Morgunblaðið - 17.03.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.03.1995, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ 2 D FÖSTUDAGUR 17. MARZ 1995 ls~ DAGLEGT LÍF B MATARILMINN leggur út á hlað enda er myndarlegur ■5 hópur ungra stúlkna að fást £ við matseld í rúmgóðu eld- húsinu þegar ég kný dyra að Sólvallagötu 12, þar sem ^3 Hússtjórnarskólinn í Reykja- 2? vík hefur verið til húsa í ára- 'JjjJ raðir. Skólastýran, Ingibjörg laan Þórarinsdóttir, býður mig Vi velkomna og við fáum okkur sæti á heimilislegum kont- '59 ómum hennar. Hún færir 31 mér inniskó svo mér verði ekki kalt á fótunum, hellir ijúk- andi kaffinu í bollana og býður nýbakaðar brauðbollur með. Handan við holið í þessu fallega húsi er ys og þys þar sem verið er að útbúa hádegismatinn. í aðal- rétt er fiskbúðingur með soðnum kartöflum, hrásalati og bernaise- sósu og í eftirrétt er eplagrautur. Á meðan stúlkumar í eldhúsinu bjástra við matinn sitja aðrar við sauma, pijón, hekl eða vefnað í öðmm vistarvemm hússins. Eftírspurnin næg Það er óhætt að segja að tímamir breytist og mennimir með því nú anna hússtjórnarskólarnir hvergi þeirri eftirspurn, sem nú er eftir slíku námi. Eins og er al- kunna vora allir nema tveir aflagð- ir fyrir nokkmm áram vegna dræmrar aðsóknar og er hinn á Hallormsstað. Daglegt líf brá sér í heimsókn í Hússtjómarskóla Reykjavíkur fyrir skömmu, þar sem bekkurinn er nú fullsetinn og færri komast að en vilja. Að sögn Ingibjargar bárast yfir 50 um- sóknir í ár, en aðeins er hægt að taka við 24 í einu. Skólinn var stofnaður árið 1942 og var allt til ársins 1975 níu mánaða samfelldur skóli. Vegna dræmrar aðsóknar þá var skipu- laginu breytt þannig að síðustu 20 árin hefur aðeins verið um að ræða samfellt hússtjómamám í fjóran og hálfan mánuð á ári, frá janúar til maí, en haustin hafa verið nýtt til styttri námskeiða í matreiðslu, handavinnu, fata- * saumi, útsaumi og vefnaði sem ýmist hafa verið á daginn eða á kvöldin. „Nú höfum við aftur hug á því að bjóða samfellt hússtjórnarnám á haustmisseri til að koma til móts við þá miklu eftirspurn, sem virðist ríkja. Eftir sem áður mun- um við sinna styttri námskeiðum á kvöldin,“ segir Ingibjörg. Þó nokkrar umsóknir hafa þegar bor- ist um skólavist á vormisseri 1996, en færri vita að boðið verður upp á sams konar nám á haustmiss- eri. Hún segir að venjan hafi verið sú að þeir umsækjendur, sem sótt SKÓLASTÝRAN Ingibjörg Þórarinsdóttir segir að markmiðið með hússtjórnarnámi sé fyrst og fremst það að gera nemendur hæfari til að sjá um sig og sína í framtíðinni. hafi um fyrstir hafi fengið inni fyrstir. Nemendur nú era allir kvenkyns og segist skólastýran ekki minnast þess að hafa nokkra sinni fengið umsókn frá karlmanni. Hins vegar vekur það nokkra athygli að af 24 nemendum í skólanum, era níu stúlkur frá Húsavík og þijár vin- konur úr Eyjum ákváðu sömuleið- is að skella sér saman í námið. „Við fáum umsóknir hvaðanæva af landinu, en svo virðist sem stúlkur utan af landi séu ákveðn- ari en hinar sem búa á höfuðborg- arsvæðinu. Það era a.m.k. meiri afföll meðal borgarbarnanna þeg- ar á hólminn er komið. Ennfremur höfum við veitt því athygli að þær stúlkur, sem eru um og yfir tví- tugt, virðast hafa mun meira gagn Agnes urnar þrjár úr Eyjum ákváðu að skella sér sam- an í skólann. En að loknu hússtjórnarnámi segist Guðbjörg vera að spá í sjúkraliðanám. AGNES Jónsdóttir er líka 16 ára Eyjamær og kemur úr 10. bekk grunnskólans í hússtjórn- arskólann, en hún segist vera harðákveðin í að fara í menntaskóla og vonast til að fá námið að einhverjum hluta metið. Hugurinn stefni seinna að auglýsingateiknun. Morgunblaðið/Sverrir HÚSSTJÓRNARSKÓLINN í Reylqavík var stofnaður árið 1942 og er í þessu fallega húsi á Sólvallagötu 12. Þar er heimavist á þriðju hæð fyrir alls 19 nemendur. Þórunn Ósk ÞÓRUNN Ósk Rafns- dóttir er 29 ára Reykvík- ingur og hafði lengi haft hug á því að sækja um skólavist, sér í lagi til að læra grunnatriði í mat- reiðslu og saumum, en aldrei lagt í það fyrr en nú. Hún er stúdent frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla og segist feta í fótspor móður sinnar sem stundaði nám í skólanum og ömmu sem var kennari í hús- sljórnarskólanum á ísafirði á sínum tíma. Þórunn vinnur með nám- Margrét Drífa inu á sambýli fyrir fatl- aða og væntir þess að námið komi henni að góð- um notum í því starfi þar sem hún sér m.a. um matseld. MARGRÉT Drífa Guð- mundsdóttir er 23 ára Hafnfirðingur, stúdent frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ og búfræðingur af búfjárræktarsviði og landnýtingarsviði frá Bændaskólanum á Hvan- neyri. Tilviljun ein réð því að hún sótti um nám í hússtjórnarskóla og ætti því að hafa inniverk- in jafnt sem útiverkin á hreinu ef hún ákveður að gerast bóndi. Hún seg- ir þó framtíðina alls óráðna þó draumarnir hafi lengi vel snúist um dýralækninn. GUÐBJÖRG Vallý Ragn- arsdóttir er 16 ára og kemur frá Vestmanna- eyjum. Hana langaði að breyta til og prófa eitt- hvað nýtt og finnst „ógeðslega gaman,“ eins og hún orðaði það, sér í lagi þar sem að vinkon- Guðbjörg Vallý Þær elda, sauma, prjóna, hekla, vefa og læra auk þess góða mannasiði Lof og prís í morgunmund „ÞÚ ert frábær. Hárið á þér er æði. Fer- lega ertu klár. Þú ert alveg dásam- leg/ur. Ég fylgi þér hvert á land sem er. Þú ert stórkostleg/ur.“ Sálfræðingar hafa löngum bent á að það besta fyrir sjálfstraustið sé rækilegt hól í morgunsárið. Margir hefðu gott af því að segja:„Mikið er ég ágæt/ur,“ um leið og þeir líta í spegilinn fyrst á morgn- ana. Þú ert æöi Susan Shup, bandarísk- listakona í París, hefur fundið leið til að auðvelda fólki að verða sér úti um lof. Hún hefur gert 20 mínútna langa segul- bandsspólu, „You Are Great“, þar sem ekki er dregið úr því: „Þú ert svo full/ur af orku, þú ert svo tignarleg/ur, þú lítur svo vel út. Þú dansar mjög vel. Þú ert meistari á brimbretti. Ofsalega bakarðu vel. Ég get ekki beðið þangað til ég hitti þig aftur - þú ert Æ-Ð-I.“ Kaupendum er ráðlagt að spila hana um leið og þeir vakna á morgnana. ■ k < :|*>isWö ''á wMM iíjrí.; vUer^aí^'úlípc jjiiic þtétgtiut. t A'm . 1>Ú!IW! SOQ U * ÉbW-- útUtncfdaúA MARS var guð hemaðar hjá Rómveijum til forna. REIKISTJARNAN Mars er lítil, þurr og isköld með rautt og klettótt yfirborð. Á henni er Ólympusfjall, sem er 26 km hátt, þrisvar sinnum hærra en Everest. Rómverskur herguð sem boðar vorkomu MARSIBIL og Marselíusi veitti Qgj ekki af nokkrum marsipan- lakkrísum eða Mars-súkkulaði- stykkjum ef þau myndu klífa hæsta fjall alheims, sem er ein- mitt á plánetunni Mars. Þau gætu líka þurft að gefa svöngum marsbú- um bita. Þetta er þó fremur í ólík- indastíl en staðreynda og þeir sem eru of jarðbundir fyrir ferðalag til Mars láta sér nú vegferð um sam- nefndan mánuð nægja. Hann er nefndur eftir rómverska herguðnum og þar kemur líkast til skýringin á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.