Morgunblaðið - 17.03.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 17.03.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MARZ 1995 D 5 hugmyndum,“ segir hún, „ég vil ekki sauma hveija flík nema einu sinni og hún verður að henta viðkomandi. Fyrst tek ég mál af konunni og við finnum í sameiningu út hvað á að gera. Stundum kemur hún með efni fyrst og stundum er það valið í sam- ráði við mig. Auðvitað ræður sú sem ætlar að klæðast kjólnum, en ég segi hiklaust ef mér finnst hann muni ekki fara henni. Og þá er yfirleitt hlustað." Dæturnar koma tll Dýrleifar Dýrleif hefur áratugum saman átt dyggan hóp viðskiptavina. „Konur sem fá sér kannski ekki eins mikið af kjólum núna og þegar þær voru yngri og meira í selskabslífinu," seg- ir hún, „en miklar smekkmanneskjur sem alltaf vilja öðru hveiju eitthvað nýtt og fallegt. Svo koma dætur þeirra til mín og fá dragt eða kjól eða kápu. Eftirspurnin helst nefni- lega þótt verslunum hafi fjölgað gríð- arlega. Flestar eru búðimar nú ekki par merkilegar og hinar, sem selja vandaðan fatnað, eru svo dýrar að það er allt eins hægt að láta sauma á sig. Sumar konur sjá þetta í hendi sér.“ Og hvað kostar að láta sauma kjól? „Það getur verið kringum tuttugu þúsund," segir Dýrleif, „tveim núll- um fleira í tölunni heldur en þegar ég byijaði. Þá þótti ég ansi dýr, tók 15 eða 18 krónur fyrir stutta kjóla en 20 til 25 fyrir síða. Ætli algeng mánaðarlaun landsmanna hafi ekki verið kringum áttatíu krónur á þess- um tíma. Það var líka leigan fyrir íbúðina á Sóleyjargötu. Ég var samt heppin með staðinn, í hverfi þar sem heldra fólk borgar- innar bjó. Fyrsti kúnninn minn var sjö ára, frúmar í grenndinni létu ekki heldur bíða eftir sér og allt gekk greiðar en ég hafði búist við. Kannski af því ég var menntuð er- lendis og þekkti nýja tískustrauma, kannski af þvi að ég vandaði mig, ég vissi varla hveiju ég ætti að þakka þetta. Eftir ár við Sóleyjargötuna flutti ég í Austurstræti 12, þar sem ég stúkaði af krók í saumastofunni fyrir rúmið mitt og kommóðu, þurfti ekkert meira svona laus og liðug.“ Dýrleif segist framan af hafa ver- ið hálfhrædd við karlmenn og hugsað um það eitt meðan hún var í Kaup- mannahöfn að verða sér úti um menntun svo hún gæti unnið fyrir sér. Hún kynntist eiginmanni sínum, Sigurði heitnum Magnússyni hjá Loft- leiðum, eftir að hún hafði haslað sér völl á íslandi. Þau stofnuðu heimili við Tjarnargötu 10 árið 1940 og þar rak Dýrleif saumastofu, um tíma með tíu stúlkum. Yfírleitt voru þær þó fimm til sex, allt fram til 1960 þegar þáttaskil urðu hjá Dýrleifu. Hún hafði flutt í Miðstræti 7 árið 1952 og hald- ið þar áfram rekstrinum. Gleymdl aldrel hvíta kjólnum Eftir átta ár í Miðstræti fór Dýr- leif í nokkra mánuði til Ameríku og dró mikið úr umsvifum eftir það. Hafði stúlkur í hálfu starfi og hélt áfram saumaskap sjálf. „Einhvem- veginn æxlaðist þetta svona, ég hef unnið prívat upp frá þessu og alltaf haft jafn gaman af að sauma." Dýrleif segir ástæðuna aftur í bamæsku, hún hafi haft yndi af fal- legum fötum síðan hún var smá- stúlka í Danmörku. „Mér fannst hvít- ur kjóll sem ég hafði með sér heim til Islands 4ra ára gömul miklu skemmtilegri en íslensku ullarfötin. Mig klæjaði bara undan þeim á upp- vaxtarárunum í Skagafirði. Þá blundaði í mér löngunin til að sauma eitthvað mjúkt og glæsilegt þótt varla ætti sú lýsing við um rósóttu léreftsduluna sem ég byijaði á tólf ára gömul í sveitinni. Seinna, þegar ég var loksins kom- in aftur til fósturforeldra minna í Kaupmannahöfn, fór allt að ganga liðlegar. Starfið hjá Pedersen-bræðr- um og kvöldskólinn þar sem ég lærði að sníða og svo vinna hjá Harps og Olesen-kjólahúsinu á Strikinu. Ég hefði vel getað ílenst úti. En hingað kom ég, heim til mömmu, sem hafði lítil auraráð, og bróður míns, sem yar að byija í menntaskólanum. Það var kannski af nokkurs konar skyldu- rækni, en biddu fyrir þér, ég var ánægð áfram. Hafði líklega löngu áður ákveðið að spjara mig.“ ■ Þórunn Þórsdóttir DAGLEGT LÍF Víkingaþorp sem endurspeglar lifnaðarhætti víkinganna í VÍKINGAÞORPINU munu tómstundavikingar sýna hvernig vík- ingar unnu úr silfri, horni, skinni, vaðmáli, ull, hör, tré o.fl. (Q ÓLÍKT því sem tíðkast á há- tíðum og mótum, sem haldin eru hérlendis, verða kók, 3B blöðrur og auglýsingaskilti ^ útlæg á víkingamótinu á Víði- Q staðatúni í Hafnarfírði í sum- ar. Þar verður reynt að hafa allt að fornum sið og flatkök- h ur, hangikjöt ásamt öðru rammíslensku góðgæti helsta viðbit gesta og gangandi. Undirbúningur mótsins, sem haldið verður 6.-9. júlí nk., er í fullum gangi, enda búist við 450 víkingum víða að úr Evrópu til að skemmta sjálfum sér og öðrum, kynna fornt handverk, taka þátt í ýmiss konar keppnum, m.a. i bog- fimi og siglingum, setja upp leik- rit, sýna bardagalistir, fornan vopnaburð o.fl. Rögnvaldur Guðmundsson, ferðamálafulltrúi og framkvæmda- stjóri Landnáms hf., hlutafélags verkefnisins, segir að víkingamót af þessu tagi hafí fyrst verið haldið í Danmörku fyrir tuttugu árum. Tiltækið hafi mælst vel fyrir og nú sé vettvangur slíkra móta m.a. í Svíþjóð, Noregi, Englandi, ír- landi, Hollandi, Þýskalandi og Pól- landi. Mörgum hafi fundist löngu tímabært að halda slíkt mót á Is- landi; vöggu fræða og söguritunar víkingatfmans. Hjólin hafí þó ekki farið að snúast fyrr en haustið 1993 er tveir íslendingar, búsettir í Danmörku og þaulvanur, danskur skipuleggjandi víkingamóta erlend- is, komu hugmyndinni á framfæri við ferðamálayfirvöld í Hafnarfirði og Jóhannes Viðar Bjarnason, veit- ingamann í Fjörugarðinum, en hann hefur verið áhugasamur um að halda uppi víkingastemmningu gestum sínum til ánægjuauka. Tómstundavíkingar Auk Hafnarfjarðarbæjar stofn- uðu Flugleiðir, Ferðaskrifstofan Úrval/Útsýn, Víkingur hf., Fjörukráin og íshestar hlutafélag um framkvæmd mótsins. Rögn- valdur segir verkefnið viðamikið og að mörgu þurfi að hyggja. Vík- ingarnir, sem alla jafna fái greitt fyrir þátttöku í slíkum mótum, hafi þótt fengur í að koma til ís- lands og samþykkt þátttöku gegn lágu fargjaldi og einni máltfð á dag. „Áhugi á arfleifð víkinganna fer vaxandi f Evrópu. Algengt er að heilu fjölskyldumar leggist í víking, þ.e. taki þátt í mótum, búi sig sem víkinga, reisi sér víking- atjöld, en framan við þau er gjarnan ristur upp torfbleðill, þar er fyllt upp með tijákurli og eld- aður matur, hitaðir drykkir og litað garn. Hver víkingur hefur ákveðnu hlutverki að gegna, en handverk ýmiss konar er í háveg- um haft meðal þorra þessa fólks, sem nefnt hefur verið tómstunda- víkingar. Unnið er í silf- ur, horn, skinn, vaðmál, ull, hör, raf og tré. Brauð er bakað upp á gamlan máta, etið með spónum og tréausum og allt gert til að endur- spegla lífstíl víkinganna. Mótsgest- ir koma áreiðanlega ekki að tómum kofunum hjá tómstundavíkingun- um, því þeir eru vel að sér um sögu og menningu víkinganna." Boðið verður boðið upp á siglingu á víkingaskipum, sem Eimskip mun flytja til landsins. Einnig standa vonir til að íslenskt víkingaskip, sem nú er í smíðum, verði notað í tengslum við hátíðahöldin. Gestum verður einnig gefinn kostur á að taka þátt í ýmsum skemmtilegum uppá- komum, leikjum og þrautum. Víklngaþorp Rögnvaldur segir að Víðistaðatún verði út- búið sem skemmtana- og athafnasvæði, komið upp sölu- og sýningartj- öldum, matartjöldum, griparéttum og hreinlæt- isaðstaða og lög- og sly- sagæsla verði á staðn- um. „Þetta verður sannkallað vík- ingaþorp, opið að degi til, en dans- leikir verða haldnir í bænum á kvöldin. Annars teygir hátíðin sig víða, setningarathöfnin er á Þing- völlum og fyrirlestrar og sýningar víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu. Við fengum Handverk, tilrauna- verkefni á vegum forsætisráðu- neytisins, til liðs við okkur um að hvetja íslenska víkinga til að koma fram í dagsljósið. Margir eru að búa til hluti frá þessum tíma, kunna sitthvað fyrir sér í fornri matargerð o.fl. Þeirra framlag verður áreiðan- lega ekki síðra en erlendu víking- anna.“ Víkingahátíðin er í senn alþjóð- leg og byggð á menningarsam- vinnu norrænu landanna. Markmið hennar er að vekja athygli á menn- ingararfleið norrænna víkinga, endurskapa víkingatímann á Is- landi og draga fram hlutverk ís- lands og íslenskra víkinga. Síðast en ekki síst að undirstrika menn- ingarsöguleg tengsl íslands og ann- arra Norðurlanda eftir landnám. Auk þess segir Rögnvaldur að vita- skuld sé hátíðinni ætlað að laða íslenska og erlenda gesti til Hafnar- fjarðar. Þótt hátíðin verði ekki hefðbund- in tívolí- og skrallhátíð með tilheyr- andi pylsum og kók, a.m.k. ekki á aðalmótssvæðinu, telja aðstand- endur hennar að flestir muni fínna eitthvað við sitt hæfi, enda verði mótið mennningarhátíð með miklu skemmtigildi. ■ vþj Tómstunda- víkingar eru vel að sér um sögu og menningu víkinganna MEISTARAKOKKARNIR Óskar og Ingvar Appelsinulegin hörpuskel i súkkul- aóisósu 300 g stór hörpuskelfiskur 3 msk. hveiti 2 stk. appelsínur 2 dl fisksoó 50 g suðusúkkulaði salt — pipar maisenamjöl olía til steikingar Snyrtið hörpuskelina, þ.e. fjarlæg- ið litla hvíta vöðvann á hliðinni á fisknum. Rífið börk af appelsínu og skerið hann í fína strimla, kreist- ið safann úr appelsínunni og legg- ið hörpuskelfiskinn ílöginn í 1 klst. Þá er hörpuskelin tekin úr safan- um, þerruð og velt upp úr hveiti og steikt í olíu á pönnu, kryddað með salti og pipar. Best er að laga sósunaáðuren hörpuskelfiskurinn er steiktur. Hitið fisksoðið með helmingi af appelsínusafanum og berkinum sem hörpuskelin lá í, brjótið súkku- laði út í og hrærið í uns það hefur bráðnað. Látið sósuna sjóða og þykkið með maisenamjöli, út- hrærðu í ögn af köldu vatni. Sós- una má bragðbæta með rjóma, meifa súkkulaði eða jafnvel koníaki ef vill. Rétturinn er borinn fram þann- ig að sósan er sett á diskinn og hörpuskelinni raðað ofan á miðja sósuna. italskar kjötbollur ffyrir ff jóra 500 g nautahakk ___________1 stk. laukur________ salt, nýmalaður pipar ______1 msk. Worcester-sóso_____ 1 stk. kúrbítur (zucchini) 1 stk. rauð paprika 100 g sveppir 2 msk. góð ólífuolía 1 dós niðursoðnir tómatar 1 tsk. þurrkað oregano 2 tsk. maisenamjöl og örlítið kalt vatn Setjið hakkið í skál og bætið í það fínsöxuðum lauknum, Worc- ester-sósunni, saltinu og piparn- um. Blandið öllu vel saman og mótið u.þ.b. 25 bollur úr hakkinu. Skerið kúrbítinn í sneiðar, skerið paprikuna í bita og saxið sveppina. Steikið bollurnar upp úr olíu á pönnu við meðalhita uns þær verða fallega brúnar á öllum hlið- um, takið bollurnar af pönnunni og steikið grænmetið smástund. Bætið þá tómötunum og oregano á pönnuna ásamt kjötbollunum og látið malla undir loki í 15 mínútur. Hrærið maisenamjöli út í smá köldu vatni og hellið því saman við sósuna á pönnunni og hrærið í. Látið sjóða í 2 mín. til viðbótar. Borið strax fram með soðnu tagl- iatelle og nýju brauði. Mjög gott er að nota smá hvítlauk í þennan rétt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.