Morgunblaðið - 25.02.1995, Side 3

Morgunblaðið - 25.02.1995, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1995 C 3 sínu til að halda friðinn en að end- ingu er gengið of langt,“ segir Fel- ix. „Þetta eru krakkar í slag. Ást Tonys og Maríu er unglingsást, rétt eins og ást Rómeós og Júlíu. Eina krafan sem þau gera er að fá að vera kærustupar." í tónlistinni er blandað saman ólíkum stílgerðum enda var Bern- stein jafnvígur á sígilda tónlist, djass og dægurtónlist. Eftir hann liggja m.a. tvær sinfóníur og tónlist við tvo balletta auk þess sem hann var heimsþekktur stjómandi. Hann lést árið 1990. Útrás í danslnum En hver er svo boðskapur Sögu úr Vesturbænum? „Fordómar og þröngsýni eru eyð- ingaröfl, ekki bara lestir mannanna. Reynslan sýnir það og sannar en samt getum við ekki lært af henni,“ segir- Marta. Söngleikjaformið kann að virðast léttvægt en aðalleikararnir eru ekki á því að það rýri á nokkurn hátt gildi frásagnarinnar. Sagan sé sí- gild og textinn vel skrifaður. í tón- listinni og dönsunum takist að draga persónurnar sterkari dráttum en annars hefði orðið. „Dansinn undirstrikar geysilega vel persón- urnar," segir Felix. „Menn takast á í dansi, þeir fá útrás í honum, tjá tilfinningar sínar og innri vanlíðan og persónan verður skýrari í dansin- um.“ Urður Gunnarsdóttir SLEGIÐ er á þjóðlega strengi á sýningu Kristínar Jónsdóttur frá Munkaþverá í mið- sal Kjarvalsstaða. Ullin sveipar íslensk bæjar- nöfn dulúð og liðast um kalt og viðkvæmt nú- tímaefni, plexigler. Yrkisefnin eru sótt í tónlist- ina, söguna og landið, frásögnin hógvær og án allra láta. Áherslan er á ullina og það hversu gagnsæ hún er. Verkin em öll unnin á síðasta ári, þó að meðgöngutíminn kunni að vera lengri. Verkin Tokkata, Fúga og Blús eru gerð úr ullartogi sem er lagt í pípur úr plexigleri og minna á orgelpípur. Kannski gamla orgelið hennar Krist- ínar sem hún leikur stöku sinnum á sér til hugar- hægðar? „Ég hlusta mikið á tónlist og hún er oft kveikja að verkum. Á tónleikum sé ég fyrir mér verk í myndlist, sem kemur sérstaklega fram í þessum verkum sem byggjast á hrynjandi og endurtekningum. Ég leita fanga jafnt í tónlist Bachs og Hándels, sem ljóðasöng." í öðmm verkum Kristínar er texti hulinn örþunnum ullarlagði. Sumt er vel læsilegt, ann- að máð eða hulið. Tilviljunin ræður því að ein- hverju leyti. „Ég hef unnið með texta frá árinu 1986. Tildrög þess vom þau að eiginmaður minn, Jón Óskar, vann að bók um dulsmál, dómsmál yfir konum sem yfírvöld höfðuðu gegn konum sem fýrirkomið höfðu bömum sínum. Ég aðstoðaði hann, sat við að skoða gömul skjöl á Þjóðminjasafninu, sem var erfítt í fyrstu þar sem textinn var máður og skriftin torlæs. Smám saman gekk það betur og efni textans hafði mikil áhrif á mig. Ég vann fyrstu verkin með textunum út frá setningum og setninga- brotum sem greyptust í huga mér.“ í lelt að ættaróðalinu Eitt verkanna á sýningunni á Kjarvalsstöðum sem tengir ull og texta eru fjórir láréttir fletir sem Kristín hefur ritað á bæjarnöfn og skipt þeim niður eftir landsfjórðungum. „Ég skoðaði bók sem kom út árið 1932 og var skrá yfir alla bæi í byggð. Ég leitaði svo í símaskrá að þeim nöfnum sem bæst höfðu við. Ég gat ekki notað öll nöfnin fjöldans vegna en valdi úr fjöl- mörg nöfn frá þessu tímabili. Þegar ég skrifa þau upp, reyni ég að hafa þau í röð eftir hrepp- um og fylgja leiðinni sem líklegast væri farin. í þessari upptaln- ingu ættu flestir íslendingar að geta fundið ætta- róðalið sitt, við erum enn svo nátengd bæjum og bæjarnöfnum.“ Kristín segist hafa skriftina fremur smáa af ásettu ráði. „Áhorfandinn verður að rýna í verk- in til að sjá orðin, þau eru sum staðar ógreini- leg, annars staðar læsileg. Þetta minnir í raun á eyðibýlin, sem voru til en eru nú löngu horf- in. Á bak við hvert nafn er saga og fólk. Mikl- ar breytingar hafa átt sér stað á hverjum og einum bæ en nafnið er hið sama. Það er langt síðan ég fór að hafa áhuga á bæjarnöfnum. Ég er alin upp á mannmörgu heimili og kynntist strax í æsku mörgum bæjar- Morgunblaðið/Jón Svavarsson KRISTÍN Jónsdóttir frá Munkaþverá við verk sitt „Upp“, sem unnið er í ull, olíukrít, nælonþráð og plexigler. „Verkið er hugsað sem stigi. Efniviðurinn vísar tii þess að hann sé ótraustur og laus,“ segir Kristi'n. Landslag orðanna KRISTIN JOIMSDOTTIR FRA MUIMKAÞVERA SYIMIR A KJARVALSSTOÐUM nöfnum sem tengdust því fólki sem kom heim. Þegar ég ferðaðist árlega á milli Eyjafjarðar og Reykjavíkur eftir að ég hóf nám í Handíða- og myndlistarskólanum gerði ég mér far um að spytja um nöfn bæjanna sem ég sá á leiðinni." Leitar þú til fortíðar og í söguna? „Ég hef gert það en reyni þó að tengja verk- in nútímanum. Þau eiga að vera tímalaus að einhveiju leyti en ég leita vissulega fanga í fortíðinni. Þegar ég vann verkin úr dulsmálunum fannst mér efnið eiga vel við. Það veitti skjól og hlýju, huldi hluta textans. í nýjustu verkun- um er textinn mun skýrari." Bláminn í verkunum minnir á landið, hafið, himininn, blámann í fjarska. Kristín talar um landslag orðanna, blái liturinn eigi samsvorun svo víða í náttúrunni. Þrívíð veflist Kristín segir tilviljun hafa ráðið efnisvali hennar. Er hún hafi verið í Handíða- og mynd- listarskólanum hafí valið staðið um fátt annað en málun. „Þegar ég fór til Kaupmannahafnar í framhaldsnám langaði mig til að vinna við þrívíð form en þá var mikil gróska í listiðnaðar- greinunum á Norðurlöndum, m.a. veflist, sem nær yfir allt sem gert er úr þræði. Um tíma velti ég því fyrir mér að leggja stund á Ieirlist en valdi veflistina, hugsaði sem svo að ég gæti lifað af henni og haldið áfram að mála í frístund- um. Á fyrstu árunum var ég ekki viss um að ég myndi leggja út í listsköpun í veflistinni. Þegar ég kom heim úr námi bauðst mér kennsla í Handíðaskólanum. Ég kenndi hönnun, þrykk og aðrar aðferðir en vefnað. Fyrstu árin þrykkti • ég mikið og nær eingöngu myndverk, það gekk ekkert að selja nytjalistina þar sem fyrir því var ekki grundvöllur hér á landi. Það var hins vegar ekki fyrr en fyrir tólf árum að ég fór að þæfa ullina, hafði rekist á bók um þessa að- ferð. Þá var ég loksins komin út í það þrívíða form sem ég hafði alltaf ætlað mér.“ Ævagömul aðferð Þæfing er rannsóknarefni fornleifafræðinga, textíllistamanna og listfræðinga. Hún er- talin elsta aðferð mannsins við að nýta sér dýrahár, vitað er að hún var notuð á nýsteinöld. Talið er að þæfing hafi þekkst í Mesópótamíu um 4000 f.Kr. „Hér var þetta notað í hetti og hatta og söðulþófa en ég man eftir slitrum úr söðul- þófa á æskuheimili mínu. Þæfíngin leið víða undir lok þegar vefnaður og pijón kom fram á sjónarsviðið. Hún þótti ófín og groddaleg en hefur nú verið endurvakin í myndlist, ekki síst í Bandaríkjunum, þar sem karlar ekki síður en konur fást við hana. Ég hef tekið þátt í tveim- ur alþjóðlegum samsýningum listamanna sem allir unnu í þæfða ull og voru verkin gjörólík." Textaverkin vinnur Kristín á þann hátt að hún vinnur texta á flíselín, sem hún segir sein- legt verk. Olíukrít er svo notuð til að gefa lit. Flíselínið er lagt innan í ullarkembur til að ná fram áferð sem svipar til velkts pappírs. „Ég nota skriftina til að ná fram grafískri áferð á voðunum, verkin eru í raun á mörkum grafíkur, skúlptúrs og vatns- lita.“ Kristín segist að öllum líkindum munu halda sig við ullina enn um sinn þrátt fyrir að hún sé þeirrar skoðunar að það sé mörgum lista- mönnum hollt að skipta um efnivið. Kennarar hennar í Handíða- og myndlistarskólanum, Val- gerður Briem og Sverrir Haraldsson, hafi lagt ríka áherslu á leitina að óhefðbundnum efnivið, sem hafi verið nýtt á þeim tíma. Sú leit hafi reynst sér dijúgt veganesti. Urður Gunnarsdóttir SYNNÖVE Gahrén kennari leiðbeinir börnum í Safni Bror Hjorth. að upprunalegu myndmáli. Hann skoðaði hjá safnara tótem indíána og Afríkumanna og kynntist í námi sínu myndmáli Assyríumanna, Etrúra, Egypta, Maya og Inka og arkaískri list Grikkja sem hann dáði. Eftir því sem árin liðu, segir Birg- itta Spur, varð viðurinn það efni sem Siguijón kaus helst að vinna í, hvort sem um var að ræða eðal- við frá hitabeltislöndum, maðksmogna furu úr sjó eða jafnvel gamla tunnu- stafi. Mauno Hartman Finninn Mauno Hart- man (f. 1931) er þekktur fyrir bjálkamyndir sínar sem margar líkjast hús- byggingum. Haft er eftir horiúnf að burðarvirki í gömlu finnsku timburhúsi sem hann sá þegar hann sneri heim frá Ítalíu að loknu námi hafi haft mest áhrif á hann sem lista- mann. Hartman tengir á nýstár- legan hátt reynslu fínnskra bygginga- listamanna fyrri kynslóða við innsetn- ingarverk nútímans. Landi Hartmans, Juhani Pall- asmaa, skrifar: „Að byggja hefur ekki einungis hagnýtan tilgang, en er líka helgiat- höfn sem afmarkar stöðu mannsins í heiminum. Verk Hartmans hafa alls ekkert hagnýtt gildi. Notagildi þeirra felst í getunni til að minna okkur á goðsögulegt inntak bygginga og líf- fræðilega fortíð okkar sjálfra." Pallasmaa minnir á að það sé eitt- hvað yfírnáttúrulegt og töfrandi við að byggja, hugsun er gerð áþreifan- leg. Hartman endurspeglar bygging- argleði og trú á það sem í vændum er. Bjorn Norgaard Daninn Bjorn Norgaard (f. 1947) vakti fyrst at- hygli með gjörningum sín- um, en einna minnisstæð- astur þeirra er Hestafómin 1970. Nargaard starfaði sem prófessor við Konung- lega listaháskólann í Kaup- mannahöfn 1985-94 og er meðal virtustu myndlistar- manna Dana. Þegar Bjorn Norgaard kom fram á sjöunda ára- tugnum sáu ný listform dagsins ljós. Gerningar og uppákomur urðu áberandi tjáningarfonn, hefðbundið listaverk hafði gengið sér til húðar. „Listræn athöfn varð verkið sjálft“, með orðum Claus Hagedorn-Olsen safnstjóra í Horsens. Pólitíski þátturinn setti svip sinn á verk Norgaards og jafnframt töfrar og helgisiðir. Verkin á sýningunni eru fengin að láni úr opinberum söfnum í Dan- mörku. Gunnar Torvund Norðmaðurinn Gunnar Toi’vund (f. 1948) vinnur eins og hinn danski starfsbróðir hans í póstmódernískum anda. Listfræðingurinn Leena Mann- ila kemst þannig að orði um Torvund: „Áreynslulaust umgengst hann margs konar efni og stíltegundir, ferðast um ýmis skeið listasögunnar og kannar sameiginlega arfleifð smíð- isgripa í því skyni að útvega sér efni sem hann síðan safnar í nýjar sam- stæður með nýjum tjáningarmáta." Súrrealismi er Gunnari Torvund ein af leiðunum til að koma á óvart, birta ekki einungis það sem menn vænta af honum. Mannlega samhygð skortir hann ekki þótt hún klæðist stundum dularbúningi. Gunnar Torvund hefur unnið mörg verk fyrir opinbera aðila. Hann tók meðal annars þátt í verkefni á Græn- landi þar sem norrænir myndhöggv- arar meitla verk sín í fjöllin hjá bænum Quaqortoq (Julianehaab). Gunnar Torvund og Mauno Hart- man verða báðir viðstaddir opnun sýningarinnar. Llstasmiðja og fyrirlestur Listasmiðja fyrir börn og unglinga verður í Hafnarborg 25. febrúat1 til 3. mars. Synnöve Gahrén safnakennari frá safni Bror Hjorth mun leiðbeina börnunum ásamt Jón- ínu Guðnadóttur leirlistarkonu. Allt efni sem unnið verður með fá nemend- ur á staðnum. Kiillike Montgomery listfræðingur og forstjóri Bror Hjoith safnsins í Uppsölum heldur fyrirlestur, sem hún nefnir Bror Hjorth og kærleikur- inn, í Hafnarborg 26. febrúar kl. 17. Saniantekt J. H. Bjorn Nergaard FRA PRIMITIVISMA TIL POSTMODERIMISMA -I-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.