkaði um 20% á síðasta ári hafAa att s6r stað 1 sma- söluverslun með fisk í Þýskalandi á síðustu tveimur árum og standa enn yfír. Áherslan er nú á frosinn físk, einkum tilbúna rétti; og í stórverslun- um hefur sjálfsafgreiðslan leyst fískborðið af hólmi. I smásöluverslun- inni eru nú um 25% af fiskinum seld fryst og inni í landinu, til dæmis í austurhluta Þýskalands, hafa frosin ufsa- og karfaflök komið í stað fersku flakanna. Þýskir rieytendur leita ekki leng- ur að ferskum fiski enda orðnir vanir því að sækja sér tilbúna rétti beint í frystikistur verslananna. Áður var gjarna litið á fyrsta físk- inn sem annars flokks en sá tími er löngu liðinn. Ferska rækjan, sem stundum er boðið upp á, hefur und- antekningalaust verið fryst áður og síðan þídd upp. Bremerhaven var mikilvægasta höfnin fyrir ferskan fisk og þar er hann enn boðinn upp daglega. Sú breyting hefur þó orðið á, að borg- in er nú orðin einn mesti framleið- andi frystra sjávarafurða í Evrópu. í Bremerhaven eru fyrirtækin Nordsee Frozen Fish og Frosta, sem eru meðal stærstu framleiðenda frystra sjávarafurða í Þýskalandi, og um höfnina fer nú meira af fryst- um Alaskaufsa en af ferskum karfa frá íslandi. Mikil verðlækkun Verðstríðið, sem geisaði á þýska markaðnum á síðasta ári, stendur ennþá og ýmsar vörur, til dæmis fískfíngur og flakahlutar í raspi, hafa lækkað um 20% hvorki meira né minna. Er ekki lengur svigrúm til beinna verðlækkana á fyrirliggj- andi vörutegundum en verðstríðið hefur nú færst yfir í samkeppni milli fyrirtækja um að koma fram með nýja og ódýra rétti. Eitt af þessum fyrirtækjum er Mövenpick, sem hefur sett á mark- að laxalasagna, pasta með laxabit- um og grænmeti, og laxarúllur í sósu og með grænmeti. Einnig er það með alls konar karfarétti en þessir réttir þykja sýna vel þróunina á þessum markaði og þá miklu áherslu, sem lögð er á góðan, hollan og ódýran mat, sem auðvelt er að matbúa. Réttir, sem byggðir eru á hefðum einstakra þjóða, til dæmis Ráðstefnur ALÞJÓÐLEG ráðstefna um upp- sjávarfiska og lýsing verður hald- in í Höfðaborg í Suður-Afríku 28. til 30. júní næstkomandi. Er hún haldin á vegum FAO, Matvæla- stofnunar Sameinuðu þjóðanna, og INFOPECHE, sem er upplýs- ingaþjónusta stofnunarinnar um fiskveiðimál. I fréttatilkynningu um ráð- stefnuna segir, að flestir fisk- stofnar séu fullnýttir eða ofnýttir á sama tíma og eftirspurnin eftir fiski fari vaxandi um heim allan. I Norður-Atlantshafi standa fisk- stofnar almennt illa nema við Noreg og á það er bent, að af sjö helstu hvítfisktegundunum á markaði Evrópusambandsríkj- ítalskir sjávarréttir, hafa líka verið að sækja á og búist er við, að sú þróun eigi eftir að halda áfram. Aborri frá Afríku Sú nýja fisktegund, sem hlotið hefur bestar viðtökur á þýska mark- aðinum, er aborri úr Viktoríuvatni í Afríku. Er heildaraflinn 300.000 tonn á ári og er hann aðallega seld- ur flakaður. Kaupa Þjóðveijar 2.500 tonn af flökum árlega, fryst og fersk til helminga. Ef litið er á neyslu einstakra físk- tegunda kemur í ljós, að síldin er enn vinsælust í Þýskalandi. Svarar hún til 23,2% af neyslunni, aðallega niðurlögð, en hlutur Alaskaufsans stækkar ár frá ári. Er hann nú 18,6% en var 14,3% 1992. í þriðja sæti er skelfiskur, þar á meðal anna komi helmingurinn frá ríkj- um utan þess. Af 17 auðugustu fiskimiðum í heimi frá náttúrunnar hendi eru 13 í hættu vegna ofveiði en við Afríku er enn að finna stóra stofna uppsjávarfiska, sem lítt hafa verið nýttir. Framboð af hvítum fiski, sem svo er kallaður, frá Afriku verður stöðugt mikilvægara á Evr- ópumarkaði og hefur Namibía for- ystuna hvað það varðar. Á fáum árum er landið orðið að mesta físk- veiðaríki í álfunni og Walvis Bay stærsta fískihöfnin. Að lokinni ráðstefnunni í Höfðaborg verður boðið upp á kynnisferð til Namibíu þar sem fískiðnaðarfyrirtæki verða skoðuð. rækja og humar, með 12,2% og síð- an kemur ufsi með 10,5% og karfí með 9,3%. Neysla físks eða sjávar- afurða er að meðaltali 14 til 15 kíló á mann árlega. Sú þróun, sem áður er minnst á, frá ferskum físki yfir í fiystan, staf- ar meðal annars af því, að það er skortur á fólki, sem kann að með- höndla ferska fískinn. Hefur verið reynt að leysa þetta vandamál með því að fá fyrirtæki til að pakka inn ferska fískinum, til dæmis ferskum flökum, strax eftir löndun þegar gæðin eru mest. Er það haft eftir einum markaðssérfræðingnum, að sá, sem geti búið þannig um hnút- ana, að unnt sé að bjóða ferskan físk í sjálfsafgreiðslu, muni verða milljónamæringur á einni nóttu. Elnn maður í helmill Hvað sem þessu líður þá er þró- unin á markaðinum alveg ljós, hún er í átt til tilbúinna rétta. Fólk vill geta brugðið þeim inn í ofninn og haft þá tilbúna eftir fáar mínútur, umstangið við soðninguna áður fyrr er horfíð. Það hefur líka sitt að segja, að á helmingi heimila í þýskum borg- um er aðeins einn maður. Fiskneysla í Þýskalandi hefur lítið breyst á síðustu árum hvað magnið varðar og sjúkdómar, sem komið hafa upp í búfénaði, til dæmis bresk- um nautgripum, hafa ekki orðið til að auka hana. Er ástæðan meðal annars sögð ónógt markaðsstarf en til stendur að bæta úr því. Á næstu árum ætla samtök þýskra fiskiðnað- arfyrirtækja og fiskheildsala að standa fyrir umfangsmikilli, mark- aðskönnun og blása síðan til sóknar með niðurstöður hennar að vopni. Aðeins 20% þeirra sjávarafurða, sem seldar eru í Þýskalandi, eru innlendur afli og innflutningurinn nemur því 80% af neyslunni. Er mest flutt inn frá Noregi, Dan- mörku, Hollandi, íslandi og Tæ- landi. Aukið framboð af fiski frá S-Afríku Karfi Karfakvóti á Atlantshafs- miðum Kanada 1988-94 Niðurskurður á öllum kvóta KARFASTOFNINN við Atlants- hafsströnd Kanada út af Ný- fundnalandi og Labrador stend- ur einna skárst fiskistofna við landið. Kvótinn í fyrra var reynd- ar aðeins 116.000 tonn, en mestur var kvótinn áríið 1990, eða 221.000 tonn. í á er kvótinn enn minni en í fyrra. Þetta er í fyrsta sinn í fiskveiðisögu Kanada að allir þrír helztu stofnar botnfisks eru í sögulegu lágmarki í senn. Fyrir vikið er staðan verri en nokkru sinni, þvi áður fyrr gátu menn farið á milli tegunda, þeg- ar ein var í lágmarki. Heildarkvóti Botnfiskkvótar á Atlants- hafsmiðum Kanada FYRIR 7 árum var heildarafla- kvóti Kanada á botnfíski I Atlants- hafí rúmlega ein milljón tonna. Nú horfir öðru vísi við, því leyf- ilegur afli í fyrra var aðeins fjórð- ungur kvótans árin 1988 og 1989 eða 252.000 tonn. Enn minna verð- ur leyfilegt að veiða í ár. Flest veiðisvæði eru lokuð vegna Iang- varandi ofveiði og verður miðun- um lokað þar til að fískistofnarnir hafa náð sér upp á ný. Fyrir vik- ið er gífurlegt atvinnuleysi meðal sjómanna og fiskverkafólks og fjölmörg skip hafa verið seld úr landi, meðal annars hingað til ís- lands. Aðstoð frá sljórnvöldum er lítil, en þessu fólki stendur þó til boða ýmis endurmenntun og er algengt að fólk noti timann til að læra að lesa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.