Morgunblaðið - 28.01.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 28.01.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1995 C 7 TÓNXIST Sígildir diskar J.S. BACH J.S. Bach. Enskar svítur, BWV 806-811. Glenn Gould, píanó. Upp- tökur: ADD. Toronto 5/1971- 5/1976. Glenn Gould Edition, Sony SM2K 52 606. Lengd (2 diskar) alls: 1.51:45. Verð 2.990-3.299 kr. STUNDUM gerist það í heimi sígildra hljómplatna, þótt sjaldnar sé en í tónleikasalnum, að flytjand- inn verður meira númer en verkið og tónskáldið. Eða svo mætti halda af bæklingnum með ofanskráðum diskum, því þar finnst varla auka- tekið orð um Bach eða Ensku svít- urnar, en því meira um kanadíska píanistann Glenn Gould (1932-82), persónuleika hans, túlkunaraðferðir og afstöðu gagnvart hljóðversvinnu. Glenn Gould var og er enn um- deildur píanóleikari. Tiktúrur hans og uppátæki þóttu stundum jafnvel bera merki um brenglun. Þeir sem hafa séð Gould á tónleikum, muna eftir stellingu hans við hljóðfærið: í hálfgerðu hnipri á lágum kolli með olnboga langt fyrir neðan hljóm- borð. Og umlið. Sumir - og þeim er varla láandi - þola hvergi söng- landann úr píanistanum (að þessu leyti minnir Gould á annan kanad- ískan píanista á öðru sviði, nefni- lega Oscar Peterson), og kvað sú truflun frekar ágerast heldur en hitt við yfirfærslu frá breiðskífum til geisladiska. Rétt er því að taka fram strax, að á diskunum sem hér um ræðir ber mun minna á radd- prýði flytjandans en undirritaður átti von á. En af nógu er samt að taka, því sérvizka Glenns Goulds kemur víða fram: í einkar persónulegri frösun, sem stundum er stórsniðug, stund- um út í hött; dálæti á stakkatói, ekki sízt í bassa; blýstöðugu tempói (rúbató fyrirfinnst varla nema í nið- urlögum og hægum þáttum eins og Saraböndum, og speglast þar e.t.v. ofurhræðsla eftirstríðskynslóðar við ,,rómantík“); í því að hunza nánast undantekningarlaust ítrekunar- merki seinni þáttahelmings, en það vill trufla jafnvægishlutföll, einkum þegar fyrri og seinni hluti eru jafn- langir. O.s.frv., o.s.frv. A kredithlið má hins vegar færa SÉRVIZKA OG SAMRUNI atriði eins og frábæran tón, gífur- lega skýrt spii og mikla fingrafimi - til ágóða fyrir innraddir almennt og hvers konar víravirki sérstak- lega, jafnvel í hröðustu þáttum - og 100% skort á feilnótum; þar má að vísu benda á, að hinn stundum nærri því vélræni stöðugleiki Goulds í tempói og dýnamík er kjörinn til klippinga! Það er því ekki undarlegt, ef menn bera blendnar tilfinningar til Glenns Goulds. Haft er fyrir satt, að margir þeirra sem búið hafa lengi við túlkun hans á Bach, ánetj- ist og þoli ekki aðra flytjendur. Aðrir vilja Gould ekki inn fyrir húss- ins dyr. En tónlist Jóhanns Sebast- ians þolir meira en gengur og ger- ist; hún er víðfeðmari en flest ann- að (er sollte nicht „Bach“ sondern „Meer“ heiBen, sagði Beethoven eitt sinn um tónskáldið) og býður því upp á hvers konar útleggingu. Og tónlistin í Ensku svítunum 6 er mikil tónlist, þrátt fyrir stundum létt yfirbragð („Galanterien" með orðbragði höfundar), og verðug ólíkra túlkunarviðhorfa - ekki bara „sagnréttra". Og hvað sem tiktúr- um líður, býr leikur Goulds oft yfir ómótstæðilegum sjarma og veitir hlustandanum kærkomna hvíld frá hinu venjubundna framboði á fimmta guðspjallamanninum frá Eisenach. Upptökurnar eru hrein- asta afbragð. LEONARD BERNSTEIN Leonard Bernstein: Candide (eftir sögpi Voltaires). Söngtextar: Rich- ard Wilbur o.fl. Jerry Hadley, June Anderson, Christa Ludwig, Adolph Green, Nicolai Gedda, Della Jones, Kurt Ollmann. London Symphony Chorus & Orchestra u. stj. Leon- ards Bernsteins. Upptaka: DDD, London 12/1989. DGG 429 734-2. Lengd (2 diskar) alls 1.51:32. Verð: 2.990-3.799 kr. SÁ ER þetta ritar átti eitt sinn kost á því að heyra bandaríska þúsundþjalamúsíkantinn Leonard Bernstein (1918-1990) greina frá skoðun sinni á tónsmíðum í eigin persónu. Staðurinn var óperuhús Indianaháskóla í Bloomington, tíminn að vorlagi 1983 og áheyr- endur tónsmíðanemendur af ýmsu sauðahúsi. Bernstein var hvers manns hugljúfi, óspar á húmorinn og lék á als oddi, og kom það eng- um á óvart. Sérstaklega sat þó eft- ir í manni athugasemd hans um hið ljóta hugtak breaches of style - stílbrot - sem allir ábyrgir kennar- ar mæltu fyrir um að forðast bæri eins og heitan eldinn. „Forget it“, sagði Bernstein, sallarólegur, „ein- beitið ykkur frekar að því að stíl- brjóta á sannfærandi hátt!“ Nú má kannski deila um, hvað eftir muni standa af tónverkum Bernsteins á næstu öld; engum dettur í hug að jafna honum við Bartók og Sjostakovitsj, og hefur aldrei staðið til. En sem einn af merkustu hljómsveitarstjórum okk- ar tíma var Bernstein tvímælalaust þess umkominn að segja til um hvað „gerir sig“ í tónlist og hvað ekki. Og þetta með stílbrotin kom óhjákvæmilega upp í hugann, þegar ég kynntist „lokaútgáfu“ Bern- steins á söngleik hans Candide eða Birtingi (úr sömu sögu Voltaires og Halldór Laxness íslenzkaði), er frumfluttur var 1956, innan við ári á undan West Side Story, en snur- fusaður til meira eða minna æ síð- an, eða þangað til DGG hljóðritunin 1989 og andlát tónskáldsins setti lokapunktinn á 35 ára langan sköp- unarferil. Nánar tiltekið var það frægasta númerið i söngleiknum (auk for- leiksins, sem er þegar orðinn stand- arður á sinfóníutónleikum), „hlátur- aría“ Kúnigundar, í aldeilis yfir- þyrmandi útfærslu June Andersons og LSO, sem kallaði fram ummælin um sannfærandi stílbrot, þegar Glitter and Be Gay tók að ríða húsum í ljósvakanum fyrir fáeinum árum. Arían er skólabókardæmi um það sem Bernstein var að fara, því ekki færri en fjórar stíltegundir sameinast þar á einum stað; svo vel samtvinnaðar, að ekki verður rakvélablaði rennt á milli: Vínar- óperetta, ítalskur bel canto stíll, liefðbundinn Broadway-söngleikur og post-rómantík Mahlers og Strauss! Ef tekst ekki alls staðar jafn snilldarvel til og á þessum há- punkti - einkum þóttu mér sumir kórarnir furðu rislitlir - þá gerir glæsileg orkestrun og ekki sízt eld- fjörug stjórn Bernsteins á Lundúna- sinfóníuhljómsveitinni ásamt ein- valaliði söngvara að verkum, að hér tekst loks sá samruni á óperu og söngleik í einu og sama verki, sem popparar eins og Lloyd Webber eru enn margar mílur frá að ná, þrátt fyrir mikinn rembing. Perlurnar eru misstórar á bandinu, en perlur samt, og enginn verður heldur svik- inn af upptökunni úr Abbey Road stúdíó 1. Ríkarður Ö'. Pálsson I í m a r i t D ý ð e n d a PENNINN HVASSI JÓN á Bægisá, tímarit þýðenda, kom út í desember 1994, en þá voru liðin 250 ár frá fæðingu Jóns Þorlákssonar sem þýddi Paradísar- missi Miltons og Messías Klop- stocks auk fleiri verka. Jón var gott skáld og þýðingar hans falla ekki úr gildi: „Blíður er árblær,/ blíð er dags koma,/ fylgja henni tónar/ töfrafullir/ árvakra fugla/ sem er eyrna lyst.“ Varla efast nokkur um gildi Jóns Þorlákssonar fyrir Jónas Hallgríms- son. Eins og Astráður Eysteinsson bendir á í prýðilegri ritgerð var Jón allra síst einhver einangraður sveitaprestur. Frá tímaritinu og tilgangi þess hefur verið sagt áður hér í blaðinu. í ritnefnd eru þýðendurnir Franz Gíslason, Ingibjörg Haraldsdóttir og Jóhanna Þráinsdóttir. Útgefandi er Ormstunga, nýtt forlag á Sel- tjarnarnesi. Þýðinoar Or ýmsum áttum Eins og við er að búast kennir margra grasa í fyrsta hefti Jóns á Bægisá. Þýðendur eru margir og sem betur fer ekki allir í sama móti. Sumar þýðingarnar eru til þess fallnar að víkka sjóndeildar- hring lesenda. Meðal þeirra má nefna þýðingu Guðrúnar S. Jakobs- dóttur á Manninum frá Gílan eftir Bozorg Alavi frá íran (mun vera fyrsta íslenska þýðingin úr persn- Guórún S. Jakobsdóttir Eins og vid er ad búast kennir margra grasa i fyrsta hefti Jóns á Bægisá. Þýóendur eru margir og sem betur fer ekki allir i sama móti. Karl Guómundsson esku); þýðingu Franziscu Gunnars- dóttur á sögunni um Chang Lao eftir kínverska fornhöfundinn Li Fu-yen og þýðingar Vilborgar Dag- bjarísdóttur á ljóðum eftir Lithaug- ann Sigitas Geda. Skáldið Synge Sérstök ástæða er til að fagna þýðingum Karls Guðmundssonar á sex ljóðum eftir írann Seamus Heaney, eitt helsta skáld sam- tímans. Þótt orðalag Karls í þýðing- unni geti virst eilítið fyrnt á köflum fer vel á því þegar Heaney á í hlut: Saltið af hafi hvetur eggjar fjöprra vinda. Þeir flysja spildur lokinhamra; flettist hörund jarðar; hreggnasir meitlast í berg. Eyjamenn einnig efni að móta. Sjáið hvassa brána, munninn, högpa ankersarma og kollinn skyggðan, fullan af sjódauða. Þá birtist hann. Penninn hvassi ristir í huga hans; oddi sorfnum söltum vindi dýft i harmljóða haf. Ljóðið sem heitir Skáldið Synge á Araneyjum er um John Millington Synge sem bjó um skeið á Araneyj- um, norðvestur af lrlandi. Synge sótti efnivið í leikrit til fólksins á þessum eyjum, en kunnasta verk hans er The Playboy of the West- ern World. Tvö ljóðanna sem Karl þýðir eft- ir Heaney eru úr íslandsför skálds- ins fyrir nokkrum árum, skemmti- leg ferðaljóð. Lesandi minnist W. H. Audens og hlýtur að öfundast yfir þeim hispurslausa og óhátíð- lega tóni sem bresk skáld ná oft þótt fjallað sé um háalvarleg efni og boðskapur vegi þungt. Ritnefnd Jóns á Bægisá strengir þess heit fyrir hönd lesenda sinna að vera metnaðarfull. Buijunin lof- ar góðu og á sér vonandi framhald. Jóhann Hjálmarsson MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Listasafn íslands Sýningin Stofngjöfin til 5. febrúar. Kjarvalsstaðir Yfirlitssýning um íslenska leirlist í 65 ár og myndir Jóhannesar Kjarv- als úr eigu safnsins. Asmundarsafn Samsýning á verkum Ásmundar Sveinssonar og Jóhannesar S. Kjarv- al til 14. maí. Norræna húsið Ljósmyndasýning og sýning Daða Guðbjörnssonar til 29. janúar. Gallerí Birgis Andréssonar Halldór Ásgeirsson sýnir út janúar. Gallerí Úmbra Kristján Kristjánsson sýnir til 1. febrúar. Gallerí Fold Daði Guðbjörnsson sýnir til 29. jan- úar. Gerðuberg Hafdís Helgadóttir sýnir til 12. febr- úar. Café 17 Dósla sýnir til 14. febrúar. Gallerí Sævars Karls Kristinn Már Pálmason sýnir til 2. febrúar. Hafnarborg Vatnslitaverk eftir þekkta rússneska málara til 30. janúar. Nýlistasafnið Gretar Reynisson sýnir til 12. febr- úar og Ger C. Bout sýnir í setu- stofu, einnig til 12 febrúar. Hafnarhúsið Kristján Jónsson sýnir til 12. febr- úar. Gerðarsafn Sýningin Málverk til 12. febrúar. Gallcrí Stöðlakot Hanna Gunnarsdóttir sýnir til 12. febrúar. Gallcrí Sólon Islandus Lísbet Sveinsdóttir sýnir til 20. febr- úar. Mokka Ljósmyndasýning Jónasar Hallgrím- sonar til 26. janúar. II. hæð, Laugavegi 37 Roger Ackling sýnir til febrúarloka, opið síðdegis á miðvikudögum eða eftir samkomulagi._______________ TONLIST Sunnudagur 29. janúar Tónleikar Kammermúsíkklúbbsins í Bústaðakirkju kl. 20.30. Raðtónleik- ar Tónlistarskóla Hafnarf|'arðar kl. 17 í Hafnarborg. _____________ LEIKLIST Þjóðleikhúsið Taktu lagið, Lóa! frumsýn. fim. 2. feb. Oleanna lau. 28. jan., fim. Fávitinn lau. 28. jan., fim. Snædrottningin sun. 29. jan. kl. 14. Gauragangur sun. 29. jan., mið., fös. Gaukshreiðrið lau. 4. feb. Borgarleikhúsið Söngleikurinn Kabarett lau. 28. jan., fim., lau. Leynimelur 13 lau. 21. jan., fös. 3. feb. Óskin (Galdra-Loftur) fös. 3. feb. Ófælna stúlkan sun. 29. jan., mið. Frú Emilía Kirsubeijagarðurinn sun. 29. jan. kl. 15. Kaffileikhúsið Skilaboð til Dimmu lau 28. jan. Leggur og skel frums. 29. jan. kl. 15., lau. Alheimsferðir Erna frumsýn. fös. 3. feb. Möguleikhúsið Trítiltoppur*lau. 28. jan. kl. 14, sun. kl. 13.30. LISTAKLÚBBUR Leikhúskjallarinn Þrír einþáttungar eftir Ingibjörgu Hjartardóttur kl. 20.30._________ KVIKMYNDIR Norræna húsið Kvikmyndasýning fyrir böm; Vi pá Saltkrákan, Tjorven och Skrállan kl. 14. MÍR „Rauða torgið" kl. 16. Umsjónarmenn listastofnana og sýningarsala! Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eftir að birtar verði í þess- um dálki verða að hafa borist bréf- lega fyrir kl. 16. á miðvikudögum merktar: Morgunblaðið, menn- ing/listir, Kringlunni 1, 103 Rvk. Myndsendir: 91-691181.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.