Morgunblaðið - 08.03.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 08.03.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MARZ 1995 C 7 Fyrsta síldarnótin seld til veiðanna í Síldarsmugunni FRÉTTIR NETAVERKSTÆÐI Hampiðjunnar er á efri hæð Bakkaskemmu á Grandagarði. í salnum sem er 85 metra Iangur og 1.700 fermetrar eru tvær brautir með tromlum í hvorum enda til að fara yfir flottroll, auk einnar hnýtingarbrautar. Starfsmenn Hampiðjunnar til taks allan sólarhringinn Sala Gloríutrollanna gengur vel á þessu ári GUÐMUNDUR Gunnars- son sölustjóri Hampiðjunn- ar segir að sala á Gloríu flottrollum hafi gengið mjög vel á þessu ári. Veið- ar á úthafskarfa hefjast senn og mun fjöldi íslenskra skipa halda með slík troll á miðin. Hampiðjan hefur í hyggju að bjóða viðskiptavinum sín- um upp á öfluga viðgerðarþjónustu meðan á veiðunum stendur og munu starfsmenn hennar verða til taks allan sólarhringinn. Meðal annars munu tveir þeirra fara á milli skipa'á miðunum og inna lagfæringar af hendi. Glorían var fyrst prófuð í apríl 1989 af togurum Sjólastöðvarinnar. Að sögn Guðmundar var upphaf- lega óskað eftir trolli með mikilli opnun sem unnt væri að toga hratt við veiðar á úthafskarfa því fiskur- inn var mjög dreifður. Fljótlega hafi síðan verið ákveðið að hafa stærsta möskvann 32 m. „Ákvörðunin var byggð á reynslu frá kolmunnaflottrollum sem höfðu verið sett upp í Hampiðjunni 1976 en stærstu möskvar þar voru þó aðeins 16 m,“ segir Guðmundur. „Þetta var gert til að létta trollið í drætti og minnka efnismagn. Möskvastærðin í fremri hluta trolls- ins skiptir ekki svo miklu máli fyrir veiðihæfni þess sem byggir að mestu á smölun. Nú er fremsti möskvinn í stærstu trollunum 128 m að lengd en algengastur er hann 64 m.“ Hampiðjan leggur mikla áherslu á vöruþróun. Að sögn Guðmundar hafa skipstjórar og netagerðar- *menn tekið virkan þátt í þróuninni með Hampiðjunni og leyst þau vandamál sem upp hafa komið. Hann segir að kaðlar hafi verið sérhannaðir til notkunar í stór- möskva með tilliti til styrks og ann- arra eiginleika. í upphafi hafi verið notaðir hefðbundnir snúnir, einlit- aðir kaðlar en nú séu þeir fléttaðir með kápu til varnar núningi. Trollhermir reynist vei Nú hefur Hampiðjan í samvinnu við Varma- og straumfræðistofu Háskóla íslands komið sér upp „trollhermi" sem Guðmundur segir að sé notaður í þeim tilgangi að finna út hvaða stærð af flottrolli henti tilteknum skipum. „Þetta er það merkasta sem við höfum verið að gera í sambandi við þróunina undanfarið og á eftir að nýtast okkur vel á næstu árum.“ Guðmundur segir að fljótlega hafi komið í ljós að veiðihæfnin hafi verið töluvert meiri en í hefð- bundnum flottrollum auk þess sem mikil olía sparist sakir þess hve létt Glorían sé í drætti miðað við stærð. „Á úthafskarfamiðum er oft togað í 3-6 tíma og látið síðan reka út sólarhringinn til að vinna aflann. Þetta þýðir geysilegan olíuspamað ef ekki er togað lengur hvem dag. I þriggja vikna túmm hafa verið tekin frá 16 upp í 22 höl til að ná inn um 5-800 tonnum upp úr sjó. Vinnslugetan hjá flestum togar- anna er um 20 tonn af hausuðum karfa á dag sem er um það bil 40 tonn upp úr sjó. Stærstu höl sem tekin hafa verið eru áætluð um 100 tonn og jafnvel stærri en erfitt er að færa sönnur á það því þessi höl hafa aldrei náðst inn í heilu lagi.“ Margir nota Gloriuna Framleidd hafa verið Gloríu flott- roll í stærðunum frá 544 m til 3.072 m. Stærðin á trollunum er mæld í ummáli á strekktu neti þar sem trollopið er víðast fyrir aftan miðja höfuðlínu. Guðmundur segir að vin- sælustu stærðirnar hafi verið 1.152 m, 2.048 m og 2.560 m. Togararn- ir sem nota Gloríuna eru frá ís- landi, Noregi, Færeyjum, Græn- landi, Frakklandi, Þýskalandi, Al- aska, Portúgal og Chile. VEIÐARFÆRAÞJÓNUSTAN Netanaust í Reykjavík fagnaði 25 ára af- mæli sínu á dögunum. Fyrirtækið var stofnað sem netagerð þann 1. mars 1970 í Keflavík af Jóni Þ. Eggertssyni netagerðarmeistara sem verið hefur aðaleigandi og framkvæmdastjóri þess allar götur síðan. Starf- semin var í fyrstu fólgin í hvers konar veiðarfæraþjónustu við bátaflotann og flesta Suðurnesjatogarana en eftir mikinn samdrátt í útgerð á Suður- nesjum um 1980 fór Netanaust að leita á önnur mið. Árið 1985 tók Jón að sér innflutning frá norsku netaverksmiðjunni Möre Not A/S ásamt Árna Gíslasyni skipstjóra og frá árinu 1993 hefur fyrirtækið einnig haft umboð fyrir MMC fisksugur frá Noregi með höndum. Jón segir að norsku næturnar hafi reynst mjög vel við íslenskar aðstæður og fengið góð meðmæli hjá skipstjórum. Ennfremur hafi fiskilínan frá Möre Not náð miklum vinsældum og fengið góða dóma víða um land. „Það má því segja að Neta- naust hafi róið á rétt mið í veiðar- færaþjónustunni með samstarfi sínu við Möre Not sem er ein fullkomn- asta veiðarfæragerð Noregs. Þessi samvinna hefur gengið mjög vel og vonandi lagt sitt af mörkum til framfara í útgerðarsögu íslands." Ný síldarnót Möre Not býður fjöldaframleiðslu á nótum í samvinnu við nótaverk- stæði hér á landi með norskri fjár- mögnun. Vegna væntanlegra veiða Islendinga úr norsk-íslenska síldar- stofninum vill Jón taka fram að fyr- irtækið hefur boðið viðskiptavinum Netanausts upp á síldarnætur á mjög hagstæðum kjörum. Þegar hafi verið gengið frá sölu á fyrstu nótinni og verði uppsetningu lokið hér á landi í vor. Þessi nót er, að sögn Jóns, senni- lega eina nýja síldarnótin í flotanum. „Vegna óvissu um framhald á þess- um veiðum vilja menn bíða og sjá til með nótakaup í sumar. Verða því flest nótaskipin með gamlar og við- haldsfrekar nætur til að byija með en það hafa ekki margar síldarnætur verið settar upp hér á landi síðustu 30 árin. Ný síldarnót - 350x100 fm - kostar um 20 milljónir í dag en það tekur tvo til þrjá mánuði að framleiða slíka nót.“ Fisksugur vinsælar Fisksugur hafa á skömmum tíma rutt sér til rúms hér á landi en Neta- naust tók að sér umboð fyrir slík tæki eftir sjávarútvegssýningu sem haldin var hér á landi haustið 1993. Björgvin Ingvason, sem hefur þau mál á sinni könnu, segir að framleið- andinn, MMC í Noregi, hafi yfir- burðastöðu á fisksugumarkaðnum í heiminum í dag enda hafi Norðmenn lengi verið í farabroddi á þessu sviði. „Við íslendingar höfum af ein- hveijum orsökum verið seinni en nágrannar okkar að meðtaka kosti þessarar tækni," segir Björgvin „en nú lítur út fyrir að menn hafí uppgöt- vað kosti þess að meðhöndla fisk með þessum hætti.“ MMC físksugur eru þannig til taks í flestum höfnum landsins í dag og segir Björgvin að næsta takmark sé að setja þær um borð í sem flest nótaskip. „Það sem fisksugan hefur fram yfir hefðbundnar fiskidælur er hvað hún fer vel með hráefnið enda er svo komið að allir sem veiða eða vinna síld, makríl og loðnu til mann- eldis nota fisksugu við löndun eða meðhöndlun hráefnisins,“ segir Björgvin. Morgunblaðið/Sverrir BJÖRGVIN Ingvason og Jón Þ. Eggertsson á skrifstofu Neta- nausts á Skútuvogi. RAÐAUGí YSINGAR Flatningsvél og fl. Til sölu úr þrotabui Baader 440 flatningsvél árg. 1981, Baader hausari fyrir saltfisk, þvottakar með færibandi, hnakkabursti og 4 færibönd. Sigurbjörn Þorbergsson hdl., Sóleyjargötu 17, Reykjavík, sími 613583. KVÓTI KVéJTABANKINN Þorskur til sölu og leigu. Vantar ýsu. Til sölu 2 stk. Ding-handfæravindur. Sími 656412, fax 656372, Jón Karlsson. Námskeið fyrir sjómenn Slysavarnaskóli sjómanna heldur eftirfarandi námskeið á næstunni: 14.-17. mars: Almennt námskeið í Reykjavík. 3.- 4. apríl: Upprifjunarnámskeið í eld- og sjóbjörgun. 6,- 7. apríl: Eldvarnanámskeið. 10.-12. apríl: Námskeið í slysahjálp og meðferð lyfjakistu. 18.-19. apríl: Æfingastjórnun fyrir skipstjórnarmenn. Skráning í símum 5624884 og 985-20028. Slysavarnaskóli sjómanna. Skip óskast Fyrirtæki óskar eftir 100-200 tonna fiskiskipi til netaveiða, síðan til humarveiða. Ekki er nauðsynlegt að skipið hafi veiðiheim- ildir en sé samt með veiðileyfi og vel útbúið til neta- og togveiða. Ekki er nauðsynlegt að skipið eigi veiðar- færi. Skipið þarf að vera án áhafnar. Um framtíðarviðskipti gæti verið að ræða. Þið, sem hafið áhuga, leggið inn nafn skips og símanúmer eiganda á afgreiðslu Mbl. fyr- ir 25. mars, merkt: „Viðskipti - 15773“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.