Morgunblaðið - 28.01.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.01.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1995 C 3 vörum - og hann sem hafði falið sig í 35 ár og beðið safnið að sjá til þess að engum flölmiðlasirkus yrði hrundið af stað vegna sýning- arinnar. En sýningin er á ferðalagi og fljótlega verða verkin sett upp í Japan, í sumar verða þau í Zurich í Sviss, í Amsterdam í haust, og þaðan koma þau aftur til Bandaríkj- anna, verða í New York fram á vor 1996 og enda förina í Los Angeles. Gagnrýnendur segja Frank vera lykilpersónu í bandarískri list eftir- stríðsáranna - einhver kallaði hann Manet nýrrar ljósmyndunar - og þeir tala um að í fimmtíu ár hafí hann gleypt í sig, notfært sér og síðan hafnað ólíkum viðfangsefn- um, stflbrögðum og miðlum. Eirðar- leysið sem einkennir manninn og list hans hafa í sífellu þröngvað honum til að gera uppreisn gegn endurtekningum og stöðugleika. Hann hefur meðvitað reynt að teygja á mörkum þeirra miðla sem hann vinnur með og þröngvar sér út á ystu brún. Á síðustu árum hafa verk hans einkennst af spurn- ingum og þörf til að ögra, og jafn- vel eyða, um leið og hann skapar. Leitin að einlægni drífur Frank áfram, eða eins og hann orðaði það, þá færist hann „minni smekk og meiri anda ... minni list og meiri sannleika." Robert Frank segir að sér leiðist athygli og umstang, en hann er rólegur þar sem við sitjum og spjöll- um saman, þó svo að síðar um dag- inn leggi hann upp í tveggja daga ökuferð til Kanada þar sem þau hjón verða næstu mánuðina. Hann segir að fámennið og friðurinn í Nova Scotia togi í sig. „Ég fer þang- að og hvílist á þessari borg; öllum hennar látum, taugaveiklun og hraða. í Nova Scotia get ég frekar staldrað við og hugsað, en náttúran getur hjálpað manni; orkan og sköpunarþráin eru öðruvísi, friður- inn og íhugun geta styrkt mann á margan hátt.“ Hann þagnar, hugs- ar sig um og bætir svo við; „En ég verð samt alltaf að koma aftur til New York. Þessi staður er hlað- inn orku og það er mikilvægt fyrir mig að hafa trú á því að ég geti unnið hér. Jafnvel þótt ég geti ver- ið þreyttur á New York þá þreytist ég ekki á að horfa hér. Neðanjarð- arlestin er til dæmis hreint leikhús. Það er yndislegt að horfa; að skilja og hafa samúð með því sem maður horfir á. Ljósmyndarinn þjálfar sig í því, en þetta er eitthvað sem lær- ist ekki í skóla því það snýst um lífið sjálft. Þessvegna er yndislegt að vera í New York. Þú notar aug- un hérna.“ Að lokum spyr ég Frank að því hvort hann sé sammála því að þeg- ar maður sjái öll þessi verk hans, frá fimmtiu árum, saman komin á einum stað, þá séu þau eins og persónuleg dagbók í myndum. „Já,“ svarar hann, „ég lít alltaf á allar myndirnar, öll verkin, sem myndir af þessum vegi sem ég hef ferðast eftir, eða sem dagbók. Seinni verkin mín eru dagbók til- fínninga - ég reyni þar að tjá til- finningar mínar í verkunum, en í þeim eldri er ég að sýna leiðina; ég er á vegum úti.“ Einar Falur Ingólfsson. a í vl m 4 U';' **' \ ■ : . ■ . í; MABOU, NOVA SCOTIA, 1977. í nýlegri myndum sinum fór Frank aó vinna á nýstórlegan hótt meó eldra myndefni, eins og hér þar sem hann notar m.o. freega mynd sina af framboósf undi i Chicago og hengir eins og minningar á snúru. FEAR-NO FEAR, 1988. WASHINGTON D.C. inn- setningardagur 1957. Bandarikin i myndum Franks festu brosandi and- lit ó veggina en yfirbragó fólksins var gleóisnautt. SICK OF GOODBYES, 1978. Frank vinnur ióu- lega meó polaroidmyndir sem hann prentar saman, rispar og mólar i til aó nó fram þeim óhrifum sem honn sækir eftir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.