Morgunblaðið - 25.01.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 25.01.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ GREIIMAR MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1995 B 7 Betri fiskveiðistjórnun UNDANFARIN misseri hafa verið að koma betu.r og betur í ljós alvarlegir gallar á núverandi kerfi við stjórnun fiskveiða. Helstu gallarnir eru að mínu mati eftirfarandi: í fyrsta lagi er alger- lega óviðunandi að búa við kerfi sem leiðir til þess að fiski sé hent í stórum stíl dauðum í sjóinn í stað þess að færa hann að landi og gera úr honum há- marksverðmæti. Þetta verður alltaf fylgifiskur þess kvótakerfís sem við notumst við í dag og ég tel að hert refsiákvæði breyti engu þar um. Þetta kerfl lelðlrtll meirl sóknar Krókaveiðar smábáta eru hins vegar þær veiðar, sem síst ógna lífríki sjávarins og með hliðsjón af því hversu mjög veður takmarka þessar veiðar á okkar harðbýla landi, ættu þær að vera fíjálsar meðan notast er við núverandi kerfí enda er engum nýtanlegum fiski hent af krókabátum á ísland- smjðum. í öðru lagi hefur þetta kerfi ekki dregið úr sókn eins og til var ætlast, kerfíð takmarkar aðeins landaðan afla í hverri tegund en ekki úthaldsdagana. Þetta leiðir til þess að skipunum er haldið út meira og minna allt árið til að reyna að skrapa upp einstakar físktegundir sem skipin mega veiða en því sem ekki er til kvóti fyrir er fleygt í sjóinn eða því er landað framhjá vigt. Ennfremur er ljóst að þetta kerfi leiðir til meiri sókn- ar eftir því sem ástand fiskistofna er verra, vegna þess að þá tekur það skipin lengri tíma að físka upp í leyfílegan kvóta og úthaldsdögum fjölgar. í þriðja lagi stangast úthlutun kvóta samkvæmt núverandi kerfi á við veigamikið atriði í stjómar- skrá íslands þar sem segir að fiski- stofnarnir umhverfis landið séu sameign þjóðarinnar. Kvótinn safnast á færri hendur í fjórða lagi er ljóst að núver- andi kerfi hefur leitt til þess að kvóti safnast sífellt á færri hendur og til þeirra stóm, þetta þýðir að togarar ná sífellt til sín stærri hluta en hinir hefðbundnu vertíðarbátar sem hafa haldið uppi byggð í hin- um dreifðu byggðum í gegnum áratugina era óðum að hverfa. Um leið gerist það að sum skip hafa mun meiri kvóta en þau geta veitt og er þá öðram skipum leigður kvóti á glæpsamlega háu verði og sjómenn þurfa í slíkum tilfellum oft að sætta sig við að greiða jafn- vel helming eða meira af réttmæt- um launum sínum í kvótaleigu. Um þetta getur aldrei orðið sátt enda jafnast þetta í sumum tilfell- um nánast á við þrælahald fyrri alda. Þetta era að mínu mati í örstuttu máli stærstu gallarnir á nú- verandi kerfi við stjóm- un fískveiða, gallar sem sumir hveijir era svo alvarlegir að alls ekki verður við unað öllu lengur. Tekinn verði upp sóknarkvóti Mín tillaga er sú að í stað núverandi aflak- vótakerfis verði tekinn upp sóknarkvóti þar sem hveiju skipi er út- hlutað tilteknum sóknareiningum eða punktum í stað kvóta í einstökum tegundum. Hvert skip þarf síðan mismargar Þessar hugmyndir eru settar fram í þeirri von að stjómmálamenn, hagsmunaaðilar og Is- lendingar allir velti þeim fyrir sér án fordóma, segir Þorvaldur Garð- arsson, og meðjá- kvæðu hugarfari því stjómun fískveiða er það mál sem hefur mest samfélagsleg og efna- hagsleg áhrif á líf okkar íslendinga á hverjum tíma sóknareiningar til að fá að stunda veiðar í einn dag, þannig gæti smábátur sem stundar línu- og handfæraveiðar þurft eina einingu fyrir einn sóknardag, hundrað tonna bátur gæti þurft tíu einingar og fullvaxinn togari gæti þurft 50 einingar. Þessar tölur era einungis settar upp sem dæmi. Jafnframt væri hægt að tengja fjölda sóknar- eininga á úthaldsdag við tegund veiðarfæra sem notuð era, þannig væri hægt að beina skipunum á þau veiðarfæri sem minnstum skaða valda á umhverfinu og skila besta hráefninu. Þessi sóknarkvóti gæti síðan verið framseljanlegur milli skipa í heilu lagi eða tilteknum fjölda eininga. Sóknareininga og tímabil Útgerðarmenn þurftu að ákveða í stóram dráttum í upphafi físk- veiðiárs hvenær og hvemig þeir hygðust nota sínar sóknareiningar og yrði úthald þeirra ákveðið í samfelldu tímabili eða tímabilum, það ætti samt að vera auðvelt að hafa í kerfínu ákveðinn sveigjan- leika hvað tímabilin varðar. Sérveiðum eins og humar-, síld- ar-, loðnu- og rækjuveiðum væri stýrt með sérstökum sóknareining- um fýrir þær tegundir, þó er um- hugsunarefni hvort til dæmis loðnuveiði væri betur komin í aflakvóta eins og nú er enda hent- ar aflakvóti líklega betur við veiðar á loðnu en botnfiski. I upphafi væri hægt að úthluta skipum sókn- areiningum í hlutfalli við úthald þeirra undanfarin ár eða þá að miða við núverandi kvótastöðu þeirra sem era á kvóta og afla- reynslu krókabátanna undanfarin 2-3 ár. Kerfí þetta er hægt að útfæra á ýmsan máta, en helstu kostir þess tel ég að séu eftirfar- andi: Engum fiski verður hent í fýrsta lagi: Engum fiski verður hent og engu verður landað framhjá vigt, fískifræðingar munu því í fyrsta skipti í mörg ár hafa hugmynd um raunveralega veiði. í öðra lagi: Sóknin í fiskistofnana verður takmörkuð og ákveðin fyrirfram og tel ég það mun skilvirkari leið til að byggja upp fiskistofna heldur en núverandi kerfí þar sem ekkert tillit er tekið til ágangs veiðarfæra á miðunum. í þriðja lagi: Þessi aðferð, að úthluta sóknar- einingum, samrýmist mun betur ákvæði stjómarskrárinnar um eignarrétt á fískistofnunum heldur en núverandi kerfí þar sem menn öðlast eignarrétt á tilteknu magni af óveiddum físki. í fjórða lagi: Þetta kerfí gæti sameinað þau tvö kerfí sem nú era notuð við úthlutun botnfiskveiðiheimilda þannig að botnfiskveiðum yrði stjómað með einu kerfí. í fimmta lagi: Viðheldur hagræðingu Ekkert skip gæti eignast fleiri sóknareiningar en sem nemur út- haldi þess allt árið og auk þess þyrfti ekki að færa sífellt hinar ýmsu tegundir sitt á hvað á milli skipa, framsal milli skipa myndi því stórminnka og slíkt framsal yrði ekki tengt launum sjómanna, það ætti því að leysa ágreining sjó- manna og útvegsmanna um kvóta- leigu með öllu. Þetta kerfi viðheldur jafnframt hagræðingu í fískveiðum þar sem hægt er að færa sóknareiningar milli skipa og nýta þannig sem best hæfasta hluta flotans og af- leggja úrelt skip. Þessar hugmyndir eru settar fram í þeirri von að stjórnmála- menn, hagsmunaaðilar og íslend- ingar allir velti þeim fyrir sér án fordóma og með jákvæðu hugarf- ari því stjórnun fiskveiða er það mál sem hefur mest samfélagsleg pg efnahagsleg áhrif á líf okkar íslendinga á hveijum tímá. Höfundur er skipstjóri í Þorlákshöfn. Þorvaldur Garðarsson Tugmilljóna tjón á Margréti EA í óveðrinu fyrir vestan TJÓNIÐ á Margréti EA sem fékk á sig brotsjó út af Dýrafírði í síðustu viku nemur að líkindum tugum millj- óna króna, að sögn Kristjáns Vil- helmssonar hjá Samheija á Ak- ureyri sem gerir togarann út. Mar- grét hafði verið á veiðum á Vest- fjarðarmiðum en hugðist leggja leit- inni að fórnarlömbum snjóflóðsins í Súðavík lið með því að flytja þangað hjálparsveitarmenn frá Þingeyri. Kristján segir að siglingatæki séu flest ónýt enda hafi brúin fyllst af sjó sem braut sér einnig leið niður í vistarverur skipveija. Þá eigi fleiri skemmdir vafalítið eftir að koma í ljós. Frá velðum f fimm vlkur Margrétin liggur sem stendur við landfestar á Þingeyri en Kristján segir að henni verði ekki siglt til Akureyrar, þar sem viðgerð mun fara fram, fyrr en veður sé orðið skaplegt og nauðsynlegum tækja- kosti hafi verið komið fyrir í brúnni. Hann vonast til að togarinn verði ekki frá veiðum lengur en fímm vik- ur. Þó geti brugðið til beggja vona í þeim efnum enda segir hann að varahlutir séu af skornum skammti á lageram hér á landi. Þetta er í annað sinn á tveimur árum sem brot- sjór leikur Margrétina grátt en í jan- úar 1993 eyðilagðist brú skipsins ásamt öllum siglingartækjum. Þær eru að koma aftur ! EXTEND KASSA- BINDIVÉL ARNAR Ostaðfestar pantanir óskast staðfestar strax ! Lóðréttar og úr ryðfríu stáli. Gerðar fyrir erfiðar aðstæður Krókhálsi 6 • Sími 91-671900 • Fax 91-671901 Rækjuvinnsla á Norðurlandi óskar eftir bát í viðskipti til rækjuveiða með eða án kvóta. Rækjukvóti ekki skilyrði. Áhugasamir sendi upplýsingar til afgreiðslu Mbl. fyrir 1. febrúar merktar: „Rækja - 15758“. Fiskiskip til sölu Frambyggður 30 brl. (36 brl.) stálbátur til sölu. Báturinn er í mjög góðu ástandi og er búinn á neta-, tog- og dragnótaveiðar. Rækjukvóti 20 tonn fylgir. Skipasalan Eignahöllin, Hverfisgötu 76, 101 Reykjavík, sfmi 552 8850, fax 552 7533. Stýrimannaskólinn í Reykjavík Námskeið 1. Fjarskipti - neyðar- og öryggisfjar- skiptakerfið GMDSS - 9 dagar. í 5. viku: 6. ferbrúar - 15. febrúar - fullsetið. í 9. viku: 27. febrúar - 8. mars. 111. viku: 13. mars - 22. mars. í 14. viku: 3. apríl - 12. apríl. Verð kr. 45.000 (með kennslugögnum). Umsjón: Þórður Þórðarson. 2. Siglingasamlíkir - ARPA (tölvuratsjá) - 4 dagar Oftast í beinu framhaldi af GMDSS. í 5. viku: 1. febrúar - 4. febrúar. í 7. viku: 16. febrúar - 19. febrúar. í 10. viku: 9. mars - 12. mars. í 12. viku: 23. mars - 26. mars. í 16. viku: 18. apríl - 21. apríl. Verð kr. 28.000 (með kennslugögnum). Umsjón: Vilm. Víðir Sigurðsson. 3. Meðferð á hættulegum varningi - IMDG - 4 dagar. Verður haldið ef næg þátttaka fæst. Unnt væri að taka 4-5 með nemendum farmannadeildar. Verð kr. 18.000 (með kennslugögnum). Umsjón: Jón Þór Bjarnason. 4. Þjálfun í notkun algengra mælitækja (AVO-mæla) vegna greininga á bilunum: Kvöldnámskeið, ef næg þátttaka fæst (a.m.k. 3). Verð kr. 8.000. Umsjón: Benedikt Blöndal. Skólameistari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.