Morgunblaðið - 09.03.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.03.1995, Blaðsíða 2
2 C FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYIMDIR VIKUIMNAR Sjónvarpið FÖSTUDAGUR 10. MARS VI 9Q Qfl ^.Ógnvænleg leit lll. LU.ull (Angel Heart) Banda- rísk spennumynd frá 1987. Einka- spæjari tekur að sér að hafa uppi á týndum manni og flækist inn í óhugn- anlega atburðarás. Kvikmyndaeftir- lit rikisins telur myndina ekki hæfa áhorfendum yngri en 16 ára. LAUGARDAGUR 11. MARS Kl. 21.10' Kl. 22.50' ^Paradís Luigis (Luigis Paradis) Sænsk bíómynd frá 1991 um ítala sem rekur pítsustað í Svíþjóð. Dag einn kemur 17 ára dóttir hans í heimsókn frá Ítalíu. Feðginin hafa ekki hist síð- an dóttirin var tveggja ára og heim- sóknin veldur straumhvörfum í lífi þeirra beggja. ^Steinar fyrir brauð (Raining Stones) Bresk bíómynd frá 1993 sem segir á gamansaman hátt frá manni sem er að reyna að brauðfæða fjölskyldu sína. Myndin keppti til verðlauna á Cannes- hátíðinni 1993. Leikstjóri er Ken Loach en á sunnudag kl. 14.50 verður sýnd heimildarmynd um hann. SUNNUDAGUR 12. MARS VI 40 QC ^.í tímahraki (Runn fct.UU Late) Bresk gsiflg anmynd um þekktan sjónvarpsmann sem þarf að ganga í gegnum miklar þrengingar áður en hann finnur sál- arró. Stöð tvö FÖSTUDAGUR 10. MARS f VI 40 4II ^íbúðin (The Apart- nl. LL. IU ment) Önnur Óskars- verðlaunamynd mánaðarins er íbúðin með Jack Lemmon og Shirley MacLa- ine. Mjmdin flallar um skrifstofublók- ina C.C. Baxter sem starfar hjá risav- öxnu tryggingafyrirtæki í New York. Hann gerir sér vonir um að fá stöðu- hækkun og í því skyni lánar hann lykil- inn að íbúðinni sinni svo yfirmenn hans geti átt þar náðugar stundir með ástkonum sínum. Kvöld eitt finnur Baxter meðvitundarlausa stúlku í íbúðinni sem reynt hefur að fremja sjálfsmorð í ástarraunum sínum. Stöð tvö VI fl 1C fylgsnum hugans III. U. IU (Dying to Remember) Lynn Matthews er farsæll fatahönnuð- ur sem starfar á Manhattan í New York. Einhverra hluta vegna er hún sjúklega hrædd við lyftur og ákveður að leita sér hjálpar. Lynn er dáleidd en hverfur þá aftur til sjöunda áratug- arins og verður vitni að því þegar ung kona í San Francisco bíður bana eftir að hafa verið hrint niður lyftustokk af ókunnum árásarmanni. Stranglega bönnuð börnum. ^Saga Jackies er (TcamsterPTftSftT The Jackie Presser Story) Sannsögu- leg mynd um Jackie Presser sem þótti mikill óróaseggur í æsku en komst til æðstu metorða innan bandarískra verkalýðsfélaga. Bönnuð börnum. VI 4 qc ^.New Jack City Nino M. U.UU Brown er foringi glæpagengis sem færir út kviarnar með vopnaskaki og krakksölu. LAUGARDAGUR11. MARS 1, VI 04 Jjíl ^Græna kortið III. L I.4U (Green Card) Gaman- mynd frá ástralska leikstjóranum Pet- er Weir (Dead Poets Society) um Frakkann George Faure sem býðst starf í Bandaríkjunum en vantar at- vinnuleyfi þar, hið svokallaða græna kort. Auðveldasta leiðin til að fá græna kortið er að giftast bandarískum ríkis- borgara. «04 Q|) ^Fórnarlömb (When • lu.uU the Bough Breaks) Þegar afskornar hendur af sjö börnum fmnast í Texas hefst rannsókn á hroðalegum morðmálum sem valda óhug um öll Bandaríkin. Fulltrúi hjá alríkislögreglunni leitar liðsinnis hjá ungum pilti sem dvelur í einangrun á geðveikrahæli en virðist búa yfir furðulegri vitneskju um morðin. Stranglega bönnuð bömum. SUNNUDAGUR12. MARS Kl. 20.55' , ^.Traust (Faith) Mich- ael Gambon (The Singing Detective), Susannah Harker (Chancer) og John Hannah (Four Weddings and a Funeral) fara með aðalhlutverkin í þessari hörkuspenn- andi og vönduðu bresku framhalds- mynd. Þingmaðurinn P.J. Morton hef- ur fórnað öllu, þar með talið fjöl- skyldulífinu, til að auka veg sinn og virðingu í heimi stjómmálanna þar sem valdabaráttan er hörð og mis- kunnarlaus. En ferli hans er ógnað þegar ungur blaðamaður fer að vera með dóttur hans. Seinni hluti er á dagskrá annað kvöld. MÁNUDAGUR 13. MARS VI QQ CC ^.Lífvörðurinn (The III. LU.UU Bodyguard) Fyrrver- andi leyniþjónustumaður er ráðinn líf- vörður ríkrar stórstjörnu eftir að hún hefur ítrekað fengið alvarlegar morð- hótanir. ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS VI QQ Qll wFrambjóðandinn m. Lð.ÚU (Running Mates) Gamansöm mynd um ástarsamband barnabókahöfundarins Aggie Snow og forsetaframbjóðandans Hughs Hat- haway. Það var kært með þeim á skólaárunum og þau taka aftur upp þráðinn þegar þau hittast mörgum árum síðar. Stóra spumingin er bara hvort stjórnmálin muni kæfa ástina þegar álagið verður óbærilegt. MIÐVIKUDAGUR 15. MARS VI QQ 1 fl ^.Umskipti (Changes) III. Lð. IU Melanie Adams er þekkt sjónvarpsfréttakona. Þegar hún fer í fréttaleit til Los Angeles hittir hún Peter Hallam sem er hjartasér- fræðingur í fremstu röð. Með þeim takast kærleikar en um leið koma upp ótal vandamál. FIMMTUDAGUR 16. MARS Kl. 23.15-‘ „Blaze Það vakti al- menna hneykslan í Louisiana þegar upp komst að fylkis- stjórinn, Earl K. Long, átti vingott við fatafellu sem kölluð var Blaze Starr. Earl var óhræddur við að boða róttæk- ar breytingar en það hrikti þó í styrk- ustu stoðum þegar þessi vinsæli og harðgifti fylkisstjóri féll kylliflatur fyrir hinni giaðlyndu Blaze. BIOIN I BORGINNI Arnaldur Indriðason/Sæbjörn Valdimarsson BÍÓBORGIN Afhjúpun k kk Hún tælir hann í ófýrirleitnu valda- tafli í tölvufyrirtæki. Fyrsta flokks afþreying í flesta staði. Leon kk Ábúðamikil mynd úr furðuveröld Bess- ons. Góð átakaatriði í bland við ómerkilegan efnisþráð og persónu- sköpun. Fríða og dýrið? Varla. Viðtal við vampíruna kkk Neil Jordan hefur gert býsna góða vampírumynd sem lítur alltaf frábær- lega út og tekur með nýjum hætti á gamalli ófreskju kvikmyndanna. Brad Pitt stelur senunni. Leifturhraði kkk'A Æsispennandi frá upphafi til enda, fyndin og ótrúlega vel gerð. Hasar- mynd eins og þær gerast bestar. Konungur Ijónanna kkk Pottþétt fjölskylduskemmtun frá Disn- ey, prýdd óaðfinnanlegri íslenskri tal- setningu. BÍÓHÖLLIN Gettu betur kkk Robert Redford hefur gert fína mynd um frægt sjónvarpshneyksli vestra á sjötta áratugnum þegar sjónvarpið eins og missti meydóminn. Góður leik- hópur sem stendur sig með prýði og endursköpun fyrst ára sjónvarpsins er frábær. Úlfhundurinn 2 'h Sérlega ómerkileg ævintýramynd um úlfhundinn væna og indjánaþorpið sem hann bjargar. Lýjandi. Banvænn fallhraði k'A Ekki beinlínis leiðinleg en afar ómerki- leg formúlumynd sem dandaiast á mörkum gamans og alvöru. Mynd- bandaafþreying. Wyatt Earp kk Alltof langur vestri um einn frægasta löggæslumann villta vestursins. Þung- ur og drungalegur en leikarahópurinn er glæsilegur og fer Dennis Quaid á kostum í hlutverki Doc Hollidays. Pabbi óskast k k Steve Martin leikur Silas Mamer í nútímanum í bærilegri mynd um einbúa sem tekur að sér stúlkubarn. Ófrjótt en allt í lagi. „Junior" k'/i Linnulausar tilraunir Schwarzenegg- ers til gamanleiks bera hér vonandi endanlegt skipbrot. Mislukkuð eins- brandara mynd og afleitlega leikin. Konungur Ijónanna (sjá Bíóborgina) HÁSKÓLABÍÓ Nell kk'h Forvitnileg mynd frá Jodie Foster sem framleiðir og fer með titilhiutverk ungrar konu er hefur ekki komist I kynni við samtíðina. Skógardýrið Húgó ★ ★ Lítil og meinlaus teiknimynd frá Dön- um, elskulegum frændum vorum og vinum, um Húgó hinn hressa sem syngur og dansar og hoppar og hlær smáfólkinu til ánægju og yndisauka en hinum fullorðnu mest til angurs og armæðu. Ekkjuhæð kk'h Lítil skopleg mynd um smábæjarslúð- ur í bland við sakamálasögu í ætt við Agöthu Christie. Góðar leikkonur en meinlítil mynd. Hálendingurinn 3 k Þriðja myndin í flokknum má missa sín. Innihaldið sérlega rýrt og spennan lítil. Klippt og skorið kkk'h Sérlega kræsileg kvikmyndaveisla frá meistara Altman sem segir sögur af hjónum í Los Angeles samtímans. Leikarahópurinn fjölskrúðugur og leikurinn frábær. Nostradamus k Sæmilega útlítandi en illa leikin og innihaldsrýr mynd þar sem furðulítið er fjallað um sýnir sjáandans fræga. Skuggalendur kkk'h Gæðamynd byggð á einstöku sam- bandi bresks skálds og fyrirlésara og bandarísks rithöfundar um miðja öld- ina. Það geislar af Anthony Hopkins og Debru Winger í aðalhlutverkum. Aukaleikarar ekkert síðri og leikstjór- anum Attenborough tekst að segja hádramatíska sögu án þess að steyta nokkru sinni á óþarfa tilfinningasemi. Þrfr litir: Rauður k k k'h Þríleik pólska leikstjórans Kieslowskis lýkur með bestu myndinni þar sem leikstjórinn fléttar saman örlögum persónanna á snilldarlegan hátt. Forrest Gump kkk'h Tom Hanks fer á kostum í frábærri mynd um einfelding sem ferðast um sögu Bandaríkjanna síðustu þijá ára- tugina og lendir í ýmsu. Ljúfsár, skemmtileg, fyndin, gerð með ríkri saknaðarkennd og einstaka sinnum ber fyrir sönnum kvikmyndalegum töfrum. LAUGARÁSBÍÓ I/asapeningar k Óttalega ómerki- leg og væmin mynd um strák sem finnur nýja konu handa föður sínum. Corrina, Corrina kk Meinlaus, gamaldags mynd um sam- skipti hvítra og svartra á sjötta ára- tugnum. Helst fyrir smáfólkið. Timecop kk'h Tímaflakkarar á ferð með misjafnt í huga. Útlitið er ágætt, spennan tals- verð, afþreyingin góð, innihaldið rýrt. Skársta mynd Van Damme þótt það segi ekki mikið. Skógarlíf kkh Mógli bjargar málunum í áferðarfal- legri kvikmynd hins sígilda ævintýris Kiplings um frumskógardrenginn ramma. Góð bama- og fjölskyldu- mynd. REGNBOGINN / beinni k'h Hringavitleysa um þijá þungarokkara sem yfirtaka útvarpsstöð. Góðir leikar- ar innanum og eintaka brandarar hlægilegir en svo er það búið. Sex dagar, sex nætur k k Glæsilegar leikkonur eru helsta augnayndið í frönskum sálfræðitrylli, sem beygir hryllilega af leið í seinni hlutanum. Barcelona kk'h Afar málglöð mynd um samskipti ungra Bandaríkjamanna og Börsunga. Vel leikin, löng en athyglisverð. Litbrigði næturinnar k k Langdreginn, götóttur en ekki beint leiðinlegur sálfræðitryllir kryddaður óvenju erótískum atriðum. Reyfari kkk'h Frábær verðlaunamynd eftir Tarant- ino um líf og örlög bófa í Los Angel- es. Einkar safaríkt leikaralið fer á kostum í vel mótuðum og skrifuðum hlutverkum og hér endurfæðist John Travolta. Tarantino er maður framtíð- arinnar. SAGABÍÓ Afhjúpun (sjá Bíóborgina) Leon (sjá Bíóborgina) STJÖRNUBÍÓ Á köldum klaka kkk Ungur Japani kynnist landi og þjóð í vetrarham í þessari nýjustu mynd Friðriks Þórs. Kynni hans af mönnum og draugum sýnd í skondnu ljósi og mörg góðkunn viðfangsefni leikstjór- ans í forgrunni eins og sveitin og dauð- inn og hið yfirnáttúrulega. Frankenstein kk Egóið í Kenneth Branagh fær að njóta sín til fulls en fátt annað í heldur misheppnaðri Frankensteinmynd. Aðeins þú k k Rómantísk gamanmynd um stúlku sem eltir draumaprinsinn til Ítalíu. Lítt merkileg mynd sem byggir á gömlum iummum ástarmyndanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.