Morgunblaðið - 28.01.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.01.1995, Blaðsíða 2
2 C LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ Robert Frank vinnur að list sinni í einrúmi. Hann hefur ekki skort athygli fjölmiðla eða aðdáenda, en hefur haldið sig frá þeim og listheimi New York-borgar, þar sem annað heim- ili hans er. Hitt er lítið hús á af- skekktum skaga Nova Scotia í Kanada, og þar dvelur hann hálft árið ásamt konu sinni, skúlptúrist- anum June Leaf. Það var því óvænt þegar hann bauð mér að heimsækja sig á vinnustofuna í New York. Frank er smávaxinn og þéttur á velli, og kiæddur óhreinum kakí- buxum, strigaskóm og vaffháls- málspeysu þegar hann kemur til dyra á heimili sínu. Óstýrilátur hárkragi lyftist uppaf hrukkóttu enninu og þungir pokar eru undir augunum. Móttökumar eru hlýleg- ar og brosandi segist hann hafa verið áhugasamur um íslendinga síðan hann flaug nokkrum sinnum með Loftleiðum á árum áður. Við göngum upp þrönga stigana í húsi þeirra hjóna neðarlega á Manhatt- an, húsi sem áður hýsti útigangs- menn og er býsna lotlegt og mörg- um þætti hreinlega skítugt, en Frank segir að þetta sé gott vinnu- húsnæði. Við endum í litlu vinnu- herbergi hans á þriðju hæð og þar kennir margra grasa. Ljósmyndir, teikningar og hvers konar textar em festir á veggina, Bob Dylan snældur em í kassa, litir, pappírar og umslög á borðum, og skáldverk í stöflum - undir einu þeirra eintak af nýrri útgáfu The Amerícans. Fáar ljósmyndabækur hafa haft jafn mikil áhrif og þetta safn svart- hvítra mynda, en rithöfundurinn Jack Kerouac ritaði formálann að þessari bók vinar síns og sagði Frank hafa „sogið dapurlegt ljóð úr hjarta Ameríku". Frank fékk styrk frá Guggen- heim-stofnuninni til að ferðast um landið í tvö ár og skrásetja með ferskum evrópskum augum „þá tegund menningar sem er fædd hér og er að berast til annarra landa“, eins og hann orðaði það í umsókn- inni. Þetta átti að vera „sjónræn rannsókn á menningu“; hann ætlaði sér að festa bandarískt samfélag á filmu. Myndirnar sem hann tók birtu ekki fagran heim heldur land sem festi brosandi andlit á veggi sína og virtist krefjast skilyrðis- lausrar bjartsýni af fólkinu sínu, en það var í rauninni gleðisnautt og þunglynt. Þetta er land mann- lausra þjóðvega og dapurlegra and- lita á börnum, skipt eftir kynþáttum og tekjum. Minni á borð við glym- skratta, bíla, krossa, sjónvörp og fána birtist aftur og aftur. Þetta er portrett útlendings sem samsam- ar sig með öðrum útigangsmönnum. Ljóðskáldið Allen Ginsberg sagði að myndirnar væru eins og „ósjálf- rátt augnatillit - óvæntur sannleik- ur“. Svarthvitt er valió milli vonar og örvœntingar Myndirnar í The Amerícans opn- uðu nýja kafla í Ijósmyndasögunni. Þær eru svarthvítar - „fyrir mér eru það litir ljósmyndunar og tákna valið milli vonar og örvæntingar,“ sagði Frank einhveiju sinni, - robert FRANK „FÓLKIFINNST AUÐVELDARA AÐ EIGA VIÐ LIST EN SANNLEIKANN." áferðin er gróf, rammarnir halla og þær sýna máðan og oft óskarpan hversdagsleika. Þessi sýn varð að stíl sem enn lifir góðu lífi, ekki hvað síst í tónlistarmyndböndum. Og þótt bandarískir þjóðernissinnar finndu bókinni allt til foráttu, þá hylltu listamenn næstu áratuga hana og þóttust sjá í ljósmyndunum staðfestingu eigin gilda. Frank leggur áherslu á að í myndunum birtist alls ekki hatur eða fyrirlitning, sjái menn í þeim gagnrýni hafi ást hans á landinu orsakað hana, en auðvitað hafi margt verið sér framandi. „Þetta land er fullt af útlendingum," segir hann þegar ég spyr hvort hann hafi síðan aðlagast Bandaríkjunum. „En ég hef búið hér lengi og það væri erfitt að halda _sér fyrir utan samfélagið í 40 ár. Ég er hluti af þessari þjóð - í dag er þetta landið mitt. Ég gleymi ekki hvaðan ég kem, það hefur áhrif á líf mitt að ég skuli vera frá Evrópu, en ég berst ekkert gegn því að vera Amerík- ani.“ Hann heldur áfram að tala um að sjónarhorn útlendingsins sé ráðandi í The Amerícans: „Víst hjálpaði að hafa vissan ferskleika, ég hafði verið í landinu í skamman tíma og allt var nýstárlegt; að vera með bíl, að ferðast svona um og koma á alla þessa staði. Að hitta fólk, eins og til dæmis í Suðrinu ... Og þetta er ennþá stórt land, visst frelsi til að halda af stað, til að ferðast, og það er eitthvað það allra besta sem ungt fólk getur gert. Þetta er fallegt land. Kannski yrði mér þó betur tekið í dag; ég held að fólk hér hafi verið sérstaklega tortryggið gagnvart útlendingum á sjötta áratugnum.“ Þessar ljósmyndir Franks af Bandaríkjunum ollu byltingu í fag- inu en hann var þó vel undirbúinn og hafði þroskað stílinn með sér í nokkur ár, á sama tíma og hann vann sem tímarits- og tískuljós- myndari. Hann lærði ljósmyndaiðn á unglingsárum sínum í Sviss en segir að það hafi verið hrein tækni og hann hafi ekki verið farinn að hugsa um að tjá sig í myndum á þeim tíma. „Ég var 18 ára þegar ég byijaði að mynda, ungur maður nýsloppinn úr hernum, og það var hrein iðnaðarljósmyndun. Snerist um að geta lifað af ljósmyndun - um að geta myndað pappakassa og lýst hann rétt. Að fara að nota myndavélina sem persónulegt og listrænt tæki hafði með komu mína til Ameríku að gera. Hér var frelsi til að gera það sem ég vildi. Ég mátti til að kom- ast undan áhrifunum heima; fjöl- skyldunni og Sviss. Smæð Sviss var þrúgandi, það er land sem hægt er að aka yfir á einum degi. Stríðið gerði það líka verra að búa þar.“ Og hann segir að það hafi aldrei hvarflað að sér að flytjast aftur til Sviss þegar hann var farinn þaðan. Þrátt fyrir ótrúlega velgengni The Amerícans og að hún skyti honum upp á stjömuhiminn ljós- myndunar, þá dró Robert Frank sig í hlé eftir útkomu bókarinnar. Hann vildi ekki endurtaka sig og þoldi ekki þegar verið var að stæla hann: „Fólk fór að sýna eða senda mér ljósmyndir sem litu út eins og mynd- irnar mínar. Þá skildi ég að þetta þýddi ekki lengur. Ég vildi taka næsta skref.“ Frank var líka orðinn leiður á hinni stöku ljósmynd. Hann vildi útbúa myndraðir og bijóta nið- ur þá hugmynd að ein mynd gæti sagt alla söguna. Bækur voru ein leið til að segja sögu með mörgum myndum og höfðu alla tíð höfðað sterkt til hans, en 1959 lagði Frank ljósmyndavélina til hliðar og tók að gera kvikmynd. Hráir bútar úr raunveruleikanum Um kvikmyndina sagði Frank á þeim tíma, að hún gæti tekið stærri og hrárri búta úr raunveruleikanum en ljósmyndin, og auk þess nyti hann félagsskaparins við kvik- myndagerð. Fyrsta myndin hans „Pull My Daisy“, er í dag álitin klassísk heimild um „Beat“-skáldin svokölluðu, en Frank var viðloðandi þann hóp. Handritið var eftir Kerouac og hann er einnig sögu- maður, en meðal leikara voru skáld- in Ginsberg og Gregory Corso og léku þeir sjálfa sig. Síðan hefur Frank gert á þriðja tug kvikmynda og myndbanda, og hafa mörk sicáld- skapar og heimilda oftar en ekki verið óskýr í þeim. Alræmdasta heimildamynd hans er líkleg „Cocksucker Blues“, um ferð hljóm- sveitarinnar Rolling Stones um Bandaríkin árið 1972; mynd sem söngvarinn Mick Jagger var svo reiður út í að hann fékk lögbann sett á sýningar á henni. „Þetta voru enskir strákar sem vissu ekkert um Ameríku," segir Frank. „Það er erfitt að hafa þetta mikla peninga og völd og vera mennskur.“ Merkilegasta framlag Franks sem kvikmyndalistamanns er oft talin röð stuttra mynda sem íjalla um hann sjálfan, þar sem hann reynir gjarnan að skilja áföllin í líf- inu. „Samtöl í Vermont", frá 1969, eru samtöl hans og barnanna hans tveggja úr fyrra hjónabandi, um líf þeirra og mistök hans sem föður. Ónnur, „Lífið dansar áfram“, er frá 1980 og fjallar um dótturina, sem fórst í flugslysi nokkrum árum áð- ur, og besta vin hans sem hvarf sporlaust. Þá hefur sonurinn verið meira og minna á geðsjúkrahúsum og um allt þetta fjalla myndirnar; þær eru brot úr dagbók hans þar sem hann er í leit að þeim horfnu í rútínu hversdagsleikans. Snemma á áttunda áratugnum keypti Frank sér hús á Nova Scotia og fór að dveljast þar hluta ársins. Þá tók hann aftur upp ljósmynda- vélina og list hans tók enn einum breytingunum. Seinni tíma myndir hans eru minna um ameríska menn- ingu og pólitík en innra ástand lista- mannsins; þær tjá tilfinningar hans um fjölskyldu og vini, fortíð og nútíð, tímann og minningar. Hann tók að endurvinna sínar gömlu myndir, blanda þeim saman við aðrar nýrri, hræra þeim síðan við kvikmyndirnar og myndbönd og texta; þannig hefur hann reynt að finna nýja merkingu í myndunum og skapa frumlega og einlæga list. Og það er list sem oft er hrá og blönduð sorg, reiði og sjálfsefa- semdum sem spyija um tilganginn með tilverunni. Frank segist hafa gert sér grein fyrir því, með þessar seinni tíma myndir, að stakar ljósmyndirnar væru ekki eins mikilvægar og það hvernig hann setti þær fram og blandaði þeim saman. Hann prentar stundum tvær eða fleiri ljósmyndir á sama blaðið og notar frá tveimur upp í hundrað myndir í sama verk- ið, og hann málar í þær, límir og jafnvel neglir þær saman. Allt fer það eftir því hvaða áhrifum hann vill ná: „Ég vil skapa eitthvað sem hefur meira af sannleikanum og ekki svo mikið af list. Sem þýðir að maður verður að ganga ansi langt - því fólki finnst auðveldara að fást við list en sannleikann.“ Dagbók tilfinninganna Það vakti mikla athygli á haust- mánuðunum þegar Þjóðlistarsafnið í Washington opnaði fyrstu yfirlits- sýninguna á list Roberts Frank - og fyrstu sýninguna sem þar er sett upp með verkum lifandi ljós- myndara. Þar gaf að líta 159 verk frá fimmtíu árum; margar af fræg- ustu ljósmyndum Franks úr The Amerícans, ljöldann allan af minna þekktum myndum, aðrar sem aldrei höfðu komið fyrir augu almennings og flestar kvikmyndirnar. Gagnrýn- endur hafa keppst við að hrósa sýningunni, margir völdu hana þá merkilegustu sem sett var upp í bandarísku safni á liðnu ári, og einnig var sýningarskráin (á fjórða hundrað síður með ijölda greina og ljósmynda) valin besta myndlistar- bók ársins af sumum íjölmiðlum. Skyndilega var nafn Franks á allra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.