Morgunblaðið - 22.02.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.02.1995, Blaðsíða 6
6 B MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ MARKAÐIR f F/'skverð heíma Þorskur KrJkg Faxamarkaður /S Fiskmarkaður \ ■|,° Hafnarfjarðar —110 Fiskmarkaður ...TjF-ino Suðurnesja Jan. Feb. HB 2.v 1 3.v 1 4.v 1 5.v r 61171'i90 BB Jan. Feb._________cn ~Zvl 3.v | 4.V [ 5.v j 6.v I 7.v 1 Alls fóru 258,9 tonn af þorski um fiskmarkaðina þrjá hér syðra í síðustu viku. Um Fiskmarkað Hafnarfjarðar fóru 97,7 tonn á 105,29 kr./kg. Um Faxamarkað fóru 65,1 tonn á 99,67 kr./kg og um Fiskmarkað Suðurnesja fóru 96,1 tonn á 102,07 kr./kg. Af karfa voru seld 40,5 tonn. í Hafnarfirði á 73,72 kr. (27,31), á Faxagarði á 61,13 kr. (3,91) og á 81,20 kr. (9,41) á Fiskm. Suðurnesja. Af ufsa voru seld 237,5 tonn. í Hafnarfirði á 80,42 kr. (6,41), á Faxagarði á 70,04 kr. (8,01) og á 74,46 kr. hvert kíló á Suðurnesjum (223,1 1). Af ýsu voru seld 157,6 tonn á mörkuðunum þremur hérsyðraog meðalverðið 112,45 kr./kg. 70 -60 Ufsi KrVkg -80 2.V l 3.v | Eingöngu var seldur fiskur úr gámum í Bretlandi í síðustu viku, samtals 188,3 tonn á 154,75 kr./kg. Þaraf voru 13,9 tonn afþorskiá 114,66 kr./kg. Af ýsu voru seld 55,9 tonn á 133,34 kr./kg, 31,9 tonn af kola á 214,40 kr./kg, 16,1 tonn af karfa á 112,09 kr. hvert kíló og 36,6 tonn af grálúðu seldust á 189,18 kr. kílóið. Þorskur Karfi Ufsi Tvö skip seldu afla sinn í Þýskalandi í síðustu viku. Viðey RE 6 seldi samtals 245,9 tonn á 116,15 kr./kg og Dala Rafn VE 508 seldi 140,3 tonn á 145,51 kr./kg. Þar af vom 370,4 tonn af karfa á 127,39 kr./kg, 0,8 tonn af ufsa á 137,25 kr. hvert kíló. Aherslan mest á gæðin í fiskmjölsiðnaði Dana Ársafli 400 skipa um 1,5 millj. tonna FISKMJOLSIÐNAÐURINN í Danmörku hefur lengi verið öflugur en í flotanum, sem veið- ir til bræðslu, eru um 400 skip með um 20% danskra sjómanna um borð. Verksmiðjurnar eru á vestur- og norðurströnd Jótlands og miðin eru aðallega í Norðursjó en einnig í Skagerak og Kattegat. Fer mjölið aðallega í kjúklinga- og svínafóður en fiskeldið er mjög vaxandi markaður. Lýsið fer til smjörlíkisgerðar að mestu og er aðallega notað innanlands. Dönsku fiskmjölsverksmiðjurnar eru allar reknar sem samvinnufélög og að hluta í eigu sjómanna. Eru skipin öll bundin ákveðnum verk- smiðjum og eru skyld til að landa hjá þeim og þær til að kaupa afl- ann. Það eru því ekki lögmál fram- boðs og eftirspurnar í strangasta skilningi, sem ráða hráefnisverð- inu,' heldur samningar milli veiða og vinnslu og er þá miðað við gæði hráefnisins og verðið, sem fæst fyrir fullunna vöru. Lægra hráefnisverð Hráefnisverðið hefur lækkað verulega á síðasta áratug og er ástæðan annars vegar verðþróunin á heimsmarkaði og hins vegar óhagstæð gengisþróun gagnvart dollara. Samkeppnin á markaðnum hefur auk þess verið að aukast og einkum frá Suður-Ameríku. Mestur hluti danska fiskmjölsins er fluttur út til Suður-Evrópu og Suðaustur-Asíu en eftirspumin á þeim markaði vex hröðum skrefum. Veiðar í bræðslu vega mjög þungt í dönskum útvegi enda veita þær 1.500 sjómönnum atvinnu auk starfanna í landi. Er aflinn um 1,5 milljónir tonna árlega en reiknað hefur verið út, að hverjar 8,4 millj- ónir ísl. kr. í framleiðsluverðmæti veiti 1,62 mönnum atvinnu. í veið- um til neyslu er þetta hlutfall 1,70. Ef dregið yrði verulega úr bræðsluveiðunum myndi það hafa þau áhrif, að tekjur sjávarútvegs- ins í heild minnkuðu mikið og búast mætti við auknum þrýstingi á neyslufiskveiðarnar. I bræðsluveiðunum er tiltölu- lega miklu meira hráefni á bak við hveija verðmætiseiningu en í veiðum til neyslu og víða er nokk- ur andstaða við, að takmarkaðar auðlindir sjávarins skuli notaðar í dýrafóður. Á móti kemur, að lítill sem enginn markaður er fyrir BANDARÍSKA fjármögnunar- fyrirtækið Paine Webber hefur boðist til að lána rússneska sjáv- arútvegsfyrirtækinu Misha 15 milljónir dollara. Yrðu þeir not- aðir til að smíða fimm verk- smiðjuskip með mjölvinnslu um borð. Misha er stærsta einkafyrir- tækið í mjölvinnslu í Rússlandi og gerir út frá Astrakhan við Kaspíahaf. Er það með um þriðj- ung brislingsaflans þar. Banda- ríska lánið er til 10 ára og árs- bræðslufiskinn til neyslu nema ef vera skyldi í reykingu eða í su- rimi. Miðað við hráefnisverðið er sú vinnsla þó allt of kostnaðarsöm. Rannsókn á áhrlfum bræöslufískveiða í Norðursjávarríkjunum hefur mikið verið rætt um áhrif bræðslu- fiskveiðanna á lífríkið í sjónum og viðgang annarra fiskstofna og þess vegna var efnt til sérstakrar rannsóknar á þeim. Var meðal annars athugað hvaða áhrif það hefði að hætta alveg smásíldar- veiðum í Skagerak og Kattegat og minnka brislingsveiðamar um 50% og hvemig það kæmi út að draga úr sandsílisveiðum um 20% eða auka þær um jafn mikið. Niðurstöður þessara rannsókna vom þær, að yrði dregið úr brisl- ingsveiðum og veiðum á smásíld í Skagerak og Kattegat, myndi það verða til að auka síldveiðar vextirnir 3% en heildarkostnað- ur við smíði skipanna er 30 millj. dollara. Áætlað er, að þau vinni úr 35-45.000 tonnum af brislingi á viku. Paine Webber ætlar að fjár- festa í Misha fyrir 100 millj. dollara 1997 og mun féð fara til að byggja verksmiðju þar sem brislingi verður pakkað í lofttæmdar umbúðir til neyslu. Þessi fjárfesting mun þó ráðast af því hvernig gengur með smíði skipanna. til neyslu mjög verulega og valda einnig nokkurri aukningu í veiðum á bolfíski. Samdráttur í veiði á sandsíli var talinn hafa miklu minni áhrif en nokkur þó. Almennt var útkoman sú, að samdráttur í bræðslufískveiðum Dana eða jafnvel stöðvun þeirra myndi ekki hafa veruleg áhrif á ganginn í öðrum veiðum. Gæðln vega upp á móti mlklum kostnaöi Styrkur danska fiskmjölsiðnað- arins felst aðallega í vel. búnum og vel reknum verksmiðjum auk þess sem mikil samvinna er á milli þeirra. Gæði mjölsins eru því yfir- leitt mikil og á sumum sviðum hafa Danir nokkra forystu, til dæmis hvað varðar fóður fyrir fískeldisstöðvar. Þá standa þeir einnig mjög framarlega hvað varð- ar vöruþróun byggða á lýsinu. Mesti veikileiki danska iðnaðar- ins er aftur á móti mikill kostnað- ur, einkum launakostnaður og kostnaður vegna umhverfismála. Er fyrri liðurinn nokkuð jafn og stöðugur en búist er við, að út- gjöld vegna umhverfísmála muni aukast á þessum áratug. Mun það gera miklar kröfur til aðlögunar- hæfni iðnaðarins og verður vafa- laust erfíðasta verkefni hans á næstu árum. Danski fiskmjölsiðnaðurinn verður seint samkeppnisfær á heimsmarkaðinum hvað verðlagið eitt snertir en að því leyti bera Suður-Ameríkuríki ægishjálm yfir önnur enda er hráefnisverðið þar miklu lægra en annars staðar. Danir standa hins vegar framar- lega hvað varðar rannsóknir og þróun eða með öðrum orðum, hvað gæði vörunnar varðar. Rússland Fjárfest í fiskmjöli ÚTFLUTN./tonn 1993 1994 Breyting ÚTFLUTN./þús. pund 1993 1994 Breyting ísfiskur 109.000 105.414 -3% ísfiskur , 99.507 104.134 +5% t/ • / Freðfiskur 68.045 77.582 +14% Freðfiskur 40.720 50.610 +24% V / Reyktur/þurrkaður 3.387 5.353 +58% Reyktur/þurrkaður 6.709 8.535 +27% iY . /t * Skelfiskur 40.131 42.305 +5% Skelfiskur 114.568 133.970 +17% * Fiskskammtar 19.598 29.760 +52% Fiskskammtar 49.765 65.805 +32% Samtals 240.161 260.414 +8% Samtals 31T.269 363.054 +17% i INNFLUTNINGUR/tonn INNFLUTNINGUR/þús. pund ísfiskur 45.632 52.651 +15% ísfiskur 47.046 60.607 +29% Freðfiskur 124.719 142.231 +14% Freðfiskur 230.669 227.768 -1% Reyktur/þurrkaður 1.094 895 -18% Reyktur/þurrkaður 1.973 2.027 +3% Út- og in Skelfiskur 19.638 26.989 +37% Skelfiskur 70.475 112.491 +60% sjávarafi Fiskskammtar 105.089 98.718 CD Fiskskammtar 245.089 252.003 +3% Samtals 296.171 321.484 +9% Samtals 595.252 654.896 +10% jan.- sept, Mjol 0'9 I ys i BRETLAND: Innflutningur á mjöli & lýsi jan.-sept. 1993 og 1994 320.946 291.349 tonn Aðrir Chile Noregur ÍSLAND Perý, 1993 1994 Bretar kaupa mikið af fiski BRETAR flytja mikið inn af fiskimjöli og lýsi, enda mikil fóðurþörf í landbúnaði þar, en fiskeldi tekur einnig sinn skerf. Þá er lýsi notað til smjörlíkis- gerðar meðal annars. Innflutn- ingur á síðasta ári hafði dregizt nokkuð saman að loknum 9 mánuðum eða fallið úr 321.000 tonni í 291.300 milli tímabila. Langmest af þessum afurðum kom í fyrra frá Perú eða 75.200 tonn, en það er 30.000 tonna aukning milli ára. Hlutur okkar íslendinga nú er 58.000 tonn í öðru sæti á eftir mjölrisanum í suðri, en í fyrra höfðum við for- ystuna á haustmánuðum með 66.400 tonn. Noregur og Chile koma nú næst á eftir okkur. Þ’O rs k u r BRETLAND: Innflutningur á þorski jan.-sept. 1993 og 1QQ/1 79.409 82.034 tonn Aðrir Danmörk Noregur Rússland ÍSLAND 1993 1994 ■BðBi BRETAR höfðu síðastliðið haust aukið innflutning á þorski miðað við sama tíma í fyrra. Alls höfðu þeir þá flutt inn 82.000 tonn, en 79.400 árið áður. Mest kaupa þeir af þorskinum héðan eða 17.500 tonn, en það er reyndar 7.500 tonna samdráttur milli ára. Norðmenn eru með 17.000 tonn, óbreytt milli ára. Rússar voru með sama magn í fyrra, sem var þá tæpum 5.000 tonnum meira en árið áður. Það er því Uóst að veiðar okkar í Smug- unni höfðu þá ekki aukið þorsk- framboðið héðan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.