Morgunblaðið - 25.02.1995, Side 1

Morgunblaðið - 25.02.1995, Side 1
f)(0rigptistM$Mi MENNING USTIR PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1995 BLAÐ' Kaldhömmð fegurð SÖGUSINFÓNÍA Jóns Leifs verður flutt í fyrsta sinn í fullri lengd á íslandi 2. mars næst- komandi af Sinfóníuhljómsveit ís- lands. Finninn Osmo Vánská stjórn- ar hljómsveitinni en það var einmitt landi hans, Jussi Jalas, sem stýrði frumflutningi verksins á norrænum tónlistardögum í Finnlandi árið 1950. Þá vakti Sögusinfónían geysi- lega hörð viðbrögð, gagnrýnendur sögðu hana meðal annars „djöful- gang“ og „afskræmi" og líktu form- legri uppbyggingu verksins við storkið hraun. Sögusinfónían er það verk sem fyrr á árum hélt nafni Jóns helst á lofti, enda var hún eitt fárra verka hans sem fólk þekkti eitthvað til. Sinfónía no. 1 „Söguhetjur“ hef- ur jafnan verið nefnd Sögusinfón- ían. Hún skiptist í fimm þætti: Skarphéðinn (Allegro moderato), Guðrún Ósvífrsdóttir (Adagio), Björn at baki Kára (Scherzo - All- egro molto), Glámr ok Grettir (Int- ermezzo - Adagio) og Þormóðr Kolbrúnarskáld (Allegro moderato e commodo). Innlyksa í Þýskalandi Jón Leifs fór út til Þýskalands í nám árið 1916, þá 17 ára. Skömmu eftir að hann kom út, heyrði hann sinfóníska tónlist í fyrsta sinn en það var Faust-sinfónían eftir Franz Liszt. Þetta var magnþrungin lífs- reynsla fyrir Jón, hann mundi tón- listina í smáatriðum og lýsti því síðar að hann hefði getað kastað sér í gólfið og æpt af undrun. urnar Líf og Snót. Fjölskyldan varð innlyksa í Þýskalandi í stríðinu og komst ekki úr landi fyrr en í upp- hafi árs 1944. Á þessum tíma var fjölskyldan í stöðugri lífshættu og hefur líf þeirra verið erfiðara en orð fá lýst. Áð sögn Hjálmars eru þess fá dæmi að gyðingar í hjarta Þýska- lands skyldu hafa sloppið við útrým- ingarbúðirnar þegar svo langt var liðið á stríðið. Jón og Annie voru nær algerlega eina,ngruð og við þessar aðstæður samdi hann Sögusinfóníuna, frá 10. mars 1941 til 29. júlí 1942. Hann hóf verkið í kjölfar flutnings á op. 7 „Hljómleik fyrir organ og hljóm- sveit" sem leikinn var í Berlín þrátt fyrir að verk Jóns hefðu verið bönn- uð. Nasistar sýndu flutningi orgel- konsertsins andúð en Jón leitaði sér hins vegar styrks í íslendingasögur. Þar með hófst smíði Sinfóníu no. 1, „Söguhetjur". Sibelius hrifinn Sögusinfónían var frumflutt í Helsinki árið 1950 undir stjórn Jussi Jalas, þekkts stjórnanda og tengda- sonar tónskáldsins Jean Sibeliusar. Jalas hafði mikið álit á Jóni, svo og Sibelius. í bréfi til Jóns eftir frumflutninginn segir Jalas: „Það er eitthvað að baki hljómkviðu þinn- ar og þessvegna tók hún athygli mína. Sibelius, sem er næstum því sérfræðingur í sögum, sagði að hann fyndi á hljómkviðunni hinar sönnu rætur íslendingasagnanna með þeirra harðgera búningi og þrótti." SOGUSINFONIAN EFTIR JON LEIFS FLUTT I FULLRI LENGD Hjálmar H. Ragnarsson, sem rannsakað hefur verk og sögu Jóns á annan áratug, segir þessa lífs- reynslu hafa haft mikil áhrif á smíði Sögusinfóníunnar, Faust-sin- fónían var Jóni bæði fyrirmynd og aflgjafi þó svo að áferð þessara tveggja verka sé gjörólík. Faust skiptist í þrjá kafla; Faust, Gretchen og Mephistopheles og er jafnan tal- ið að Liszt hafí séð sjálfan sig í Mephistopheles en Jón í Skarp- héðni. Sögusinfónían er samin í heims- styijöldinni síðari en þá var Jón búsettur í Þýskalandi. Hann var þá kvæntur Annie Riethof, sem var af gyðingaættum, og áttu þau dæt- Er verkið var leikið í útvarpi á Norðurlöndum skömmu eftir frum- flutninginn vakti það hins vegar hörð viðbrögð víðast hvar. Gagn- rýnandi Aftenposten sagði verkið þann mesta djöfulgang sem hann hefði á ævi sinni heyrt. í Verdens Gang var verkið kallað „afskræmi eftir Jón Leifs sem hann hafði kall að symfoniu (finnskur gagnrýnandi hélt því fram að hjer hlyti að vera um prentvillu að ræða).“ Er hluti Sögusinfóníunnar var fluttur í útvarpi hérlendis árið 1962 létu menn ekki síður í sér heyra. í Alþýðublaðinu um þáttinn „Dauði Skarphéðins“ sagði m.a.: „Það tók langan tíma að drepa Skarphéðin JÓI\I Leifs (1899-1968) á Þýskalandsárunum og virtist dauðaorsök hans fremur leiðindi en brunasár." Þeir voru þó til sem hrifust af verkum Jóns, m.a. Jóhannes S. Kjarval og Guð- mundur Hagalín sem sagði það skrýtna mannkind sem ekki hefði notið þáttarins um Guðrúnu Ósvíf- ursdóttur. „Það þarf sterk bein til að þola gagnrýni af því tagi sem Jón fékk eftir frumflutninginn á sinfóníu sinni en slík bein hafði hann,“ seg- ir Hjálmar. „Tónlist hans átti oft síðar eftir að vekja andúð hjá þeim sem á einn eða annan hátt tjáðu sig um hana, og má ætla að sú andúð hafi átt sinn þátt í því að hann einangraði sig enn frekar en hann hafði gert áður frá þeim straumum og stefnum sem ríktu í tónsköpun á síðustu áratugum ævi hans. I kjölfar gagnrýninnar á Sögusinfóníu einangraðist Jón æ meira og skrifaði fyrir skúffuna, gerði ekki ráð fyrir að tónverk hans yrðu nokkurn tíma flutt, fyrr en þá síðar.“ Mlklll gnýr Sögusinfónían þótti einhæf og einstrengingsleg, segir Hjálmar, og hún féll ekki að þeim stefnum sem þá ríktu í tónsköpun. „Þetta var kaldhömruð fegurð enda var mark- mið Jóns að sía væmni og tilfinn- ingasemi úr tónlistinni. Það sem fór einna mest fyrir brjóstid á fólki var mikill gnýr frá alls kyns slagverks- tólum, auk þess sem hann notaði forna lúra í lokakaflanum. Þá fundu menn ýmislegt að uppbyggingu verksins en hefðbundin úrvinnsla var ekki hans sterkasta hlið. „Marg- ar tónsmíðar hans eiga það sameig- inlegt með verkum seinni tíma mín- ímalista að þær einkennast af sefj- andi endurtekningum og sparsemi hvað sjálft tónefnið varðar. Slík tónlist hefur ekki átt fylgi að fagna fyrr en á allra síðustu áratugum." Vakning íslensk tónverkamiðstöð' gaf Sögusinfóníuna út á hljómplötu árið 1977. Hún var þá nokkuð stytt enda þurfti hún að rúmast innan tímamarka einnar hljómplötu. Sinf- óníuhljómsveit íslands leikur á þeirri plötu undir stjórn Jussi Jalas. Þá gaf miðstöðin út hljómdisk árið 1989 með öðrum hljómsveitarverk- um eftir Jón undir stjórn Pauls Zukovsky. Hugmyndir hafa verið uppi um flutning á fleiri verkum Jóns og segir Hjálmar menn vera að vakna til meðvitundar um gildi tónlistar Jóns Leifs. Flutningur Sin- fóníuhljómsveitar íslands á Sögu- sinfóníunni verður hljóðritaður fyrir BlS-útgáfuna í Svíþjóð, sem undir- býr nú útgáfu á verkum Jóns. Þá er væntanlegur geisladiskur frá Chandos-útgáfunni með hljómsveit- aiverkum eftir Jón.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.