Morgunblaðið - 25.02.1995, Page 6

Morgunblaðið - 25.02.1995, Page 6
6 C LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ Gítartiátið á Akureyri '95 GÍTARHÁTÍÐ á Akureyri verður haldin í fjórða sinn dagana 19. til 23. júlí í sumar. Gengið hefur verið frá dagskrá hátíðarinnar. Öm Viðar Erlendsson er forstöðumaður gítarhátíðarinnar og Sverrir Páll hitti hann að máli á dögunum af því til- efni. Aðalkennari kemur að þessu sinni frá Finnlandi, heimskunnur gít- arleikari, Timo Korhunen að nafni. Á tónleikadagskrá hátíðarinnar koma fram auk Timo Korhunen hol- lensk-spænski flamencosnillingurinn Eric Vaarzon Morel, Kristinn Áma- son gítarleikari, Einar Kristján Ein- arsson gítarleikari og Sverrir Guð- jónsson kontratenór. Gítarhátíð lýkur að vanda með tónleikum þeirra nem- enda sem taka þátt í kennslustundum aðalkennarans á hátíðinni. Gítárhátíð á Akureyri hefur frá upphafi verið haldin í Tónlistarskól- anum á Akureyri, að frumkvæði Amar Viðars Erlendssonar, for- stöðumanns gítardeildar skólans. Öm Viðar sagði að hátíðin hefði til þessa gengið afar vel og væri orðin vel kynnt víða. Hátíðin þekkt víða um heim — Þetta hefur kynnt sig gríðar- lega vel, ekki bara hér á landi held- ur líka víða í útlöndum. í fyrra voru birtar í þekktustu gítartímarit- um heims greinar um hátíðina og nú er svo komið að mér berast í hveijum mánuði 1-2 tilboð frá virt- um gítarleikurum víðs vegar í heim- inum um að koma hingað og leika sína dagskrá. Þetta sýnir óyggjandi að hátíðin vekur athygli. Eg legg hins vegar mjög mikið upp úr því að aðalkennari Gítarhátíðar á Akur- eyri sé í besta gæðaflokki, enda er ekki svo mikill kostnaðarmunur að fá hingað toppmann og meðalmann í listinni. .Annað dæmi um góða kynningu er að Upplýsingaþjónusta ferða- mála á íslandi hafði samband við mig í janúar og bað um upplýsingar um Gítarhátíðina því þangað höfðu borist fyrispumir um hana. Annars má segja að út á við er talið þrekvirki að svona hátíð skuli haldin á íslandi. Erlendis er venju- lega talið að ekki þurfí minna en milljónaborgir til að standa fyrir hátíðum af þessu tagi. Til dæmis ætluðu forystumenn gítartímarits- ins Classical Guitar ekki að trúa því að hátíð sem þessi færi fram í landi sem ekki væri fjölmennara en um kvartmilljón manna. En þetta á sér meðal annars þá skýringu að íslendingar eru óvenjulega stórtæk-/ ir í menningaruppbyggingu. Aðallega fyrir íslendlnga Þó að hátíðin spyijist til útlanda og gott sé að hún sé þekkt þar má ekki gleyma því að hún er aðallega fyrir íslendinga. Ég er að kalla hingað menn til að hafa námskeið í því skyni, meðal annars, að spara örn Viðar Erlendsson Timo Korhunen. íslenskum kennurum, einleikurum og langt komnum nemendum að þurfa að kosta sig í ferð til útlanda til að komast í einkakennslu hjá afburðakennurum útlendum og vinna saman að listinni í vikutíma að sumarlagi. Aðsókn og aðstæður ráða því hvort við getum tekið við nemendum frá útlöndum. Timo Korhonen Þátttakendur í Gítarhátíð á Ak- ureyri hafa verið nokkuð fastur kjami fólks en í fyrra gladdist ég sérstaklega yfir því að þá fyölgaði mikið gítarkennurum í hópnum og ég vonast til að sá áhugi verði enn meiri framvegis. 1UVJ AVUIIUI I Uí ÞÁTTTAKENDUR í Gítarhátíð 1994 ásamt kennaranum Oscar Ghiglia. tekið upp fjölmargar plötur og geisladiska. Meðal annars valdi Amqrican Record Guide disk, sem hann gaf út 1992, einn besta geisladisk árs- ins og í Finnlandi lenti þessi diskur í þriðja sæti yfír bestu útgáfur ársins, og þykir gott þar í landi. Korhonen er talinn mjög áhrifamikill og sterkur einleikari. A tónleikunum mun hann leika verk eftir Lobed, Leo Bonner og nýtt verk eftir _____________ ungt fínnskt tón- skáld, Olli Koskelin, fyrir gitar og segul- band. íslenskir tónlistarmenn Á öðrum tónleikunum kemur fram Einar Kristján Einarsson, sá dugmikli og góði einleikari á gítar, sem hefur tekið þátt í Gítarhátíð á Akureyri frá árinu 1992, og með honum Sverrir Guðjónsson kontra- tenór. Þeir munu flytja blandaða dagskrá. A þriðju tónleikunum kemur fram gítarleikarinn Kristinn Árna- son, sem sýndi til dæmis svo ein- staka glæsimennsku í gítarleik sín- um á Gítarhátíð 1992 að hann þurfti að leika fjögur aukalög. Meðal þess sem Kristinn leikur á tónleikum sín- FIIMIMIIMIM Tin/IO KORHOIMEIM AÐALKEIMIMARI HATIÐARIIMAR Hver verður dagskrá Gítarhátíð- arinnar í sumar? - Aðalkennari Gítahátíðar á Akureyri 1995, Timo Korhonen, heldur fyrstu tónleika hátíðarinnar. Hann er um þrítugt og er talinn í hópi fremstu gítarleikara heims af yngri kynslóðinni. Hann var meðal nemenda Oscars Ghiglia, sem kenndi hér í fyrra. Hann er yngsti gítarleikari sem unnið hefur alþjóð- legu gitarkeppnina í Miinchen, þá 17 ára, og árið 1986 varð hann fyrsti Evrópumaðurinn sem vann fyrstu verðlaun fyrir túlkun suður- amerískrar tónlistar á tónlistarhátíð á Kúbu. Hann hefur spilað með flestum stórhljómsveitum í heimi, um er Chaconna eftir J.S. Bach, sem er eitt þeirra verka sem André Ségovia lék allra manna best. Sígaunatónllst Frá Hollandi kemur sá sem leikur á fjórðu tónleikum Gítarhátíðar. Þetta er Eric Vaarzon Morel, sem er í raun hollensk-spænskur. Morel er flamencovirtú- ós, bæði sem einleikari og hefur líka tekið þátt í flamencodanshljóm- sveitum. Hann hefur verið á einleiksferðalagi og hefur verið boðið að leika á flamencohátíð í Berlín á þessu ári. Auk þess að leika á tónleikunum mun Morle bjóða nemendum á Gít- arhátíð upp á sýni- kennslu í flamencoleik og sígaunatónlist. Gítarhátíðinni lýkur að vanda á nemendatónleikum, en þar koma fram þeir sem tekið hafa þátt í náminu hjá Korhonen og flytja verk sem þeir hafa leikið undir leiðsögn líans. Allt kostar penlnga Nú gengur svona hátíð ekki af sjálfri sér; hvernig er staðið undir kostnaði við hana? - Það er málið sem ég er að vinna að þessa dagana. Það má segja að langmesta og erfiðasta verkið við að standa fyrir svona hátíð sé ijáröflunin. Þetta kostar vissulega mikið, en námskeiðið er haldið í Tónlistarskólanum, sem leggur til húsnæði og aðstöðu af ýmsu tagi. Akureyrarbær hefur styrkt hátíðina og vonandi verður framhald á því. Þá hafa ýmis fyrir- tæki og ekki síður einstaklingar í bænum styrkt þetta framtak fjár- hagslega. Það er afskaplega þakk- arvert og ég vonast til að sá stuðn- ingur verði ekki minni en hingað til. Raunar verður kostnaðurinn að þessu sinni nokkru meiri en áður og vissulega væri gott að geta reitt sig á einn eða fáa sterka styrktarað- ila, en því er því miður ekki svo farið. Þetta hefur gengið upp hingað til og ég vona að ekki verði nein breyting á því. Ég trúi því að Gítar- hátíð á Akureyri verði áfram fastur liður í menningarlífi íslendinga. Sverrir Páll SÆNSKI málarinn Olle Bærtling (f. 1911) er einn helsti fulltrúi afstraktlistar á Norðurlöndum. Bæitling fór til Parísar 1948 og stundaði um skeið nám hjá Fernard Léger. Kynni hans af málaranum August Herbin skiptu sköpum fyrir Bærtling og urðu þess valdandi að hann sneri sér að óhlutlægri list strax um 1950. Hann þróaði síðan persónuleg- an stíl með opnum stórum þríhyrningsformum og óvenjulegu litavali. Sagt er að hið mikilvæg- asta fyrir Bærtling hafi verið að afmá öll tengsl við umheiminn í verkum sínum, myndtjáning hans hafí falist í spennunni sem skapaðist milli lita og forma. Helstu þættir í list Bærtllngs Gunnar Berefel listasöguprófessor í Stokk- hólmi bendir í ritgerð á helstu þætti í list Bærtlings. Hann segir að erfitt sé að skrifa um hana. Þeir sem ekki skilji hana verði gram- ir vegna þess hve hún virðist fráhrindandi, en þeir sem hafi skilninginn gremjist einfaldleiki hennar. í framhaldi af því skrifar Berefel: „Vandinn við að lýsa myndlist hans felst í einfaldleika hennar eða réttara sagt hreinleika hennar. í henni eru engin aukaatriði sem bein- línis er hægt að vísa til eða vekja athygli á.“ „Við stöndum hér andspænis myndlist sem engu lýsir. Hún er. Hún fjallar ekki um neitt. Hún flallar. Hún er allsnakin, sneydd öllu óvið- komandi," bætir Berefel við og kallar list Bærtlings kröfuharða því að hún krefjist þess að við sjáum hana og skiljum með augunum. Oplð form Bærtling er upphafsmaður að hugtakinu „opið form“. Hann hefur unnið skipulega úr fagurfræðilegum forsendum „opna formsins". Berefel birtir nokkur skólabókardæmi til glöggvunar á því hvernig myndlist Bærtlings þróaðist eftir 1953: Einfaldleiki og hreinleiki listarinnar „Við notum tvær línur til að deila ferhymd- - um fleti í þijá þríhyminga, og er sá í miðj- unni sýnu þýðingarmestur. Þríhyrningarnir þrír innan vébanda hins ferhymda flatar em sjálfstæð geómetrísk sköpunarverk sem af- markast af útlínum sínum og jöðrum flatarins. Bærtling taldi þríhyminga af þessu tagr vera alltof áþreifanleg fyrirbæri, allt of „hlut- kennda“ vegna lögunar sinnar. Það má auð- veldlega líta á þá sem eins konar hluti, segir Bærtling, rétt eins og blóm, landslagsmótíf, berar konur, báta — nánast hvað sem er. Það er bara spurning um mismunandi viðfangs- efni. Jafnvel yfírlýst óhiut- læg myndlist er uppfull af áþreifanlegum „hluturn". Bærtling tókst að fría sig frá veruleika hlutanna, frá öllu sem heitir „myndræn útlistun", frá öllu sem er. Lítum aftur á skýringarmyndina. Drögum línurnar þannig að þær skarist ekki á fletinum. Þær halda áfram út fyrir rammann sem virð- ist þá eins og tilviljunarkennd afmörkun. At- hafnasvið lína og flata hefur þannig víkkað ti! muna. Það sem við sjáum gefur ádrátt um áframhaldandi verkan utan myndflatarins. Þríhyrningarnir hafa breyst í opna fleti með ótakmarkað yfirborð. Við sjáum brot af orku- flæði sem gerir ráð fyrir ótakmörkuðu rými handan strigans. Jafnvel eiginleiki á borð við ,jafnvægi“ (hér notað í merkingunni jafnræði andstæðra afla) er háður því sem gerist handan strigans. (Tak- ið eftir að Bærtling fer aðeins nokkra milli- metra út fyrir flötinn, út á blindrammann, að hann notar ekki ramma og hengir myndir sín- ar upp eilítið frá veggnum. Með þessu vill hann andæfa venjulegri afmörkun málverksins og tengja verkan þess því sem er að gerast í rýminu hið ytra). Litinn notar Bærtling einnig til að víkka athafnasvið mynda sinna. Honum er ekki ein- asta ætlað að þekja fleti. Eiginlega má ekki líta á litina í málverkum Bærtlings sem liti, því með því færi forgörðum skírskotun þeirra til hins andlega." « Óhlutbundin hreyflng í Inngangi að Stefnuskrá um Opið form lýsir Bærtling myndlistinni sem óhlutbundinni hreyfíngu. Hann skrifar: „í myndlist minni er form og inntak eitt. Hin formgerða hugsun er ekki aðferð, heldur inntak — eining sem stjómast af sérstökum jafnvægislögmálum, sjónrænni spennu, hreyf- ingu og því sjálfstæða lífi sem verður til í litum og formum.“ Einnig segir Bærtling: „Myndlist hins opna forms líkist engu frem- ur en óskilgreinanlegu ægivaldi og mikilleik himinhvelfingarinnar, hinu óendanlega rými.“ Sýning Olle Bærtlings verður í Listasafni íslands frá 26. febrúar til 2. apríl. Samantekt J. H. OLLE BÆRTLIIMG I LISTASAFIMI ISLAIMDS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.